Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 3

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST TVÆR STÖLLUR sem sögð- ust vera dyggir lesendur Helgar- póstsins sendu okkur þessa skop- mynd frá Bandaríkjunum og þótti af einhverjum ástæðum við hæfi að við birtum hana. Við sjáum okkur ekki fært að skorast undan. Textinn útleggst á þessa leið: „Hérna notum við gamaldags að- ferðir við að græða peninga, frk. Barnes — við mútum embættis- mönnum. . .“ Á HJALTEYRI þar nyrðra og reyndar víða á Norðurlandi hefur lengi búið útgerðarmaður og sjó- maður, Henriing Jóhannesson að nafni. Af honum er það nú að segja að hann hefur tekið sig upp með börnum og buru og flutt til Grímseyjar. Þar hyggst hann stunda útgerð og er að reisa sér stórt og myndarlegt einbýlishús í eyjunni. Þetta þykir sæta tíðind- um, þvi téð hús mun vera fyrsta nýbygging í Grímsey í fjölda ára.. . GOÐÆRI, góðæri, hvert sem maður lítur er góðæri! Roskin kona í Vesturbænum sagði í sam- tali við einn blaðamann Helgar- póstsins að það væri ekki nóg með að sumarið léki við okkur, heldur spryttu líka rifsberin í görðum hverfisins sem aidrei fyrr. En, bætti hún við, nú ber svo við að börnin vilja ekki líta við því hnossgæti sem vel þroskuð rifsber þóttu hér í eina tíð — eða, spurði hún, er ungviðið einfaldlega svo vel upp alið að því hrýs hugur við að læðast í garða nágrannans og stela rifsberjum. En eitthvað hefur sumsé orðið lönguninni í rifsber yfirsterkara, hvort sem það nú er ráðvendnin eða einfaldlega eitt- hvað miklu meira spennandi sem freistar barnanna. . . OKKAR MAÐUR í Kenya - nánar tiltekið í höfuðstaðnum, Nairobi, símaði heim fréttir af furðulegum réttarhöldum sem þar fóru fram. Á bekk ákærðra sat maður, sem gefið var að sök að hafa átt mök við kú eina skjöld- ótta. Ákærði harðneitaði í fyrstu, en viðurkenndi eftir mikla orra- hríð, að áburðurinn væri réttur. Hló þá réttarsalur. Aðspurður um tilgang svaraði ákærði, að hann hefði verið í mikilli þörf. Enn var spurt, og nú um það hvort nauð- synlegt hefði verið að leggjast á kú til að fá uppfyllt þessum þörf- um. Svaraði ákærði því til, að sér sýndist að það væri öruggara, enda AIDS mjög útbreitt í höfuð- staðnum. Hló þá réttarsalurinn öðru sinni. Dómari ákvað, þegar hér var komið sögu, að fresta réttarhöld- um. Mælti hann svo fyrir, að dýra- læknir skyldi rannsaka kúna — og skila niðurstöðu rannsóknar til réttra yfirvalda. í NÆSTA tölublaði Þjódlífs, sem væntanlegt er nú um helgina, verður viðtal við Gudmund J. Guömundsson alþingismann, þar sem hann mun gráta á öxl ritstjór- ans Audar Styrkárdóttur. Viðtal þetta hefur víst valdið einhverjum titringi og pirringi í Alþýðubanda- laginu enda margir allaballar skammaðir. Okkur var m.a. sögð sú saga, að Össur ritstjóri Skarp- héöinsson hefði haft á orði, að honum væri næst skapi að losa sig við hluta sinn í Þjóðlífi út af svona viðtali. Þetta þykir mörgum svo- lítið kostulegt að heyra úr þessari áttinni, þar sem Össur hefur verið talsmaður hinna frjálsu lýðræðis- sinna í Alþýðubandalaginu og opins Þjóðvilja. En um leið og tímarit félagshyggjufólks leyfir Guðmundi Jaka að tala víkur hug- sjónin um ritstjórnarfrelsið vegna þess, að Össur er búinn að taka afstöðu gegn Jakanum. HIN HLIÐIN heitir fastur dag- skrárliður í helgarblaði DV, þar sem kunnir menn sitja fyrir svör- um um uppáhöld sín og annað sem kynni að hafa farið framhjá mönnum. Nýlega lenti þingmaður- inn Steingrímur J. Sigfússon í að greina þannig frá hinni hlið sinni. Aðspurður um uppáhalds tímarit sitt nefndi Steingrímur bandaríska tímaritið „Mother Jones", gagnrýn ið rannsóknarblaðamennskurit af vandaðri sort. Steingrímur sagði ritið svo róttækt að allir áskrifend- ur væru á skrá hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Ætla mætti að svo hættulegt blað kæmist ekk víða þar sem bandarísk yfirvöld eru með starfsemi af einni eða annarri sort. T.d. að það væri alls ekki selt á bandarískum herstöðv- um, þannig að það mengaði ekki hugarfar dátanna. Engu að síður er þetta stórhættulega rit selt hverjum sem hafa vill á blaðsölu- stöðum varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, án þess að kaupendr séu spurðir spjörunum úr af frakka- eða sólgleraugnaklæddum agent- um... