Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11
BÓKMENNTIR Mikilvœg þýðing Fjodor Dostojevski: GLÆPUR OG REFSING. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Mál og mennirtg 1984. 469 tölusettar sídur. Nokkuð mun liðið síðan þýðing Vilhjálms í>. Gíslasonar (gerð eftir danskri þýðingu) á þessari gagnmerku skáldsögu Dostojevskís varð ófáanleg með öllu á bókamarkaði okk- ar. Á bókasöfnum er hún enda að verða upp- lesin. Það má því af þeirri ástæðu einni vera mikið gleðiefni að Mál og menning ræðst í nýja útgáfu verksins. Enn meira gleðiefni verður það vitanlega þegar til þýðingar velst jafn ágætlega fær manneskja og Ingibjörg Haraldsdóttir virðist vera. Óþarft er að vísu að taka fram að sá sem hér ritar getur engan dóm lagt á nákvæmni þýðingar hennar — en hann hefur heyrt málsmetandi menn og kunnuga rússnesku halda því fram að fngi- björg sé mjög vel að sér í tungunni, og sjálfur getur hann um dæmt að hún er geysivel skrifandi á íslensku. Dostojevskí er einn þeirra rússnesku höf- unda sem átt hefur drjúgan þátt í að móta hugsun og hugmyndafræði okkar vestur- landabúa. Gildir í hans tilviki einu hvort við hugsum til einstaklingshyggjunnar sem Nietzsche er frægastur talsmaður fyrir (ofur- mennishugmyndina) eða til existensíalisma nútímans. Einatt er Dostojevskí meðal frum- kvöðlanna. Nýlega hefur raunar verið bent á beinar hliðstæður í hugmyndafræði hans (einkum í Brœörunum Karamasov) við hugmyndafræði Gunnars Gunnarssonar, einkum í æskuverkunum (sjá Matthías Viðar Sæmundsson: „Mynd nútímamannsins". Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar. Studia Islandica, 41. hefti, Rvík 1982). Af þessum sökum er okkur nauðsyn á að hafa greiðan aðgang að verk- um Dostojevskís. En hitt skiptir þó meiru: Bókmenntir smáþjóðar verða aldrei mikils virði nema unnt sé að skoða þær í alþjóðlegu samhengi — og þeim er nauðsyn að nærast við það sem best hefur verið gert um allan heim. I þessu samhengi segir sig vitanlega sjálft að við getum aldrei lesið þýðingu Ingibjarg- ar Haraldsdóttur sem eiginlegt dæmi um skáldsagnaritun um miðja nítjándu öld. Konráð og Jónas hefðu víst áreiðanlega þýtt margt öðruvísi þarna en hún gerir. Um það tjáir ekki að fást. Snilldarþýðendur úr samtíð Dostojevskís verða ekki vaktir upp. Nútíma- manni er ekki heldur ætlandi að skrifa nítj- ándualdar mál. Því er bara að gera sér að góðu og þakka fyrir gott framtak i þessu efni. Það er eins og út í hött að ætla sér að skrifa blaðadóma á níunda áratug tuttugustu aldar um skáldsögu sem kom út fyrir meira en öld, nánar til tekið árið 1866. Höfundur hennar var þá fjörutíu og fimm ára og hafði reynt sitt af hverju. Meðal annars hafði hann orðið fyr- ir þeirri hroðalegu lífsreynslu að vera dæmdur til dauða fyrir andspyrnu gegn keis- aranum og náðaður fyrir framan aftöku- sveitina. Allt var þetta reyndar sett á svið, því aldrei stóð til að fullnægja dauðadómn- um, aðeins hræða. í fangelsi hafði Dostoj- evskí fengið að læra margt misjafnt, en þar hafði hann líka að eigin sögn kynnst rússn- esku þjóðinni betur en flestir aðrir — „Og hvílíkt dýrðarinnar fólk!" skrifaði hann! Það liggur fjarska nærri að ætla að kynni hans af dæmdum mönnum hafi gert honum auð- veldara en ella að