Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 12
YFIRHEYRSLA
nafn: Páll Magnússon heimili: Engihjalli 19, Kópavogi bifreið: Volvo árg. 1982
staða: Fréttastjóri Stöðvar 2 laun: Trúnaðarmál áhugamáL: Skák, veiðiskapur og lestur
heimilishagir: María S. Jónsdóttir, börn: Eir, 11 ára, og Hlín 6 ára
„Eg hef endanlegt
oftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smart
Um síðustu helgi var Páli Magnússon, fréttamaður á sjónvarpinu, ráðinn fyrsti
„frjálsi" sjónvarpsfréttastjórinn á íslandi. Hann hóf störf við að skipuleggja frétta-
tíma Stöðvar 2 og leita uppi starfsmenn til að manna fréttastofuna. Páll hefur
skamman tíma til stefnu þar sem forráðamenn Sjónvarpsfélagsins stefna að því að
hefja útsendíngar að þremur vikum liðnum.
Páll hefur verið talsmaður hinnar svokölluðu hörðu fréttamennsku í starfi sínu á
fréttadeild sjónvarpsins og lent upp á kant við útvarpsráð af þeim sökum, og reynd-
ar af öðru tilef ni líka. Það má því búast við að fréttastofa hinnar nýju sjónvarpsstöðv-
ar verði um eitthvað frábrugðin ríkissjónvarpinu. Um þetta og fréttamennsku yfir-
leitt er Páll Magnússon yfirheyrður í HP.
— Þú hefur látið hafa eftir þér að þú
munir koma til með að sakna allra á
sjónvarpinu, að útvarpsráði slepptu.
Hafði það svona lamandi áhrif á frétta-
stofu sjónvarpsins?
Nei, ég segi ekki beint lamandi. En hins-
vegar heíur mér alltaf fundist þetta „batterí"
frekar þrúgandi. Þetta á reyndar ekki við um
allra síðustu vikur. Það var haldinn sameig-
inlegur fundur útvarpsráðs og fréttastjóra
sjónvarps, mín og Ingva Hrafns, og eftir hann
hefur verið þíða í þessum samskiptum. Mér
finnst að á þessu augnabliki séu þessi sam-
skipti í lagi. Allavega liggur niðri sá vottur af
fjandskap sem var ríkjandi áður.
— Fréttastjórarnir hafa ekki verið
svínbeygðir undir vilja útvarpsráðs á
þessum fræga lokaða leynifundi?
Nei. Þetta gerðist einfaldlega þannig að
við skýrðum okkar sjónarmið og þeir sín.
Sumar af þeim umkvörtunum sem þeir
lögðu fram voru fyllilega réttmaetar og sner-
ust um hluti sem við erum að reyna að laga.
En ég treysti því líka og það eru engin merki
um annað en þeir hafi líka tekið okkar sjón-
armið gild og góð. Þessi fundur hreinsaði
a.m.k. andrúmsloftið þó það sé ekki komið
neitt fullkomið samkomulag um hvernig
hlutirnir eigi að vera hjá sjónvarpinu.
— Nú hefur þú oftar en aðrir frétta-
menn komist upp á kant við útvarpsráð.
Er það vegna þess að þú ert harðari og
óvægnari fréttamaður en gengur og ger-
ist?
Ég held að ég hafi ekki lent oftar upp á
kant við útvarpsráð en aðrir fréttamenn.
Hinsvegar verða menn að líta á það að út-
varpsráð er ekki fyllilega samstæður hópur
og það er erfitt að tala um útvarpsráð sem
eina heild. Ég hef lent í hnútukasti við ein-
staka menn innan ráðsins en þarna eru sjö
manns og kannski hver með sína skoðun á
því hvernig hlutirnir eiga að vera.
En margar af þeim kvörtunum sem hafa
komið um mig í útvarpsráði hef ég náttúru-
lega bara tekið sem gulihamra. Mér finnst
það ágætt ef maður hegðar sér þannig í
fréttamennskunni að það komi við kaunin á
þeim sem sitja með valdið. Útvarpsráðs-
menn eru fulltrúar stjórnmálaflokkanna og
ef umkvörtunin er þess eðiis að ég hafi verið
of aðgangsharður við stjórnmálamenn þá tel
ég hana merki um að ég sé að gera rétt.
