Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 17
LISTAPOSTURINN Chet Baker í viðtali við HP: „Þaö eru ekki neinir aörir djasssöngvarar.. „Ég var ( heróíni en tókst aö losna við það1 með hjálp metadons." Ijósmynd Ingimundur Jónsson Chet Baker kom, sá og sigraði. Um tíma leit þó út fyrir að hann myndi ekki koma. Hann missti af flugvélinni í Los Angeles og úr vöndu var að ráða. Með góðri að- stoð Flugleiðamanna tókst að leysa vandann og hann flaug frá San Francisco til London og þaðan til Keflavíkur. „Eftir að ég hitti Flug- leiðamanninn í London gekk allt einsog í sögu,“ sagði Chet. „Miðinn frá London til íslands hafði glatast en hann bjargaði því. Ég varð líka fyrir áreitni tveggja starfsmanna á Heathrow. Annar þeirra bretti ugp aðra ermina og þóttist sprauta. Ég hellti mér yfir þá og þeir siguðu á mig lögreglunni. Ég held að þeir hafi ekki þekkt mig — þetta eru und- irmálsmenn sem halda að allir djassleikarar séu í eitrinu. Það stóð djass á trompetkassanum mínurn." Chet er ljúfur maður en viðkvæm- ur. Hann getur rokið upp af minnsta tilefni, en svo er það búið. Hann kom hingað fyrst fyrir þrjátíu árum. „Ég ferðaðist mánuðum saman um Evrópu og man ekki mikið frá dvöl- inni hér. Við lékum bæði í Reykjavík og á Vellinum og það var djöfulli kalt. Það þyrfti að nota þá peninga er fara í hernaðarútgjöld til að byggja yfir heiminn, hreinsa and- rúmsloftið og halda jöfnum hita.“ Stundum þegar honum dettur eitt- hvað þessu líkt í hug er einsog hann tali um það við sjálfan sig. Chet Bakér og kona hans Diana voru ör- þreytt er þau komu á Hótel Loftleið- ir eftir tuttugu tíma ferðalag. Þó féllst hann á að syngja But not for me fyrir ríkisfjölmiðlana og þar hitti hann undirleikara sína: Kristján Magnússon, Tómas R. Einarsson og Svein Óla Jónsson. „Hvenær eigum við að æfa?“ spurðu þeir. „Við hitt- umst klukkutima fyrir tónleika," svaraði hann. „Ertu með eitthvað skrifað?" spurði Kristján. „Nei,“ svaraði Chet, „við ákveðum lögin á morg- un.“ Það var eins gott að piltarnir höfðu hlustað á hljómplötur meist- arans og æft allan undirleik vand- lega. Tónleikarnir gengu líka einsog í sögu og á stundum skóp hann heil- steypt listaverk einsog My funny Valentine, þar sem tempóið var svo hægt að vart var merkjanlegt. „Nú leikum við blús," sagði Chet. „Hann er annaðhvort eftir Bird eða Miles — ég man það ekki.“ Og tríóið byrjaði að leika en Baker blés í annarri tón- tegund. Það var fljótt leiðrétt. Baker hafði bara gleymt hvaða tóntegund hann gaf tríóinu upp fyrir tónleika. Smáhnökrar sem skerpa heildar- myndina — óviðjafnanleg fegurð trompets og söngs í ljóðrænum ball- öðum og djassverkum. Söngur Bakers er saga útaf fyrir sig. Sumir elska hann, aðrir ekki. Prófessor Jón Múli sagði eftir tónleikana: „Maðurinn blés svo fallega að ég gat fyrirgefið honum sönginn." „I love honest people," sagði Baker þegar hann heyrði þetta. Söngur Bakers hrífur mig og þeg- ar ég spyr hann um aðra djass- söngvara segir hann: „Það eru ekki neinir aðrir djasssöngvarar. Ég er eini djasssöngvarinn — hinir eru skemmtikraftar." Hans menn eru Parker og Miles. „Þú spyrð um Mulligan. Það eru hundruð saxafón- leikara sem geta blásið hann í klessu. Risavaxinn og skvapmikill situr hann við einkasundlaug sína og æpir á þjóninn allan daginn. Hann er stjörnuvitlaus. Ég neita þvi þó ekki að hann er frábær útsetjari." Bráðlega kemur ný skífa með Chet og Warner Marsh. „Hann blæs eins- og engill," segir Chet. Það er enda- laust hægt að rifja upp liðna djassat- burði: Lee Morgan var skítakarakt- er og eðlilegt að hann væri skotinn til bana — „en hann gat blásið í trompetinn bölvaður". Wynton Marshalis er ofmetinn en John McNeil vanmetinn. Zoot Sims er dauðvona, krabbinn bættist við drykkjusýkina. „Brennivínið drepur menn líka. Ég var í heróíni og tókst að losna við það með hjálp metadons. Metadon er óþverri. Þú verður algjörlega til- finningalaus. Ég þoldi það ekki og tókst að losa mig við það líka. Meta- don drap Bill Evans. Hann var með blæðandi magasár en fann ekkert til. Honum blæddi út.