Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 14
ARMARHOLL BÝÐUR ÞIG VELKOMINN ÍIL HÁDEGISVERÐAR í DESEMBER. VIÐ ERUM ÞÆGILEGA STAÐSEÍÍIR í HJARTA BORGARINNAR í INGÓLFSSTRÆTI, VIÐ HLIÐINA ÁGAMLA BÍÓI (ÓPERUNNI), FYRSTA FLOKKS MATREIÐSLA OG WÓNUSTA í ÞÆGILEGU UMHVERFIÁ SANNGJÖRNU VERÐI, AUK ÞESSA MATSEÐILS SEM VIÐ KYNNUM ÞÉR NÚ, GETUR ÞÚ EINNIG VALIÐ AF KVÖLDVERÐARSEDLIOKKAR, EN VIÐ HÖFUM OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNAR, SÍMI: 18833, HÁDEGISVERÐARMATSEÐILL 17.-22. des. 1984 Súpa fylgir öllum réttum Hangikjöt meö kartöflu- jafningi Nauta-jólapotfréttur meö ribsberjahlaupi Heilsteiktur lambshryggur Glóöarsteikt smólúöuflök meö sinnepssösu Smjörsteiktur skötuselur meö sherrýsósu Saltfiskur og skata meö hamsatólg Chef's special: Jólabuff eins og viö einir gerum Jólaglögg Viljum einnig benda hér á gjafakort, sem henta sérlega vel til jóla- og tœkifœrisgjafa. Nónari upplýsingar í síma 18833 & 14944 I 12 -» Blaðamannabækur Blaöamenn eru áberandi á bókamarkaðnum í ár, eins og oft áður. Fyrst skal að sjálfsögðu frægan telja Halldór Halldórsson, sem var ritstjóri íslendings á Akureyri, en hefur nú gengið til liðs við Helgarpóst- inn, góðu heilli. Halldór tók Jón Sólnes á hvalbeinið og úr varð bráðskemmtileg bók, enda Jón orðhvatur og skemmtinn maður (og Halldór ekki síðri). Jakob F. Ásgeirsson á Morgunblaðinu hefur tekið saman mikla bók, Alfreðs sögu og Loftleiða. Óhætt mun að fullyrða að eftir þeirri bók hafi verið beðið, því nú treður Alfreð Elíasson fram og segir frá sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands — sameining- armálið hefur stundum verið kallað ..stuldur aldarinnar" — enda bókin æði dramatísk áður en lýkur og viðbúið að lesandinn fari að efast um siðferði sumra sem nafngreindir eru á síðunum. En hvað um það — í sögu Alfreðs eru einnig fróðlegar upp- lýsingar um sögu flugs á Islandi. Óg Loftleiðaævintýrið var sann- kallað ævintýri í ýmsum skilningi. Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri á Mþl. hefur tekið saman bók um ævintýralegan feril knattspyrnuliðs af Akranesi: „Skagamenn skoruðu mörkin" heitir sú bók. Sig- tryggur er einmitt rétti maðurinn til að segja okkur allt um Rikka, Donna, Þórðana, Helga Dan. og alla hina, því að bæði er hann Skagastrákur sjálfur og hefur einnig fengið að sveitast við að skrifa íþróttafréttir um dagana. Elías Snæland Jónsson, aðstoðarritstj. á DV sendir frá sér bók um ástandið á köldu Fróni milli stríða. „Aldarspegiil — átök milli stríða" heitir bók hans. Sæmundur Guðvinsson, áður blaðamaður, nú blaðafulltrúi Flugleiða skrifar skemmtilega bók um flug og kallar hana „Hættuflug". Edda Andrés- dóttir, einnig fyrrverandi á blöðum, spjallaði við Auði Sveinsdóttur Á Gljúfrasteini — og er þegar pískrað að sú bók verði a.m.k. ofarlega í sölukeppn- inni. „Ekkert mál" Bók Njarðar P. Njarðvík og sonar hans, Freys á sjálfsagt að flokkast með skáldsögum, enda form hennar slíkt, en þessi saga feðganna byggir á næsta nöturlegri reynslu af heróíni — bókin er í senn spennandi og átakanleg, afar vel byggð, gerist bæði á islandi og í Danmörku, einkum á slóðum eiturlyfjaneytenda í Kaupmanna- höfn þar sem söguhetjurnar, ís- lenskt par, æði ungt að árum, flækist í neti eiturlyfjasala og það er a.m.k. Ijóst af þessari mögn- uðu sögu, að það er stutt til hel- vítis, gangi maður eiturplágunni á hönd. Taugastríð hryllingsskríbenta Alistair MacLean stendur sig vel á mark- aðnum. Bók hans er í efsta sæti, heitir ,,Dyr dauðans". Alistair lætur að þessu sinni hermdarverkamenn gera allt vitlaust í Amsterdam. Númer tvö á reyfaralistanum er svo Hammond Innes með bók sína „Átök í eyðimörk" og í þriðja sæti Desmond Bagley með „I næturvillu". Á föstu — lausnarorð Aföstu — virðist vera orðatiltæki sem fellur í kramið. Söluhæsta bók- in í flokki barna- og unglingabóka heitir „Fimmtán ára á föstu" og er eftir Eðvarð Ingólfsson. I öðru sæti er „Bróðir minn Ljónshjarta" eftir Astrid Lindgren og í þriðja sæti kemur annar sænskur höfundur, llone Wikland með „Sjáðu Madditt, það snjóar". Og í fjórða sæti einn á föstu: „Töff týpa á föstu" eftir Andrés Indriðason. Muggur Bókaútgáfan Lögberg og Listasafn ASÍ hafa undan- farin ár lagt saman í útgáfu bóka um íslenska mynd- list. Það útgáfuáræði hefur vakið verðskuldaða athygli, og raunar ómetanlegt starf, því að okkur hér skortir mjög vandaðar bækur um myndlist okkar. Nú hafa þessir aðilar gefið út bók um Mugg, þ.e. Guðmund Thor- steinsson, fallega, veglega bók sem Björn Th. Björnsson listfræðingur skrifaði. Þar er rak- inn æviferill Muggs og birtar margar myndir af málverkum — og úr lífshlaupi hins mikla lista- manns. -> 17 KRAKKAR MÍNIR KOMIÐ ÞIÐ SÆL ’m. Jólavísur ÞorsteinsÖ. Steph- ensen og jólasveinamyndir Halldórs Péturssonar. Jólasveinar. Góð gjöf í skó bægu barnanna. Nú geta afar og ömmur rifjað upp jólasveinavísurnar með barna- börnunum. Verð kr. 247.00 Ný útgáfa fyrir nýja kynslóð Ijrtfloftil UNUHUSI VEGHÚSASTfG 5 SÍMI 16837 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.