Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 23
Barth segist vinna fimm daga vik- unnar og taka sér frí tvo daga um helgar. Það er næsta fátítt að höf- undar, þeir sem hafa lifibrauð sitt af samningu einvörðungu, taki sér helgarfrí — John Barth segist vinna að skáldsögum fjóra daga heima hjá sér, en þann fimmta, þ.e. föstudag- inn í hverri viku, fari hann út í sum- arhús sitt og skrifi greinar. Afrakst- ur þessarar föstudagsvinnu er ein- mitt að koma út um þessar mundir og nefnist einfaldlega „Föstudags- bókin“. Nóbelsverðlaunaskáldið Saul Bellow á tvær ritvélar, báðar eld- gamlar. Á aðra þeirra skrifar hann skáldverk. Hin er til að skrifa á bréf, greinarog fyrirlestra. John Updike byrjar að skrifa hvert nýtt verk með blýanti, skrifar uppkast númer tvö á rafmagnsritvél og endanlega gerð bókar á tölvu. RÉTT UMHVERFI John Updike hefur fjögur vinnu: herbergi heima hjá sér í Boston. í einu þeirra er aðeins lítið borð og hægindastóll. Þar les Updike. í öðru herbergi er tölva hans, sem hann notar helst við að skrifa esseyjur og gagnrýni. í þriðja herberginu er að- eins gamalt skrifborð og stóll og út- sýni yfir hafið. Þar situr hann þegar hann skrifar með „mjúkum blý- anti“. í þriðja herberginu er ritvélin og þar skrifar hann bréf og „talar við blaðamenn". Updike segist gjarna skrifa með blýanti: „Vegna þess að þegar ég skrifa á rafmagns- ritvél eða tölvu, finnst mér að ég eyði svo miklu rafmagni. Með blý- anti er ég aðeins að eyða mínum eigin tíma.“ Fæstir rithöfundar geta haldið sig með fjögur vinnuherbergi. Ismaei Reed segist skrifa alls staðar, hvar sem er — á kaffihúsum, í flugvélum, á biðstofum og skrifar þá á servíett- ur, aftan á reikninga og umslög. Kurt Vonnegut segist helst hvergi geta skrifað nema á efstu hæð til- tekins húss á Manhattan. Stephen King situr uppi á hlöðulofti í Maine. Joyce Carol Oates hefur tvö herbergi til að vinna í. Annað er bjart og rúm- gott. Þar situr hún með blýantinn sinn. „En ég skrifa ekki mikið þar. Ég hugsa og pára hjá mér athuga- semdir." í hinu herberginu er þröngt og þar hefur hún ritvélina. Isaac Bashevis Singer vinnur í dagstofunni í blokkaríbúðinni sinni. „Ég hef ekki skrifstofu," segir hann. „Þegar ég hef fengið mér morgun- verð sest ég í stólinn minn með skrifblokk og skrifa á milli þess sem ég svara í símann. Stundum skrifa ég eitt orð og síminn hringir. Svo skrifa ég annað orð og síminn hring- ir.“ Hann vill ekki fá sér símsvara eða símaþjónustu — „vegna þess,“ segir hann — „að þeir sem hringja vilja heyra það sem ég hef að segja beint úr kjafti hestsins." John Irving segir: „Ég ólst upp í stórri fjölskyldu. Og maður hefði þurft að vera að gera eitthvað ákaf- lega merkilegt til að fá að loka sig af einn í herbergi — eitthvað merki- legra, miklu merkilegra, heldur en að sitja og skálda sögur. Sem stend- ur skrifa ég í borðstofunni heima hjá mér. Mér líður ágætlega þar. Áður vann ég í lítilli herbergisskonsu. Og þegar ég bjó í Vermont skrifaði ég úti í garðskúr. Ég held að mér myndi líða illa í stóru vinnuher- bergi. Það er nóg að hafa vegg — og engan glugga. Til hvers þurfa menn útsýnið? Á hvað þurfa menn að glápa annað en pappírinn?" MORGUNNINN