Helgarpósturinn - 11.09.1986, Síða 33
Væringar á Kjarvalsstöðum
merkilegur dagur og einhverjar
hljómsveitirnar sem fram koma
munu spila lög eftir tólfta og nokkur
skólaljóð að auki.“
Segdu mér nánar af hljómsveit-
unum, Spermi.
„Fyrst ber að telja hina frækilegu
Stuömenn. Byggðastefnunni sem
þeir hafa haldið á lofti í sumar verð-
ur slúttað í Höllinni þar sem þeir
koma í síðasta skipti fram opinber-
lega á þessu ári og verða með ýmis
brögð í tafli og á sviði. Svo fara þeir
í plötuupptöku, enda bíður Evrópa
eftir því í ofvæni að heyra í hinum
miklu bingdárum Strax. Þeir eru að
fara að koma fram í þýska sjónvarp-
inu og á tónleikum þar í landi líka og
ýmislegt fleira. Stundaskrá Stuð-
manna gerir þeim kleift að spila
meira á íslandi í ár, enda er þetta
líka orðið gott. Skridjöklarnir mæta
síðan frá Akureyri í aðra opinbera
heimsókn sína til Reykjavíkur og
þeir hafa líka sem kunnugt er haldið
miklu fjöreggi á lofti milli sín og
vinsældalista þessa lands. Sykur-
molarnir sem hafa fengið styrk frá
innflytjendum Dan-sukkermolanna
spila eldhresst rokk og kynótt. Þeir
eru alltaf með ný lög, meira að segja
diskólög og taka líka lög eftir þekkta
íslenska tónlistarmenn eins og Stuð-
menn, Skriðjöklana og Leoncie.
Sykurmolarnir eru líka að fara að
taka upp hljómplötu, meira að segja
tvær, eina litla og eina mini-LR En
auk þess koma Sniglarnir með
mótorhjólin og spila."
— En hverjir eru þessir rasskynn-
ar?
„Rasskynnarnir eru ennþá svolítið
á hinni frægu Huldu,“ sagði Spermi
og sötraði kaffið, „og það er eigin-
lega ekki hægt að gefa nánari upp-
lýsingar um þá.“
Tónleikarnir Fjöregg í Höllinni
hefjast kl. 21 ogstanda tilkl. 1. Miða-
verð er aðeins 500 krónur og HP er
sammála Spermi um að það sé nú
ekki mikið. Og Spermi hvetur alla til
að rifja upp skólaljóðin en kasta öðr-
um skólabókum frá sér í bili, breyt-
ast í fjörmenni í eina kvöldstund eða
svo, áður en Vetur konungur gengur
í garð. Verðum við þá ekki að gera
það? „Jú, endilega" voru lokaorð
blaðafulltrúans.
Mrún
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum, hefur Gunnar Kvaran, list-
frœðingur og safnvörður Ásmund-
arsafns, nú með höndum starf list-
ráðunauts á Kjarvalsstöðum. Ein-
ungis er um tímabundið fyrirkomu-
lag að rœða og hefur það orðið til
þess að kynda undir umrœðu um að
Þóra Kristjánsdóttir, forveri hans í
starfinu, hafi rokið burt í fússi eða
verið bolað burt. Þess háttar fullyrð-
ingar eiga ekki við rök að styðjast,
en hins vegar má gera ráð fyrir því
að til tíðinda dragi í stjórnunarmál-
um Kjarvalsstaöa með haustinu.
í sumar gekk í gildi breyting á
stjórnun allra menningarmála í
Reykjavíkurborg. Þau mál heyra nú
undir sérstaka menningarmála-
nefnd, sem Hulda Valtýsdóttir stýrir.
Þessi nýbreytni hefur það m.a. í för
með sér, að stjórn Kjarvalsstaða hef-
ur verið lögð niður í sinni fyrri
mynd, en Einar Hákonarson mynd-
listarmaður var formaður hennar
þar til í lok kjörtímabilsins við borg-
arstjórnarkosningarnar í vor. Full-
trúar í hinni nýstofnuðu nefnd eru
að sjálfsögðu allir tilnefndir af
stjórnmálaflokkunum. Þetta eru
fimm konur, þær Kristín Á. Ólafs-
dóttir, Ingibjörg Rafnar, Elín Pálma-
dóttir og Ragnheiður Björk Guð-
mundsdóttir, auk Huldu Valtýsdótt-
ur.
