Helgarpósturinn - 07.02.1985, Page 18

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Page 18
LEIKLIST Af Parísarsnillingum eftir Gunnlaug Áslgeirsson og Hlín Agnarsdóttur Þjódleikhúsid — Litla svidid Gertrude Stein Gertrude Stein Gertrude Stein eftir Marty Martin. Þýðandi: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Andrés Siguruinsson. Tónlist: Guðni Franzson. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirs- dóttir. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikari: Helga Bachman. Hver er eiginlega þessi Gertrude Stein og hvaða erindi á hún eða leikrit um hana til ís- lenskra leikhúsgesta á ofanverðri 20. öld? Þessari spurningu má vel svara með ann- arri kannist menn ekkert við nafn Gertrude Stein og hún hljóðar einhvernveginn á þessa leið: Hvað koma mönnum við núna nöfn eins og Picasso, Matisse, Cézanne, Dali, Appollinare, Scott Fitzgerald, Hemingway, Joyce o.s.frv.? Eða má spyrja sem svo hvað mönnum komi yfir höfuð við 20. öldin? Það fólk sem hér að framan er talið á allt það sameiginlegt að vera hluti af og kjarninn í þeirri listamannaklíku sem bjó í París uppúr síðustu aldamótum og framyfir fyrra stríð og hefur markað dýpri spor í heimslistina á 20. öld en flestir aðrir einstakir eða afmarkaðir hópar. Og yfir þessum hópi var Gertrude Stein ókrýnd drottning. Heimili hennar var miðstöð þessa fólks og á það hafði hún ómæld áhrif. í uppflettibókum er hennar fyrst og fremst getið sem áhrifavalds og hvetjanda listamanna sem voru að skapa nýja list, list 20. aldarinnar. Reyndar er hún sjálf merkur rithöfundur, modernisti sem reynir að gera það í orðum sem ýmsir félagar hennar voru að gera í myndlist. Verk hennar einkennast mjög af endurtekningum og uppbroti setningaskip- unar, hún reynir að skilja eftir ímynd af hug- mynd í hugskoti lesanda síns, mynd sem mál- uð er með orðum. Texti Marty Martin sem sett hefur þennan leik saman er Ameríkumaður sem fengist hefur mikið við að gera leikverk um þekktar per- sónur. Byggir hann texta sinn að verulegu leyti á verkum Stein og gætir oft stíleinkenna hennar hjá honum. Þessi texti samanstendur af þremur vídd- um. í fyrsta lagi birtir hann mynd af því and- rúmslofti sem ríkti í fyrrnefndum lista- mannahópi og setur fram hugmyndir þeirra um listina og skoðanir bæði á skynjun og túlkun heimsins, skoðanir sem áttu eftir að breyta öllum viðhorfum til lista þó svo að þær væru ekki gleyptar í heilu lagi. Þetta er einskonar grunnvídd textans sem allt annað byggir á. I öðru lagi eru svo frásagnir af öllu því fólki sem Gertrude Stein umgengst, fyrst og fremst af þeim listamönnum sem mynduðu hirð hennar. Margar þeirra eru ljóslifandi og eftirminnilegar, upplýsandi en um leið fullar af góðlátlegum húmor sem ekki tekur alla hluti of alvarlega. í þriðja lagi er svo lýsingin á Gertrude Stein sjálfri. Hún er sérstæð og undarleg persóna, bæði margþætt og margbrotin. Hún er hvorttveggja í senn rótlaus amerískur gyð- ingur sem reynir að festa rætur í evrópskri mold og viljasterkur listamaður sem af afli reynir að skapa eitthvað nýtt, hún er bæði verndari og harður gagnrýnandi lista- manna, hún er skapstór og skapmikil, stund- um dómhörð á fólk og hún binst nánast ævin- langri tryggð við þá sem næst henni standa. Hún er mjög sjálfstæð en um leið háð sínum nánustu, framan af ævi bróður sínum Leo en síðar sambýlis- og ástkonu sinni Alice B. Toklas. Ein leikkona Það er ekki lítið á eina leikkonu lagt að túlka og tjá þennan texta ein á sviði, en flutn- ingur hans tekur rúma tvo tíma þegar frá er talið hlé. Það þarf ekki að segja það neinum að Helga Bachman er mikilhæf leikkona og í þessu hlutverki tekst hún á við persónu sem er mjög ólík þeim persónum sem hún hefur oftast fengist við. Og í stuttu máli sagt tekst henni frábærlega upp í þessari erfiðu glímu við Gertrude Stein. Þær þrjár víddir textans sem hér að framan