Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 3
Emmesssjússar ★ í tilefni af 50 ára afmæli Mjólkursamsölunnar í Reykjavík þann fimmtánda janúar síðast- liðinn, efndi stjórn fyrirtækisins til samkeppni meðal fram- reiðslumanna um afmælis- drykki, bæði áfenga og óá- fenga, sem skiptust í fjóra flokka: Rjómakokkteila, mjólkur- eða mjólkurvörukokk- teila, mysu-longdrinks og flóríd- ana-longdrinks. Uppskriftirnar sem bárust skiptu hundruðum, en sex framreiðslumenn voru verðlaun- aðir og sjást þeir hér á Ijós- myndinni. Okkur hér á HP finnst ástæða til að birta upp- skriftina af að minnsta kosti einum þessara verðlauna- drykkja, og af því að nú er þorri, skulum við hafa það besta óáfenga mysudrykkinn. Hann blandaði Wilhelm Gunnar Norðfjörð og kallar „Hraustur": 6 cl. Flórídana. 3 cl. sítrónusafi. 2 cl. Grenadine. (Hrist) Fyllt upp með mysu. (Skreyting) Appelsínuskífa. Súkkulaðispænir. Tvö rauð rör.tir Fyrir vinningsdrykkina fengu þessir framreiðslumenn áletraða bikara ásamt tfu þúsund krónum f peningum hver, en á myndinni eru Kristján R. Runólfsson, Haukur Tryggvason, Bjarni Öskarsson, Guð- jón Egilsson, Halldór Sigdórsson, og Wilhelm Gunnar Norðfjörð. Smartmynd. I I I I l I I I Megrunaruppskriftir ★ Okkur á HP berast oft Háttið ykkur. Gerið hitt með skemmtilegar ábendingar og gömlu, góðu trúboðastelling- heilræði. Tvær vinkonur Helgar- póstsins áttu leið framhjá rit- stjórnarskrifstofum okkar um daginn og gáfu okkur (og þar með lesendum) tvær megrunar- uppskriftir. Sú fyrri er svona: Megrun a la Thordis: Náið í partner (helst af önd- verðu kyni). Útskýrið fyrir vin- inum (vinkonunni) að þetta sé vísindaleg tilraun til megrunar. unni, en snúið bökum saman. Síðari megrunaraðferðin er eftirfarandi: Megrun a la Anna: Farið til nálastungumeistara og látið þræða tvær nálar í eyrnaflipana. Borðið heilsufæði í tvo mánuði. Hlaupið þrisvar sinnum á dag fimm kílómetra. Gefið skít í þetta allt saman og kaupið stærri föt.A- I I I I I I I I Ertu skattsvikari og glæpamaður? Ingimundur Jónsson, formaður Félags myndbandaleiga „Ég svara þessu nú ekki. Þetta er ekki svaravert. Við hérna í Félagi myndbandaleiga erum alveg bit yfir þessum fullyrðing- um Réturs Sigurðssonar á þingi þar sem hann dæmir sisona alla stéttina stórglæpamenn, skattsvikara og falsara og hvað þetta nú var sem hann lét út úr sér. Þetta var rugl hjá manninum, algjört. Ég er alvarlega að velta því fyrir mér hvort hann hafi dottið á höfuðið, enda er það ekki á hverjum degi sem háttvirtir þingmenn nota sér þinghelgina til að rægja heila atvinnustétt í landinu." — Pétur hélt því fram f þingræðu sinni að skattsvik væru algeng meðal forsvarsmanna myndbandaleiga. Hvað viltu segja um það atriði eitt og sér? „Það er bara ein vitleysan í allsherjarruglinu hjá manninum. Mér þætti vænt um að hann kæmi hingað til mín niður á leig- una og kenndi mér hvernig ég gæti svikið undan skatti. Maður- inn veit meira um það en ég, ef mið er tekið af þessum fullyrð- ingum hans. Staðreyndin er sú í þessu sambandi, að allar út- leigur myndbandaleiga eru skrifaðar út á nótur samkvæmt bókhaldslögum. Það er allt sett á reikning sem viðkemur rekstri leiganna. Þar af leiðandi segir það sig sjálft að skattsvik eru illa möguleg hjá stéttinni. Ef menn eru í vafa um það, geta þeir fengið að skoða bókhaldið hjá hverri einustu leigu." — Hvað liggur að baki þessari ræðu þingmannsins, að þínum dómi? „Það er mjög einfalt. Pétur Sigurðsson ku vera formaður Sjó- mannadagsráðs sem er rekstraraðili Laugarásbíós, en þar stýrir húsi Grétar nokkur Hjartarson sem mér þykir líklegt að hafi ver- ið að væla þessu í þingmanninn. Grétar þessi hefur ásamt Frið- berti Pálssyni í Háskólabíói staðið einna fremst í baráttu kvik- myndahúsaeigenda gegn samkeppni á myndbandamarkað- inum. Þessir menn vilja að bíóhúsin einoki markaðinn og þola þessvegna ekki tilveru frjálsra vídeóleiga. Við í Félagi mynd- bandaleiga erum orðnir vanir væli úr þessari átt, en nú tekur þó fyrst steininn úr þegar þessir menn fá þingmann í lið með sér til að dæma okkur alla misgjörðarmenn á einu bretti." — Það þrffst sem sagt ekkert misjafnt f heimi mynd- bandaleiganna á Islandi! „Það eru alltaf fáeinir svartir sauðir fyrir hendi í hvaða atvinnu- grein sem er og þar sker myndbandamarkaðurinn sig varla úr frekar en aðrar starfsgreinar. En ég bendi á niðurstöður rann- sóknar sem gerð var af manni frá Motion Picture sem hingað kom til lands fyrir nokkru og kannaðí málin á markaðinum hér. Hann fór á einar sex vídeóleigur á landinu, og hafði aðeins við efni einnar þeirrar að athuga. Hann fullyrti að óvíða væri jafn gott lag á myndbandamarkaði og hér á Islandi, hvað löglega og vel rekna starfsemi snerti." — Hvert verður svo ykkar svar við yfirlýsingum Pét- urs Sigurðssonar á Alþingi? „Við í Félagi myndbandaleiga erum að vinna að grein sem kemur til með að svara þessum atvinnurógi. Þar verður þess meðal annars krafist af Pétri Sigurðssyni að hann komi þessum fullyrðingum sínum á prent og standi þar við orð sín, svo okkur verði kleift að lögsækja manninn fyrir vísvitandi lygar. Það er því miður ekki hægt að svo stöddu, þar sem maðurinn notar sér þinghelgi til að viðhafa þetta rugl. Við eigum vissulega við ramman reip að draga að þessu leyti, en við munum hreinsa okkur af þessu. Pétur Sigurðsson er minni maður ef hann stendur ekki við þessi orð sín á prenti." Rátur Sigurðsson flutti grimma tölu á Alþingi á þriðjudag þar sem hann sagði að ýmsir eigendur myndbandaleiga kæmust upp með að brjóta lög um höfundarrétt, auk annarra, eins og bókhaldslaga. Taldi Rétur aö umfangsmikil skattsvik ættu sér stað hjá þessum fyrirtækjum, auk þess sem þau fölsuðu merkingar kvikmyndaeftirlitsins á mynd- böndum, brytu bókhaldslög, tollalög og væru sek um skjalafals. For- maður Félags myndbandaleiga svarar þessum ásökunum hér að ofan. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.