Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 37
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR,
25 ÁRA HÁSKÓLANEMI:
„Ég held að karlar tali mjög mikið um konur.
Ef þeir eru margir saman í hóp gerast þeir oft
mjög ruddalegir og hlæja á kostnað kvenna.
Ef þeir vilja vera einlægir, tala þeir sín á milli
um ákveðnar konur, og helst bara ef þeir eru
við skál. Ég held að körlum finnist allt í lagi að
ræða um tilfinningar sínar en þær skipta þá
engu höfuðmáli og þess vegna vilja þeir helst
ekki ræða um þær. Þeir eru svo lokaðir. Svo
ræða þeir líka mikið um framtíðarplön sín, og
vilja alltaf vera að koma því að hvað þeir séu
að gera sniðugt, hvað þeir brilleri í vinnunni
o.s.frv. Ég þekki fáa hæverska karlmenn, þeir
vilja þvert á móti alltaf láta Ijós sitt skína. Þeir
þola t.d. ekki, ef þeir koma inn í kvennahóp, að
fá ekki að vera miðpunkturinn í samkvæminu
og að enginn veiti þeim eftirtekt. En annars
hugsa karlar fyrst og fremst um frama sinn en
fjölskyldan, kvennamál og tilfinningar eru í
öðru sæti. Kvennahreyfingin hefur að mínu
mati ekki haft gagnger áhrif á umræðuefni
karla.
Karlar tala mikið um pólitík, svona í kaffi- og
matartímum á vinnustað. Þótt þeim sé nokkuð
sama um þessa hluti, vilja þeir sýnast ábyrgðar-
fullir og ræða um þjóðarhag. Vissir hópar
karla ræða mikið um tæki og vélar og þá verða
þeir alveg eins og litlu strákarnir. Karlar tala al-
mennt mikið um bíla, sérstaklega ef þeir eru
að kaupa sér einn. Þá fer allur vinnustaðurinn
á annan endann, því auðvitað vilja þeir draga
alla inn í umræðuna.
Þeim finnst mataruppskriftir og hægða-
teppa hins vegar tilheyra kvengeiranum. Sum-
ir ræða að vísu um barnauppeldi en margir,
sérstaklega þeir sem eru komnir yfir fertugt,
telja heimilishaldið sig engu skipta, þótt auð-
vitað skipti það þá jafn miklu máli og konur.
En ef þessir ungu taka á einhvern hátt þátt í
umönnun barna sinna og elda mat annað slag-
ið þá þurfa þeir alltaf, oft ómeðvitað, að koma
því á framfæri. Og þá grípa allir andann á lofti
og tala um hvað konan sé heppin að eiga svona
góðan mann.
Karlar tala líka sjaldan saman um sína veiku
punkta eða annað sem kemur til með að skaða
ímynd þeirra út á við. Þó getur verið að ein-
hverjir ámálgi það við besta vin sinn á fylleríi
að þá gruni að konan haldi framhjá.
Karlmenn eru ágætir í hófi, en ef maður um-
gengst þá of mikið verður návist þeirra þrúg-
andi. Þeir vilja alltaf hafa orðið og alltaf vera
sá sterkari, hvort sem það er í hjónabandi eða
vináttu. Svo eru auðvitað til karlmenn sem
láta alla ganga yfir sig. Eldri menn sem viður-
kenna að þeir séu hreinir og beinir karlpungar,
eru oft heiðarlegri en yngri menn sem þykjast
vera svo iíbó en eru það ekki. Þeir eru oft
hræðilega íhaldssamir, kæra sig t.d. ekki um
það að konan sín gangi í stuttu pilsi, þótt aðrar
konur geri það. Konurnar eiga bara að vera
fyrir þá og helst heima við. Auðvitað eru karl-
menn eins misjafnir og þeir eru margir og ég
myndi ekki vilja vera án þeirra. Margir eru
mjög skemmtilegir og það getur oft verið
gagnlegt að tala við þá en oft eru þeir svo upp-
teknir af sjálfum sér og að þeir hafa lítið að
gefa öðrum."
