Helgarpósturinn - 11.09.1986, Page 18
JÓNAS TÓMASSON TÓNSKÁLD
OG ÍSFIRÐINGUR í HP VIÐTALI
UM MÚSÍKGRÍN OG FLEIRA:
EINA TÓNSKÁLDIÐIITAN
REYKJAVÍKURSVÆDISINS...
Bjarna Harðarson mynd Claude Guillot
,,Já, það var sérstaklega gott næði hjá mér í gœr. Síminn bilaöi og þess-
vegna náði enginn í mig,“ segir tónskáldið, flautuleikarinn og kennarinn
Jónas Tómasson á ísafirði, framkvœmdastjóri Tónlistarfélagsins þar og af
þekktum tónlistarœttum. Blaðamaður nœr honum heima á Tángötu 1 á
Isafirði íendaðan júlímánuð. Hafði árangurslítið reyntað síma. Og nú kom-
inn á framandi tónlistarheimili; blaðámaður sem hentara er að skrifa um
bœndur og dreifbýlinga. Og frekar en að tala um ekki neitt höldum við
áfram í „nœðinu". Á velktum miða geymir undirritaður punkta um „eina
alvöru modernista íslendinga og bœjartónskáld ísfirðinga".
„Jú, næði er mikið atriði. Sumir þola jafnvel
ekki umferðarhávaða en ég get nú alveg lokað
eyrunum fyrir því. Ég færi mig samt mikið. í
sumar hef ég bara setið hérna við borðstofu-
borðið en stundum hefi ég verið í húsnæði sem
Tónlistarskólinn hefur og er bara þar sem ég hef
næði..
— Sem er kannski meira hérna á Isafiröi en
sudur í Reykjavík?
„Það er afskaplega misjafnt. Ætii maður geti
ekki alltaf fundið sér næði hvar sem er.“
— Ener ekki afskekkt fyrir tónskáld ad sitja á
ísafirdi, fjarri höfudborginni ad ekki sé talad um
másíklífi annarra landa?
„Ég veit það ekki, það er fullt af fólki sem býr
hérna. Hvort þetta sé eitthvað afskekkt. . . Það
er nóg að gera hérna í músíklífinu. Ég taldi 13
tónleika í maímánuði síðastliðnum. Það má nú
eiginlega segja að þá hafi okkur þótt mælirinn
vera að fyllast, enda hefur sjaldan verið svona
mikið að gerast. Nú í sumar er mikið um tón-
leika vegna 200 ára afmælisins. Listasafnið og
Tónlistarfélagið hérna standa sameiginlega að
samkomum sem eru í senn myndlistarsýningar
og tónleikar. Og þetta er allt saman mjög vel
sótt.“
NÓTNALESTRARKENNSLA
HiÁ AFA
Og þegar blaðamanni er löngu fullljóst að tón-
skáldinu þykir það bæði sjálfsagt og eðlilegt að
sitja á ísafirði, er ekki á leiðinni suður og hefur
varla dottið það í hug, þá forvitnast hann lítil-
lega um aðstæður Jónasar, ísfirskan uppruna og
sögu þjóðlagasöngvara og skemmtikrafts sem
er í senn tengdasonur og maki tónlistarskóla-
stjóra á ísafirði.
Jónas Tómasson kirkjuorganisti og bóksali var
afi viðmælanda okkar, einn helsti frumkvöðull
tónlistarlífs á ísafirði og sá sem fékk Ragnar H.
Ragnar til þess að taka að sér skólastjórn Tónlist-
arskóla ísafjarðar við stofnun hans 1948. Ragnar
gegndi þeirri stöðu svo til 1985 að Sigríður dóttir
hans og kona Jónasar viðmælanda okkar tók
við. Borðstofuborðið að Túngötu 1 þar sem Jón-
as hefur breitt úr aðskiijanlegum nótnablöðum
er því um leið skólastjóraborð þessa sama skóla,
og herbergið ásamt öðrum herbergjum heimilis-
ins kennsiustofur þegar svo ber undir. Sjálfur er
Jónas kennari við skóla konu sinnar, en notar
sumarfrí, páskafrí, jólafrí og tilfallandi tíma til
tónsmíða og er þessutan virkur í þeim geira fé-
lagslífsins ísfirska sem snýr að tónlistarlífinu.
— Og fœddur Isfirdingur en fluttist síðan. . .
„... já, já, bæði út og suður." Jónas sem alla
jafna er orðvar, rólyndislegur og næstum feim-
inn er nú fjörlegur í frásögn. „Það á að heita að
ég hafi verið hérna til 5 eða 6 ára aldurs, en það
var óttalegt flakk á þeim árum. Pabbi var þá við
nám, ég í fóstri úti á Álftanesi, einn vetur á Súða-
vík og svo í sveit á sumrin í Dýrafirði. Svo bjugg-
um við í Bandaríkjunum þar sem pabbi var þá
að læra í fjögur ár... Síðan alinn upp í Reykja-
vík...
