Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 22

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 22
 H Gunnar Gunnarsson mat- sveinn í nú nær auðum salarkynnum Hróks og gosa. ,,Partýin hér voru alls ekkert skipulögð fyrirfram. Stundum vorum við hér örfá, stundum vorum við vissulega ansi mörg". HP RÆÐIR VIÐ GUNNAR GUNNARSSON MATSVEIN, SEM STÓÐ FYRIR PARTÝSTAÐNUM/NÆTURKLÚBBNUM HRÓKUR OG GOSI AÐ KLEPPSMÝRARVEGI ,,Petta var einseinfalt ogþadgat verid. Hér á Kleppsmýrarveginn komu mínir vinir og kunningjar, fólk kom hér meö sitt eigiö vín eöa átti og svo aörar veitingar eftir þörfum. Hér hittumst viö fyrir eöa eftir ball, allt eftir því hvernig á stóö. Við tókum íspil, spiluðum gjarnan bridds eöa tefldum og hlustuöum á másík og fengum okkur I glas. En svo fór aö koma fullt afóviökomandi fólki og DV komst í spiliö." Það er Gunnar Gunnarsson, matsveinn, sem hefur orðið. Gunnar leigir húsnæði að Kleppsmýrarvegi 8 og nefndi „lókalið" Hrók og gosa. Húsnæði þetta varð á svip- stundu landsfrægt þegar DV hóf fréttaflutn- ing í síðustu viku um að þar væri starfræktur næturklúbbur í 120 fermetra sal. Enn fremur var frá því sagt að lögreglan væri með við- búnað og hefði tekið gesti til yfirheyrslu. Gunnar neitar því hins vegar alfarið að Hrók- ur og gosi hafi verið næturklúbbur. „Þarna var alls ekki selt vín, fólk kom með sínar eigin veitingar. Lögreglan kom hingað og ég hafði ekkert við það að athuga, hún yfirheyrði mig og tók hér myndir, en það kom ekkert athugavert fram hjá henni. Það er hins vegar til fólk sem hvenær sem er er tilbúið til að rakka allt niður. Partýin hér voru alls ekkert skipulögð fyrirfram." Partý segir þú. Þetta hafa veriö ansi fjöl- menn partý? „Það var allur gangur á því, stundum vor- um við hér örfá, stundum vorum við vissu- lega ansi rnörg." Þú neitar því aö hafa haft afþessu tekjur? „Ég hafði engar tekjur af þessu. Gestir mínir tóku þátt í sameiginlegum kostnaði og keyptu klúbbskírteini." Var ekki selt inn? „Nei, aldeilis ekki, þetta varð aldrei form- legur klúbbrekstur, ég var þarna til heimilis og bauð til mín gestum." Var eitthvert launaö starfsfólk þér innan handar? „Nei, síður en svo, ég sá um þetta einn." Þaö er fullyrt aö þarna hafi veriö stundað fjárhœttuspil. Neitar þú því? „Já, ég neita því, ég veit ekki til þess að minnsta kosti, maður veit slíkt reyndar aldrei fyrir víst, ég var ekki með nefið niðri í öllu sem gestirnir voru að gera. En svo er það nú líka teygjanlegt hvað skilgreint er sem fjár- hættuspil og það hefur enginn getað útskýrt það fyrir mér svo óyggjandi sé, öðruvísi en að fjárhættuspil má ekki vera lifibrauð manna." ÍDV var minnst á vœndi og í vor var tals- vert rœtt um aö Pan-hópurinn vœri staönum tengdur og um mögulegt vœndi t því sam- bandi. „Hér hefur aldrei neitt viðgengist sem á nokkurn hátt á skylt við vændi. Þú getur leiðrétt það hér með, ég frábið mig með öllu að vera bendlaður við slíkt. Um þetta getur fjöldi fólks vitnað. Það hafa verið búnar til alls kyns sögur um vínsölu, vændi og ólæti, sem síðan leiddi til þess að fólk fór að hópast hingað óboðið. Það ímyndaði sér eitthvað sem ekki var. Ég fór út í þetta með það í huga að athuga grundvöllinn fyrir víðari félags- starfsemi á þessum saklausu nótum, þar sem fólk gæti komið saman í friði og ró.“ Var lögreglan aögangshörö? „Hún var alls ekki með hótanir, eða neitt svoleiðis. Það fór allt saman friðsamlega fram hvað hana snertir. En í og með varð maður að hætta að bjóða fólki hingað vegna þess að mitt vinafólk gat hvenær sem er ver- ið tekið til yfirheyrslu. Og svo fór allt þetta portfólk að koma og þá var í sjálfu sér ágætt að hafa lögregluna nálægt." Þú ert þá hœttur aö standa í þessu? „Já, vegna þess að þetta var farið að verða ómögulegt í framkvæmd. Og það stóð reynd- ar aldrei til að þetta yrði framtíðarvettvang- ur og auðvitað átti ég von á því að þurfa að flytja. En það er satt sem hefur komið fram, að það stóð til að hefja hér tilraunaeldhús. Ég er matsveinn og hingað komu margir af koll- egum mínum sem ræddu þessa hugmynd. En af framkvæmd varð hins vegar aldrei. Þetta var hugsjónamennska, sem síðan end- aði á þennan hátt. Ég þurfti að vísa æ fleira óviðkomandi fólki frá, fólki sem kannski hef- ur orðið afbrýðisamt og hlaupið í DV, kannski til að fá greitt fyrir fréttaskotið með tilheyrandi söguburði." Var þetta þá allt svona sáraeinfalt? Frétt- irnar tilhœfulausar? „Já. Þetta var ósköp léleg og óþörf frétta- mennska. Hérna fór allt fram á löglegan hátt og í friði og ró, þar til portfólkið tók að koma í straumum." Hvaö sögöu þtnir gestir, veröur þú var viö að fólk sé ekki búiö aö fá nóg þegar skemmtistaðirnir loka og að þörf sé á e.k. nœturklúbbi? „Já, það er greinilegt, alveg augljóst. Ætli það hafi ekki komið ágætlega fram einmitt í DV núna á mánudaginn, þar sem birt var mynd úr miðbænum af miklum sóðaskap eft- ir ölvun og læti þar. Fólk sem gjarnan vill skemmta sér áfram hefur í ekkert hús að venda. Það bitnar á miðbænum og lögreglu- klefarnir fyllast. Mínir gestir nefndu það fjöl- margir við mig að sniðugt væri og nauðsyn- legt að næturklúbbar væru starfandi." Burtséö frá Hróki og gosa. Veist þú um ein- hverja dulbúna eöa ódulbúna nœturklúbba? „Ég skal ekki segja. En það eru til staðir þar sem fólk kemur saman fyrir og eftir ball og drekkur saman vín sem það á, staðir sem ekki eru beinlínis heimahús né kannski held- ur s.k. næturklúbbar. Það er til dæmis einn slíkur staður til í námunda við lögreglustöð- ina á Hverfisgötunni." Hefur þú hugsaö þér einhverja slíka félags- starfsemi í framtíðinni? „Mönnum er auðvitað frjálst að stofna fé- lög, en þessu er lokið hjá mér hérna á Kleppsmýrarvegi. Ég sný mér að öðru í bili, en það er aldrei að vita hvað maður gerir ein- hvern tíma seinna. Ég er kokhraustur og enn þá bara þrítugur. Það er kannski til marks um fréttaflutninginn í DV að þar var því hald- ið blákalt fram að ég væri á förum utan, sem er þvæla, eins og aðrar sögur sem hafa verið spunnar upp í kringum þetta." leftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smartl 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.