Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.05.1985, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Qupperneq 2
FRÉTTAPÓSTUR Frumvarp um greiðslujöfnun fyrir húsbyggjendur ■ Á samráðsfundi fulltrúa ASI og fulltrúa ríkisstjórnar- I innar á mánudag náðist samkomulag um með hvaða hætti . skuli staðið að aðstoð við húsbyggjendur og íbúðakaupend- I ur og verður pað gert með lagafrumvarpi um greiðslujöfn- un. Frumvarpið felur i sér heimildir til þess að jafna út I greiðslu, ef misgengi verður á milli afborgana af húsnæð- * ismálalánum og launaþróunar. Þetta þýðir með öðrum orð- • um að greiðslubyrði þurfi ekki að vera meiri en sem launa- I þróun nemur. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir verði aft- urvirkandi til ársins 1979. Nái frumvarpið fram að ganga í I þessari mynd, gæti það t.d. þýtt að greiðslubyrði af húsnæð- ' isstjórnarláni á þessu ári léttist um u.þ.b. 60%. ASÍ mun • beina þeim tilmælum til lífeyrissjóðanna að þeir undirbúi I svipaðar aðgerðir. Forsvarsmenn ASÍ telja frumvarp þetta vissulega skref til lausnar húsnæðisvandans en að jafn- framt þurfi að veita miklu meira fjármagni í húsnæðismála- kerfið í heild og brýnt sé að niðurstaða náist varðandi I skattafrádrátt þeirra sem keypt eða byggt hafi húsnæði á sl. 1 árum. I Óskalisti ráðherranna fer að líta dagsins ljós ' Á þriðjudaginn var gengið frá á ríkisstjórnarfundi svo- ■ nefndum óskalista, þ.e. lista yfir þau mál sem ráðherrarnir I hyggjast afgreiða fyrir þinglok. Jafnvel er búist við að venju- legur þingtími muni ekki nægja til afgreiðslu mála, heldur ( muni þingið sitja a.m.k. viku af júni. Á óskalistanum eru m.a.: lánsfjárlög, nýtt tollafrumvarp, útvarpslagafrum- I varpið, frumvarp um viðskiptabanka og annað um Seðla- 1 banka, vegaáætlun og loks þríliðan sem forsætisráðherra i mælti fyrir á mánudag: um Þróunarfélagið, Byggðastofnun I og Framkvæmdasjóð Islands. i Kaupmáttatrygging meginatriðið hjá ASÍ I Miðstjórn ASI hefur ákveðið að fela hópi formanna lands- sambanda að kanna í viðræðum við VSÍ og VMS möguleika | á því að ná fram kauphækkunum þegar í vor. Komi engar kauphækkanir til fyrr en á næsta hausti, segir miðstjórnin fyrirséð að kaupmáttur muni falla frá mánuði til mánaðar og verða orðinn 3—4% lakari um mánaðamótin ágúst/sept- i ember en hann var fyrir samningsgerð á sl. hausti. Mið- I stjórnarmenn ASÍ eru sammála um að í viðkomandi samn- ingagerö hljóti megináherslan að vera á tryggingu þess | kaupmáttar sem um semst. Jafnframt verði í samningnum að stefna að því að vinna upp i áföngum kaupmáttartap sið- I ustu ára. BHMB vill undirbúa verkfallsaflgerðir I Mikillar reiði gætti i garð Kjaradóms á almennum fundi * BHMB í síðustu viku. Þar kom fram að ýmis félög ihuga nú ■ eða undirbúa úrsögn úr BHM, t.d. Félag verkfræðinga. Þá | töldu margir, eins og Kristján Thorlacius formaður HÍ, að stefna verði að því að fá verkfallsrétt, og falli annar slíkur I dómur muni margir huga að úrsögn. í tillögu sem samþykkt var i lok fundarins segir m.a. að fundurinn telji fullsýnt að I tilgangslaust sé að sækja lögverndaða kjaraleiðréttingu, • með efnislegum rökum, fyrir Kjaradómi. 1 Seðlabankastjóri boðar verflbréfamarkað ' Aðalfundur Seðlabankans var haldinn sl. þriðjudag. í ■ ræðu sinni gagnrýndi Jóhannes Nordal seðlabankastjóri 1 vaxtastefnu viðskiptabankanna og taldi þá ekki hafa stjórn á útlánum sínum. Sagði hann þetta m.a. stafa af veikleika nýju vaxtastefnunnar og svo því að á íslandi væri enginn skipulagður verðbréfa- eða peningamarkaður, sem hins veg- I ar stuðlaði að því að vextir réðust af framboði og eftirspurn, I sem væri affarasælast. Sagði hann að Seðlabankinn væri fyrir sitt leyti að undirbúa reglugerð um verðbréfamarkað | sem lögð yrði fyrir ríkisstjórnina á næstunni. Jóhannes Nordal telur að verðbréfamarkaður geti e.t.v. skapað nægi- | lega