Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 34

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 34
Fiðlu- og píanóleikur á Austfjörðum Guðný og Catherine. „Við ætlum að nota tækifærið áður en vetrarverkin hefjast," sagði Guð- ný Gudmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í samtali við HP en hún leggur ásamt Catherine Williams píanóleikara upp í tónleikaför um Austfirði á fimmtudag. Þar halda þær 5 tónleika en ferðinni lýkur með tónleikum í Norræna húsinu þriðjudaginn 16. september. „Okkur líkar svo ljómandi vei að starfa saman," hélt Guðný áfram. „Við fórum í tónleikaferð til Vest- fjarða í vor og komum líklega fram á kammertónleikum síðar í vetur." Guðnýju er óþarfi að kynna en Catherine sem fluttist til íslands árið 1985 er óperuþjálfari við Söngskól- ann og íslensku óperuna. Efnisskrá hljómleikaferðarinnar er þessi: Sónata í C- dúr eftir Mozart, Nigun eftir Ernest Bloch, Vals- Scherzo eftir Tschaikowski og Introduction et Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saens. Auk þess leikur Guðný tvö einleiksverk fyrir fiðlu, sónötu í g-moll eftir Bach og Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Fyrstu tónleikarnir verða í Egils- búð á Neskaupstað, fimmtudaginn 11. september kl. 21. Þaðan færa stöllurnar sig yfir til Eskifjarðar og halda tónleika í Valhöll kl. 21 á föstudag. Og þær verða í Félags- lundi á Reyðarfirði kl. 17 á laugar- dag, Herðubreið á Seyðisfirði kl. 15 á sunnudag og loks í Egilsstaða- kirkju kl. 21 að kveldi sama dags. Og svo má auðvitað ekki gleyma Reyk- víkingum sem gefst kostur á að hlýða á leik þeirra í Norræna húsinu þriðjudaginn þar á eftir kl. 20.30. Aðgangur verður seldur við inn- ganginn hverju sinni. Mrún KVIKMYNDIR Látlaus, fögur, hrífandi Austurbœjarbíó: Purpuraliturinn (The Color Purple). ★★★ Bandartsk, árgerd 1985. Leikstjóri og framleibandi: Steven Spielberg. Handrit: Menno Meyje eftir samnefndri Pulitzer-verblaunaskáldsögu Alice Walker. Kvikmyndataka: Allan Daviau. Tónlist: Quincy Jones. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg, Margaret Avery, Danny Glover, Akosua Busia, Oprah Winfrey o. fl. Hrífandi saga, heillandi mynd. Fyrsta kvik- myndin sem Steven Spielberg leikstýrir eftir tveggja ára hlé á meðan hann starfaði sem framleiðandi. Sagt er að Pulitzer-verðlauna- skáldsaga Alice Walker hafi snortið hann svo mjög að hann hafi grátið við lesturinn. Og þar kemur kannski skýringin á því hvers vegna tilfinningalegir hápunktar myndar- innar eru svolítið yfirdrifnir. Spielberg hefur ætlað að veita áhorfendum sömu útrás. En öllu má nú ofgera. Yfirleitt eru 1—2 grátperí- óður í bandarískum kvikmyndum af alvar- legri gerðinni en Spielberg hefur þær a.m.k. 4—5. Þess ber þó að geta að myndin er rúm- lega hálftíma lengri en gengur og gerist. En að auki er myndin á köflum svolítið lang- dregin, hún hefði síður en svo verið verri ef hún hefði verið skorin svolítið niður, en ég skil ósköp vel þá ást sem Spielberg hefur á þessari sögu. . . Að öðru leyti er myndin mjög góð, kvik- myndatakan frábær, sömuleiðis klippingin, tónlist Quincy Jones og leikur, þar sem Whoopi Goldberg rís hæst, að öðrum ólöst- uðum, en langflestir leikaranna höfðu enga reynslu í kvikmyndaleik, þegar þeir voru ráðnir til þessa. Kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau (hans er ekki getið í prógramm- inul), sem m.a. vann með Spielberg að E.T., valdi þann kost að hafa bakgrunn allan í dekkra lagi og fatnað leikaranna frekar lit- lausan, öfugt við það sem oftast hefur verið gert þegar leikarahópur samanstendur nær eingöngu af svörtum. Með þessu móti gat hann betur notfært sér þann gulina glampa sem ljós bregður á blakkt andlit. Og þetta verður svo skínandi fagurt og mjúkt. Kvik- myndatakan er í heild látlaus, tæknibrellur svo til engar, aðeins svolítill reykur. Óvenju- legt þegar Spielberg sem hefur svo gaman af tæknibrellum á í hlut. En hann lýsti því líka yfir að Purpuraliturinn væri mesta ögrun starfsferils síns. Spielberg er sögunni trúr og þótt hin kúg- aða svertingjakona Celie sé miðpunktur myndarinnar, fjallar