HÖRÐUR ERLINGSSON, 39 ÁRA
FÉLAGSFRÆÐINGUR OG
ATVINNUREKANDI:
„íslenskir karlar trúa vinum sínum fyrir
framtíðaráætlunum sínum og leyndarmálum í
starfi en þeir ræða nánast aldrei saman um til-
finningamál. Ef þeir eiga við vandamál að
stríða í hjónabandi, sér maður fyrr húsið
þeirra standa autt en að þeir ræði þessa hluti.
Þegar ég fór út í nám til Vestur-Þýskalands
fyrir tæpum 20 árum varð ég mjög hissa að
kynnast þar karlmönnum sem ræddu
ódrukknir saman um vanlíðan sína, samskipta-
örðugleika við foreldraog fleiri tilfinningamál.
Þetta voru karlar af 68-kynslóðinni sem höfðu
alist upp á eftirstríðsárunum og voru fyrst á
þessum tímum að gera sér grein fyrir hörm-
ungum nasismans. Höfðu þar af leiðandi mikla
þörf fyrir að tjá sig. Þótt þessir þýsku karlmenn
tali svolítið undir rós er tjáningarmáti þeirra
nokkuð beinskeyttur á meðan íslenskir tjá sig
með því að segja sögur og brandara af þriðja
aðila, líkt og þeir hafi aldrei losnað úr hug-
myndaheimi eða frásagnarmáta íslendinga-
sagna. íslenskir námsmenn gengu líka fyrr
yfir hús og bíla á fylliríum en að ræða um til-
finningaleg vandamál, en flýttu sér svo í partý
til að kyrja ættjarðarlög undir svefninn.
Líttu á þessa karlaklúbba; J.C., Rotary, Frí-
múrararegluna eða hvað þetta nú heitir. í ein-
um klúbbnum láta menn mata sig á upplýsing-
um sérfróðra manna en í öðrum keppa þeir
um hver þeirra tali mest og lengst, eru í eins-
konar þjóðhöfðingjaleik. 1 þessum klúbbum
slappa menn ekki af, allir eru í keppni og þess
vegna eru klúbbarnir bara framhald af stritinu
og samkeppninni í hversdagslífinu. Og svo eru
það þeir sem hittast á veitingahúsi til að borða
saman hádegisverð. Yfirleitt eru það jafnaldr-
ar úr millistétt, bissnissmenn sem eru mjög
ánægðir með sig, segja sögur og brandara og
sá fyndnasti er mátulega klúr. Þeir ræða sko
ekki um tilfinningar sinar en eru svo ánægðir
með sig af því að þeir þekkja ekki annmarka
sína, sem auðvitað er ákveðin heimska. Og
um leið og einhver bendir þeim á að þeir séu
ekki nafli alheimsins og konur gætu jafnvel
verið án þeirra, bregðast þeir við með offorsi
og hræðslu. Það kann að vera skýringin á því
hvers vegna þessir karlar sjá rautt þegar
minnst er á kvennahreyfinguna, því það er
aðallega sú hreyfing sem upplýsir þá um
þeirra eigin vanmátt.
Karlar tala annars um allt og alltof mikið um
það sem þeir hafa takmarkað vit á. Þetta kem-
ur m.a. fram á fundum þar sem bæði kynin
koma saman en þá hafa karlarnir sterka hvöt
til að stíga í pontu áður en einhver kona grípur
orðið. Þessi ræðuþörf karlmanna er brosleg til
lengdar, því oft segja þeir ekkert af viti en kon-
an fer ekki í pontu nematiún hafi eitthvað að
segja. Karlarnir hafa flestir farið á ræðunám-
skeið og þurfa sífellt að sýna fram á fornt for-
ystuhlutverk sitt í þjóðlífinu en konur komast
ekki að, enda kurteisari og kunna síður þessa
ræðutækni.
Ég held að kvennahreyfingin hafi lítið breytt
umræðuefnum karla. Samt er enginn vafi á því
að kvennahreyfingin hefur komið við þá. ís-
lenskir karlmenn eiga lengi eftir að berjast
gegn henni. Allir sem horfast í augu við valda-
missi bregðast við af hörku og dónaskap. Karl-
ar hafa flestir fæðst með drottningu í forgjöf,
eins og sagt er á skákmáli, og hafa engan
áhuga á að missa forréttindi sín. Þegar nýja
kvennahreyfingin spratt hér upp fyrir rúmum
15 árum gerðu karlar góðlátlegt grín að henni
eða reyndu að þegja hana í hel en nú eru þeir
orðnir hræddir og níð og rógburður er eina
andsvarið sem þeim dettur í hug. En sagan
sýnir að þekkingin og fylgifiskur hennar, rétt-
lætið, sigrar alltaf að lokum, þótt það taki tíma.
