Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 4
Gómaði gómurinn
★ Þessi saga mun hafa gerst
í Bakkahverfinu í Breiðholti um
nýliðna helgi. Hún er sönn,
nema hvað.. . enda höfð eftir
mömmu aðalsöguhetjunnar,
sem ekki er gjörn að fara með
ýkjur: Átta ára gamall dreng-
hnokki var á leik með félögum
sínum á laugardagsmorgninum
ekki allfjarri skemmtistaðnum
Broadway. Þeir voru í byssu- og
bófaleik, og fylgir það sögunni
að drengurinn lék löggu.
Hann kom sér fyrir í felum í
innskoti í útvegg skemmtistað-
arins, alls líklegur til að góma
næsta misgjörðarmann sem
færi hjá. Eitthvað létu hinir síð-
arnefndu á sér standa, þannig
að strákurinn ákvað að taka sér
sæti í horninu, svo biðin yrði
þægilegri fyrir hann.
En þegar hann settist fann
hann eitthvað grunsamlegt
þrýsta á þjóhnappa sína, og þar
að auki vonda lykt stíga upp af
staðnum. Hann stóð sam-
stundis upp og leit niður fyrir
sig og sá þá sér til mikillar
furðu efri góm úr fölsku tann-
setti liggja í ófrýnilegri ælu á
jörðinni.
Ópjattaður tók stráksi efri
góminn upp og virti fyrir sér,
viss um það að hér hefði hann
fundið firnadýrmætan hlut og þá
ekki síður ómissandi fyrir þann
sem gloprað hafði honum
þarna niður. Hann hljóp af stað
með góminn á fund leikfélaga
sinna og fann þá loks við and-
dyri skemmtistaðarins, alla í
hnapp umhverfis fullorðinn
mann, harla niðurlútan að því
er hann best sá.
Þegar strákarnir sáu þennan
fundvísa félaga sinn nálgast,
kallaði einn þeirra til hans,
hvellri röddu: „Heyrðu Hilmar
(en svo heitir stráksi), maðurinn
hérna segist ætla að gefa okkur
fimmhundruðkall ef við leitum
og finnum svolítið sem hann
missti út úr sér einhverstaðar
hérna í gærkveldi.. .!"☆
G%varahlutir
Hamarshöfða 1
36510 og
Athuc,iö að við sérpöntum alla varahluti í
Fíat biireiðar.
Afgreiöslutími er ca. 14-20 dagar.
Póstsendum hver á land sem er.
séðrí karate-mynd
★ Oðruhvoru taka bíóhúsin í
borgmm til sýningar kvikmyndir
sem tæpa á sjálfsvarnarlist
Japana. Hún heitir karate. Þeg-
ar hður á sýnmgar bregst ekki
að nágrannar viðkomandi bíós
að sJá fram á nokkra vinnu
við endurbætur á girðingum
eða oðru því sem þeir hafa
komið fyrir í görðum sínum
Það er nefnilega svo með vel-
flesta þá sem sækja þessar
myndir að þeir þurfa alla jafna
a prófa með sér spörkin úr
myndinni þegar út af sýninq-
unm er komið. Og þá er það
bara tilviljun ein sem ræður
hvað fyrir fótunum verður oq
hinu lika hvort lætur fyrr undan
SSfö!**”eða Þaí
umhb ágætisbíómynd
um þetta efm sem sýnd er í
Stjornubiói um þessar mundir
ogokkur hér á Helgarpóstinum
lék forvitn, á að fylgjast með
hattalagi þeirra sem þar koma
ut nu um stundir. Ljósmyndari
okkar lagðist því í fe|ur fyrir
fvdrn|^'kmyndahÚSÍð' SkÖmmu
fyrir lok emnar sýningarinnar
m helgina Hann þurftj ekkj gð
biða lengi, því þeir fyrstu sem
komu ut af myndinni sýndu til-
Pntin sem myndir sýnir. Siálf-
sagt er að geta hljóðanna
fylgdu. „Hagaaa-hatsý-
huuu.. ."☆
i sem
ervteekkun
Felgur .............
Stuðarar ...........
Grill...............
Stefnuljós framan .
Frambretti .........
Útispegill .........
o.fl. o.fl.
. kr. 1.760.
. kr. 3.351.
. kr. 1.868.
. kr. 1.885.
. kr. 1.800.
. kr. 848.
i
i
I
i
i
I
I
i
l
l
UNO VARAHLUTIR
w-t ibák. laáW, iMcA. & cm,
,.i\ afr ZOi.QOo
Gaman, gaman, okkar getið í myndasögu í þetta skiptið!
★ Hvorki íslands né íslendinga
er oft getið í erlendum stór-
blöðum, nærfellt aldrei í mörg-
um sama dag, hvað þá að
okkar sé getið í myndasögum
þessara blaða. En hvað um
það. . . þetta gerðist hérna um
daginn.
Jeff MacNelly er heims-
frægur bandarískur teikni-
myndahöfundur, enda birtast
sögur hans í víðlesnustu dag-
blöðum heims, einkanlega í
heimalandi hans. Og Jeff hefur
verið lengi í bransanum.
Kannski er hann þessvegna far-
inn að sækja æ lengra þær
hugmyndir sem hann þarf til að
halda sögunum sínum daglega
úti. Annað verður að minnsta
kosti ekki lesið af myndasög-
unni hérna, sem við klipptum
úr bandarísku dagblaði á dög-
unum. Við erum ekkert að
skemma söguna með þýðingu,
en lifum bara í gömlu góðu
voninni, að hún hafi prentast
vel og skýrt.. .☆
4 HELGARPÓSTURINN