Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 22
GALDURINN Hvað er það sem fær fólk til að setjast niður og skrifa texta — texta um eitthvað? Er rithöfundurinn að leitast við að búa til einhvern þann galdur sem fær lesandann til að falla fram og tilbiðja hann, fella tár af gleði, hrópa í forundran yfir þeim merku uppgötvunum sem hinn snjalli penni gerir í sálarlífi lesand- ans? Astæður rithöfundarins eru margar og margvíslegar — að minnsta kosti eins margar og rithöf- undarnir eru margir. Og sennilega fleiri. Það hefur löngum ríkt hálfgerð dulúð kringum starf hins skrifandi manns, einkum skáldsins snjalla sem virðist oft og tíðum svo frum- legt, einstakt, öðruvísi. . . Og víst er um það, að margir höfundar hafa einstakt lag eða tak á huga lesand- ans og — kunna galdurinn. En hvaða leið fara menn að þvi að læra galdurinn? Og ef þeir þykjast hafa náð honum á sitt vald, hvernig fara menn þá að því að ná svo góð- um tökum á þessum galdri sínum, að hann sé jafnan tiltækur rétt eins og hallamálið trésmiðnum? Uppá- haldssaga þess sem þessar línur rit- ar — saga af textagaldri, fjallar reyndar ekki um rithöfund, heldur lesanda: Fjögurra ára gamall dreng- ur, sem oft var látinn hlýða á sögu- lestur áður en hann sofnaði á kvöld- in, var einu sinni staðinn að því um miðja nótt, þegar hann átti að vera í fasta svefni, að traðka ákaft á op- inni ævintýrabók. Og grét af reiði þegar hann uppgötvaði að engin leið var að komast þannig beina leið inn í ævintýraheim bókarinnar. Við, hinir fullorðnu lesendur, höf- um vanist takmörkunum á mátti hins ritaða orðs og við trúum víst ekki opinberlega á galdur af neinu tagi. Og í stað þess að gráta af reiði eða vanmætti reynum við að kom- ast eftir því hver galdurinn er. Við leitum að þeim brögðum sem höf- undurinn notar — þekkir hann ein- hverja vél, kann hann á einhverja takka, eða getur hann togað í ein- hverja spotta sem við höfum aldrei heyrt talað um eða komið auga á? BLÝANTUR EÐA TÖLVA? Það ríkir dulúð kringum hið skap- andi starf sem rithöfundurinn vinn- ur. Lesandinn á oft bágt með að skilja, hvernig í ósköpunum hinn skrifandi maður getur bunað upp úr sér orðunum í metravís, haldið þræði og jafnvel logandi spennu frá fyrstu bókarsíðu til hinnar síðustu. Og vegna þessarar dulúðar einblína menn oft á ýmis aukaatriði eða minniháttaratriði, spyrja höfunda aftur og aftur hvernig þeir skrifi, hvort þeir skrifi með blýanti, hvort þeir vilji ekki fá sér tölvu til að vinna verkið, hvort þeir skrifi um nætur eða daga, hvort þeir „fari í vinn- una“ dag hvern eins og „heiðarlegt fólk“, eða hvort þeir treysti á inn- blásturinn, guðmóðinn eða ölmóð- inn. Sjálfsagt er dulúðin kringum rit- höfundarstarfið tilkomin vegna þess, að rithöfundurinn er í mörg- um tilfellum utan við hversdagslíf hins i'enjulega launaþræls. Afkoma hans er oft ótrygg og hann er „ein- mana úlfur" með hugmyndum sín- um og hugsunum, spinnur ævintýri og sögur úr hugarheimi sem hann einn ræður yfir. Og hann/hún ræð- ur sjálfur sínum vinnutíma, er sinn eigin endurskoðandi. Vinna höf- undarins krefst lesenda, helst margra lesenda — og hún er unnin í kyrrþey. í rauninni er öll tilvera rit- höfundar næsta sérkennilegt ástand. Sérkennilegt ástand — eða bara venjuleg vinna? Venjuleg vinna, segja margir höfundar og benda á að þeir fari á fætur hvern morgun eins og annað vinnandi fólk, vinni sinn vinnudag og eyði frístundum í faðmi fjölskyldunnar eða vina. Bandaríski rithöfundurinn John MIKLI eftir Gunnar Gunnarsson teikningar Björgvin Ólafsson 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.