Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 19
BOKMENNTIR
eftir Heimi Pálsson
• •
,,Oskur“ sem heyrist varla
Lilja K. Möller: ÖSKRID. Skáldsaga. 188 bls.
Almenna bókafélagid, Rvík 1984.
Byrjandi á bókamarkaðnum — og íslenska
hefðin segir að blaðadómarar eigi að fara
fjarska mildum höndum um nýgræðinginn,
líklega minnugir þess að oft verður góður
hestur úr göldum fola og að allar jurtir eigi
rétt á að vaxa. Þetta er vitaskuld rétt en get-
ur líka leitt til þess að blaðarýni verði ger-
samlega marklaus fyrir alla aðila, ekki bara
Flosa.
„Kvennabókmenntir" eru orðnar þess-
konar tískubókmenntir að manni finnst sölu-
herferðir bókaútgefenda minna skuggalega
á tískufrömuði og tilburði þeirra. Alveg eins
og allir eiga að ganga í fötum með sama sniði
og sama lit verða bækurnar að „hitta í mark
tímans" (sbr. skemmtilegar umræður um
þetta efni í bíómyndinni GARP). Núna upp á
síðkastið hefur tískan sagt að bækur eigi að
sýna tilvistarvanda kvenna í karlmanna-
samfélagi, karlkyns persónur skuli því vera
harðsnúin kykvendi, tillitslaus og tilfinn-
ingahömluð, konan skuli sýnd sem brúkun-
arvara þessarar dýrategundar — ellegar þá
í uppreisn gegn henni.
Því er ekkert að neita að þessi nýi andi
orkaði hressilega á mann — meðan hann var
nýr. En öllu má líka ofbjóða. Þegar höfundur
eftir höfund spýtir út úr penna sínum þessari
svarthvítu mynd, oft býsna líflítilli, verður
jafnvel umburðarlyndinu um og ó.
Skáldsaga Lilju K. Möller er því miður ein
þessara sagna sem manni finnst núna maður
hafi lesið í tonnavís undanfarin fimm til tíu
ár. Hún er vandamálasaga um konu, tekur
sannarlega á „forvitnilegum" parti vandans
(fóstureyðing eða ekki fóstureyðing, tengd
slagorðinu um að „ráða yfir líkama sínum"),
en slítur hann úr samhengi svo að lesanda
verða engan veginn ljós rök málsins.
Saga konunnar, Áru, hefst í fæðingu henn-
ar og ekki alveg með óálitlegum hætti: Sjálf
stendur hún utan og ofan við sjálfa sig á þess-
ari stundu, lýsir fæðingunni bæði frá eigin
sjónarhóli og móðurinnar (hið síðarnefnda
hafa að vísu ansi margar konur gert að und-
anförnu). Barnið hefur takmarkaðan áhuga
á að fæðast, ekki síst vegna þess að það lítur
á fæðinguna sem einskonar dauða - og í ljósa-
flóðinu bíður „drekinn" (bls. 11). Þessi dreki
er gott dæmi um hugmynd sem hugsanlega
hefði verið hægt að nota vel út úr en verður
að engu þegar á líður. Hann á greinilega að
vera tákn grimmdar og tilfinningaleysis
samfélagsins þótt meginkynning hans sé ó-
Ijós, þegar talað er um „meinvættinn" (auð-
vitað er þetta orð haft í karlkyni!) „sem
gægðist fram í spegli mannkynsins. Hann
var svo ljótur. Áfskræmt ferlíki, risatröll,
skrímsli sem allt vildi gleypa. Spegillinn er
illur og gegnsýrður dreki. Hann er
svartnœtti sálarinnar.“ (Bls. 17). Letur-
breytingarnar sýna hversu óljós og geigandi
þessi hugmynd er strax í upphafi. Spegillinn
er drekinn og drekinn er svartnætti sálarinn-
ar. Tvær myndir eða þrjár og ganga ekki
upp hver í annarri. Lakara er þó að svo verð-
ur skáldinu ekkert úr drekanum í því sem á
eftir fer, næstum eins og upphafsmyndin
gleymist, og raunar er sleppt úr næstu tutt-
uguogfimm árum í ævi Áru og tekið til þar
sem hún fer sjálf að glíma við fóstureyðinga-
eða fæðingarvandann.
Þetta stóra stökk veldur því m.a. að les-
andann vantar öll aðalatriði í þroskaferil
persónunnar og hann fær lítið sem ekkert
færi á að skilja hana eða nálgast á einn eða
annan hátt. Enn takmarkaðri verður að sjálf-
sögðu vitneskjan um aukapersónur eins og
móðurina Auði (sem fyrir bragðið verður
næstum eingöngu klisjan um „vondu
mömmuná') eða karlmanninn Dag (sem
ekki verður síður klisjuborinn). f skáldsögu
af þessu tagi sýnist þetta fingurbrjótur. Per-
sónurnar verda að öðlast líf eigi nokkur
maður að nenna að hafa samúð með þeim
eða andúð á þeim.
