Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 20
- KERFIÐ ER ÓVIÐBÖIÐ EF ÍMYNDUN EÐA MÖGULEIKI YRÐIAÐ VERULEIKA Bylting á íslandi? íslendingar eru svo fridsam- ir aö til þess getur ekki komið segja sumir. Aðrir benda á ad skapist ákveðin skilyrði sé möguleiki á byltingu ekki óraunhœfari á íslandi en annars staðar. Almennt er fólk þósammála um að þess- ar kringumstœður séu ekki fyrir hendi í þjóðfé- laginu í dag; það þurfi að hafa kraumað vel og lengi í pottinum áður en upp úr sýður. Eigi að síður vakna ýmsar spurningar í þessu sam- bandi. Hvernig er stjórnkerfið til dœmis undir róttœkar óeirðir búið? Yrði herinn kallaður til? Öryggismál eru í höndum lögreglustjóra og skapist hœttuástand er verkaskipting á milli lög- reglu og almannavarna skýr. Við öðru fást óljós svör. „Um innri öryggismál er ekki talað nema í mjög þröngum hópi," var svar embœttismanns íkerfinu. Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis- ins frábað sér að svara öllum spurningum að þessu lútandi. Allt um það hafa fleiri en einn bent á að opinberar stofnanir og byggingar eru lítt varðar; til dœmis ríkisfjölmiðlar, Alþingi og stjórnarráð. Og þó svo sumir haldi því fram að allt sé „ímyndun“ og „fjarlœgur möguleiki" sem ógnað geti varnarleysi þessara stofnana, segja aðrir að á meðan áþreifanlegt dœmi sé ekki fyrir hendi fái vœrðin að ríkja. Fyrir nokkrum árum braust vopnaður maður inn í IBM-bygginguna í Washington og særði fjölda manns. Maðurinn ók inn í anddyrið í gegnum glerhurðir, óð upp á milli hæða í húsinu og skaut af handahófi á það sem fyrir varð. Varn- arkerfi borgarinnar fór strax í gang, og hlutað- eigandi voru ekki í nokkrum vafa um verka- skiptingu; það var hlutverk lögreglu að stöðva manninn og gera hann hættulausan. Það var hins vegar í verkahring almannavarna að sjá um fólkið sem hafði særst. Ef slíkar aðstæður sköpuðust á íslandi yrði verkaskiptingin söm. Hvað um byltingu eða óeirðir? Guðjón Pedersen framkvœmdastjóri Al- mannavarna: „Okkar hlutverk er eingöngu að verja hinn almenna borgara gegn hugsanlegum afleiðingum slíks. Við skulum hugsa okkur að sprengjuhótun í stórhýsi yrði framkvæmd; al- mannavarnakerfið færi í gang til að bjarga fólki sem slasaðist í slíkum átökum, en það er hlut- verk lögreglunnar að finna sprengjuna, gera hana óskaðlega eða varna því að þetta geti gerst.“ — Ef vopnaðir menn réðust inn á þing eða inn í stjórnarráð og héldu þar mönnum í gíslingu? „Við hefðum ekkert með það að gera. Það er eingöngu lögreglumál. í öllum neyðaráætlunum almannavarna er aðeins sagt að ef til óeirða eða uppþota komi, verði gripið til áætlananna til björgunar fórnarlamba slíks, án þess að hafa af- skipti af átökunum sjálfum. Hlutverk almanna- varna er að sjá um öryggi borgaranna gegn vá, hvort sem er af manna- eða náttúruvöldum." — Hugsanir af þessu tagi; eigum við að vera betur vakandi eða er ástandið allt í lagi eins og það er? „Nei, ég hef oft bent á marga mjög hættulega veikleika í okkar kerfi. Allt okkar opinbera kerfi er óvarið. Eg hef hins vegar talið rétt að ræða þetta mjög varlega á opinberum vettvangi, en það er rétt að þrýsta á að kerfið sé betur varið.“ — En þessi mál eru rœdd, möguleikinn er ekki útilokaður? „Þetta er alla vega það sem við verðum varir við að gerist erlendis, auðvitað veltum við því fyrir okkur hérna hvernig við mundum standa að hlutunum." „Kerfið er óvarið," segir Guðjón Pedersen. Hvað um ríkisfjölmiðlana? „Hér er ekki varnar- kerfi í sjálfu sér heldur aðvörunarkerfi," svarar Pétur Guðfinnsson framkvœmdastjóri Sjón- varps, „og það tel ég sé betra en sums staðar. Sjónvarpið er betur varið en ýmsar stofnanir rík- isins að því leyti að hér er nætur- og húsvarsla allan sólarhringinn allt árið. Þetta tryggir okkur gegn því að óróahópar vaði hér inn, en ef um vopnaða byltingu væri að ræða dygðu þessar varnir ekkert. Ég kom þessu í gegn í upphafi því mér ofbauð