ÞÝÐINGARMIKLI Flestir rithöfundar leggja áherslu á, að vinnuaðstaðan sé kannski ekki það þýðingarmesta, miklu fremur næðið — næðið í kringum þá á heimilinu — að þeim gefist kostur á að standa utan við erjur og þras, vakna eins og saklaus börn hvern morgun, því að morgunninn er sá tími dagsins þegar hugurinn er ferskastur og best gengur að einbeita sér. „Ég vakna yfirleitt mjög snemma," segir Saul Bellow. „Og ég vakna við hugsanir um það efni sem ég vinn að hverju sinni. Ég ligg í rúminu og vakna hægt og hægt og það er eins og ég þreifi mig áfram nær viðfangsefni dagsins, nær og nær. Síðan tek ég til starfa og ég vinn þangað til ég er útkeyrður — ég lít ekki á klukkuna — en yfirleitt er ég alveg tæmdur og búinn að vera um eitt leytið. Þá hef ég ekkert meira að segja þann daginn og þau vandamál sem ég skil við þegar ég stend upp frá vinnunni halda áfram að togast á innra með mér það sem eftir lifir dagsins." Bellow kennir fulla kennslu við háskóla Chicago- borgar, en kennslustundir hans eru allar síðdegis. „Ég er ferskastur og einbeittastur á morgnana," segir Bellow. „Þess vegna skrifa ég á morgnana." John Barth hefur svip- aðar venjur. Hann skrifar árdegis, kennir síðdegis við háskóla — „eða ég skemmti mér bara við að lesa prófarkir eða vinna í texta á annan hátt". „Ég vinn svo að segja án afláts," segir Joseph Heller. „Ég geri mér aldrei neitt til dundurs — gef mig aldrei að neins konar frístundaiðju. Helgar skipta mig þannig engu, enda sýnist mér að fæstir viti hvað þeir eigi af sér að gera á sunnudög- um.“ Heller skrifar í áhlaupum og aldrei lengur en tvær klukkustund- ir í einu. Hann hefur aldrei skrifað neina bók nema einu sinni. „Ég mæli ekki með minni aðferð. En sjálfur get ég ekki unnið öðruvísi. Ýfirleitt sest ég niður með setning- arnar mínar fullmótaðar í kollinum — ég hugsa í örstuttum köflum." ORÐAMASKÍNAN Stephen King er maður nefndur. Hann skrifar bækur sem eru yfir- leitt þykkar og þungar eins og múr- steinar — og fjalla allar um hrylling og annarlega viðburði. Hann hefur verið tískuhöfundur í Bandaríkj- unum nokkur undanfarin ár og virðist geta framleitt spennandi texta rétt eins og væri hann orða- maskína. Hann skrifar 2.500 orð hvern dag nema jóladag, þakkar- gjörðardaginn, fjórða júlí og af- mælisdaginn sinn. Hann vinnur helst að morgni til og þá við undir- leik dynjandi rokktónlistar. „Ég er bestur á morgnana. Þá veit ég ná- kvæmlega hvað ég ætla að skrifa. Á kvöldin og um nætur fæ ég góðar hugmyndir og sit þá gjarna og skrifa, en þessi næturvinna er þó mest dund. Á kvöidin er ég eins og maður sem smíðar skip innan í flösku — ég dunda. Kvöldvinnan fer oft í súginn. Einu sinni fleygði ég fimm hundruð síðna handriti sem ég hafði verið að „dunda" við á kvöldin — ég komst einfaldlega ekki áfram með þá sögu.“ Joyce Carol Oates sagði einhverju sinni að hún skildi ekki spurningar um það hvenær eða hvernig hún ynni: „Ég vinn alltaf," sagði hún. „Það mætti eins spyrja manneskju hvort hún andaði. Eða hvort hún borðaði á sunnudögum. Mér finnst miklu skemmtilegra að skrifa heldur en að borða eða sofa.