Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 21
miðilsins þráskallast við að bera
fram hin viðkvæmu orð, hefur
fréttastofa sama miðils notað þau
eftir þörfum án þess svo mikið sem
að hiksta.. .
E tt íslenskt heimsmet, sem
lítið hefur verið hampað, er sú stað-
reynd að hér á landi er læknahlut-
fall á íbúa það hæsta í heimi. Við
höfum 230 starfandi lækna fyrir
hverja 100 þúsund íbúa, en sam-
bærileg tala er 128 í Japan, 154 í
Bretlandi, 192 í Bandaríkjunum
og 213 í Svíþjóð. Þrátt fyrir þetta
hafa mörg dreifbýlissvæði á íslandi
iðulega verið með ótrygga læknis-
þjónustu. Það stendur þó vonandi til
bóta, því fjöldi útskrifaðra lækna út
yfirstandandi áratug er að öllum lík-
indum fjórum sinnum meiri en þörf
krefur miðað við óbreyttar aðstæð-
ur...
ESitthvað virðast framsókn-
armenn eiga í vandræðum með að
ákveða hvaða not þeir ætli að hafa
af Tímanum eftir að hafa lagt allt í
sölurnar til þess að endurreisa hann
úr rústum NT. Þeir völdu Níels
Árna Lund, æskulýðsfrömuð, til
þess að stjórna endurlífguninni en
hann var ekki fyrr sestur í ritstjóra-
stólinn en kosningaskjálftinn heltók
hann. Það hefur því lítið farið fyrir
ritstjórn hjá Níelsi og blaðamenn
því verið sem höfuðlaus her og ekki
vitað til hvers var ætlast af þeim
af eigendum blaðsins, Framsóknar-
flokknum. Þó hafa nokkur skilaboð
komist inn á ritstjórnina. Fyrstur
kom Eysteinn Sigurðsson, sem
rýmt hafði sæti blaðafulltrúa Sam-
bandsins fyrir Helga Péturssyni
fyrrv. ritstjóra NT. Eysteinn hefur
eitt takmarkaðasta hlutverk í ís-
lenskum blaðaheimi en það felst í
að skrifa einungis um SÍS og kaup-
félögin. Nú nýlega komu önnur
skilaboð frá flokknum inná ritstjórn
Tímans. Þau eru á þá lund að þing-
fréttaritari blaðsins næsta vetur
verði ráðinn og launaður af Fram-
sóknarflokknum. Á sama tíma og
SÍS og flokkur þess hefur verið að
koma sínum mönnum að á ritstjórn-
inni hefur blaðamönnum fækkað og
í sumar báru 2—3 blaðamenn hit-
ann og þungann af fréttaskrifum
blaðsins og þurftu oft á tíðum að
skrifa í innblaðið líka. Engin bót
virðist ætla að verða á þessu og því
eru flestir blaðamannanna farnir að
hugsa sér til hreyfings. Reyndar aug-
lýsti Tíminn eftir blaðamönnum um
daginn en hann hyggst ekki nota þá
á ritstjórninni heldur í komandi
kosningabaráttu úti á landi. Nú hef-
ur fréttastjóri Tímans, Guðmundur
Hermannsson, sagt upp störfum og
við það mun sjálfsagt enn draga úr
metnaði Tímans í fréttaskrifum. En
þó virkir fréttaskrifendur á Tíman-
um séu ekki nema 2—3 þá eru á rit-
stjórninni 14 manns, eða jafnmargir
og á Degi. Sumar þessar stöður eru
leifar frá því að Tíminn var stærra
blað en flestar eru til að þjóna
flokknum og SÍS.. .
iLiandsþing SÍS stendur yfir
þessa dagana, eða 10,—12. septemb-
er. í dag (fimmtudag) mun Magnús
Ólafsson fyrrum ritstjóri NT sál-
uga, flytja þar ræðu um mannlíf á
tækniöld. Magnús moðar þar úr
ýmsum fróðlegum upplýsingum um
íslenskt þjóðfélag framtíðarinnar,
sem komið hafa fram í starfi Fram-
tíðarnefndarinnar svokölluðu, en
hann er einmitt starfsmaður nefnd-
arinnar. Sem dæmi um þessa fram-
tíðarsýn má nefna þá spá, að fjöldi
þeirra Islendinga sem smitast hafi af
AIDS í árslok 1988 verði tólf þús-
und. Og búast má við því, að fram
til ársins 1995 hafi 1200 íslendingar
látist af þessum sjúkdómi...
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn miðviku-
daginn 17. september kl. 20.30 að Síðumúla
35, uppi.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ öðlast HUGREKKI og meira
SJÁLFSTRAUST.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfær-
ingarkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu
komin undir því, hvernig þér tekst að umgang-
ast aðra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima ,og á
vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíða.
Fjárfesting í menntun
gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma: 82411
0
STJÓRIUUIMARSKÓLIIMIM
c/o Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin"
EINANGRUÐ HITAVEITURÖR
KAPPKOSTUM AÐ EIGA ÁVALLT A
LAGER ALLT EFNI í HITAVEITU-
LAGNIR - MARGRA ÁRA REYNSLA
TRYGGIR GÆÐIN - SENDUM UM
ALLT LAND.
-45
SET HF.
EYRAVEGI 43
P.O. BOX 83
800 SELFOSS
SÍMI 99-2099,-1399
Að afmælisdryHhurínn er með
10% hreinum
appelsínusafa.
9 9 . ...