er getið skila sér allar mjög vel hver með sínum hætti. Leikmáti hennar er hógvær og yfirleitt á fremur lág- um nótum þó af og til glitti í undirdjúp per- sónunnar og skap hennar brjótist fram, en sá þáttur nær aldrei yfirhöndinni. Leikkonan sýnir mikla jafnvægislist í persónusköpun- inni og það jafnvægi er mjög viðkvæmt, en tapast aldrei. I þessari sýningu þreytir Andrés Sigurvins- son frumraun sína sem leikstjóri í atvinnu- leikhúsi. Hann hefur á undanförnum árum gert mjög athyglisverða hluti sem leikstjóri með áhugamannahópum, bæði í framhalds- skólum og með Stúdentaleikhúsinu. í þessa sýningu er lagður mikill listrænn metnaður og tekst leikstjóranum að ná hinu besta út úr sýningunni með hófstillingu og vandvirkni sem gjarnan mætti sjást oftar í atvinnuleik- húsunum. Umbúnaöur Leikhúskjallarinn gefur ekki sérlega mikla möguleika í sviðsbúnaði eða svigrúm til nýt- ingar leikrýmis. En hér sýnir höfundur leik- myndar, Guðrún Erla Geirsdóttir óvenjulega útsjónarsemi og nýtir til hins ýtrasta þá möguleika sem þó eru fyrir hendi. í leik- myndinni sjálfri eru skemmtilegar andstæð- ur þess gráma sem veröld Gertrude býr yfir á því augnabliki sem verkið gerist og þess fjölskrúðuga lífs sem þrifist hefur innan hennar veggja og kemur fram annarsvegar í lit veggja og húsbúnaðar og hinsvegar í myndum fornvina hennar sem hanga (héngu) á veggjunum. Guðni Franzson er ungur tónlistarmaður sem hefur samið tónlist við verkið af sömu smekkvísi og einkennir annað í sýningunni. Ég held að það hljóti að vera góð leikhústón- list sem maður tekur fyrst eftir þegar hún hættir. Hér er á ferðinni mjög vönduð sýning sem verðskuldar fulla athygli þeirra sem láta sig 20. öldina einhverju varða. G.Ást. „I þessa sýningu er lagður mikill listrænn metnaður og tekst leikstjóranum að ná hinu besta út úr sýn- ingunni með hófstill- ingu og vandvirkni sem gjarnan mætti sjást oftar f atvinnu- leikhúsunum." „Músíkin deyr samt aldrei“ 3. bekkur Leiklistarskóla Islands sýnir Aljóna og fvan, œvintýraleik í 2 þáttum eftir Leo Ustinov. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Tónlist: Finnur Torfi Stefánsson. Leikmynd og lýsing: Anna Jóna Jónsdóttir og Ólafur Órn Thoroddsen. Hljóðfœraleikarar: Nemendur úr Tónlistar- skólanum. Gestaleikari: Jóhann Sigurðsson. „Hvar eru heiður og trú? í ævintýrum og á barnasýningum leikhúsanna! Hvar er það sem ekki bregst vonum mínum? í ímyndun minni!" (Orð Stúdentsins í 3. þætti Draugasónöt- unnar eftir August Strindberg.) Fyrir fáeinum árum skrifaði Thomas nokk- ur Ahrenz langa og merkilega grein í tímarit MM um barnaleikhús á Islandi. Honum fannst eins og íslenskt barnaleikhús hefði of lengi einkennst af verkefnavali, sem stæði víðsfjarri raunveruleika barnanna sjálfra. Hann hafði ekki mikla trú á gildi þess efnis sem sótti hugmyndir sínar í ævintýri, þar sem m.a. væri spilað á hræðslutilfinningar barna. Thomas starfaði sjálfur með Alþýðu- leikhúsinu í Pæld’íðí-hópnum, sem sérhæfði sig í barna- og unglingaleikritum. Hópurinn sótti efnivið sinn í forðabúr raunveruleikans sjálfs og þótt fólk væri ekki sammála um ágæti og listrænt gildi þessa barnaefnis, var hópurinn samt kærkomin tilbreyting við annars einhæft og lítið barnaefni Þjóðleik- húss, sem samkvæmt lögum er skylt að koma amk. einni barnasýningu upp á ári. Eftir að Pæld’íðí-hópurinn hætti, hefur ekki beinlínis verið um auðugan garð að gresja varðandi framboð á barnaefni í leikhúsi og ekkert athyglisvert gerst í þeim málum, þótt allar forsendur ættu að vera fyrir slíkri starf- semi í þessu mikla leikhúslandi. Það sama má segja um umræðuna, á henni varð aldrei neitt framhald. Mér datt hún í hug, þegar ég var búin að sjá sýninguna á Aljónu og ívani með heilum hellingi af börnum úr yngstu bekkjardeildum Vogaskóla. Hversvegna? Jú, vegna þess að leikritið var sannkallaður æv- intýraleikur, sem reyndi mikið á innlifun og hugmyndaflug barnanna. Að sögn leikstjór- ans var leikurinn skrifaður í Sovétríkjunum fyrir u.