hún líka um a.m.k. 7 aðrar persónur. Og segir eins og bókin ekki bara frá lífi svartra Bandaríkjamanna á fyrri hluta þessarar aldar heldur fjallar hún líka í víðari skilningi um kvennakúgun, rangs- leitni hvítra í garð svartra, annan ójöfnuð og um réttlætið sem sigrar að lokum. Það er erfitt að afgreiða þessa mynd í stuttu máli, boðskapur hennar á erindi til allra, sama á hvaða aldri þeir eru. Og hún átti svo sannarlega skilið einhverja af þeim 11 út- nefningum sem hún fékk til Óskarsverð- launa. Óskiljanlegt, því oft hafa verri myndir hreppt þau verðlaun, sem auðvitað eru eftir- sóknarverð, þótt verðlaunaveitingin hafi oft verið umdeild. En svörtum hefur löngum reynst erfitt að hreppa Óskarinn og auðvitað hafa kynþáttafordómar þar sitt að segja. . . Mrún Pólitískur áróður? Háskólabíó: Top Gun (Þeir bestu). ★★★ Bandarísk. Árgerd 1986. Framleibendur: Don Simpson, Jerry Bruckheimer. beikstjórn: Tony Scott. Handrit: Jim Cash, Jack Epps, jr. Tónlist: Harold Faltermeyer. Abalhlutverk: Tom Cruise, Kelly McGillis, Val Kilmer, Anthony Edwards, Tom Skerrit o.fl. I flotastöð Bandaríkjahers í Mirimar í Kali- forníu var 1969 stofnsettur skóli, sem annast skyldi sérþjálfun efnilegustu orrustuflug- manna hersins. Kvikmyndin Top Gun fjallar um nokkra einstaklinga, nemendur og kenn- ara þessarar æruverðugu stofnunar. Það sem þessi mynd hefur framyfir aðrar áróðurskvikmyndir sömu tegundar, sem í of- gnótt hafa fylgt í kölfar aukinnar hernaðar- umsvifa Pentagons á liðnum árum, er hversu blátt áfram og manneskjuleg hún er; þrátt fyrir hið öllu gruggugra eiginlega innra eðli hennar. En slíkt er auðvitað eðli allra vel unninna áróðurskvikmynda: Þeim er m.ö.o. ekki einvörðungu ætlað að koma vissum upplýsingum um viðkomandi málefni til skila til áhorfenda, heldur umfram allt að hvetja þá til að taka „rétta" afstöðu í málinu. Vænlegust þeirra leiða, sem áróðursmeistur- um samtímans stendur til boða, er þeir vilja hafa áhrif á skoðanamyndun meðal áhorf- enda, er að notast við tilfinningar og hughrif, sem liggja utan vib þab svib, sem fólk undir venjulegum kringumstœbum álítur tengjast stjórnmálum, eba pólitískri afstöbu. Það er m.ö.o. tilfinningalíf okkar, sem er meginvett- vangur þeirra er lengst hafa náð á sviði póli- tískrar áróðursmyndagerðar. Sannleikurinn er einfaldlega sá að þegar áróðursmeisturun- um hefur tekist að hleypa tilfinningum okkar áhorfenda að meira eða minna leyti í upp- nám, þá erum við mun móttækilegri fyrir hverskyns áróðri, sem rökhyggja okkar hefði undir venjulegum kringumstæðum tekið til nánari athugunar, áður en afstaða væri tekin í málinu. Á þennan hátt hræra hugvitsam- lega gerðar áróðurskvikmyndir fyrst dug- lega upp í tilfinningalífi okkar, áður en hugs- unum okkar og hughrifum er beint á braut nánar tiltekinnar og fyrirfram ákveðinnar pólitískrar afstöðutöku. Top Gun er á margan hátt dásamleg kvik- mynd, og einkum fyrir þá sök, að hún getur skoðast sem skólabókardæmi um það, hvernig staðið skuli að gerð áhrifaríkrar eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur og Ólaf Angantýsson áróðurskvikmyndar fyrir nánar tiltekinn málstað. Skref fyrir skref er samúð okkar gagnvart höfuðpersónum verksins byggð upp. Hið innsta eðli tilfinningalífs þeirra opinberast okkur í allri sinni nekt, í gleði og sorg. Jafnvel hinum 30 milljón dollara morð- tólum þeirra er lýst af slíkri alúð og angur- værð, að áhorfendur komast enganveginn hjá því að finna til samhygðar með þeim og þ.a.l. taka þá í sátt. Ivan Ivanovich, hinum allegóríska staðgengli heimskommúnism- ans er á hinn bóginn lýst sem ópersónulegu vélmenni, sem ógerlegt er að komast í nán- ara tilfinningalegt samband við. Og þrátt fyr- ir að hann aki um háloftin í nákvæmlega samskonar milljón-rúblna lúxuskerru og „strákarnir okkar", þá hlýtur hann óneitan- lega að vera réttdræpur hvar sem svo til hans næst. . . af þeirri einföldu ástæðu, að tilvera hans einber er bein ögrun við það lífsmunst- ur, eða þann lífsstíl, er myndin gerir sér öðru fremur far um að dásama. Ó.A. Rannsóknar- blaðamaður svona samanburður er kannski