Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 28
með þrjár stórar töskur fullar af myndböndum í tollhliði Keflavíkur- flugvallar í fyrri viku. Tollverðir lögðu hald á töskurnar og málið sent Rannsóknarlögreglu ríkisins. Málið mun vera þannig vaxið að tollverðir ásamt rétthöfum mynd- banda á íslandi hafa fylgst gaum- gæfilega með utanferðum eigenda myndbandaleiga. Þegar fréttist um heimkomu nokkurra þeirra frá London í fyrri viku, biðu tollverðir ásamt Jóni Ólafssyni i Skifunni, sem er einn forsvarsmanna rétthafa myndbanda á íslandi. Þegar videó- leigueigendur komu með farangur sinn að tollhliðinu, vakti það athygli þeirra að rauða hliðið var lokað en hið græna sem þeir menn fara í gegnum sem bera ekki með sér toll- skyldan varning var hins vegar op- ið. Þetta fannst umræddum videó- félögum einkennilegt, lögðu frá sér töskurnar á gólfið og spurðu toll- verðina hvers vegna rauða hliðið væri ekki opið, því þeir væru með tollskyldan varning. Fengu þeir frekar loðin svör og skildu því tösk- urnar þrjár eftir á gólfinu en fóru með persónulegan farangur sinn í gegn- um græna hliðið. Tollverðir tóku hins vegar töskurnar þrjár, opnuðu þær og skoðuðu ásamt Jóni Ólafs- syni og komu um 370 spólur í ljós flestar fjölfölduð eintök af fáum myndum en nýjum. Var taskan og málið sent RLR eins og fram kom áður. Á mánudaginn var komu enn nokkrir videóleigueigendur frá út- löndum og biðu þeirra sömu toll- verðir. Einn þeirra reyndist nokkuð óþýður viðmóts og skipti það eng- um togum að hann var tekinn í eit- urlyfjatékk og berháttaður. . . l Félagsvísindadeild Háskóia Islands gengur oft á ýmsu. Nýjasta málið er það að Magnús nokkur Kristjánsson atferlissálarfræðing- ur átti að kenna tiltekinn kúrs en af einhverjum ástæðum andmæltu stúdentar þessum fyrirlestrum og varð úr að Sigurjón Björnsson prófessor í sálfræði bauðst til að halda annan kúrs sjálfur sem lausn á vandanum. Þá gerðist það að kennarar úr öðrum greinum en sál- fræði mynduðu blokk í deildinni gegn fyrirhuguðum fyrirlestrum Sigurjóns og tók nú að hitna í kolun- um. Endaði málið í „hæstarétti" og kom til atkvæðagreiðslu á deildar- fundi í félagsvísindadeild um málið. Atkvæðagreiðslunni lyktaði á þá leið að Sigurjón fékk nauman meiri- hluta sem samþykkti fyrirlestrahald hans. Mun það vera fáheyrt i háskól- um að prófessor fái ekki að ráða hvort hann kennir eða hvað hann kennir í eigin grein... merkilegur fundur í útvarpsráði. Magnús Erlendsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í ráðinu, tók til máls á fundinum og vakti athygli á ummæl- um Ævars Kjartanssonar varadag- skrárstjóra útvarpsins í útvarpsþætti nýverið um fjölmiðla, þar sem Ævar skiptist á skoðunum við Ingu Jónu Þórðardóttur og Guðmund Einarsson þingmann. Undraðist Magnús mjög þau ummæli Ævars að það ríkti trúnaðarbrestur milli út- varpsráðs og starfsmanna útvarps- ins (Magnús ku vera nýkominn í út- varpsráð!). Út frá þessum miklu um- ræðum lét síðan Jón Þórarinsson á sér skilja að e.t.v. væri heillavæn- legast að endurskoða samning við fyrrgreindan varadagskrárstjóra. Ingibjörg Hafstad (Kvennalista) þýddi hin loðnu ummæli tónskálds- ins um þetta atriði yfir á mannamál ög spurði beint út:, „Viljið þið ekki