Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 20
Ofbeldi meðal skólabarna Fórnarlömbin Þetta er eitt af mörgum dæmum sem komið hafa upp í samtölum við fólk um hugsanlega aukningu of- beldis meðal skólabarna. í síðasta tölublaði HP var gerð grein fyrir er- indi sem Hope Knútsson geðiðju- þjálfi flutti nýlega á fundi Samtaka áhugafólks um uppeldi og mennta- mál. Par hélt hún því fram, eftir að hafa kynnt sér það mál rækilega, að ofbeldi í skólum landsins væri veru- legt og vaxandi vandamál. HP hefur nú kynnt sér sjónarmið fleiri aðila til að fá frekari staðfest- ingu á þessu máli. Viðbrögðin urðu nánast þau sömu og Hope Knútsson kveðst hafa fundið; langflestir könn- uðust við dæmi um ofbeldi meðal barna og þá oftast í tengslum við skóla en hinsvegar var misjafnt hve útbreitt og alvarlegt vandamál menn töldu að þetta væri orðið. Þetta er líka vandmetið mál og vara- samt að alhæfa um umfang þess og eðli. Hvernig á að meta atvik þegar 9 ára stúlka er á gangi með matvæli í poka og mætir nokkrum eldri strákum sem eru að koma heim úr skólanum og vinda sér að henni og spyrja hranalega hvað hún sé með í pokanum? „Láttu okkur fá’ann, sögðu þeir en hún streittist á móti. Þá greip einn þeirra upp hníf og það nægði. Síðan hlupu þeir á brott hlæjandi með plastpokann en eftir stóð agndofa stelpan. Hún var ekki hrædd þegar hún kom heim en bæði reið og hissa,” sagði móðirin eftir á. Einstakt dæmi um tillitsleysi krakka nú til dags? Eða eitt af fjöl- mörgum álíka atvikum sem koma upp á yfirborðið þegar menn fara að kynna sér þessi mál, eins og Hope Knútsson hefur varið miklum tíma til? Lögð í einelti Svava Gudmundsdóttir sálfræð- ingur hjá Sálfræðideild skóla í Reykjavík er sérfræðingur í því of- beldi meðal barna sem erlendis hef- ur verið kallað „mobbing" og felst í að hópur barna leggur eitt ákveðið barn í einelti með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún hefur líka nokkra yfirsýn yfir þessi mál í Reykjavík og var beðin í samtali við HP að leggja mat á þær upplýsingar og skoðanir sem Hope setti fram í erindi sínu. „Ég hef unnið hér hjá Sálfræði- deildinni í f jögur ár,“ segir hún í sam- tali við HP, „og hef fyrirhitt mörg dæmi um ofbeldi í skólum, þó það sé undantekning ef ofbeldið er eins gróft og Hope Knútsson tekur dæmi um. Ein tegund ofbeldis, sem Hope talar ekki um, er þegar börn eru lögð í einelti. Þar er ekki um líkam- legt ofbeldi að ræða, heldur and- legt. Það eru notuð orð, s.s. háðs- glósur um útlit eða annað, og það er ekki síður alvarlegt og áhrifamikið en líkamlegt ofbeldi eins og Hope talar um. Það er líka jafn algengt.” — Telurðu að þetta hafi farið vax- andi í seinni tíð? „Það hefur frekar aukist, já, og orðið hrottafengnara en áður.” Svava vitnaði í sænska rannsókn sem gerð var til að kanna hvers kon- ar börn það væru sem stunduðu helst árásir á önnur börn og hvort fórnarlömbin hefðu einhver sér- kenni. Meðal niðurstaða var að of- beldisseggir voru áberandi vanari að upplifa ofbeldi, s.s. í kvikmynd- um, og kipptu sér því mun síður upp við að fylgjast með slíku, en það var einmitt einn þáttur í rannsókninni að börnunum voru sýndar ofbeldis- kvikmyndir. Fórnarlömbin brugð- ust hins vegar