festu í íslenskum vaxtamálum. Bílafríflindi ráðherra numin úr gildi Á þriðjudag var undirrituð á Alþingi ný reglugerð sem af- nema á að mestu bílafríðindi ráðherra. Hin nýja tilhögun | felur i sér að ríkissjóður kaupir og á bíla þá sem ráðherrarn- I ir nota. Þessi breyting tekur til bankastjóranna einnig, ■ þannig að þeir hafa ekki lengur þau fríðindi sem þeir hafa I haft varðandi niðurfellingu á aðflutningsgjöldum. I í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar og ráns Bannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist gæsluvarð- halds yfir tveimur ungum mönnum, 24 og 28 ára, og 19 ára I gamalli stúlku, sem talin eru hafa ráðist á og rænt tvo menn með nokkurra stunda millibili fyrir rúmri viku. Talið er víst I að fyrirætlun fólksins hafi verið að útvega fé til að standa ' straum af kostnaði við fíkniefnaneyslu sina. | Fréttamolar I • Fimmtán starfsmenn NT, þar á meðal Magnús Ólafsson . ritstjóri, sögðu upp störfum sinum 30. apríl. | • Bætur Almannatrygginga hækkuðu 1. maí um 7%. • íslandsmeistaramót i vaxtarrækt var háð i Broadway sl. I sunnudagskvöld. Akureyringar komu, sáu og sigruðu. Sig- urður Gestsson varð íslandsmeistari í karlaflokki en Aldís I Árnadóttir i kvennaflokki, en þau eru bæði Akureyringar. 1 • Á sunnudagskvöld hreppti FH íslandsmeistarabikarinn í l handknattleik annað árið í röð, eftir úrslitaleikinn við Vik- * inga. I • Á þriðjudag var samþykkt á Alþingi ný reglugerð sem ger- ir ráð fyrir mun frjálsari notkun á gjaldeyrisreikningum. • Frá og með föstudegi verða kvöld- og helgarvaktir lagðar I niður á heilsugæslustöðvunum á Beykjavikursvæðinu. Þessar vaktir hefjast ekki aftur fyrr en læknar telja sig fá I sómasamlega greitt fyrir þessa vinnu. * • Háskólabíó hefur tekið Begnbogann á leigu og er stefnt að • því að það yfirtaki allan rekstur Begnbogans frá og með 1. ( maí. Andlát • Björn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, andaðist 26. apríl, 68 ára að aldri. I • Páll Pálmason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést aðfara- * nótt 24. apríl, 93 ára að aldri. • • Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ), rithöfundur og vísnasöngv- I ari, andaðist aðfaranótt 1. maí, 71 árs að aldri. 2 HELGARPÓSTURINN Hispurslaus játning á notkun hormónalyfja: TVEGGJA HOR: Opinskátt viðtal Helgarpóstsins vió Stefán Sturlu Svavarsson sem birtist í síðustu viku, um nöturlega reynslu hans af notkun hormónalyfja, vakti mikla athygli og umtal, jafnt innan íþróttahreyfingarinnar sem utan. Útvarpió fylgdi þessu máli eftir í kvöldfréttatíma sama dag, er fréttamaður ræddi við Stefán Sturlu í framhaldi af umræddu viótali. Viðbrögó manna hafa verió mismunandi, enda í fyrsta skipti sem kraftlyftingamaður ríður á vaðió og Guðni Halldórsson formaóur Frjáls- íþróttasambandsins: Óæskileg opnun á umræóunni ,,Það sem mér finnst aðal- lega hafa verið athugavert við umræðuna um þessi mál hér á landi, er „hysteríukastið" sem segja má aó hafi staðið hér tvö eóa þrjú síðastliðin ár. Það sem mér finnst vanta er hlut- laus umfjöllun um þessa stað- reynd; notkun hormónalyfja hefur átt sér stað í 30 ár í er- lendum íþróttaheimi." — Er notkun hormónalyfja staóreynd hér? , Ja, menn eru þegar í banni. Og hér er komin yfirlýsing frá þessum unga manni, þannig að það er ekki hægt aó sverja fyrir það. En að koma í veg fyr- ir þetta, þaó er vandamál sem íþróttahreyfingin í öllum heim- inum hefur átt við að stríða í meira en 30 ár." „En hvaö finnst þér um þaó aö Stefán ríður á vaðió núna og segir hreinskilnislega frá sinni reynslu? ,,Það er í sjálfu sér ekkert um það að segja, þetta er ákvörðun hans og hann lýsir eigin reynslu." — Ertu feginn því að umræð- an skuli opnuó svona eða skaðar það íþróttahreyfing- una? „Það er alltaf hætta á því, þegar þetta er sett svona fram, aó almenningur sem ekki veit, dæmi af