“ Venjulegum, dauðlegum mönn- um fer gjarna svo, þegar þeir verða að fylla autt blað með orðum, að þeim fallast hendur. Og til eru þeir sem eru hræddari við pappír og rit- vél heldur en morðvopn. Það fólk hlýtur því að skilja Joseph Conrad vel, sem var sagður skrifa með því- líkum sálarkvölum að stappaði geð- veiki næst. Hann nálgaðist stundum skrifborðið sitt með tárin í augunum og bölvaði þeim örlögum að vera rithöfundur. Charlotte Bronté var sögð skrifa nánast í leiðslu. Dickens var sagður hafa átt svo létt með að skrifa, að á meðan hann skrifaði Oliver Twist gat hann eins setið við matborð og haldið uppi samræðu- skemmtun við gesti og hripað niður kaflana sína annarri hendi. William Styron (höfundur „Sophie’s Choice") segist þekkja vel til sársaukatilfinningar Conrads. „Ég hlakka aldrei til þess að setjast niður og skrifa — ég stríði oft hart gegn verkinu, en þegar ég svo loks- ins byrja, þá gengur mér oftast vel og þegar mér hefur tekist að skila viðunandi dagsverki líður mér stór- kostlega. Yndislegri fullnægjutil- finning fæst ekki.“ Styron segir að mótþróinn eða sársaukinn sem sé því samfara að byrja á bók stafi ef- laust af því, að hann sé hræddur við þau duldu svæði hugarheims og sál- arlífs sem hann sé í þann veginn að hefja rannsóknarleiðangur um. „Rithöfundar sem segjast „elska skriftir" eru áreiðanlega að ljúga eða ýkja,“ segir Styron. En til eru þeir sem mótmæla því að þeim finn- ist rithöfundarstarfið svo erfitt: „Ég held ekki að rithöfundar eigi að þjást," segir Singer. „Ef þú hatar þitt eigið starf — hvers vegna sinnirðu því þá? Ef það gengur vel, þá hlýtur það að vera gaman.” Þegar allt kemur til alls er starf rit- höfundar allt í senn: Þrælslegt puð, þreytandi og leiðinlegt á köflum, en jafnframt mjög svo skemmtilegt og sérstætt þegar vel gengur — rétt eins og hver önnur vinna sem vel er af hendi leyst. Og svo er það auðvit- að galdurinn í öllu saman; eða: Hvernig í ósköpunum fara menn að flétta saman snjallan texta, út- smogna sögu? (Tilvitnanir í rithöf. sóttar í The New York Times Bóok Reviews) BOKMENNTIR Gefast ekki griö. .. Þórarinn Eldjárn: Ydd. Ljód. (48 bls.) Forlagid 1984. Ydd er fjórða ljóðabók Þórarins Eldjárns en auk ljóðabókanna hafa komið út eftir hann eitt smásagnasafn og ein skáldsaga. Ljóðabækur Þórarins hafa allar vakið mikla athygli, enda hefur hann markað sér veru- lega sérstöðu í hópi yngri skálda. Sérstaða hans hefur einkum falist í því að hann hefur fellt tjáningu sína í hefðbundið Ijóðform. Hefur hann meira að segja gengið svo langt að yrkja rímnaflokk. Hann hefur gert mark- tæka tilraun til þess að fella viðfangsefni og hugmyndir nútímans að hinu hefðbundna formi. En jafnframt hefur hann beitt nýstár- legu skáldmáli sem felst bæði í frumlegri myndsýn og lifandi og óvæntri málbeitingu. Ydd sker sig úr fyrri bókum Þórarins að því leyti að þar notar hann ekki hefðbundið ljóðform, heldur eru öll ljóðin í frjálsu formi. Flest eru þau fremur stutt og afmörkuð, stuðlunar gætir víða þó óregluleg sé en rím- inu er nánast úthýst. Að þessu frátöldu er i þessari bók að finna mörg sömu einkenni á skáldskap Þórarins og í hans fyrri bókum. Frumleg myndsýn Þórarins felst meðal annars í hæfni hans til að taka hversdagsleg atvik, lýsa þeim í óvæntu Ijósi og hefja þau