Og kvennabaráttan er réttlætisbarátta."
GESTUR GUÐMUNDSSON, 34 ÁRA
FÉLAGSFRÆÐINGUR:
„Það er erfitt að alhæfa um trúnaðarmál og
umræðuefni kvenna, þær eru svo ólíkar. Um-
ræðuefni þeirra mótast af stöðu þeirra og nán-
asta umhverfi. Ég held að kvennahreyfingin
hafi haft töluverð áhrif á umræðuefni kvenna
og konur ræða nánast um alla hluti sín á milli.
Samt eiga konur sín tabú; ég ímynda mér að
þær tali t.d. ekki mikið um alkóhólisma eða
kynlífsmál sín, þótt það sé eflaust að breytast.
Hins vegar held ég að konur bregðist frekar^
trúnaði hvor annarrar en karlar því þær hafa
ekki eða hlýða ekki samskonar föstum,
óskráðum reglum og karlar um það hvað mað-
ur segir í trúnaði og hvað ekki og hversu mikið.
Þannig stinga þær oft á óhreinni hátt hver
undan annarri en karlar sem virða forgang og
„eignarrétt" hvers annars þegar þeir reyna við
hitt kynið. Konur sem elska sama manninn
geta oft ekki talað um hlutina fyrr en allt er
komið í hnút. Auðvitað hefur þetta skeytingar-
leysi kvenna gagnvart óskráðum reglum líka
kosti, á sama hátt og virðing karla fyrir þess-
um reglum hefur ókosti í för með sér fyrir þá.
Konur eiga auðveldara með að ræða opin-
skátt um tilfinningar sínar. Þeir karlar sem
vilja ræða slíka hluti við kynbræður sína þykja
enn hálfskrítnir, og ef þessi mál ber á annað
borð á góma hafa karlar tilhneigingu til að
færa umræðuna á eitthvert fræðilegt plan.
Körlum finnst eftirsóknarverðara að ræða um
fótbolta, stjórnmál og þvíumlíkt og mikill
minnihluti þeirra ræðir um barnauppeldi,
heimilishald, hjúkrunar- og aðhlynningar-
störf.
Mér finnst mikið til kvenna koma og ég tel
mig hafa lært mikið af þeim og mér líður vel
samvistum við þær. Þær sýna meiri natni í
mannlegum samskiptum, hafa meira innsæi
og tilfinningar og skynsemi eru ekki eins að-
greind fyrirbæri meðal þeirra og meðal karla.
í öllum körlum býr ákveðinn kvenleiki, á
sama hátt og karlmennska býr í konum, og ég
tel að ef kynin rækta ekki báðar hliðar sínar,
leyfi þau ekki öllum þáttum persónuleikans að
njóta sín. En það er svolítið átak fyrir hvern og
einn að gera slíkt í samfélagi sem miðar að því
að njörva konur og karla niður í stöðluð fyrir-
bæri. Kynin geta lært mikið hvort af öðru.
Konur eiga t.d. auðveldara með að skilja Iög-
mál, jafnvægislist og endurnýjun náttúrunnar,
á meðan hugsun karla snýst um að ná valdi á
umhverfinu og þessi árásargirni þeirra getur
leitt til tortímingar. Þess vegna er nauðsynlegt
að þröngva kvenlegum hugsunarhætti upp á
karla. Kvenréttindakonur mega heldur ekki
alfarið taka upp hugsunarhátt karla, þótt sú
leið sé auðveldust til áhrifa, því þá er ósköp lít-
ið unnið. Þær eiga mun frekar að berjast fyrir
hugarfarsbreytingu, að þær verði metnar á
eigin forsendum."