Ég gæti best trúað að það hafi verið afi sem
hafi kennt mér barni að lesa nótur. Ég fór svo í
tónlistarskóla 11 ára, þá til að læra á píanó. í
gaggó hætti ég svo en byrjaði aftur í mennta-
skóla og fór þá að læra á fíautu og hljómfræði
með það fyrir augum að semja. Ætli ég hafi svo
ekki verið 18 ára þegar þær Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari og Lára Rafnsdóttir fluttu mitt
fyrsta verk á sal í MR, smákafla fyrir píanó og
fiðlu."
— En þjóðlagasöngurinn, — plötuútgáfa og
uppákoma ykkar Heimis Sindrasonar, — hinir
landsfrœgu Heimir og Jónas.. .?
„Það var fyrr. Þá vorum við svona 16 til 17 ára,
en eiginlega hættir þegar við komum upp í
fimmta bekk. Við vorum í þessu í tvö ár og gáf-
um plöturnar svo út eftir að við vorum eiginlega
hættir.
Á þessum árum var þetta nýstárlegt. Við kom-
um eiginlega á eftir Savanna tríóinu og það var
ekki fyrr en seinna sem Ríó tríóið kom upp og
varð feikivinsælt. En það var oft mikið að gera
hjá okkur. Á þorranum var árshátíðavertíðin og
á sumrin fórum við á böllin úti á landi."
VARAHREYFINGAR í UPPTÖKU
OG MÚSÍKGRÍN. . .
— Ená sveitaböllunum, heyröist eitthvad í
ykkur?
„Já, við fórum fram á það að fá að vera frekar
snemma á kvöldin með okkar prógramm. Ef við
lentum í því að vera seint þá var orðið helst til
hávaðasamt. Við vorum með 20 mínútna pró-
gramm og á þessum árum var skemmtikröftum
borgað alveg gífurlega vel. Fengum álíka og
hljómsveitin sem spilaði allt kvöldið, en það hef-
ur breyst."
En þrátt fyrir nokkuð skjótan uppgang og vel-
gengni í skemmtanaiðnaði létu þeir félagar
Heimir og Jónas af iðju sinni um eða fyrir tví-
tugt. Höfðu þá tekið þátt í sjónvarpsþáttagerð
hjá nýfæddu sjónvarpi íslendinga og sömuleiðis
sést á skjánum í Svíþjóð þegar þarlendir gerðu
þátt um ísland. Upptökutækni á þessum árum
var ófullkomnari en nú...
„. . .þá var gerð hljóðupptaka í stúdíói og síð-
an farið til Þingvalla þar sem myndin var tekin.
Þar urðum við svo að syngja eftir upptökunni
þannig að varahreyfingar yrðu eðlilegar. Þetta
var bæði svona í fyrstu sjónvarpsþáttunum og
eins hjá Svíunum. Gat verið ansi erfitt.
Við vorum einmitt með í fyrsta skemmtiþætt-
inum sem sjónvarpið lét gera. Þá var notaður
gamall sjónvarpsbíll frá Danmörku. Tæknin var
ekki betri en svo að ekkert var hægt að klippa
og þessvegna mátti alls ekki neitt klikka. Við
byrjuðum snemma að morgni og vorum til
klukkan 11 að kvöldi. . . svo fór þetta þannig að
þessi þáttur var aldrei sendur út.“
— En hafa Isfirdingar ekki notið þín sem
skemmtikrafts á sínum uppákomum?
„Það hefur ekki verið oft. Helst á kabarettsýn-
ingum til styrktar tónlistarskólabyggingunni og
svo á Sunnukórsböllum. Þegar Hjálmar mágur
minn var hér á ísafirði og stjórnaði þessum kór
komum við saman nokkrir tónlistarkennarar,
útsettum nokkur lög eftir Fúsa Halldórs, fórum
í kjólföt, settum upp pípuhatta og lékum svona
músíkgrín... Síðan þá hefur nokkrum sinnum
komið fyrir að við höfum skemmt svona, ef eitt-
hvað sérstakt hefur komið uppá.“
— En þá œtlar ekki að leggja þetta fyrir þig?
„Nei, nei, nei. Það er enginn tími til þess með-
an maður er á kafi í tónlistarkennslu og tímar í
henni oft langt fram eftir kvöldi. Svo reynir mað-
ur að nota öll frí til þess að semja."
