Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 21
Ofbeldi meðal skólabarna
brotna
Hope Knútsson geðiðjuþjálfi
möur
Svava Guðmundsdóttir hjá Sálfræðideild skóla í
Reykjavík:
Erindi hennar um ofbeldi í
skólum hefur vakið mikla
athygli.
„Töluvert um að börn séu lögð
í einelti með háðsglósum o.fl.
sem er ekki síður alvarlegt.“
segir faðirinn, „og nokkuð hrotta-
legar og það hefði getað farið illa ef
hún hefði verið yngri, en hún var
ellefu ára þegar þetta var.“ Þeir réð-
ust á hana, að því er þeir sögðu,
vegna þess að pabbi hennar væri
kommúnisti. Hann var þá kunnur
fyrir tengsl sín við Alþýðubandalag-
ið og það fannst strákunum nægileg
ástæða til að kalla hana komma-
stelpu og ofsækja hana fyrir það.
„Þessir strákar voru nýlega byrj-
aðir í sama skóla og hún og það var
greinilegt að tveir þeirra sem mest
höfðu sig í frammi áttu í töluverðum
erfiðleikum," segir móðirin. „Dóttir
okkar tók þetta ofboðslega nærri
sér. Hún var lamin niður á skólalóð-
inni og það virðist sem enginn hafi
gert neitt við þessu nema tvær
bestu vinkonur hennar sem stóðu
með henni og þegar svo var komið
að hún harðneitaði að fara aftur í
skólann, þá gerðu þær slíkt hið
sama. Ég tók þá til minna ráða og
fór til skólastjórans og fékk að tala
við strákana persónulega. Það lán-
aðist. Þeir virtust átta sig og hættu
þessu, þó svo að eitthvað hafi borið
á smástríðni fyrst á eftir. Hún er
ósköp venjuleg stelpa og hefur alltaf
átt farsæla skólagöngu ef þetta er
undanskilið og ég tel að þessir strák-
ar hafi verið á margan hátt skyn-
samir en áttu greinilega í erfiðleik-
um,“ segir móðirin og bætir því við
að hún mæli með því að foreldrar
láti til sín taka þegar svona kemur
uppá því ekki eigi að setja allt traust
á sérfræðinga til að leysa vandann.
„í dag eru þessi atvik að mestu
gleymd, þó kannski grói aldrei um
heilt hjá börnum sem verða fyrir
svona árásum. Það er ekki laust við
að strákarnir verði stundum
skömmustulegir þegar þeir mæta
henni á götu í dag, en þetta sýnir
líka að kommúnistaofsóknir eru til
enn þann dag í dag á íslandi."
Upplýsingar Hope
eru réttar
Annar sálfræðingur, sem haft var
samband við, lagði þó áherslu á að
aðstæður foreldra væru oft slíkar,
bæði útivinnandi o.s.frv., að þau
hefðu takmarkaða möguleika til að
taka á svona málum sjálf. Það væri
einfaldlega staðreynd og ef ábyrgð-
in væri færð meira yfir á foreldra
gæti það vakið með þeim sektar-
kennd og ekkert leystist með því.
Frumkvæði til að fyrirbyggja svona
atvik og leysa úr þeim ætti að koma
frá skólanum sjálfum.
Skólalæknir bendir á að þetta sé
mjög mismunandi eftir skólum og
þar geti umhverfið skipt mestu.
Hann grunaði að meira væri um of-
beldi í og við skóla en margur héldi.
Kona nokkur benti á dæmi úr ísaks-
skóla. 5 ára sonur hennar sagði frá
því að strákarnir væru alltaf að
berja félaga sína. Af hverju gera þeir
það? spurði hún. „Æ, það er ekkert
annað að gera,“ svaraði hann.
Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir
er einn úr hópi þeirra foreldra sem
mikið hafa látið þessi mál til sín
taka. „Þær upplýsingar sem Hope
Knútsson veitti í erindi sínu veit ég
að eru réttar," segir hann. „Það er
meira agaleysi í skólum en ég hefði
getað ímyndað mér áður en ég fór
að kynna mér þetta.“
Stelpur ekkert betri en
strákar
Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á
slysadeild Borgarspítalans var
spurður hvort mikið væri um að
komið væri þangað með börn sem
orðið hefðu fyrir líkamsmeiðingum
af hendi skólafélaga sinna. Hann
sagði að þetta væri ekki skráð sér-
staklega hjá þeim og mætti búast
við að ef það yrði kannað sérstak-
lega væru slíkar niðurstöður mjög
óáreiðanlegar, þar sem oft segðu
börn ekki frá því hvernig þau hafa
hlotið meiðsli og eins væri spurning
hvað mætti leggja mikið uppúr því
sem þau segðu. Þau væru jú ein til
frásagnar. „Ég held,“ sagði Gunnar,
„að það sé tiltölulega lítið um þetta
þó alltaf komi upp eitt og eitt tilfelli."
Ofbeldi í skólum er ekki síður
andlegt en líkamlegt, eins og Svava
bendir á. „Strákar nota meira líkam-
legt ofbeldi," segir hún, „en stelpur
eru ekkert betri. Þær nota orð, eru
með háðsglósur, sem er allt eins al-
varlegur hlutur. Það hefur margsýnt
sig að börn sem verða fyrir ofbeldi
eða eru lögð í einelti brotna niður
og missa sjálfsálit sitt."
Eins og Hope Knútsson benti á,
einkennist þetta mjög af því að eldri
nemendur ráðast á yngri börn,
kannski aðeins 6, 7, eða 8 ára göm-
ul. Við samningu þessarar greinar
benti einn viðmælandinn á ráð sem
tíðkast víða á Norðurlöndum og
hefur gefið góða raun. Þar er hverj-
um eldri nemanda ráðstafað að
hausti einum yngri nemanda til um-
sjónar, í einskonar fóstur yfir skóla-
daginn. Svava benti líka á að í Dan-
mörku tíðkaðist að ráðnir væru sér-
stakir starfskraftar að skólum til
þess eins að skipuleggja frítíma
skólabarna. Reynslan sýndi að það
snardró úr ofbeldi.
Haft var samband við fjölmarga
aðila við gerð þessarar greinar — í
skólum, lögregluna og fleiri aðila —
og niðurstaðan var yfirleitt á þá
lund að flestir könnuðust við dæmi
um ofbeldi meðal barna en töldu
það þó ekki útbreitt enn. Lögreglan
kvaðst sjaldan fá kærumál vegna
árása barna í tengslum við skóla en
Hope Knútsson segir við HP að enn
fái hún upphringingar frá fólki sem
rekur henni dæmi um þetta og vill
koma sjónarmiði sínu á framfæri,
því þetta er óvenjulegt vandamál á
Islandi. Mörgum er gjarnt að líta á
ofbeldi barna öðrum augum en þeg-
ar fullorðnir eiga í hlut. Þeirra heim-
ur er annarskonar og fyrir lítil fórn-
arlömb árása er hann líkastur frum-
skógarheimi. Líkast til endurspeglar
hann þó aðeins heim hinna „upp-
vöxnu og þroskuðu", því eins og
Svava Guðmundsdóttir segir við
blaðamann HP: „Við fullorðna fólk-
ið erum ekkert betri en börnin. Við
beitum bara öðrum aðferðum. And-
legt ofbeldi er t.d. til á öllum vinnu-
stöðum. Ég er viss um að það fyrir-
finnst á þínum vinnustað líka, ef þú
gáir vel að.“
HELGARPÓSTURINN 21