Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 18
BÓKMENNTIR Sagnasjór Sigurðar Thor eflir Helga Skúla Kjarlansson Sigurdur Thoroddsen: Eins og gengur. Endurminningar. Sigurður verkfræðingur Thoroddsen hóf að rita bernskuminningar sínar fyrir átta ár- um í tilefni af samkeppni sem þá var auglýst um minningaritun aldraðra. Tilefnið kann að hafa ráðið því að hann skrifar mjög breiða frásögn og atriðaríka, nærri eins og skýrslu um minningar sínar fram til loka há- skólanáms. Sá hluti er hér birtur eitthvað styttur. í hjáverkum með myndlistariðkun- um hélt hann svo áfram minningaritun smám saman og var, er hann féll frá, búinn að rita þætti sem hér birtast um viðfangsefni sín fram til 1946, sem sagt ekki fram á þann tíma sem verkfræðistofa hans var orðin verulega umsvifamikil. Þvert á móti hafði hún lengst af verið svo verkefnasnauð að Sigurður bæði gat og þurfti að gefa sig að hinum ólík - ustu viðfangsefnum, og því fjölbreyttari verða minningarnar. Meðal annars fékkst hann í atvinnuskyni við skopmynda- og skyndiportrettateiknun og sat á þingi ný- sköpunarárin fyrir Sósíalistaflokkinn. Einnig hér er Sigurður í nokkrum skýrslugerðar- stellingum, líkt og hann sé af samviskusemi að taka það allt með sem lesandinn kunni að ætlast til. Þó er hér hraðar farið yfir, miðað við árafjölda, en í fyrri hlutanum, og samt verður bókin doðrantur talsverður, yfir 300 síður. En þetta kemur nú ekki svo mjög að sök, því að Sigurði virðist bara alls ekki lagið að skrifa þurrt. Öllum frásagnarefnum hans tengjast lifandi viðburðalýsingar, og það er alveg ótrúlegur fjöldi af ættingjum, kunn- ingjum og samstarfsfólki sem ekki einungis kemur við sögu heldur lifnar í frásögninni sem skýrar svipmyndir, studdar tveim eða þrem kómískum smásögum. (Mikið þyrfti að vera nafnaskrá við svona bók.) Aldrei vottar fyrir .því að Sigurður sé að leggja sig eftir skáldlegri sundurgerð í máli né stíl, heldur bara að koma efninu frá sér í sem skýrustu formi. En þennan samþjappaða og jafnstreyma stíl fer hann svo smekklega með að hvergi er þreytandi og iðulega hinn ljúfasti lestur vegna óskeikuls orðavals. Hann hlýtur að hafa verið sagnamaður mik- ill og samræðusnillingur, enda er það nú venjan að listgáfa fari saman á mörgum svið- um hjá sama manni, og mikla skemmtilesn- ingu hefði hann getað gert úr þessari bók ef hann hefði skrifað hana styttri.meira beitt sér að því að skemmta en fræða. Nú, bókin er svosem alveg nógu léttlæsi- leg eins og hún er. Hitt er kannski lakara hve gríðarlega óhlífinn Sigurður er við sam- ferðamenn sína sem hann þekkir að mis- jöfnu eða kann ljótar sögur af, jafnvel þótt honum sé sjáanlega hlýtt til þeirra. Og þá verður nú ekki beysin útreið þeirra (bless- unarlega ekki mjög mörgu) sem hann bar kala til. Mér var æðioft hugsað við lesturinn, að feginn væri ég að það væru ekki mínir nánustu sem um var fjallað. Á einstaka stað runnu jafnvel á mig tvær grímur hvort svona nokkuð teldist prenthæft. Þ.e. hvort dóttir Sigurðar, sem handritið bjó til prentunar, hefði átt að bregða sér í ritskoðarahlutverk- ið og tvíhenda rauða pennann. Nei, líklega væri það nú ekki sanngjörn krafa. En ein- staka frágangsatriði, rithátt á erlendum nöfnum og slettum t.d., hefði átt að sam- ræma betur í handriti. Annars ber lítið á hnökrum af því tæi, og prófarkir sýnast vel lesnar. Þetta er sem sagt minningabók af efnis- miklu og fróðlegu tegundinni, góð sem slík, og hún á eftir að valda lesendum sínum þeim vonbrigðum sárustum hve mikið vantar á að Sigurður nái að rekja feril sinn til loka. -HSK I 17 -> Hvað? Hver? Hvenær? Hvers vegna? Hvernig? Tveir mætir borgarar hafa lagt saman í bók að þessu sinni. Þeir eru báðir velþekktir, en vissulega hvor á sínu sviði. Hermann Gunnarsson er þekktastur fyrir fréttamennsku og skemmtimennsku. Óskar Ingimarsson er hins vegar kennari og þýðari. Þeir hafa snúið saman bók sem heitir ,,1000 spurningar og svör". Þar fást svör við ýmsu sem brennur á vörum þjóðarinnar, svo sem því hvað einhver Laddi heitir fullu nafni og: Átti Tarsan apabróðir konu og hvað hét hún? Vitringnum, sem við á HP styðjumst við þegar við vitum ekki svarið sjálfir, sýndist þessi spurning vera klaufalega orðuð. Spurningin sé í rauninni tvær spumingar og feli í sér eitt svar. Svona eru þeir útsmognir, þeir Óskar og Hemmi Gunnl Það er forlagið Setberg sem gefur spurningakverið út. Og það er engu líkara en að brennandi fróðleiksþorsti hafi gripið um sig hjá þeirri útgáfustofnun, því sama útgáfa gefur einnig út bók sem heitir ,,Hvað á barnið að heita?" — og svari hver fyrir sig. En — í alvöru talað: Bókin hefur að geyma hvorki meira né minna en 1500 stúlkna- og drengjanöfn. Karl Sigurbjörnsson prestur tók saman. Bryndís Schram skrifar um freyjurnar Og við seilumst enn niður í (glat)kistu bókaflóðs- ins: Bryndís Schram hefur tekið sig til og rætt við einar átta flugfreyjur, allar hinar máetustu háloftapíur, enda nefnist bók Bryndísar „Hátt uppi". Á bókarkápu segir að frásagnir dísanna einkennist af hógværð og hispursleysi. Hispursleysi er áreiðanlega aðal Bryndísar — sem með þessari bók bætir fjöður í skrauthattinn — hún hefur fengist við margt um dagana, verið dansari, leikari, kennari, húsmóðir, skólastjóri, ritstjóri og fararstjóri. Það kæmi manni ekki á óvart þótt einhvern tímann birtist maður með blýant og blokk á tröppunum hjá B.S. og panti að fá að taka við hana viðtal í bók. ► 20 FREE STYLE FORMSKL TA SKÚM íhárið? Já — nýja lagningarskúmið frá LORÉALI og hárgreiðslan verður leikur einn. VetlV' Alca' \ V>oVca 01 Kris^05’ 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.