RÓSKA FYLLTI ALLT AF REYK
„Gunnar Reynir Sveinsson var búinn að vera
þarna í músíkinni nokkrum árum áður og svo
voru nokkrir í myndlistinni. Sigurður Guð-
mundsson sem var giftur hollenskri, Kristján
bróðir hans kom nokkru á eftir mér og Hreinn
Friðfinnsson ásamt Hlíf Svavarsdóttur baller-
ínu.“
Við erum byrjaðir að tala um námsár Jónasar
úti í Amsterdam. Þangað fór Jónas 1969, skrimti
á stopulum námslánum í hálft fjórða ár en vann
hérna heima á sumrin hjá Ferðaskrifstofu ríkis-
ins.
„En ég var heppinn að fá leigt mjög ódýrt her-
bergi og lifði spart. Við vorum allir mjög saman
í þessu að vera blankir. Þessir þrír myndlistar-
menn, ballerína og þeirra fjölskyldur. Gegnum
þetta fólk kynntist maður hollenskum myndlist-
armönnum og þetta var mátulega stór hópur.
Nú er allt orðið breytt þarna úti — Sigurður
sagði mér um daginn að hann væri löngu hætt-
ur að hafa tölu á öllum þeim íslendingum sem
fara í gegn.“
En það var heilmikið um að vera þarna á þess-
um árum og einu sinni héldu súmmararnir eina
sýningu saman í Borgarlistasafninu í Amster-
dam. Þetta voru bæði íslenskir og erlendir
súmmarar sem tróðu upp og lögðu undir sig allt
húsið með uppákomum sem voru bland af
myndlist og performönsum eða gjörningum. Og
dálítil músík með líka.
Ég lék undir í einu verki hjá Rósku. Var reynd-
ar aldrei alveg inni í því hvað ég átti að gera. Sat
bara þarna með píanista og við máttum spila
það sem okkur sýndist. Við vorum mjög upp-
teknir af því og tókum lítið eftir því sem var að
gerast á sviðinu fyrr en í lokin að það var kveikt
í púðri, bleiku púðri og kom af því alveg ofsaleg-
ur reykur svo allt fólkið var rekið út. Svona 5
metra fram í salinn var bleik rák, reykurinn var
líka bleikur og virkilega slæmur. Það voru allir
hóstandi þegar þeir þustu út og brunaverðirnir
komu hlaupandi. í sama húsi voru þá geymd
meðal annars verk eftir Picasso og Chagall.
Það var eins gott að þetta var síðasta verkið á
dagskránni."
ÓÆT NÓTNABLÖÐ OG
ÓDRJÚG TEKJULIND
Frekar samt en að týna öllu viðtalinu suður í
myndlist og Amsterdam flytjum við okkur aftur
heim í stofu hjá Jónasi þar sem skólastýran Sig-
ríður Ragnarsdóttir hefur boðið okkur að setjast
við borðstofuborðið að snæðingi. Nótur bónd-
ans hafa verið fjarlægðar enda tæpast góðar til
átu. En ætli það megi samt lifa af svona skrift-
um?
„Nei, þetta er aldrei neitt drjúg tekjulind. Ég
fær árlega stefgjöld fyrir flutning í útvarpi og
sjónvarpi en svo fær maður ekki nein höfundar-
laun greidd af tónleikum. Algengast er að flytj-
endur biðja mann um að semja án þess að hafa
nein fjárráð eða borgun aðra en þá að flytja
verkið í útvarpinu. Þá fær maður stefgjaldið.
Það er líka mjög misjafnt hvað maður fær fyrir
það sem maður til dæmis semur eftir formlegri
pöntun og líka hvað maður er lengi að því. Ef ég
man rétt þá fékk ég pöntun frá Svíþjóð fyrir
tveimur árum og voru boðnar 8 þúsund danskar
krónur fyrir 5 mínútna kórverk. Þetta er nátt-
úrulega vel borgað ef maður getur lokið verkinu
á nokkrum dögum. En í annarri pöntun sem
kom líka frá Svíþjóð og var líka góð borgun í
boði þá stóð það í mér í 7 mánuði að ganga frá
verkinu. Ef upphæð af þessari stærðargráðu er
deilt niður á 7 mánuði þá eru það orðin ansi lág
laun. Það eru sárafáir sem geta lifað af þessu.
Það er gott við kennsluna að þar hefur maður
löng sumarfrí og frí um hátíðir sem hægt er að
nota til að semja." Og Jónas notar þessi frí, — er
sagður eitt afkastamesta tónskáld sem við eig-
um, búinn að setja saman nálægt 60 verk, án
þess að það hafi verið talið nákvæmlega. . .
....en Þorkell Sigurbjörnsson er kominn yfir
hundraðið. Ég er með um 40 verk á skrá niðri í
Tónverkamiðstöðinni og þarf nú að fara að
henda sumum. Ég hef ekki heldur bætt neitt
miklu við síðustu tvö eða þrjú árin. Verið þann
tíma alveg fastur við að skrifa eitt verk fyrir tvö
píanó og hljómsveit og það er alveg feikileg
vinna. Maður hefur verið að glefsa í þetta á vet-
urna og hefur svo sumarfríið."