síðan uppyfir sjálf sig og ljá þeim aðra og víð- tækari merkingu. Sem dæmi um þetta ætla ég að taka ljóðið Ekki samleið (bls. 10): Samstaða nokkurra Iaunþega hafði myndast um SVR skilti snemma morguns í nepjunni. Frjáls listamaður fór þar hjá rúlluterta sunddóts í krika ferð heitið annað og hugsuðust nú á hópeflið við staurinn og sá staki: Hver vill hverjum hvað? Annað dæmi um þessa aðferð þar sem vídd tímans er beitt er ljóðið Ögrun (bls. 36): Þrjátíu börn sátu í hring á afmælisgólfi og léku sá sem flöskustúturinn lendir á Tuttugu árum síðar: einn af hverjum tíu var orðinn alkóhólisti og hin öll fremur drykkfelld þó það ætti að heita svo að þau héldu áttum og stæðu við sínar skuldbindingar. Ein sterkasta hlið Þórarins er gagnsæ mál- beiting, þar sem hann gegnumlýsir málið miskunnarlaust, setur orð í nýtt og óvænt samhengi svo að lesandinn skynjar veröld sína með nýjum hætti. Orð sem hann tekur fyrir góð og gild eru allt í einu sett í nýtt sam- band og kemur þá greinilega í ljós að ekki er allt sem sýnist. Hvað með ljóð eins og þetta: Umfram allt umfram allt drengur gleymdu ekki einsoginu á (Ljóðráð tileinkað Sigurði Pálssyni.) Nokkur prósaljóð eru í bókinni. í þeim nýt- ur orðlist Þórarins sín vel. í Lokaskýrslu (bls. 29) sker hann upp nokkur alþekkt orðatil- tæki og öðlast orðin þar nýjar víddir og fá merkingu af öðru plani en því sem fyrir var. Upphaf Ijóðsins er svona: Á döfunum laðir svo ljúfar að nafir komust á nippi og undir hnífnum hafði ég lauk svo sannan að krókódílar grétu mannstárum... Eins og gefur að skilja er fjallað um margt i þessari ljóðabók. Meginviðhorf sem mér virðist liggja að baki margra ljóðanna er efa- hyggja sem oft skoðar tilveruna út frá kóm- ískum sjónarhóli, eða öllu heldur sýnir okur fáránleika tilverunnar í skýru Ijósi. En það er einnig slegið á fleiri strengi í bókinni. Hús- næðismálin hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, en ég man ekki að á þeim hafi verið tekið með viðlíka hætti og í Ijóðinu Hús næði (bls. 39): Gefast ekki grið í griðastað guðað á glugga bankastjórans: má ég vera? heima Ekki veit ég hvort kalla má Svo er (bls. 43) ástarljóð en það er a.m.k. ekki fjarri lagi: í rugluðum reitum innan um mittþitt og þittmitt gleður mig jafnan að sjá j. / að enn eru augu þín þín og því mín Ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að í þessari bók bæti Þórarinn verulega við skáldhróður sinn. í henni njótasín vel bestu kostir hans sem skálds og þó hefðbundna ljóðformið sé í fríi sýnir skáldið að það hefur full tök á fjölbreytileika hins frjálsa forms. Og sífellt kemur Þórarinn lesandanum á óvart. í einu af síðustu ljóðum bókarinnar kveður við enn nýjan tón og ætla ég að ljúka þessari umfjöllun á því ljóði sem ég tel vera eitt hið besta í bókinni. Óli (bls. 42): Lófar þínir svo mjúkir iljar gerðar til gangs augun sem þekkja mig ekki enn beðið eftir fyrirmælum sem aldrei bárust ókunnar leiðir rofnar af óþekktu meini Það sem heftir þroska þinn efldi minn Allt sem þú gafst mér: þú kynntir mig Sorginni Voninni og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt ég gaf þér ekkert nema lífið. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.