öðru vísi við. Þau Fyrír skemmstu varð alvaríegt atvik við Austurbæj- arskólartn í Reykjavík. Hópur krakka var úti við í frí- mínútum ísnjókasti og leikurinn harðnaði smátt og smátt. ílokin fórsvo að hópur barna úr tólfára bekk réðst með offorsi á sjö ára dreng svo að hann meidd- ist. ,,Þau voru með fíflagang, köstuðu snjó í hvert annað en þetta gekk heldur langt,“ segir einn kenn- arí skólans ísamtali við HP. „Petta var ekki skipulagt ofbeldi. Lætin urðu heldurmikii og maður vonarbara að drengurinn berí engan skaða afþessu," bætti hún við og sagði að ofbeldi meðal skólabarna hjá þeim væri nánast óþekkt, a.m.k. vissu kennararnir ekki afþví. Hún gerði lítið úr þessu atviki en sjónarvottur ber að það hafi verið alvarlegt. Svo hafi virst sem nánastallurtólfára bekkurinn hafi ráðistá þann litla og dregið hann eftir skólalóðinni svo hann rispaðist illa í andliti. eftir Ómar Friðriksson urðu hrædd. „Krakki sem er lagður í einelti einangrast og missir sjálfsvirðingu sína,“ segir Svava. „Það hefur t.d. sýnt sig að slík börn eru mun tengd- ari foreldrum sínum í barnæsku heldur en þau sem beita ofbeldinu. Þau geta borið þess merki fram á fullorðinsár ef þau hafa verið lögð í einelti af skólafélögum sínum og það hefur sín áhrif þegar þau kom- ast á unglingsár og rjúfa þessi sterku tengsl við foreldrana og leita eftir fé- lagsskap jafnaldra sinna. Þá eru þau tilbúin til að gera nánast hvað sem er til að vera meðtekin í félagsskap og rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að þau lenda mjög gjarna út í eiturlyfjaneyslu." Pólitískar ofsóknir „Heinemann er maður sem mikið er vitnað til þegar rætt er um þessi mál og hann hefur haldið því fram að stórir skólar séu mun meira „áhættusvið” fyrir ofbeldi en aðrir, þar sem allt sé miklu ópersónulegra þar og óöruggir nemendur bregða þá kannski á það ráð að lemja frá sér bara til að vera fyrri til. Þeir vita ekki hverju þeir mega búast við og það endar þá oft í beinu ofbeldi. myndir Jim Smart Annars er erfitt að taka eitthvað eitt út úr og segja að það orsaki þetta, en þó er a.m.k. ljóst að hrjóstrugt um- hverfi skóla er vandamál sem teng- ist þessu. Eitt af því sem þyrfti að gera, er að skipuleggja betur leik- svæðin við skólana. Þetta eru oft hálfgerðar auðnir í dag. Hér á landi verða svona atvik helst í frímínútum og á leiðinni í og úr skóla og svo vil ég benda á ann- að, sem varðar viðbrögð umsjónar- manna eða foreldra við svona atvik- um. Það er besta ráðið til að fá árás- arseggi til að endurtaka ofbeldið, ef þeir eru teknir á beinið og skamm- aðir. Mun heillavænlegra er að ræða skynsamlega við þá, reyna að setja sig í þeirra spor og láta þá finna fyrir eigin ábyrgð. Foreldrar bregðast líka misskynsamlega við. Sumir stökkva upp með hrópum og skömmum en svo eru aðrir sem bjóða árásarbörn- unum heim og gefa þeim kökur og ræða við þau af skynsemi. Það gef- ur oft góðan árangur." Undir þetta taka foreldrar stúlku, sem fyrir nokkrum árum mátti þola síendurteknar árásir nokkurra drengja og stóð þetta í nokkra mán- uði eða þar til móðirin tók sig til og talaði persónulega við strákana. „Þetta voru pólitískar væringar," 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.