Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 9

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 9
FRETTASKYRING eftir Helga Má Arthursson og Óskar Guðmundsson KOSNINGABARÁTTAN AÐ HEFJAST — ÆTLA EKKI í FRAMBOÐ FYRIR ALÞÝÐUFLOKK — segir Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður VILJI FYRIR FRAMBOÐI GUÐMUNDAR J. HJÁ KRÖT- UM TILBRIGÐI VIÐ VIÐREISNARSTJÓRN í BURÐ- ARLIÐNUM ASÍ VILL BJÓÐA FRAM í GEGNUM FLOKKANA OG BÚA TIL „VERKALÝÐSFORYSTU- FLOKKINN" Púlitískar jaröhrœringar fylgja kosningum. Frambjódendur íprófkjörum taka uppá því ad skrifa í blöd. Menn fara að úttala sig um ólík- legustu mál. Og rétt á meðan prófkjörsslagur stenduryfir hafa menn skoðanir. Verða yfirlýs- ingaglaðir. KOSNINGABARÁTTAN ER HAFIN Fyrsta yfirlýsing kosningabaráttunnar kom mönnum í opna skjöldu. Það var yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins, um að hann myndi bjóða sig fram í Austurlandskjördæmi, ef heimamenn fyndu ekki frambjóðanda fyrir 3. október. Segja má, að með yfirlýsingu sinni hafi Jón Baldvin þjófstartað kosningabaráttunni. Leiddi hún til taugatitrings innan Alþýðu- flokksins og opnaði augu þeirra sem þóttust sitja öruggir á lista, að uppstokkun er nú skyndilega eins sjálfsögð og að flokkurinn býður fram við næstu alþingiskosningar. Það sem vakir fyrir formanni Alþýðuflokks- ins og nánustu ráðgjöfum hans er fyrst og fremst að hefja kosningabaráttuna og vekja at- hygli á því, að Alþýðuflokkurinn sem hefur komið vel út úr skoðanakönnunum undanfar- ið ætlar sér stóran hlut í næstu kosningum — og inní ríkisstjórn að kosningum loknum. Sömuleiðis vill Alþýðuflokkurinn með þessu sýna fram á, að fyrir flokknum fer formaður sem þorir. Hann leggur jafnvel öruggt þing- sæti í Reykjavík að veði. Formaður hefur með þessari yfirlýsingu opnað möguleika á því að gerðar verði miklar breytingar á þingflokki þeim, sem sest saman á Alþingi, undir nafni Alþýðuflokksins. Með skírskotun til fordæmis formanns þykjast ráð- gjafar hans og aðrir forystumenn flokksins geta gert viðlíka kröfur til annarra frambjóð- enda, „ef nauðsyn krefur". SIGHVATUR OG KARVEL MUNU SLÁST í þessu sambandi hefur verið bent á tvennt. í fyrsta lagi þykjast menn — í Ijósi fordæmis formanns — geta gert kröfu til þess að annar hvor þeirra tveggja, Sighvats Björgvinssonar eða Karvels Pálmasonar, víki úr sæti fyrir hin- um og flytji sig um set. Hefur heyrst, að Jón Baldvin muni hafa fuilan hug á að tryggja Sig- hvati Björgvinssyni fylgi í Norðurlandi vestra, en þar eru einnig nefndir til sögunnar Jón Sæmundur Sigurjónsson og Birgir Dýrfjörð. Sighvatur Björgvinsson hefur hins vegar komið sér upp kosningastjórn um alla Vestfirði og má gera ráð fyrir að prófkjörsbarátta hefjist þar bráðlega. Og ekki er annað vitað en að Karvel Pálmason stefni að endurkjöri. Tilraun- ir forystumanna í Alþýðuflokki til að koma í veg fyrir slag á milli Sighvats og Karvels með því að finna þriðja manninn tókust ekki, þegar þessi mál bar á góma á hringferð Jóns Bald- vins og Amunda Amundasonar um Vestfirði síðsumars. Einu umtalsverðu breytingarnar — fyrir ut- an hótun flokksformannsins — eru þær, að Arni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins og fyrrum þingmaður fyrir Norðurland eystra hyggst fara í prófkjörsslaginn í Reykjavík og er líklegt að hann stefni á þriðja sæti listans, sem væntanlega verður auglýst baráttusæti. Arni mun líklega gefa yfirlýsingu um þetta á kjör- dæmisþingi flokksins á næstu dögum. GUÐMUNDUR J.: EKKI í FRAMBOÐ — FYRIR A-LISTANN Þar sem útilokað er fyrir formann Alþýðu- flokks að ráða nokkru um framboðsmál í öðr- um kjördæmum en Reykjavik, Austurlandi og Norðurlandi vestra nema með því að loka prófkjörum, þá vakna spurningar um það, hvers vegna hann hafði í hótunum við Aust- firðinga — líkt og Þorgeir Hávarsson endur- borinn, í vitlausu kjördæmi. Ein skýring er sú, að með því að