Helgarpósturinn - 15.08.1985, Síða 5

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Síða 5
Ur að eiga fleiri peninga en Birkir Baldvinsson í Lúx. Lands- vlrkjun átti nýlega viðskipti við blómafyrirtæki hér í borg og mun- aði þá ekki um að snara út 7,8 millj- óna króna ávísun (notuðu bara eitt blað úr heftinu). í kjallara hússins þar sem Landsvirkjun hefur aðalað- setur sitt í Reykjavík, við Háaleitis- braut, hefur Blómamiðstöðin haft sína aðstöðu í kjallaranum. Fyrir- tæki þetta sér um heildsölu á blóm- um til blómabúða og átti sjálft hús- næðið. Aftur á móti hafði Lands- virkjun keypt aðra hluta kjallarans af Sláturfélaginu. Þegar til kom nýtt- ist sá hluti Landsvirkjun mjög illa nema hún eignaðist blómahlutann líka. Eftir langar og strangar samn- ingaviðræður samþykktu blóma- bændur að selja. Og verðið sem sæst var á: 7,8 milljónir á borðið fyr- ir gluggalaust kjallararými. Þá vildi Blómamiðstöðin fá húsnæðið leigu- frítt í ár frá útborgun (sem þegar hef- ur farið fram) og síðan með leigu í þrjá mánuði til viðbótar. En Lands- virkjunargreifum þótti alltof mikið tilstand að þurfa að rukka leigu í þrjá mánuði. Buðu í staðinn leigu- frítt í tvo mánuði af þessum þremur en um leið að Blómamiðstöðin færi að þeim tíma liðnum. Og auðvitað samþykkt. . . Í^Hins og við höfum áður sagt í HP, þá mun vera ljóst að búið var að ákveða fyrirfram hverjir hljóta skulu yfirmannsstöður nýjar í sjón- varpinu. Þannig mun Ingvi Hrafn Jónsson verða nýr fréttastjóri og Hrafn Gunnlaugsson dagskrár- stjóri innlends efnis. Munu báðir þessir menn hafa samið um laun sín við Markús Örn Antonsson út- varpsstjóra áður en þeir lögðu inn umsóknir sínar. Við heyrum einnig að Guðbrandur Gíslason sé ör- uggur sem innkaupastjóri erlends efnis. Ingvi Hrafn, verðandi frétta- stjóri, mun hafa ýmsar hugmyndir tilbúnar þegar hann sest í stól frétta- stjóra. Mun hann m.a. hafa hug á að breyta sjálfri útsendingunni á frétt- unum og laga hana að bandarískri fyrirmynd. Hefur Ingvi Hrafn hug á að taka upp form hins þekkta sjón- varpsmanns Walter Cronkite, og sitja sjálfur í öndvegi sem fréttastjóri og lesa fréttirnar frá fréttastofunni en síðan komi einstakir fréttamenn inn í sendinguna með sín fréttainn- skot. Enn er þó óráðið hvort þetta form verður tekið upp fyrr en sjón- varpið flytur í nýja útvarpshúsið... H ■ Mann varð heldur betur von- svikinn hveitiáhugamaðurinn sem lagði upp í Parísarferð með leið- sögubók Jónasar Kristjánssonar ritstjóra upp á vasann. Þar las hann um hina gagnmerkustu búð, „Maison du Miel“, en um hana er farið svofelldum orðum í bókinni París heimsins höfuðprýði: ,,I næsta nágrenni Madeleine-torgs er hveiti- búðin Maison du Miel að 24 Rue Vig- non. Þar fást rúmlega 30 tegundir hveitis, þar á meðal fjallahveiti og ungverskt akasíuhveiti, allar til sýn- is við búðarborðið. Til eru fleiri sér- hæfðar hveitibúðir í borginni, en þessi er hin merkasta." Hveitiáhuga- maðurinn kunningi okkar bjóst sumsé við því að finna einhvers kon- ar franskan kornmarkað, og varð eðlilega nokkuð bilt við þegar hann sá að í búðinni var ekkert að finna utan einhver ókjör af hunangi í ýms- um gerðum og litum. Hann fór heim og fletti upp í litlu vasaorðabókinni sinni, og jú — þarna lá hundurinn grafinn; „Miel“ á frönsku þýðir nefnilega ekki mél, eins skringilega og það kann að koma mönnum fyrir sjónir, heldur hunang. . . Vinurinn leitaði sumsé að Kornmarkaði, en fyrir tilstuðlan Jónasar fann hann Hunangshús. Þeim sem vilja fá frekari botn í þessa ráðgátu er ráð- lagt að fletta upp í frönsku leiðsögu- bókinni „Gault-Millau...