Helgarpósturinn - 11.09.1986, Qupperneq 40
s
^^^amkvæmt áreiðanlegum
heimildum Helgarpóstsins hafa
sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins
lagt hart að Valgerði Bjarnadótt-
ur (áður BJ) að hún bjóði sig fram í
prófkjöri flokksins í Reykjavík. Val-
svissneskum banka. Úr því varð
hins vegar ekki, því Interpol fær
ekki slíkar upplýsingar nema geta
sýnt fram á, að um ótvírætt sak-
næmt athæfi sé að ræða. RLR treysti
sér ekki til að ganga svo langt í ósk
sinni. Þá hefur það vakið nokkra at-
hygli, að samkvæmt framburði
munu óskir um þennan dollara-
flutning hafa komið frá Danmörku,
nánar tiltekið skrifstofum NAF, og
jafnframt tekið fram, að um ein-
hverjar endurgreiðslur kynni að
verða að ræða. Enn er bent á, að í
telexum frá NAF hafi verið talað um
dollarafjárhæðir til Sviss, sem skyldu
teknar af umframverðinu, en ekki
raunverulegu verði. Nú spyrja
menn því eðlilega: Voru Danir á
skrifstofum NAF með í kaffibauna-
fléttum? Og enn er velt vöngum yfir
öðrum þáttum málsins. T.d. telja
ýmsir lögmenn, að Þórður Björns-
son fv. ríkissaksóknari, hafi verið
fullmildur í ákæru sinni og hefði í
raun átt að ákæra Val Arnþórsson
stjórnarformann SÍS og Kaffi-
brennslu Akureyrar líka ásamt hin-
um fyrir þá sök, að hafa svikið
hvorki meira né minna en um 200
milljónir króna út úr samanlögðum
kaupendum Braga-kaffis. Raunar
fullyrða sumir, að annað hvort sé
um mistök Þórðar að ræða eða
framsóknarmildi. Við dómsrann-
sóknina hefur hringurinn um
Hjalta Pálsson fv. framkvæmda-
stjóra innflutningsdeildar þrengst
stöðugt, og nú mun svo komið, að
Hjalti ætli að draga Erlend Einars-
son með sér í fallinu. . .
Einsog kunnugt er hefur Páll
Magnússon tekið við starfi frétta-
ritstjóra hjá íslenska sjónvarps-
félaginu og er Páll raunar í HP-yfir-
heyrslu af þessu tilefni. íslenska
sjónvarpsfélagið mun hafa verið bú-
ið að ganga frá auglýsingasamningi
við Þýsk-íslenska áður en kunn-
gjört var um ráðningu Páls og er
sagt að þar hafi verið um drjúgar
fjárhæðir að ræða. En Páll er fráleitt
besti vinur Þýsk-íslenska, enda var
hann einn þeirra fréttamanna sjón-
varps sem hvað harðast gengu fram
í fréttaflutningi af skattsvikum fyrir-
tækisins. Forráðamönnum þýsk-ís-
lenska mun heldur ekki hafa dámað
þegar þeir fréttu að þeir yrðu í slag-
togi með Páli í nýrri sjónvarpsstöð
og munu þeir að sögn hafa sagt upp
auglýsingasamningnum. . .
Lítið hefur farið fyrir Haf-
skipsfréttum undanfarið. Nú fer
hins vegar að styttast í lok RLR-
rannsóknar. Þá eru bústjórar og
skiptaráðendur enn að störfum í
þessu mikla gjaldþrotamáli og verð-
ur enn einn skiptafundurinn hald-
inn á morgun, föstudag. ..
A
^^^^ndófsdeildin innan Lands-
sambands verslunarmanna heldur
áfram að starfa af fullum krafti.
Samkvæmt heimildum HP munu
andófsmennirnir gegn miðstýringu
úr Reykjavík hafa hist síðastliðinn
mánudag. Meðal þeirra eru Steini
Þorvalds frá Selfossi, Hólmfríður
Ólafsdóttir frá Keflavík og fleira
gott fólk. Þau munu hafa verið að
ganga frá kröfum landsbyggðarfé-
laganna til að ganga til viðræðna
við VSÍ.. .