orða hugleiðingar sínar um glæp og refsingu, eins og þær eru settar fram í skáldsögunni. Honum hlýtur að hafa orðið tíðhugsað um „sekt“ og „angist" glæpamannsins einmitt í fangelsinu, enda fá- gæt rit sem gera því efni öllu magnaðri skil en „Glæpur og refsing", kannski ekki síst vegna þess hve hrífandi persóna Raskolni- kof er þrátt fyrir allt. 10 -> lífsins ólgusjó. ,,Hvað er ein milljón á milli vina" heitir ný skáldsaga eftir hann og gerist í kreppunni fyrir stríð hér í Reykja- vík. Gísli er einn af fáum skríb- entum sem jafnan fjallar fyrst og fremst um fólk á hlýjan, húmor- ískan hátt — persónulegur rithöf- undur sem á marga þakkláta les- endur. Það er engu líkara en að smá- sagan sé á uppleið mitt í meintri útgáfukreppu. Fyrir nokkrum ár- um tóku útgefendur treglega við smásagnasöfnum úr hendi höf- unda. Nú er engu líkara en að til- trú á þetta skemmtilega listform sé að aukast. Menningarsjóður gefur út smásagnasafn eftir Indriða G. Þorsteinsson undir nafninu „Vafurlogar". Indriði vakti einmitt fyrst athygli þegar hann hlaut verðlaun í smásagna- keppni fyrir sögu sína „Blástör". Þrjár sagnanna í „Vafurlogum" hafa hvergi birst áður. Þá sendir Fríða Á. Sigurðardóttir frá sér smásagnasafnið „Við glugg- ann", en smásagnaformið virðist henta Fríðu mjög vel. Hún er vandvirkur og nákvæmur höf- undur, sem kann þá list að segja aldrei of mikið — né heldur of lít- ið. Og þá er að sjá hvernig les- endur taka smásögum þeirra Guðbergs, Indriða, og Fríðu — að ógleymdum Þorgils gjallanda. Álfrún Gunnlaugsdóttir sem vakti mikla athygli bókmennta- manna í fyrra með smásögum sínum „Af manna völdum" send- ir nú frá sér sína fyrstu skáld- sögu. „Þel" nefnist hún. Skáld- saga Álfrúnar er sögð óvenjuleg. Gunnlaugur Ástgeirsson ritdóm- ari segir í gagnrýni sinni sem birtist á öðrum stað í þessu blaði: „Það er ekki fyrst og fremst spennan sem býr undir niðri í sögunni sem heldur í mann, heldur er það eftirvænt- ingin hvað næst komi manni á óvart í þeirri upprifjun atburða sem fram fer. .." Ævintýri blaða- konu — og sendiherra En það eru ekki aðeins „alvar- legar bókmenntir" sem bók- menntaþjóðinni býðst að lesa um þessi jól. Snjó- laug Bragadóttir sendir frá sér sögu sem heitir því spennandi nafni „Gefðu þig fram Gabríel" og segir þar frá ungri og fagurri blaðakonu af íslandi sem starfar við útlent stórblað og vettvangur hennar er allur heim- urinn. Og annar islenskur höf- undur horfir út yfir heiminn: Pétur Eggerz sendiherra sendir frá sér sína fjórðu bók sem heitir „Sendiherrann frá sagna- landinu". Pétur lýsir störfum sendiherra í Bonn, gleðistundum og döprum dögum. Tveir á föstu Tveir snjallir rithöfundar taka unglingamálin, eða réttara sagt ástamál ungl- inga föstum tökum að þessu sinni. Hinn góðkunni Andrés Indriðason hefur samið bókina „Töff týpa á föstu" og við lauslega athugun á þeirri bók sýnist Ijóst, að hún sé bæði leiftrandi og skemmtileg, fyndin og fróðleg og hefði víst komið þeim skröggi sem hér skrifar vísdóminn vel að lesa hana á sínum tíma. Og svo er það hann Eðvarð Ingólfsson með „Fimmtán ára á föstu" — nú þegar í mikilli eftirspurn — unglingarnir vita betur en aðrir í hverju púðrið leynist. -> 12 NÝ ÍSLENSK BARNABÓK Þóranna Gróndal MÚSÍKALSKA