“ Þrátt fyrir allt er Chet Baker ham- ingjusamur. Hann á hvergi heima — hefur selt íbúðina í New York en fær póstinn sinn sendan á heimili vinar síns í Kaliforníu. Hann ferðast um heiminn með trompetinn og Diönu og miðlar öðrum nautn hinnar ljóð- rænu fegurðar. Héðan hélt hann á vit evrópskra ryþmaleikara með Philip Catherin í broddi fylkingar. -VL Listaverkabœkur Listasafns ASI og Lögbergs halda sínu striki: Næstur kemur Jóhannes Geir Listaverkabækur Listasafns ASÍ og bókaforlagsins Lögbergs hafa glatt alla velunnara íslenskrar mynd- listar nú um nokkurra ára skeið, enda hafa þær bækur sem hingað til hafa birst í bókaröðinni verið af- burða vel unnar í alla staði. Þegar hafa þessir aðilar sent frá sér bæk- urnar um Ragnar í Smára, Eirík Smith, Jóhann Briem og fyrir síð- ustu jól um Mugg (Guðmund Thor- steinsson). Nú getur Helgarpóstur- inn upplýst hverjar verða næstu bækurnar í þessari röð. Á hausti komanda verður fimmta listaverkabókin gefin út, og mun hún fjalla um myndlistarmanninn Jóhannes Geir, verk hans og lífsferil. Það er Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur sem skrifar um verk lista- mannsins, en prófessor Sigurjón Björnsson við heimspekideild Há- skóla íslands tæpir á æviágripum Jóhannesar, en Sigurjón og Jóhann- es eru gamlir æskufélagar. Þegar bókin kemur út, verður hún búin að vera í tvö ár í smíðum. Hún verður með sama sniði og fyrri bækur útgefanda um þetta efni og sem fyrr verður það Torfi Jónsson, skólastjóri Myndlistar- og handíða- skóla íslands, sem sjá mun um útlit bókarinnar. Jóhannes Geir er einn af fáum ís- lenskum myndlistarmönnum sem sérhæft hefur sig í pastel-teikning- um. Þá hefur hann unnið mjög mik- ið í olíu, einkanlega hin síðari ár. Myndefni sitt sækir hann jafnan út á landsbyggðina, í sjávarpláss og þekktar eru myndir hans af hestum á heiðum uppi. Að sögn Sverris Kristmundssonar hjá bókaforlaginu Lögbergi, hefur tekist vel til um þessa bókaröð, þrátt fyrir gifurlegan útgáfukostnað sem hverri bók hefur fylgt. Þess má geta, að útgáfa bókarinnar um Jóhannes Geir kemur til með að velta á millj- ónum. Næstur á eftir Jóhannesi Geir í bókaröðinni um íslenska myndlistar- menn verður að öllum líkindum myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafs- son sem síðustu ár hefur einkanlega stundað list sína erlendis við góðan orðstír. Halldór B. Runólfsson list- fræðingur hefur umsjón með þeirri útgáfu, sem enn er á frumvinnslu- stigi. Stelpurnar í Alþýðuleikhúsinu æfa Klassapíur: Blödrubólga, liðagigt og kal- blettir „Við fáum sennilega blöðrubólgu, liðagigt og kalbletti," segir Inga Bjarnason leikstjóri sem æfir af kappi með stelpunum í Alþýðuleik- húsinu. „Hitakerfinu er eitthvað ábótavant, því við náum ekki nema fimm stiga hita selsíus hérna í Ný- listasafninu," bætir leikstjórinn við. Leikritið sem kvennadeild Al- þýðuleikhússins æfir heitir Klassa- píur í íslenskri þýðingu (Topgirls) og er eftir breska höfundinn Carel Churchill. Leifur Þórarinsson hefur gert tónlist við verkið sem frumsýnt verður í Nýlistasafninu 18. febrúar nk. HELGARPÓSTUfllNN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.