D
'BBP agvistarstofnanir eru viða
undirmannaðar fóstrum og öðru
starfsfólki, þannig að loka hefur
þurft deildum og önnur vandræði
skapast af. Síendurteknar auglýs-
ingar eftir starfsfólki hafa borið
mjög takmarkaðan árangur: Fóstr-
urnar láta þær sem vind um eyru
þjóta. Það eru launakjörin sem fæla
frá og nú hefur Helgarpósturinn
fregnað að fóstrur hyggi á aðgerðir
í haust. Fóstrur í þjónustu ríkisins
íhuga hópuppsagnir 1. október og
fóstrur í þjónustu borgarinnar hafa
að undanförnu gengist fyrir skoð-
anakönnun innan stéttarinnar um
fylgi við hópuppsagnir og rætt um
1. nóvember í því sambandi. Enn
hafa engar ákvarðanir verið teknar,
en Ijóst að nú fer að hitna í kolun-
um. . .
gerður mun hafa látið í ljós þá skoð-
un, að hún gæti vel hugsað sér að
fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Hins vegar munu vera vöflur á
henni að fara út í pólitík á nýjan leik
eftir harðan slag með eiginmanni
sínum Vilmundi Gylfasyni heitn-
um. Málið er enn galopið og gera
menn ráð fyrir því, að Valgerði yrði
ekki skotaskuld úr því að skjóta sér
fram fyrir marga flokkshesta og
kvenmann númer eitt á Reykjavík-
urlista íhaldsins Ragnhildi Helga-
dóttur.. .
Þ
rlr ungir menn vilja ólmir
komast á listann, en þeir eru Jón
Magnússon lögfræðingur, Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur
VSI og Geir Haarde aðstoðarmað-
ur Þorsteins Pálssonar...
H yrirsjáanlegt er að miklar breyt-
ingar verða á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík í næstu kosningum.
Það sem einna mesta athygli vekur
í því sambandi er að Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, sem verið hefur þing-
maður fyrir Norðurland vestra,
hyggst fara fram í höfuðstaðnum.
Eyjólfur Konráð var ritstjóri Morg-
unblaðsins frá 1960—1975, en fór á
þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974.
Þá kom það mjög á óvart, að Eyjólf-
ur Konráð skyldi leita eftir kjöri á
Alþingi í dreifbýliskjördæmi, maður
sem í málflutningi þótti „þéttbýlis-
þingmaður" holdi klæddur. Skýr-
ingin var sú, að ráðamenn flokksins
töldu ekki pláss fyrir Eyjólf Konráð
í Reykjavík árið 1975. Hugmynda-
fræðingurinn, Eyjólfur Konráð
Jónsson, mun breyta landslagi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Og gera
stöðu valdamikilla dreifbýlisþing-
manna erfiðari.. .
^Í^^liargir þeirra, sem fylgjast
með kaffibaunadómsrannsókninni
velta vöngum yfir háum dollarayfir-
færslum á nafn einhvers Pierre
Lougons með bankareikning í
Sviss. Við rannsókn málsins hjá RLR
var leitað til Interpol vegna þessa
og óskað eftir upplýsingum um
þennan reikning frá viðkomandi
40 HELGARPÓSTURINN
VIStLEGT
" UMHVERFI A VINNUSTAÐ
únaður á vinnustað hefur mikil áhrif á afköst
starfsmanna og vellíðan þeirra.
Þess vegna skiptir miklu rrtáíi að umhverfi þar
sé vistlegt og öll starfsaðstaða þægileg.
Þetta vitum við hjá Káess
rVIT, HAGKVÆMNI OG STILL ■
> umgjörð skipulágðrar rstarfsemi ********* ■
þarf að véra þaulhugsuð. Allt frá minnsta smáatriði
upp í heildarútlit hvers vinnustaðar.
tilgangi síimim, hvernig sem á er litið
stflhrein og setja svip á vinnustaðinn
5 húsgögnin þjöna
Þau eru hagkvæm,
ömusta
....
i
j
É
BBa hmdb
■ —,—... —- ;-*r r' ' •
-—'