“ lEiins og hlustendur morgunút- varpsins hafa sjálfsagt tekið eftir hefur verið þar einum umsjónar- manni færra undanfarnar vikur. Það er Hanna G. Sigurðardóttir sem hefur hætt störfum, en ástæður þess mun vera að rekja til óánægju með samstarfið við þá Guðmund Árna Stefánsson og Önund Björnsson. Hún hefur verið í sum- arafleysingum hjá útvarpinu undan- farin fimm sumur og var t.a.m. með morgunútvarpið í fyrra ásamt Illuga Jökulssyni. Oft á tíðum mun hafa verið um hugmynda- fræðilegan ágreining að ræða, en meirihlutavald réð og þeir Önund- ur og Guðmundur Árni hafa líkar hugmyndir um það hvernig þáttur- inn eigi að vera. Gafst Hanna að lokum upp og kvartaði við vara- dagskrárstjórann en ennfremur þótti Hönnu þeir leggja of litla vinnu í þættina. Eftir kvörtunina fór þátt- urinn undir smásjá yfirmanna út- varpsins, sem hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara... || m manaðamótin hefur ný auglýsingastofa starfsemi sína í nýja húsinu við Lækjartorg, þar sem samnefnt gallerí Jóhanns G. Jó- hannssonar var til húsa. Opnun auglýsingastofunnar er heldur bet- ur blóðtaka fyrir auglýsingastofuna Gott fólk, því þar hætta 5 starfs- menn á sama tíma, til þess að færa sig um set, og fylgja fyrrum drif- fjöðrum Góðs fólks, þeim Ólafi Inga Ólafssyni og Kristjáni Frið- rikssyni, aðstandendum nýju aug- lýsingastofunnar. Helgarpósturinn sagði á sínum tíma frá þessum yfir- vofandi breytingum hjá Góðu fólki. Og nú er sem sagt sagað og neglt á fullu á 250 fermetra gólffleti við Lækjartorg, og eru innréttingar Tryggva Tryggvasonar arkitekts sagðar hið mesta nýmæli. Og nafn auglýsingastofunnar: „Svona ger- um við...“ ið höfum áður sagt frá hinum fyrirhuguðu sérverslunum í nýju Hagkaupa-verslunarmiðstöðinni í Kringlunni. Þetta er amerískt sér- verslanakerfi sem nefnist „Shopp- ing Mall" á ensku og felst í því að sérverslanir með litlar búðir hlið við hlið eru staðsettar í kringum stóran verslunarkjarna með aðdráttarafl, í þessu tilfelli Hagkaup. Um tíma gekk sala húsnæðis fyrir sérverslan- irnar treglega, ekki síst vegna þess að forráðamenn Hagkaupa gerðu miklar kröfur til þeirra verslana sem þeir seldu húsnæði. Var m.a. komið fyrir ákvæði í sölusamningi þar sem Hagkaup áskildu sér endurleigu á selda húsnæðinu ef viðkomandi verslun sýndi ekki arðbæran rekst- ur. Nú hefur hins vegar komið mikill kippur í sölu húsnæðis fyrir þessar sérverslanir. Er það bæði því að þakka að byggingu Hagkaupa hefur miðað vel, svo og að fasteignasalan Miðborg hefur tekið að sér sölu á umræddu verslunarhúsnæði. Hafa nokkrir starfsmenn Miðborgar farið til Frakklands sérstaklega til að kynna sér nánar rekstur og sölu slíkra sérverslana... FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi ' Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310. pj n i BYGGINGAVORUR I BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 símí 28600 STÓRHÖFÐA sími 671100 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.