— Þú hefur gefið út yfirlýsingar um að
á Stöð 2 verdi rckin hörð fréttamennska.
Hvað er hörð fréttamennska?
Ég get tekið sem dæmi, af því ég var að
taia um útvarpsráð, að það kvartaði yfir því
að sjónvarpið hefði sýnt of mikla aðgangs-
hörku í sambandi við Guðmundar-þáttinn í
Hafskipsmálinu. Það var mál sem við á
fréttastofunni vorum algerlega ósammáia
útvarpsráði um. Og það sem þeir kvörtuðu
yfir í því máli verður reglan á Stöð 2. Það er
fyrsl og fremst þetta sem ég á við með harðri
fréttamennsku. Það er sú harka í fréttaflutn-
ingi, sem hefur íarið fyrir brjóstið á útvarps-
ráði, sem verður sú lína sem Stöð 2 mun
vinna eftir.
— Felst > þessu að aðaláherslan verði
lögð á að stilla mönnum upp við vegg í
beinni útsendingu eða verður áherslan
líka lögð á að kafa djúpt í fréttamál?
Það verður vonandi hvort tveggja. Það
verður aðgangsharka í viðtölum við stjórn-
málamenn og þá sem fara með völd hér í
þjóðfélaginu og jafnframt komum við til með
að hafa meiri möguleika og frjálsar hendur
til að kafa dýpra í viðkvæm mál heldur en
tíðkast hefur hjá sjónvarpinu.
— Þú hefur einnig látið hafa eftir þér
að Stöð 2 muni ekki sinna sama þjón-
ustuhlutverki og fréttastofa sjónvarps.
Hvað óttu við með því?
Ég á einfaldlega við það að ríkisfréttastof-
urnar báðar hafa allskonar þjónustuhlut-
verki að gegna og það er ekki alltaf hart
fréttamat sem ræður því sem þar kemur
fram. Ég get tekið sem dæmi, að það hefur
verið „standard'-afgreiðsla í fréttatíma sjón-
varps að segja frá sinfóníu-tónleikum og aiis-
kyns hlutum, sem hafa orðið að „rútínu".
Það kemur ekki til með að vera pláss fyrir
svona efni í fréttum á Stöð 2. Með þessu er
ég ekki að útiloka menningarumfjöliun eða
slíkt, en það er ýmislegt af þessu tagi sem
mér hefur fundist draga niður fréttatímann
hjá sjónvarpinu og þetta mun ekki fá inni í
fréttatímum á Stöð 2.
— Nú segir þú ad á Stöð 2 verði stund-
uð hörð fréttamennska og að þið munið
ekki lenda í sjálfkrafa afgreiðslu á
nokkru máli. Mér skilst að þið munið
ekki hafa nema 4—5 manna fréttastofu
og að þið munið senda út 20 mínútna
fréttatíma alla daga vikunnar. Er ekki
hætt við því að raunveruleikinn eigi eftir
að draga draumana niður?
Auðvitað ræðst þetta náttúrulega fyrst og
síðast af þeim fréttamönnum sem ég fæ til
liðs við mig og fréttastofan verður hvorki
betri né verri en það fólk. Aðalfréttatíminn á
Stöð 2 verður hinsvegar styttri en aðalfrétta-
tími sjónvarpsins sem helgast af því að þeir
þurfa að vera með ýmislegt efni sem við
verðum ekki með. Þannig að ef ég fæ rétt
fólk með mér þá held ég að það sé meira en
nóg hæfni og mannafii til þess að gera frétta-
tímana allt öðru vísi en tíðkast hefur. Ég held
að 5 fréttamenn fyrir utan mig ráði alveg við
að búa til þann fréttatíma sem ég sé fyrir
mér.
— Hefur þú einhverja tryggingu fyrir
því að stjórn Sjónvarpsfélagsins verði
ekki með athugasemdir við fréttaflutn-
ing á Stöð 2 og verði þ.a.I. sem annað út-
varpsróð?