MÚSIN Músíkalska músin eftir Þórönnu Gröndal fékk viðurkenningu Sam- taka móðurmálskennara í samkeppni um smásögur fyrir börn í fyrra. Skemmtileg saga um litla mús sem settist að í píanói og spaugileg atvik sem af því hlutust. Letur sem hæfir vel þeim sem eru að- byrja að lesa. Margrét Magnúsdóttir myndlistar- nemi myndskreytti bókina. Stórar lit- ríkar myndir í hverri opnu. Verð kr. 370.50,- Þessa bók er gaman að gefa í jólagjöf og fá í jólagjöf lírigofcll Unuhúsi Veghúsastíg 5 sími 16837 GÖRAN TUNSTRÖM JÓLA ÓRATORÍAN Göran Tunström hlaut bók- menntaverölaun Norðurlandaráðs árið 1984 fyrir skáldsögu sina Jóla- óratórían, sem út kom í fyrra. Svið sögunnar er heimabyggð höfund- ar i Sviþjóð, en hún teygir anga sina aila leið til Nýja-Sjálands. Likt og smiður Jólaóratóriunnar, Bach, leikur Tunström af mikilli list á marga strengi, sem spanna allt frá myrkustu einsemd og þjáningu til leiftrandi kátinu, og njóta þlæþrigði sögunnar sin einstaklega vel i þýð- ingu Þórarins Eldjárns. Jólaóratórian verður gefin út þæði innþundin og sem UGLA. Verókr.889.— Félagsverð kr. 720.— UGLU-verð kr. 448.— GLÆPUR OG- t>YDD. SKALDVERK WILLIAM HEINESEN GLATAÐIR SNILLINGAR Margir telja Glataða snillinga meistaraverk Williams Heinesen, og vist er að enginn sem les þessa bók mun geta gleymt hinum list- hneigðu sonum Korneliusar vind- hörpusmiðs og örlögum þeirra i þessu litla þorpi á eyju úti i regin- hafi Glataöir snillingar eru eins og stór hljómkviða, þar sem hver persóna hefur sina eigin rödd, og bera frásagnargáfu Heinesens einstakt vitni. Glataöir snillingar eru áttunda bókin i sagnasafni Williams Heine- sen i rómaðri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Verð kr.988.— Félagsverð kr. 840.— MARTIN ANDERSEN NEX0 DITTA FJODOR DOSTOJEVSKI GLÆPUR MANNSBARN OG REFSING Skáldverkið mikla. um Dittu, stúlkuna af stóru mannsættinni, kom fyrst út i Danmörku á árunum 1917—1921. Höfundur þess, Mar- tin Andersen Nexp, hlaut sess i heimsbókmenntasögunni fyrir áhrifamiklar lýsingar sinar á kjör- um fátækra um aldamótin og minn- isstæðar persónur bóka.innar, ekki sist Dittu sjálfa. Sagan kom fyrst út á islensku i öndvegisþýðingu Finars Braga skálds 1948—49. Af þvitilefni skrif- aði Halldór Stefánsson rithöfundur um bókina: „Ditta er öreigans „mater dolorosa". . . hún, hin fá- tækasta allra, er gjöfulá kærleik og umhyggju, hvernig sem að henni er búið i þeim gráa heimi, þar sem henni er markaöur bás. Mannúðin er alls staðar grundvallaratriðið I skáldskapNexo." Verðkr. 1150.— Félagsverð kr. 978.— Mál Svið þessarar mögnuðu sögu er Pétursborg á árunum upþ úr 1860: ört vaxandi stórborg iðandi af lit- riku mannlifi. i miðdepli er einfarinn Raskolnikof, tötrum búinn stúdent með stórmennskudrauma, sem hann fyrir hvern mun vill gera að veruleika. Spennan, mannlýsing- arnar og heimssýnin sameinast um að gera Glæp og refsingu aö einhverri eftirminnilegustu skáld- sögu síðaritima. Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevski er gefin út i heimsbók- menntaröð Máls og menningar. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi úr rússnesku. Verðkr. 1170.— Félagsverð kr. 995,— (jefum (jóðar bœkur og menning HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.