stökkva austur á firði vilji formaður víkja úr sæti fyrir einhverjum, sem hann telur að eigi erindi á Al- þingi fyrir flokkinn í Reykjavík. Heyrst hefur, að í verkalýðsarmi Alþýðuflokksins sé ríkjandi áhugi á því, að fá Guðmund J. Guðmundsson til leiks fyrir Alþýðuflokkinn. Samkvæmt heimildum í Alþýðuflokki hefur þessi hug- mynd verið orðuð við Guðmund J. Guðmunds- son. í samtali við Helgarpóstinn þvertók Guð- mundur J. Guðmundsson fyrir þennan mögu- leika og sagðist enn ekki hafa gert það upp við sig, hvort hann færi í framboð í næstu kosning- um. Hins vegar er ekki útilokað, að Jón Bald- vin, sem hefur legið gott orð til forystumanna verkalýðsarms Alþýðubandalagsins síðan í samningum í vetur, hafi einhvern annan verkalýðsleiðtoga í sjónmáli til að skipa eitt af efstu sætunum í Reykjavík. Nöfn Asmundar Stefánssonar og Þrastar Ólafssonar hafa marg- oft verið nefnd í þessu sambandi í röðum al- þýðuflokksmanna, enda þótt ólíklegt sé að þeir fari fyrirvaralaust í framboð fyrir A-list- ann. ASÍ-FRAMBOÐ Þær raddir hafa oft á tíðum heyrst úr her- búðum verkalýðsforystunnar, að eðlilegt væri að til yrði „verkamannaframboð". Með yfirlýs- ingu sinni er formaður Alþýðuflokksins að koma í veg fyrir slíkt framboð og samtímis að opna dyr Alþýðuflokksins í hálfa gátt fyrir þeim verkalýðsforingjum Alþýðubandalags- ins, sem annað hvort falla í forvali þess flokks, eða kysu að ganga til samstarfs við Alþýðu- flokkinn með öðrum hætti. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins í verka- lýðshreyfingu ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Björn Þórhallsson hyggur á framboð i Reykja- vík og samkvæmt heimildum HP er vaxandi þrýstingur á Magnús L. Sveinsson, forseta bæj- arstjórnar Reykjavíkur og formann Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, að gera slíkt hið sama. Með því að alþýðubandalagsmenn úr verka- lýðsforystu færu fram fyrir Alþýðuflokk, eða Alþýðubandalag, og sjálfstæðismenn veittu forystumönnum úr verkalýðsarmi þess flokks brautargengi í lokuðu prófkjöri flokksins, þá fjölgaði forystumönnum úr ASÍ inná Alþingi í svipuðum takti og konum fjölgaði á sama vinnustað í siðustu kosningum. Þá hefðu skap- ast ný viðhorf. Nýjar forsendur. Og „þjóðar- sáttina" mætti hefja í æðra veldi með því að láta hana fara fram á Alþingi, en ekki í Garða- stræti 41, höfuðstöðvum VSl, Þetta er sú leið sem Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur lýst áhuga á að fara — að komast inná Alþingi til þess þar að tala máli launamanna og tryggja sér greiðari aðgang að fjölmiðlum, eins og það var orðað á sínum tíma. Gangi þetta eftir er hægt að taka undir með einum viðmælanda Helgarpóstsins, sem hélt því fram, að ASI-forystan ætlaði sér „að taka flokkakerfið aftanfrá með því að planta sér í framboð hér og þar“. Hugmyndir þessar fara saman við þær hugmyndir nokkurra forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar, að brýna nauðsyn beri til að tryggja „áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði" með því að verkalýðsforystan í A-flokkunum myndaði ríkisstjórn í kompaníi við Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði til nýs afbrigðis af „Viðreisnar- stjórn" að afloknum kosningum. Fulltrúar VSÍ í slíkri samsuðu yrðu Þorsteinn Pálsson, sem veitt var inná þing i siðustu kosningum, og nú Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSI, sem hefur lýst áhuga á þingmennsku. Skoðanakannanir hafa bent til þess að und- anförnu, að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur muni treysta stöðu sína í stjórnmálum og fyrrnefndi flokkurinn auka fylgi sitt veru- lega. í ljósi þessara kannana og þeirrar stað- reyndar, að næstu kosningar muni snúast að verulegu leyti um efnahags- eða kjaramál — Þjóðarsátt II — eins og menn kalla það — þá er klókt hjá formanni Alþýðuflokksins, að hefja kosningabaráttuna með þeim hætti sem