Eg hélt að stórt og metnaðarfullt forlag
eins og AB hefði á sínum snærum handrita-
lesara sem gætu leiðbeint rithöfundum,
einkum þeim sem eru að stíga fyrstu sporin.
Annað hvort er þetta vitleysa eða Lilja K.
Möller hefur verið gríðarlega óráðþægin.
Því einn af göllum bókarinnar liggur einmitt
í geigandi máli, hæpnum setningum og
„röngurn" orðum. Stundum stafar þetta af
því að skáldið er að stefna hátt en missir
flugsins. Þegar sögumaðurinn eða „ég“ sög-
unnar hefur lýst fæðingu sinni kemur t.d.
þessi klausa, og ég viðurkenni að ég skil
hana ekki með nokkru móti:
„En nú verd ég ad láta stadar numid og
sameinast ad öllu leyti þessari litlu mann-
veru.
Eg tók mig á og reyndi ad flytja viskuna,
sálargöfgina, minnisgáfurnar, djúpsœjan
skilninginn á mannlegum breyskleika, sœlu-
kenndina sem takmarkalaus vídd og skynj-
un alheimsins gaf hverri nýfæddri sál og
audvitad andans ást meö vitund minni í nýja
líkamann. Aran mín gneistadi Ijósadýrd um
leid ogytriskynfœrin lögdust eins og brú sem
dregin var heim ad kastalavirkinu yfir undir-
vitund mína.
Nú var síkid óbrúad. “ (Bls. 20).
Sérhvert orð er að sönnu skiljanlegt eitt
sér, en í samhenginu skapa þau svo tætings-
lega mynd að hún segir mér ekkert.
Stundum virðist málnotkunin einfaldlega
klaufaleg og benda til flausturs. Á bls. 99 er
konu hent ásamt „dótturinni, þriggja ára, út
á gaflinrí‘ — og sýnist eiga að merkja sama,
og „út á gaddinn", því nýjungar í húsagerð-
arlist eru ekki á dagskrá. Á bls. 13 eru „átta
klukkutímar. . .liðnir undir lok". Hugsan-
lega á það að vera skáldlegt og fyndið. Sama
getur varla gilt um nafnorðahrönglið: „Þegar
hún kom heim kenndi ég aðeins tilfinningar
mótþróa...“ á bls. 134, og eitthvað finnst
mér í meira lagi furðulegt við setninguna „Á
sálina hafði safnast kör manngildis" á bls. 24.
Þannig mætti telja miklu fleiri dæmi þar
sem almennilegur ráðgjafi hlyti að reyna að
gefa ábendingar. Það er ábyrgðarhluti af al-
varlega þenkjandi bókaforlögum að henda
nýfæddum rithöfundum óköruðum út á
kaldan klakann. Það finnst mér hafa verið
gert í þessu dæmi. Þess vegna er öskrið sem
kannski var bæði vel meint og þarft ekki lík-
legt til að heyrast víða, hvað þá fá hljóm-
grunn.
MersöijuaeKUR. uHauaN44é:Tk/
INN —
FLYTjENDURNIR ~
eftir Howard Fast
Bækurnar um LAVETTE fjölskylduna - ítölsku innflytjendurna
sem settust að í San Fransisco og brutu sér leið til auðs og valda:
Innflytjendurnir, um ævintýri, ástir, hamingju og hörmungar
á uppbyggingartímunum í Kaliforníu.
Næsta kynslóð, um dótturina Barböru, eirðarlausa og uppreisn- 1
argjarna, og afdrifaríkt ástarsamband hennar í upphafi heims- | |
styrjaldarinnar, og nú:
Howard NÆSTA KYNSLÓÐ'
INNFLYT JENDURNtR >
VALDAKLÍKAN
Howard
Fast
VALDAKLÍKAN
eftir Howard Fast
Þriðja bókin um innflytjendurna. Um lífsbaráttu Barböru
Lavette, sem afneitar góðborgaralegu umhverfi sínu og giftist
gyðingnum og baráttumanninum Bernie Cohen.
Merkileg saga sjálfstæðrar konu, þar sem hefðir upprunans eru
brotnar á bak aftur.
Átakamikil og spennandi metsölubók
AGATHA CHRISTIE
...OG EKKERT NEMA
SANNLEIKANN
Það er engu logið þótt sagt sé a enginn höfundur eigi jafnmarga lesendur og Agatha
Christie - yfir 50 milljónir manna.
Og það er dagsatt að þessar milljónir verða yfirleitt að láta Hercule Poirot um að leysa
gátuna. Hins vegar er það engin ráðgáta hvers vegna bækur Agöthu Christie eru svo vinsælar.
Hún er einfaldlega einn snjallasti glæpasagnahöfundur allra tíma.
Af öllum þeim fjölda vinsælla bóka sem Agatha Christie hefur skrifað,
er þetta e.t.v. sú vinsælasta og sumir segja besta,
... OG ÞAÐ ER SANNLEIKURINN.
Bókhlaðan
tr
5
f—
HELGARPÓSTURINN 19