Tvö störf gerð aö einu?
Um leið og kjörtímabil stjórnar
Kjarvalsstaða rann út í vor, var einn-
ig útrunninn ráðningartími listráðu-
nautsins, Þóru Kristjánsdóttur. Það
var því ekkert óeðlilegt við að hún
skyldi láta af störfum, þó svo Þóra
hafi lengi átt í einhverjum útistöð-
um við forstöðumann Kjarvals-
staða, Alfreð Guðmundsson. Við-
mælendur Helgarpóstsins voru allir
á einu máli um að það hefði gefið
slæma raun að hafa tvo yfirmenn
við stofnun af þessari stærð. Enda
gerir nýleg samþykkt um Kjarvals-
staði ráð fyrir því að starf forstöðu-
manns og listráðunauts verði sam-
einað í eina stöðu í framtíðinni. Var
þetta samþykkt í stjórn safnsins í tíð
Einars Hákonarsonar, en fram-
kvæmd á þessu eina atriði var hins
vegar frestað um óákveðinn tíma
þegar nýju reglurnar tóku gildi.
Alfreð Guðmundsson hefur starf-
að mestan hluta ævinnar hjá stofn-
unum á vegum borgarinnar og
hann nær 70 ára aldri eftir tvö ár.
Það er því ljóst að 95-ára reglan svo-
kallaða gerir það að verkum að
hann gæti hætt störfum hvenær
sem er á fullum eftiriaunum. Slík
ákvörðun hefur þó ekki verið til-
kynnt.
Helgarpósturinn hafði samband
við Huldu Valtýsdóttur, formann
menningarmálanefndarinnar, og
spurðist frétta um það hvort staða
listráðunauts við Kjarvalsstaði yrði
bráðlega auglýst til umsóknar. Sagði
Hulda að málið væri í biðstöðu, því
verið væri að „skoða aðra mögu-
leika", eins og hún komst að orði.
Óánœgja með nefndina
Ljóst er, að menn eru mjög mis-
hrifnir af hinu nýja fyrirkomulagi
við stjórnun Kjarvalsstaða, þ.e.a.s.
menningarmálanefndinni. Einn
þeirra, sem eru ágætlega sáttir við
þessa nýbreytni, er Einar Hákonar-
son. Sagði hann í viðtali við HP að
hann væri hlynntur breytingunni,
m.a. sökum þess að við hana hlyti
sjálfstæði hverrar stofnunar innan
borgarinnar að aukast. Taldi Einar
það óréttmæta gagnrýni að segja
listalíf í borginni nú lúta flokkspóli-
tískri stjórn og aö það væri engin
trygging fyrir ópólitískum vinnu-
brögðum að færa völdin í hendur
listamanna sjálfra. „Listamenn eru
sjálfir þrælpólitískir," voru orð Ein-
ars Hákonarsonar.
Meðal ýmissa annarra eru hins
vegar uppi megnar óánægjuraddir
með hið nýja fyrirkomulag. Telja
menn í þessum hópi það afar baga-
legt að fólki innan stjórnmálaflokk-
anna skuli fengin yfirumsjón með
starfseminni á Kjarvalsstöðum.
Einn þessara listamanna sagði í við-
tali við HP, að þó svo að flokkarnir
reyndu að skipa fulltrúa með áhuga
á listalífi í menningarmálanefndina
yrðu þeir samt fyrst og fremst tals-
menn sinna flokka á þeim vett-
vangi. Og viðmælandi okkar hélt
áfram: „Þetta er tilraun til að mið-
stýra listalífinu í borginni og þeir
sem völdin fá í hendur, eru flokks-
bundnir aðilar. Hinn almenni borg-
arbúi er hins vegar yfirleitt alls ekki
innritaður í stjórnmálaflokk og því
eru þessir nefndarmenn hreint eng-
ir fulltrúar fólksins í borginni."