BALDUR HERMANNSSON, 43 ÁRA
KERFISFRÆÐINGUR:
„Karlar tala óskaplega mikið sín á milli um
metnaðarfull áform sín, hvernig þeir geti látið
innstu þrár sínar í þeim efnum rætast og gefa
hver öðrum holl ráð í því sambandi. Karlmenn
ræða líka í trúnaði um þá hluti kynlífsins sem
yfirborðslegastir eru — mekaníska hluti ástar-
innar og tæknibrellur — og opinskátt og með
miklum hlátrasköllum og flissi um samskipti
við lauslætisdrósir og vændiskonur. Hins
vegar ræða karlmenn aldrei um samskipti sín
við konur sem þeir meta einhvers, en menn
sem lent hafa í skilnaði eru margir gjörsam-
lega niðurbrotnir andlega og vilja oft ræða um
þau mál í trúnaði við vini sína. Þó held ég að
það sé vegna þess að þeir líta á skilnað eins og
hvern annan ósigur, eins og í kappleik, frekar
en að tilfinningalíf þeirra sé svo sært.
Jú, jú, karlmenn ræða um andlega vanlíðan
sína, en einungis í sambandi við ákveðin at-
vik, t.d. ef þeir hafa þurft að standa á sínu máli
gagnvart einhverjum, hafa tapað í skák, misst
vinnuna og þvíumlíkt. Þeir ræða líka um and-
lega vellíðan sína á sömu forsendum. En um
hvorttveggja tjá þeir sig aðeins með því að
gefa í skyn, því þetta er nokkuð sem karlar al-
mennt skilja og þurfa ekki nánari útskýringu
á. Konur hafa yfirleitt betri orðaforða en karl-
ar og orðaforði þeirra lýtur meira að þessum
mannlegu þáttum í tilverunni og þær tjá sig
um vellíðan og vanlíðan sína án þess að skil-
greina sérstök atvik eða kringumstæður. Körl-
um er hins vegar ekki eins lagið að tjá sig, sem
betur fer. Það væri hreinasta viðurstyggð ef
maður þyrfti daginn út og inn að hlusta á fé-
laga sína röfla um það hvernig þeim liði! Mað-
ur er fljótur að forða sér ef maður verður var
við þannig fólk í kringum sig! Yfirleitt erum við
kaldlyndari en konur og tilfinningalíf okkar er
grynnra.
Karlar ræða annars um allt, og miklu meira
en þeir vilja viðurkenna. Þeir eru fullt eins
miklar kjaftatífur og konur, venjulega miklu
meiri. Við erum hins vegar útsmognari, enda
höfum við verið hinn ráðandi aðili í þjóðfélag-
inu og verðum það vonandi áfram um aldir
alda. Við köllum okkar kjaftatarnir fundi. Þeg-
ar við félagarnir sitjum einhvers staðar með
lappirnar uppi á borði og höfum í frammi hið
versta blaður koma oft konur inn og spyrja
með óttablandinni virðingu, sem auðvitað er
uppgerð, hvort þær séu að trufla. Svona myndi
karl aldrei segja við konur í samræðum. Hann
myndi miklu frekar spyrja hress í bragði hvort
þær ætluðu sér að sitja þarna og kjafta í allan
dag. Auðvitað er þetta kvenfyrirlitning, hver
einasti karl sem ég þekki er þrunginn kven-
fyrirlitningu, þótt þeir vilji stundum ekki við-
urkenna það. Öllum er í blóð borið að forsmá
minnimáttar, því miður. Á æðra plani eru sál-
irnar auðvitáð eins, en þær lenda í mismun-
andi gervum, sem kallast karl og kona.
Kvennahreyfingin hefur gjörbreytt konum,
sem nú eru miklu djarfari og duglegri en for-
mæður þeirra, þora að taka á sig ábyrgð og
standa undir henni. Þetta sjá karlar og um-
gangast konur nú af meiri virðingu. Kvenna-
hreyfingin hefur hins vegar engu breytt um tjá-
skipti karla innbyrðis. Allir karlar hafa
ímugust á henni, nema einhverjir mjög veik-
geðja menn og lítilsigldir. Við hinir höfum
megnustu skömm á henni, því við skynjum að
þessu er beitt gegn okkur og er að miklu leyti
stjórnað af öfuguggum í hópi kvenna; lesbíum.
Víst! Og ég fer ekkert ofan af því.“
HELGARPÓSTURINN 37