því fyrsta sem hann sér. Og hvernig dæmir al- menningur nú? Ætli hann spyrji ekki sem svo; ætli það séu allir á kafi í þessu? Stefán nefnir nokkrar. íþróttagreinar. Það verður að segjast eins og er, að það er erfitt að vinna að því að benda æskunni á að íþróttir séu vænlegur kostur og fá svona stimpil á móti." — Þannig að þetta er ekki æskilegasta opnun á umræð- unni að þínu mati? „Nei; ég get ekki sagt það, síður en svo. Ég hefði viljað fá umfjöllun lækna um þetta og manna sem hafa kynnt sér þetta vandamál, t.d. í sjón- varpi. Annars bendi ég á að það að samkvæmt reglum lyfjaeftir- litsnefndar hlýtur hún að veróa að taka þetta mál fyrir, með tilliti til þess að sá íþrótta- maóur sem reynist sekur um brot á fimmtu grein, skal úti- lokaður frá þátttöku í íþrótta- mótum á vegum sérsambanda ÍSÍ í minnst 18 mánuði. Sam- kvæmt henni er öll notkun á hormónalyfjum og öðrum lyfj- um til aó bæta árangur sinn í íþróttagreinum bönnuð. Þessi spurning hefði ekki komið upp ef hann hefði sagt sögu sína án þess að birta jafnframt nafn sitt. Ég vil að lokum láta það koma fram, aó Frjálsíþrótta- sambandió sem slíkt hafói ekkert með stöðvun á útgáfu blaðs ÍR að gera, eins og fram kom í umræddu viðtali. Þaö er alfarið í,höndum frjálsíþrótta- deildar ÍR." Stefán Sturla Svavarsson: Finn aó fólk stendur meó mér „Nei, égsé ekki eftir að hafa opnað mig um notkun mína á hormónalyfjum í þessu viðtali. Ég var kvíðinn áður en það birtist en núna iórast ég einsk- is. Ég haföi meóal annars gert ráð fyrir mjög neikvæðum við- brögðum. en staðreyndin er sú að ég hef minnst orðið var vió þau. Viótalið vakti mikla at- hygli og hvar sem ég kem er talað um þetta, bæði innan íþróttahreyfingarinnar og ut- an. Viðbrögðin hafa nær und- antekningarlaust verið já- kvæð. Fólk hefur meira að segja tekið í höndina á mér og þakkað mér fyrir. Mér finnst gott að finna hvað fólk stendur vel með mér. Og auðvitað er ég feginn því að hafa ekki fengið eina einustu „nastí" hringingu. — I viðtalinu sagðist þú hafa byrjað aó nota hormónalyf í lyftingum. Hefurðu heyrt eitt- hvað frá félögum þínum þar? „Nei, ég hef ekkert heyrt frá þeim. Hins vegar hef ég heyrt jákvæö viðbrögð úr frjáls- íþróttahreyfingunni og vaxtar- ræktinni. Eigínlega má segja að einu neikvæðu viðbrögðin sem ég hef fengið séu við því orðalagi mínu að hafa verið „á baki alla nóttina" og öðru í þeim dúr. Fólki hefur fundist ég einum of opinskár — jafn- vel grófur. Ég álít þetta tepru- skap og vona_ aó enginn erfi þaó vió mig. Ég taldi frá upp- hafi rétt að þetta viðtal yröi op- inskátt." — Þú komst fram í viótali í fréttatíma útvarps í beinu fram- haldi af viótalinu. „Já, og mest undrar mig að hin blöóin skuli ekki hafa tekið þetta mál upp. Blöðin þegja al- gjörlega. Það þykir mér væg- ast sagt undarlegt." Jón Páll Sigmarsson: Ég er ekki í neinu „stöffi“ „Ég hef ekki lesið viðtalið, en eitthvað hef ég heyrt talað um þaó." — í viðtalinu segist Stefán hafa orðið var við notkun hor- mónalyfja í frjálsum íþróttum, vaxtarrækt og lyftingum. Kannast þú við það? „Nei, ég kannast ekki við það. Ég kannast ekki við lífs- hættuleg lyf." — En hormónalyf? ,,Ja, maður heyrir alltaf sög- ur, sérstaklega núna upp á síó- kastið. Þetta er mikið í sviös- ljósinu, sérstaklega eftir að ég vann titilinn „sterkasti maður í heimi"” — Hafa grunsemdir vaknað í sambandi við þig? „Ég næ árangri, og það er ákaflega grunsamlegt í margra augum. Sumum finnst það. Ég hef orðið var við það. En ég er ekki hálfdauður og ég er ekki að drepa mig. Mér líður ákaflega vel. Náði Stefán árangri? — Hefur þú notaó hormóna- lyf? ,,Ertu frá þér? Ég get alveg skilað af mér sæðisprufu. Ég er nýbúinn að eignast barn og það er örugglega mitt þarn. Það er ekkert að mér. Ég er gjörsamlega heilbrigður. Ég er ekki í neinu „stöffi." I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.