hreinlega rek’ann?" Umræðurnar um ráðningarmál Ævars féllu niður en áfram var haldið að ræða trúnað- arbrestinn og kváðust flestir út- varpsráðsmenn ekki kannast við slíkt sambandsleysi. Vakti það all- mikla athygli starfsmanna hjá stofn- uninni að enginn af fulltrúum út- varpsins í útvarpsráði er fundinn sátu bar blak af Ævari. Markús Örn Antonsson, nýráðinn útvarps- stjóri, lagði fátt til málanna en sagði þó, að ekki kannaðist hann við um- ræddan trúnaðarbrest. Hins vegar tilkynnti Markús á fundinum að efnt skyldi til almenns fundar með hon- um Og starfsmönnum útvarpsins í framhaldi af þessu máli... o lafur Laufdal veitinga- maður á bæði Hollywood og Broad- way Q)að er að segja skemmtistað- ina í Reykjavík) en hyggst ekki láta staðar numið þrátt fyrir það. Nýlega hefúr Ólafur sótt um til borgarráðs lóð á horni Holtavegar og Suður- landsvegar þar sem nú eru gras- engi. í lóðarumsókninni segist Olaf- ur hafa áhuga á að byggja „skémmtiráðstefnu- og fjölskyldu- höll“ þar sem hægt verði að halda ráðstefnur og reka minniháttar tívolí auk þess sem unnt væri að efna til tískusýninga, fegurðar- keppna og svo framvegis og að sjálf- sögðu einnig aðstaða til að reka veitingahús, sem verður reyndar stærra en Broadway. Þarna reiknar Ólafur með að hægt verði að koma saman 1400 — 2000 manns og biður um 2500 fermetra lóð á umræddu horni undir höllina. Borgarráð hef- ur nú sent skipulagsnefnd bréf Ólafs Laufdals sem endar á þeirri yfirlýs- ingu veitingamannsins að auðvitað muni hann halda áfram rekstri Hollywood og Broadway þótt þessi höll bætist við . . . l dag, fimmtudag, kl. 17 verður fjárhagsáætlun borgarstjórnar- meirihlutans afgreidd í borgar- stjórn. Búist er við snörpum umræð- um og löngum og ekki búist við að „fjárhagsfrumvarp” borgarstjórnar- meirihlutans verði afgreitt að fullu fyrr en á föstudagsmorgun eftir stanslausan næturfund. Fjárhags- áætlun borgarinnar hljóðar alls upp á 3,2 milljarða og mun stærsti út- gjaldageirinn vera merktur gatna- gerð, eða um 400 milljónir króna. .Stærsti iiðurinn í einstakri fram- kvæmd gatnagerðar er bygging brúar yfir Kringlumýrarbraut/Bú- staðaveg og hyggst borgin verja 50 milljónum tæpum í það mannvirki. Af öðrum útgjaldaliðum má nefna framlög til dagvistarstofnana sem munu aukast um helming, eða upp í 46 milljónir. Ríkið leggur þó 7 millj- ónir í þann lið. Borgarleikhúsið á að fá 60 milljónir á þessu ári og Bæjar- útgerðin 40 milljónir, svo eitthvað sé nefnt. Frá Alþýðubandalagi og Kvennalista hefur borist bunki af viðbótartillögum en mun nætur- langt þjarkið standa að miklu leyti um þær tillögur. Hins vegar er borg- arstjórnarmeirihlutinn vel samæfð- ur og undirbúinn og er alveg ljóst að ekki verður samþykkt ein einasta breyting á fjárhagsáætlun borgar- stjórnarmeirihlutans fyrir 1985. . . TRAUSTIR HLEKKIR liiH 'ii'.i Ii'íl IhUIcIkj. mcA úlihú jIIi i krii<K um bmliA gcrj |>cr mó|{ulcKt j« lciftjj híl i cinum Mað >kilj hununi .i iWNruin. MIKIÐ ÚRVAL GÓÐÞJÓNUSTA (MBO) Reiknivélar Teg. 1015 kr.: 3.560 Fyrsta flokks vélar Teg. 1030 kr.: 4.680 á skrifstofuna Teg. 1230 kr.: 5.280 á góðu verði Teg. 2000 kr.: 7.950 NON HF. Hverfisgötu 1 05 S. 26235 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.