Ég tel enga hættu á því að stjórn Sjón-
varpsfélagsins verði eitthvert útvarpsráð yfir
mér. Fyrir það fyrsta eru mennirnir sem þar
eru í forsvari þannig stemmdir að ég og það
starfsfólk sem verður með mér fær að starfa
sjálfstætt. En komi upp skiptar skoðanir um
hvað eigi að vera í þessum fréttatíma og hvað
ekki, sem ég á ekki von á, þá hef ég endan-
legt vald þar um. Það er samningsbundið
þannig að ég á ekki von á að það verði
höggvið inn á það.
— Nú hefur mikið verið rætt um tengsl
frétta og auglýsinga að undanförnu.
Finnst þér að skilin þarna á milli hafi
verið of óljós hjó fréttastofu sjónvarps-
ins?
Nei, ég tel að þau hafi ekki verið of óljós.
Fréttastofa sjónvarps má eiga það að hún
hefur verið mjög sjálfstæð gagnvart auglýs-
endum. Hitt er annað mál að það eru margar
fréttir sem eru óbeinar og mjög sterkar aug-
lýsingar fyrir vissa aðila. Við getum tekið
sem dæmi að ef íslenskt fyrirtæki tekur nýja
vald“
vöru til framleiðslu og selur hana í stórum
stíl til útlanda þá er frétt af því ein af þessum
dæmigerðu góðu fréttum, sem eru hafðar
með t bland. Það að segja frá því er að sjálf-
sögðu heilmikil auglýsing fyrir fyrirtækið en
jafnframt er það frétt. Og það er fyrst og síð-
ast fréttamatið sem ræður og það kemur til
með að vera þannig á fréttastofu Stöðvar 2
líka. Ef við teljum það frétt, sem fyrirtæki í
iandinu eru að gera, þá fjöllum við að sjálf-
sögðu um slíkt, vitandi það að það er mikil
auglýsing í leiðinni. En það verður auðvitað
fréttagildið sem ræður.
— Það gengur nú fjöllunum hærra að
Þýsk-íslenska hafi sagt upp 7 milljón
króna auglýsingasamningi við Sjón-
varpsfélagiö eftir að fréttist að þú yrðir
ráðinn sem fréttastjóri hjá félaginu.
Jáhá. Nú segir þú mér tíðindi. Eg hef að
minnsta kosti ekki heyrt minnst orði á það.
— En geta ekki orðið árekstrar á milli
fréttastof unnar og hagsmuna Sjónvarps-
félagsins vegna auglýsingatekna?
Það getur náttúrulega skapast allskonar
þrýstingur og Þýsk-íslenska hefði þess vegna
getað sagt upp auglýsingasamningi við ríkis-
útvarpið vegna þess að þar var sagt frá
þeirra máli í fréttum. En ef fréttastofa Stöðv-
ar 2 hefði verið komin í gang undir minni
stjórn þegar mál Þýsk-íslenska kom upp
hefði það verið afgreitt á nákvæmlega sama
hátt og hjá sjónvarpinu. Eins og ég sagði áð-
an kemur fréttamatið fyrst og síðast en ekki
hagsmunir einhverra fyrirtækja út í bæ.
— Nú eru sterkar raddir uppi um að þú
hyggist fara í framboð fyrir Alþýðu-
flokkinn á Suðurlandi og erfa með því
þingsæti föður þíns?
Ég sá það nú að karl faðir minn var að gera
því skóna í blaðaviðtali um daginn að hann
ætlaði í framboð þarna sjálfur, svo ég erfi í
það minnsta ekki sæti hans. Auk þess hefur
það aldrei komið til greina hjá mér að fara í
framboð. Menn hafa tekið það sem gefið að
ég færi í framboð af því að faðir minn hefur
setið á veldisstóli í kjördæminu en það hefur
aldrei komið til greina. Það stendur enn.
— Ert þú ekki búinn að ráða þig í frek-
ar ótrygga vinnu? Hvað heldur þú að
Stöð 2 lifi lengi?
Ég vona bara að hún gangi út í það óend-
anlega. En auðvitað er þetta happdrætti. Það
er verið að fara út í nýja hluti sem ekki hafa
verið gerðir áður í fjölmiðlun á íslandi,
þ.e.a.s. sjónvarpsstöð í einkaeign. Fyrir mann
sem hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og
fréttum, eins og ég, er það til vinnandi að
taka áhættu með hvort geriegt sé að reka
sjónvarpsstöð, sem byggir ekki á öðru en því
að fólk vilji horfa á hana.