Það er greinileg óánægja ríkjandi
meðal fjölda listamanna yfir því að
þeir skuli ekki sjálfir hafa meira um
starfsemina á Kjarvalsstöðum að
segja. Bandalag íslenskra lista-
manna fær að vísu að tilnefna tvo
áheyrnarfulltrúa í menningarmála-
nefndina, en þeir hafa ekki atkvæð-
isrétt í málefnum sem varða fjármál
eða stjórnsýslu. Vildu margir lista-
menn sjá þá breytingu á rekstri Kjar-
valsstaða að stjórnun væri sett í
hendur listfræðinga og listamanna,
sem hefðu þessi völd einungis í fá-
ein ár hver til þess að koma í veg
fyrir stöðnun og ýta undir fjöl-
breytni og frumkvæði.
Sýningaraðstaöan ókeypis
Síðasta stjórn Kjarvalsstaða sam-
þykkti undir lok kjörtímabils síns,
að listamenn skyldu fá sýningarað-
stöðu í húsinu endurgjaldslaust í
framtíðinni og að einungis skyldi
seldur aðgangseyrir inn í húsið, en
ekki á hverja sýningu fyrir sig eins
og nú er. Samkvæmt núverandi
fyrirkomulagi taka listamennirnir
salina á leigu og bera sjálfir allan
kostnað af sýningu, svo sem útsend-
ingu boðskorta og annað slíkt. Þetta
kostar auðvitað drjúgan skilding, en
á móti kemur að listamennirnir
halda sjálfir eftir öllum aðgangseyri,
sem inn kemur. Það eru því hags-
munir hinna yngri og óþekktari,
sem ekki eru ennþá „pottþétt sölu-
vara“, að fyrirkomulaginu verði
breytt samkvæmt samþykkt stjórn-
arinnar frá í vor. Breytingin virðist
hins vegar ekki líkleg til þess að
komast í framkvæmd á næstunni.
Fyrst þarf að samþykkja hana í
borgarkerfinu, en þar hefur tillagan
ekki verið tekin til afgreiðslu og því
er erfitt að geta sér til um væntanleg
afdrif hennar.
Til tíðinda gæti dregið varðandi
yfirstjórn Kjarvalsstaða á næstunni.
Það kemur væntanlega í ljós þegar,
eða ef, staða listráðunauts verður
auglýst í haust. Ef nýkjörin borgar-
stjórn tekur sig síðan til og fram-
kvæmir samþykkt stjórnar stofnun-
arinnar varðandi salaieigu og inn-
gangseyri, verður vissulega um
töluverðar breytingar að ræða á
safninu við Miklatún. Það hnikar þó
ekki til þeirri staðreynd, að stjórn-
endur Kjarvalsstaða eru flokkspóli-
tiskir fulltrúar, sem mikill fjöldi lista-
manna er óánægður með. Ekki
virðist hins vegar nokkur von til
þess að á því fyrirkomulagi verði
breyting með óbreyttum borgar-
stjórnarmeirihluta.
MánaÖarkort í aerobik kostar kr. 1.840.
Dæmi:
Jazz-modern-ballet 3 sinnum í viku
Jazz-modern 3 sinnum í viku
Jazz-ballet 3 sinnum í viku
Jazz 2 sinnum í viku
3ja mánaða
námskeiÖin kosta:
2 sinnum í viku kr. 5.500.-
3 sinnum í viku kr. 7.000.-
Stúdíókort kr. 8.000.-
EINNIG HÁDEGIS-
TÍMAR íAEROBIK AÐ
OKKAR HÆTTI
ími til að þú..
Haustnámskeiðin okkar hefjast
15. september nk.
Innritun hefst 8. sept.frá kl.
11—18 i sima 68 7801 og
687701. -
Er ekki komin
farir aÖ hugsa þér til
hreyfings?
Mi.....
VIÐ KENNUM:
JAZZ-MODERN-BALLET OG AEROBIK
Shiriene Alicia Blake
Sigtúni 9, s: 687701-687801 .
HELGARPÓSTURINN 33