hann hefur gert. Lotningarfull tilbeiðsla fjölmiðla á efnahagsniðurstöðum þeim sem skrifaðar eru uppí Þjóðhagsstofnun bendir til þess, að fjöl- miðlar séu — þótt fólk sé e.t.v. ekki á sama máli — opnir fyrir áframhaldandi stefnu í efnahags- málum. Gagnrýnislaus umfjöllun um góðæri bendir til þess að á fjölmiðlum ríki almenn ánægja með „þjóðarsáttina" og þá niðurstöðu sem hún hefur skilað. Það er kostur fyrir Jón Baldvin, Þröst Ólafsson og þá aðra sem eru fylgjandi áframhaldandi stjórnarstefnu undir merkjum A-flokka og Sjálfstæðisflokks. Flokk- ar og fjölmiðlar eru sammála. KOKHREYSTI EÐA KJARKUR Margir telja að yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi ekki verið annað en kok- hreysti manns sem er að reyna að komast í sviðsljósið eftir að hafa fallið i skugga um hríð. Telja þeir menn, að Jón Baldvin muni stökkva aftur yfir til Reykjavíkur — i kjölfar þess að heimamenn eystra tilkynna um frambjóð- anda. Sömu menn benda á það máli sínu t:! stuðnings, að stutt sé á milli forseta bæjarstjórn- ar á Eskifirði, Hrafnkels A. Jónssonar, og Al- þýðuflokksins. Hrafnkell vann glæstan kosn- ingasigur á Eskifirði í bæjarstjórnarkosning- um í vor. Þeir sem vilja skýra yfirlýsingu Jóns Bald- vins með því að hann sé að rýma listann í Reykjavík fyrir verkalýðsforystuframboð, eða jafnvel Ellert B. Schram, halda því fram, að Jón Baldvin geti óhræddur farið fram fyrir austan. Þar sé Helgi Seljan að hætta þingmennsku fyr- ir Alþýðubandalagið og á sama tíma sé upp- sveifla yfir til Alþýðuflokks. Þess utan feli ný kosningalög i sér, að Alþýðuflokkur sé örugg- ur með þingmann í öllum kjördæmum. For- maður ætti því þannig að vera öruggur inn fyr- ir austan. Hvað svo sem mönnum finnst um yfirlýs- ingu formanns Alþýðuflokksins á Austfjörðum viðurkenna menn, að með henni hefur Jóni Baldvin tekist að opna sér ýmsar leiðir, sem allar liggja til sama lands — inni ríkisstjórn þá sem mynduð verður að loknum vetrar- eða vorkosningum. Hugsanleg vandamál vegna uppstillingar á lista hugðist formaður leysa með tilvísun til þess, að hann væri jafnvel til- búinn til að fara fram í kjördæmi þar sem fiokkurinn hefur ekki átt þingmann í áratugi. Það ofurkapp, sem Alþýðuflokkurinn leggur á að styðja verkalýðsforystuna og samningana frá því í vetur staðfestir að miðstýringaröfl í flokknum hafa náð völdum af þeim sem frjáls- lyndari eru í Alþýðuflokki. Og flétturnar sem flokksformaður verður að grípa til innan flokks — til þess að opna í hálfa gátt fyrir verkalýðs- leiðtogum — byggjast á því m.a. að prófkjör Al- þýðuflokksins verði lokuð. Sú mun vera ætlun- in á Austfjörðum. Flétturnar gera nefnilega ekki ráð fyrir fólki — fjölmennum opnum próf- kjörum. Undir þeim kringumstæðum yrðu óvissuþættirnir yfirgnæfandi og óvíst að „plottin" gengju upp. PALISANDERKYNSLÓÐ HUGSAR í FLOKKUM — EKKI FÓLKI Ríkisafskiptamenn innan Sjálfstæðisflokks- ins renna hýru auga til Alþýðuflokksins sem hugsanlegs samstarfsaðila í nýrri ríkisstjórn á þessum forsendum. Og þeir hefðu ekkert á móti því að hafa Alþýðubandalagið með í slíkri stjórn. Kjaramál mætti þá leysa á fámennum fundum forystumanna flokkanna þriggja, t.d. yfir kaffibolla á Þingvöllum. Og það er alls ekki óhugsandi, að framboðslistar sjálfstæðis- manna í Reykjavík muni að einhverju leyti verða skipaðir með þetta þriggja flokka sam- starf í huga. Þetta var aðferðin sem beitt var á sjöunda áratugnum þegar leysa þurfti kjara- mál og efnahagsmál þjóðarinnar. Líta margir, í verkalýðsforystu, Álþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki — og jafnvel Alþýðubandalagi — á þennan tíma sem gullaldarskeið i íslenskum stjórnmálum. En þótt miðaldra stjórnmála- menn af palesanderkynslóð eigi sér þann draum, að breyta nútíð í fortíð, þá er vafasamt að þeim takist að raungera þá drauma sína. Tímarnir hafa breyst. HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.