út í hött, því hér fjúka stjórnmálamenn ekki, hér eru þeir heldur trauðla neyddir til að segja af sér þótt þeir bendi á einhver skandalmál og hér eru blaðamenn varla drepnir þótt þeir krukki svolítið í kerfið. En Bretar eru öðruvísi, þeir eru svo ósköp sómakærir... Myndin er önnur kvikmynd David Drurys í fullri lengd og hann er efnilegur. David Puttnam, framkvæmdastjórinn, hefur sjálf- sagt hrósað happi yfir að hafa komið auga á hann. Leikur er góður og kvikmyndatakan ágæt. Skotin í myrkrinu eru falleg og takan ýtir eins og áður sagði oft undir spennuna með því að oft er t.d. tekið á háls og hnakka rannsóknarblaðamannsins og þá býst áhorf- andinn jafnvel við að einhver óvæntur birtist með hníf og sálgi honum... Þeir sem séð hafa um prógrammið fyrir þessa mynd hafa gleymt að geta þess þar hver kvikmyndatökumaðurinn sé. Háskóla- bíó/Regnboginn eru að vísu ekki ein um slíka gleymsku, en þetta er alltof algengt og auð- vitað gróf móðgun í garð þeirrar listgreinar sem kvikmyndatakan er. — Höfundar hand- rits, tónlistar og framleiðendur fá heldur ekki inni. Það þarf varla mikið átak til að bæta úr þessu. Mrún. ógnar krúnunni Regnboginn: Til varnar krúnunni (Defence of the Realm). ★★★ Bresk, árgerb 1986. Framleibendur: Robin Douet og Lynda Myles. Leikstjórn: David Drury. Handrit: Martin Stellman. Framkvœmdastjóri: David Puttnam. Abalhlutverk: Gabriel Byrne, Greta Scacchi, Denhom Elliot, Ian Bannen o.fl. Hörkuþriller. Annars vegar rannsóknar- blaðamaðurinn sem uppgötvar að hann hef- ur verið notaður í fréttaskrifum sínum til að breiða yfir sannleikann og reynir eftir að koll- egi hans hefur verið drepinn að komast að hinu sanna í málinu. Hins vegar svipbrigða- lausir, kaldrifjaðir, kurteisir breskir ráðu- neytismenn og blaðakóngar. Spennandi, en spennan er af billegu tegundinni, áhorfand- inn skilur ekki fyrr en á lokamínútunum hvað um er að vera en veit allan tímann með hjálp tilvísana og kvikmyndatökunnar að rannsóknarblaðamaðurinn hlýtur að fá svip- aða meðferð og kolleginn, veit að eitthvað hræðilegt á eftir að gerast. Tónlistin er líka mikill spennuvaldur, það er í það minnsta langt síðan ég hef haldið fyrir eyrun í bíó og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum... Það væri úr takt við myndina ef ég færi að rekja söguþráðinn en rannsóknarblaðamað- urinn kemst að óvæntum hlutum. Plottið í myndinni er þó helsti þunnt, einhvern veg- inn hefur maður á tilfinningunni að svona skandall þætti ekki mikið tiltökumál á ís- landi og vegna almannaheillar hefðu ófarir lítilmagnans ekki vakið verulega samúð. En Arnoldsk langloka Bíóhöllin: Raw Deal (Svikamyllan). ★ Bandarísk. Árgerb 1986. Framleibandi: Martha Schumacher. Leikstjórn: John Irvin. Handrit: Gary DeVore, Norman Wexler. Kvikmyndun: Alex Thomson. Abalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Kathryn Harrold, Sam Wanamaker, Paul Shenar, Robert Davi, Ed Lauter o.fl. Það er á takmörkunum að það taki því að eyða orðum á þessa nýju langloku þeirra Irvins og Schwarzeneggers. Þema myndar- innar er það sama og allra annarra sömu teg- undar: Kerfið abbast uppá Arnold; Arnold blöskrar og þykir nóg um; Arnold brettir upp ermarnar og gerir stórhreingerningu. Kerfiskarlarnir fórna í fyrstu höndum yfir áræði kappans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra blóðbaðinu óumflýjan- lega. Þeir rífa þó undantekningarlaust fullir lotningar og þakklætis í lúkurnar á honum að lokinni flugeldasýningunni og fella gull- vægar replíkur um vanmátt réttarfarskerfis- ins og nauðsyn þess, að áræðnir og dugandi einstaklingar taki lögin í eigin hendur, þá er þeim þykir í óefni komið. Raw Deal er óvenju slælega gerð, ef mið er tekið af síðustu stórvirkjum meistara Schwarzeneggers. Stígandi myndarinnar er með slíkum eindæmum hæg og seinvirk, að hún verður jafnvel langdregin á köflum. í ofanálag er síðan leikur kappans í slakari kantinum, enda handritið í flestu tilliti svo hroðvirknislega unnið, að það gefur honum í raun aldrei tilefni til að ná sér almennilega á strik. O.A. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.