hvað allt var hér óvarið. Ég hafði sjálfur unnið hjá stofnun erlendis sem var varin af vopnuðum mönnum allan sólarhringinn. Mér finnst aðvörunarkerfi nauðsynlegt en varnar- styrkur komi ekki til greina. Hins vegar höfum við stundum ígrundað að hér ætti að vera dyra- varsla og einar inngöngudyr. Ég tel að stofnanir á íslandi séu of opnar og dyravarsla væri eðli- legri." Árið 1969 birtust 20 til 30 óboðnir gestir í ann- arri sjónvarpsstöð staðsettri á Islandi; amerísku stöðinni á Keflavíkurvelli. Tilgangurinn var að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Birna Þórðardóttir var ein þeirra sem tóku þátt í að- gerðinni: „Þetta var fyrst og fremst hugsað til að stöðva í mótmælaskyni þá mynd sem ameríska sjónvarpið sýndi af stríðsrekstrinum í Víet Nam, og menn gátu óhindrað horft á hér. Ætlunin var að stöðva útsendingu og okkur tókst það. Við höfðum ekki undirbúið okkur til að senda út sjálf, en hefðum ella getað gert það. Þeir sem áttu fínustu bílana fóru venjulega leið inn á völlinn, hinir fóru aðrar leiðir; gegnum girðingar eða annað. Það var enginn viðbúnað- ur við skúrinn þar sem sjónvarpsstöðin var, þannig að við fórum beint inn í stúdíóið. Það var verið að senda út fréttir, og kom spaugilegur svipur á menn þegar við birtumst þarna inni. Þetta var ofsalega gaman! sagði mér fólk sem horfði á og hafði vitað hvað átti að gerast, þegar allt í einu birtust augu eins og undirskálar á skjánum, og síðan klippt á útsendingu, því þeir ætluðu ekki að senda þessa uppákomu út. Við ætluðum að stöðva útsendingu og það tókst í rtokkrar mínútur. Hvað sögðu þeir? Ekkert, við vísuðum þeim bara á dyr. Síðan tókum við að- eins til hendinni þannig að það var ekki hægt að nota stúdíóið að óbreyttu. Það mátti kalla þetta fegurðarauka. Herlögreglan var allt um kring og tók myndir, en lögum samkvæmt má ekki snerta íslendinga inni á vellinum. Síðar var okkur sagt að eftir þetta hefði verið komið upp sérstöku liði sem alltaf var í viðbragðsstöðu, ef eitthvað kæmi upp á.“ Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður rásar 2, er þeirrar skoðunar að aðgangur þar sé allt of greiður hverjum sem er. „Það er ekkert æskilegt að byrgja sig inni, en því er ekki að leyna að varslan er sakleysislega lítil eins og í ríkisfjöl- miðlurn." Og Þorgeir nefnir dæmi: „Fyrir 5 árum liðsinnti ég manni frá BBC niðri á Skúlagötu 4. Við fórum upp í lyftunni og gengum inn í útsend- ingu án þess nokkur veitti okkur athygli. Tækni- maðurinn hafði brugðið sér frá að ná í kaffi sem þykir ofur eðlilegt. BBC-maðurinn varð agn- dofa. Erlendis er ströng varsla um útvarps- stöðvar. Ég býst við að mörgum finnist ímyndunaraflið komið langt út yfir landamærin þegar maður reiknar með að það gæti komið að því að ein- hver vildi taka yfir útvarpsstöð á íslandi. Við ís- lendingar erum svo saklausir; trúum ekki á þessa tegund af yfirgangi eða ofbeldi fyrr en þar að kemur. En við eigum að leiða hugann að þessu og vera vör um okkur, því þetta kemur hér eins og annars staðar." Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir þetta vissulega hafa verið rætt í stofnuninni, og nýlega var tekin upp næturvarsla á Skúlagötu 4. Dagleg varsla yrði þó öllu flóknari í framkvæmd og ekki ráðist í aðgerðir þess vegna, sem helgað- ist kannski fyrst og fremst af því að menn sjá fram á flutning í nýjar aðalstöðvar stofnunarinn- ar. Er vonast til að af því verði eftir rúmt ár. „Þar verður allt önnur aðstaða," sagði Markús Örn um nýja útvarpshúsið. „Ströng gæsla við dyr, og að undanskildum auglýsingum og inn- heimtu fer enginn inn í húsið án þess að gera grein fyrir sínum erindum." — Rólegur á Skúlagötu 4? „Já, ákaflega rólegur. Menn benda á að hér hafi starfsemi farið fram í meira en 20 ár, og ef fólk hefur verið rólegt í tæpan aldarfjórðung og ekki látið raska ró sinni, þá held ég maður reyni 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.