þ.b. 20 árum. Hann ber í sér öll helstu einkenni ævintýrisins, þ.e. andstæður og átök góðs og ills, ríkra og fátækra, viturra og heimskra. Persónurnar voru einfaldar eða öllu heldur umgjörð fyrir ímyndunaraflið. Við þetta bættist einnig boðskapur um gildi listarinnar og hamingjuleitina. Innihaldið höfðaði til siðferðis- og réttlætiskenndar barnanna og þau voru vakin tilfinningalega til umhugsunar og knúin til að taka afstöðu til hegðunar og gerða persónanna hverju sinni. Þau þurftu einnig að veita þeim styrk og aðhald, ef svo bar undir í leiknum. Sagan bak við leikinn fjallar um Ivan sem er bæklaður og gengur við hækjur. Hann fær máttinn aftur frá töfratré í skóginum, sem einnig færir honum gáfu til að spila á nikk- una sína. Þá gáfu fær hann þó með því skil- yrði að spila aldrei fyrir þá ríku. Síðan segir það sig sjálft að framvinda leiksins gengur út á þær freistingar sem ívan verður fyrir, en þó aðallega frá vondum og ríkum kalli (það fer nefnilega saman í Sovét) sem að lokum getur neytt hann til að spila fyrir sig með því að beita hann sálfræðilegum þvingunum, þegar líkamlegar pyntingar duga ekki lengur til. Og það sorglega gerist, að ívan rýfur skilyrð- ið og missir máttinn, en um leið listgáfuna. Töfratréð góða færir honum máttinn aftur, en nikkan hans hljómar falskt upp frá því. En þótt ívan geti ekki lengur spilað, „þá deyr músíkin samt aldrei”, eins og lítill drengur orðaði það við mig að leikslokum. Aðstandendur þessarar skemmtilegu og fallegu sýningar eiga lof skilið fyrir góða frammistöðu og upphafsorð þessarar greinar eiga einnig við þessa sýningu, því ekki spillti einlægur og opinskár áhugi áhorfendanna fyrir skemmtuninni. Sá áhugi ætti eiginlega að vera þessum listamannsefnum næg hvatning til að hlúa betur að leiklistarþörf yngstu kynslóðarinnar í framtíðinni. KVIKMYNDIR Prins sólo eftir Ingólf Morgeirsson Austurbœjarbíó: Purple Rain. Bandarísk. Árgerð 1984. Tónlist: Prince. Leikstjórn: Albert Magnoli. Aðalhlutverk: Prince, Apollonia Kotero, o. fl. Rokkstrákur hittir stelpu. Þau verða skotin hvort í öðru. Þeim sinnast og strákurinn lem- ur stelpuna. Stelpan fer að syngja hjá grúppu annars stráks. Fjöiskylduvandamál rokk- stráksins enda með sjálfsmorðstilraun pabb- ans. Rokkstrákurinn semur lag, slær í gegn og mokar samkeppnisaðilunum af sviðinu. Stelpan sem alltaf var skotin í rokkstráknum kemur hlaupandi til hans aftur og honum þóknast að taka hana aftur, stoltur og ánægður. Happy end. Þetta er söguþráður- inn í Purple Rain (óneitanlega kunnugleg formúla frá gömlu rokkmyndunum). Myndin er sólóleikur hins nýja rokkgoðs Prince sem er eins konar sambland af Hendrix og Michael Jackson, ekur á leðurblökumanns- mótorhjóli gegnum myndina, rekur út úr sér tunguna og sleikir fingurgómana, rennir puttunum í gegnum hárið, þegir langtímum saman eða er í fýlu, þess á milli ágætur skemmtikraftur á sviði. Altsó intressant maður. Samtölin eru svo illa skrifuð að engu tali tekur. Kvenfyrirlitningin er heill kapítuli út af fyrir sig. Stelpurnar eru lamdar, því þær eru svo vitlausar, þær geta ekki búið til tón- list nema upphafstóna, síðan kemur Prince og tekur við, þær væflast um í sexí leðurföt- um en eru eiginlega til einskis brúklegar nema til að hafa aftan á mótorhjóli eða sofa hjá. Þetta á víst að vera sexí mynd, en manni verður nú hálf bumbult að sjá hinn kvenlega Prince í blúnduskyrtunum, nethönskunum og þröngu leðurbuxunum fitla við dömurn- ar, sérstaklega í nærmynd þegar slímug tunga hans liðast milli bólginna varanna undir þunnu yfirvararskeggi. Oj. En músíkin er ágæt (The Revolution, Times og fl.), sér- staklega í lokin og eflaust finnst unglingum þessi tískumynd æði. Heví, maður, heví! -IM 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.