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Góðæri „Þetta var mjög gaman og viö fengum kók Undrast menn árferði slíkt, og popp, KSI borgaöi." allt er að verða svo ríkt. - SIGURÐUR JÓNSSON, LANDSLIÐSMAÐUR i Góðæri kvað vera gott, en gott væri að sjá þess nú vott. FÓTBOLTA, EN UNDIRBÚNINGUR SIGI HELD ÞJÁLFARA FYRIR LEIKINN GEGN FRÖKKUM i GÆRKVÖLDI FÓLST MEÐAL ANNARS I BÍÓFERD. Niðri. SMARTSKOT Ertu svona svaka- lega skemmtilegur? Hallgrímur Thorsteinsson, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni „Ég held að þessi tími dagsins sé aðallega svona skemmti- legur." — Kom það þér á óvart hve mikla hlustun þátturinn þinn fær? „Ekki svo mjög, því þessi tími var tiltölulega óplægður akur. Þar að auki hafði ég fengið ágæt viðbrögð við svipuðum þætti, sem ég var með í ríkisútvarpinu í sumar. Auðvitað varð ég þó mjög ánægður, en hafði sem sagt hálfpartinn átt von á því að um mikla hlustun yrði að ræða. Það er hins vegar síður en svo ástæða til að ofmetnast yfir svona tölum, t.d. vegna þess að 49% aðspurðra voru alls ekki að hlusta á útvarp. Kvöldfréttir í ríkisútvarpinu hafa yfirleitt haft um 60% hlustun og jafnvel þar yfir. Kannski er það takmarkið, sem við stefnum að." — Ertu undir auknu álagi eftir birtingu þessarar könnunar? „Það er náttúrulega aukið álag, ef eitthvað er. Við reynum öll hérna að halda flugi og hækka það." — Verður þetta til þess að þú heldur þig við það form, sem komið var á þáttinn, eða muntu gera einhverjar breytingar? „Það kemur allt til greina og þátturinn kemur til með að batna fremur en hitt." — Hvernig líst þér á hugmynd auglýsingastofanna um að birta mánaðarlega lista yfir vinsældir útvarps- þátta? „Ég fæ ekki annað séð en þörf sé á þessu, auglýsendanna vegna. Það er nauðsynlegt að hafa einhverja viðmiðun, þegar auglýsingaverð er ákveðið. Kannanir eru einfaldlega eina leiðin, því það þýðir ekkert að hafa það bara á tilfinningunni hve marg- ir hlusta. Þegar auglýsendur setja hundruðir þúsunda í að auglýsa, vilja þeir að sjálfsögðu vita hvað þeir fá út úr slíkum fjárútlátum. Á meðan ríkisútvarpið hefur t.d. ekki lækkað sína auglýsinga- taxta, finnst mörgum eflaust að þeir séu að kaupa köttinn í sekknum. Mennerujúaðkaupasérhlustun. . ,(HP:Já,að- gang að eyrum). Já, ekki bara tíma, heldur fólk sem er að hlusta. Ríkisútvarpið er í þessari stöðu í raun og veru að selja svikna vöru." — Býður svona vinsældalisti ekki heim hættu á stríði þáttagerðarfólks um stig, eins og f Bandaríkjun- um? „Auðvitað er viss hætta á því. Nú er hins vegar að koma önn- ur sjónvarpsstöð, sem einnig verður rekin með auglýsingum, og það er hreinlega engin önnur leið. Fyrst menn hafa ákveðið að fara út í markaðsútvarp og sjónvarp, hlýtur að koma að því að einhver mæling fari fram." — Þannig að búast má við því að fjölmiðlafólk bíði skjálfandi eftir „úrslitunum" í hverjum mánuði í fram- tíðinni? „Ja, leikarar hafa gagnrýnendur og við verðum væntanlega að sætta okkur að einhverju leyti við það að mið verði tekið af niðurstöðum þessara kannana." — Býstu við miklum breytingum þegar næsta könn- un verður gerö og hiö svokaliaða forvitnitímabil verður kannski á enda? „Við skulum bara vona að þetta forvitnitímabil standi sem lengst. Ég held því fram að forvitni sé sá eðlisþáttur, sem er hvað ríkastur í fari okkar, og ég tel að fólk haldi áfram að vera forvitið." — Hvernig líkar þér að vera þinn eigin tæknimaður á Bylgjunni? „Þetta er nú allt að koma. Ég geri kannski tvær reginskyssur á dag núna, miðað við tíu þegar við byrjuðum!" — Er léttir að hafa ekkert útvarpsráð? „Maður er kannski ekki sífelltað hugsa um útvarpsráð þegar maður vinnur hjá ríkisfjölmiðli, en það er þó partur af þessari hefð og þeim stellingum sem maður setur sig í þarna. Hérna á Bylgjunni er maður vissulega meira sinn eiginn herra." Samband (slenskra auglýsingastofa lét (síðustu viku gera hlustenda- könnun á höfuðborgarsvæðinu. Kom þá í Ijós að meira en helmingur útvarpshlustenda hlustaði á Bylgjuna, hina nýju stöð Islenska útvarps- félagsins, þennan tiltekna dag. Af útsendingartfmunum var tíminn á milli klukkan fimm og sex síðdegis langvinsælastur, en þá er Hallgrímur Thorsteinsson við hljóðnemann. Okkur þótti rétt að kanna hvort hinar miklu vinsældir væru farnar að stlga þessum fyrrverandi blaðamanni HP til höfuðs HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.