— Verk fyrir tvö píanó er þó ekki svo fráleitt.
Þú ert þekktur fyrir þaö að hafa sett saman tón-
verk fyrir furðulegra samspil af hljóðfœrum en
við annars þekkjum, ekki satt?
„Jú, það hafa komið fyrir furðulegar samsetn-
ingar. Oftast vegna ytri aðstæðna. Eitt fyrsta
verk sem ég gerði fyrir Sunnukórinn var fyrir
kór, selló, orgel, flautu og fiðlu. Nú, svo vantaði
fólk í kórinn og þá endurskipulagði Hjálmar allt
saman, setti mig og fiðluleikarann í kórinn og
undirspilinu var breytt í það að vera fyrir selló
og orgel.
Kennaraliðið var eitt sinn með tónleika og þá
vantaði verk fyrir flautu, fiðlu, gítar og píanó. Þá
kom í ljós að það er sáralítið til af verkum fyrir
gítar og píanó saman, — það endaði því þannig
að ég samdi fyrir þessa grúppu." Og í framhaldi
af öllum þessum uppákomum segir Jónas okkur
frá því þegar vantaði tónlist við leikritið ímynd-
unarveikina fyrir flautu, fiðlu og gítar. „Þá
samdi ég illa gerða 17. aldar músík með vitlausa
tóna á stöku stað, — eins og lélegur kompónisti
hefði verið þarna á ferðinni.“
TÓNVERK OG TÚLKUN
FLYTJANDA
„Það er voða þægilegt að semja á meðan
maður er til dæmis að þvo upp. Líka að leggjast
á bakið. En svo verður maður að byrja að krota.
Þá veit ég yf irleitt hvað verður. Kannski ekki svo
vel að ég byrji strax á að hreinrita en það liggur
þó við.“
— En þegar þú sendir nýtt verk til flutnings, —
þarftu þá ekki að vera viðstaddur þegar það er
fyrst spilað?
„Það kemur fyrir. Ég þarf til dæmis að fara
suður núna eftir mánuð og vera viðstaddur
plötuupptöku hjá Sinfóníuhljómsveitinni þar
sem ég á eitt verk. En ég er alls ekki viss um að
tónskáldið þurfi alltaf að vera viðstatt.
Ég reyni yfirleitt að ganga þannig frá verkun-
um að þau séu klár. Eftir það tekur flytjandinn
við og málið er hans höfuðverkur eftir það. Ef
verkið er fullfrágengið þá er sú tónaveröld tilbú-
in til flutnings. Það getur svo ýmislegt komið
upp á í spilamennskunni og margar aðferðir til
þess að túlka hlutina.
Það eru til menn sem gerast sérfræðingar í
einstökum tónskáldum og fá þær hugmyndir að
einhver flytjandi sé með hina einu réttu túlkun.
Rögnvaldur Sigurjónsson hafði mjög skemmti-
lega þætti í útvarpinu í vetur þar sem hann bar
saman smá snifsi úr tónverkum ákveðinna tón-
skálda í ólíkri túlkun. Þarna eru menn farnir að
leggja höfuðáherslu á flutninginn. Tónverkið
býður í raun og veru upp á svo margháttaðan
flutning, — persóna flytjanda er þar með í spil-
inu. Alveg eins og þegar þú sérð leikrit, tvær
uppfærslur á sama leikritinu eru alls ekki eins.
Éf verk væri alltaf eins þá væri eiginlega nóg
að hlusta bara á það einu sinni. Eins og plötur
sem eru alltaf eins. Mér finnst það einmitt svo
spennandi við lifandi músík að þar getur maður
alltaf verið að upplifa eitthvað nýtt og nýtt í nýj-
um og nýjum flutningi."
FORN MÚSÍK AF HANDRITUM
— En flytjendur vilja oft hafa tónskáld hjá sér
þegar þeirra verk eru leikin. Ertu ekkert hrœdd-
ur um að þín verk séu af þeim sökum minna
leikin en verk þeirra sem búa á höfuðborgar-
svœðinu?
„Ég veit það ekki — nei, ætli það nokkuð.
Flest verk eftir mig liggja frammi í íslensku tón-
verkastöðinni og ég er oft beðinn um að semja
eitthvað fyrir einhvern sérstakan flytjanda.
Núna er ég til dæmis að ganga frá verki sem Kol-
beinn Bjarnason flautuleikari bað mig um að
gera. Hann ætlar að halda tónleika í haust, svo
það er ekki seinna vænna að ganga frá þessu.
Annars sagði Hjálmar mágur við mig um dag-
inn að ég væri eina tónskáldið utan Reykjavíkur-
svæðisins. En ég veit ekki hvort að það er nokk-
ur þörf á því fyrir tónskáld að sitja þar.“