Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 12
HP gerir strangvísindalega úttekt á nýjasta tískuumræöuefninu: ,,skorti á sjálfstrausti kvenna1. Karlar eru ekki síöur sjálfstrausts- sjúklingar en konur. Tilhneiging kvenna aö einoka umrœöu í skammdegismálum. á sjálfstrausti kvenna Síðustu misseri hefur mjög heyrst talað um uandamál, sem hœgt er að fjalla um í partíum og fjölskyldu- boöum og nánast allir geta skamm- laust haft skodun á. Slík umrœðu- efni uoru uandfundin í skammdeg- inu eftir að hundamálin og bjórmál- in uoru endanlega afgreidd á Al- þingi og í kaffiboðum útí bœ. En nú er sumsé öðru skammdegismáli að heilsa; ,,skorti á sjálfstrausti kuenna" „Konur þjást af skorti á sjálfs- trausti," sagöi blaðakona þegar mál- ið kom fyrst til umfjöllunar á rit- stjórn. Og von bráðar dembdust sögurnar yfir hópinn; ekki minnsti vafi, konur þjást af minnimáttar- kennd og skorti á sjálfstrausti — það er líka þess vegna sem verið er að bjóða námskeið, meðferð og ýmiss konar sjálfsstyrkingu! Og af því ég setti upp efasemdar- svip, þá var mér vinsamlega bent á að spara mér þennan svip og kanna málið meðal kvenna. Jafnframt var mér bent á, máli þessu til sönnunar — þ.e. skorti á sjálfstrausti kvenna — að á dögunum hefði verið viðtal í sjónvarpinu við konu sem stæði fyr- ir fjölmennum námskeiðum til að hressa upp á sjálfstraustið meðal kvenna, og víðar hefði komið fram síðustu daga að hér væri um vax- andi vandamál að ræða. HARMRÆNT í HLÉI Næst er frá því að segja, að sá karl- maður sem hér pikkar af tilhlýði- legri hreinskilni niðrá blað örfáar línur um skort á sjálfstrausti kvenna- þjáist mjög af „skorti á sjálfstrausti" — og er sannast sagna stundum við- þolslaus af þessum ófögnuði. Þessi krankleiki segir sérstaklega til sín í mannfagnaði, þarsem sú afkasta- krafa liggur þungt á mönnum að halda uppi spjalli. Helst að vera sniðugur. Við skulum vera fræðileg og halda okkur við dæmi. Á leikritum, sérstaklega gamanleikjum, kemur fólk saman í hléi og þjappast í hópa. Fólkið kannast þá hvert við annað án þess að vera máske vinir. Þá er byrjað að fitja uppá umræðuefni og ósjaldan er leikritið tilefni sam- ræðna. Síðan bunar fólkið þessu uppúr sér, hvernig þessi leiki vel og annar illa, sviðsetningin mislukkuð og lýsingin ekki nema la, la. Vegna ólæknandi skorts á sjálfstrausti hef ég tileinkað mér þá skoðanamótun á leikritum að taka ekki afstöðu og fella ekki dóma fyrr en ég er búinn að heyra í nokkuð mörgum — þá spara ég heldur ekki lýsingarorðin. Hinsvegar hefur það gerst oft í svona hléum að viðmælendur mínir bíða eftir að ég leggi orð í belg og horfa á mig skringilega, segjandi með augnaráðinu: ætlar mannhelvítið ekki að segja neitt! Þá hef ég brugðið á það ráð að segja í véfréttarstíl: það verður ekki sagt um þetta leikrit að það sé harm- rænt. Við svona spaklega athuga- semd verða viðmælendur yfirleitt hvumsa — og hléið er von bráðar úti. Hvað er ég að fara? Jú, hér hefur verið gefið dæmi um nær skothelda vörn fyrir fólk sem þjáist af skorti á sjálfstrausti. Og þessi vörn ætti að gagnast konum jafnt sem körlum. Allir gætu sparað sér sjálfsstyrking- arnámskeið — og svarað útí hött. SVIÐSÓTTI í þeirri blómlegu umræðu um skort á sjálfstrausti kvenna, sem nú fer fram í þjóðfélaginu, hefur oft- sinnis verið um það rætt sem óræka sönnun kenningarinnar, að konur þjáist af sviðsótta. Þær vilji til- amynda ekki fara í framboð í kosn- ingum vegna sviðsótta, sem sé af- kvæmi „skorts á sjálfstrausti kvenná'. Stjórnmálamenn, karlar, fullyrða að þetta lögmál kvenfæðar tröllríði flokkunum og þeir vildu margt til vinna að fleiri konur færu til framboðs. Blaðamenn hafa og mörg orð um það að konur séu tregar til viðtala og greinaskrifa, þær kynoki sér við að koma með litlum eða engum fyrirvara fram á opinberum vett- vangi. í umræðuþætti í sjónvarpinu á dögunum var einnig talað um að konur væru tregari til að koma fram á sviði en karíar. Blaðamenn tala líka um að ,,skortur kuenna á sjálfs- trausti" komi einkar glöggt fram þarsem þær hafa haslað sér völl í kerfinu. Þannig séu konur mun stíf- ari, og neiti oftar en karlar að veita tilamynda fjölmiðlum upplýsingar, hafi þær aðstæður til. Þetta sé sú vörn sem kerfiskonurnar hafi tekið upp og eigi hana sammerkta með bældum skrifstofukörlum neðar- lega í valdapýramída kerfisins. Síðan er kenningin rökstudd með gamla laginu um að uppeldi stúlku- barna sé öðruvísi en piltbarna — og þess sé ekki gætt að berja sjálfs- traustið í stúlkubörnin. Um þetta á greinarhöfundur erfitt með að full- yrða að öðru leyti en því, að mér finnst þá dóttir mín fimm ára í meira lagi sérkennileg ef kenningin er rétt. Ef farið er með barninu á barna- eða fjölskylduskemmtanir má ganga út frá því vísu að það þurfi að sækja hana oftsinnis uppá svið. Meira að segja er erfitt að fara með henni í þrjúbíó, svo harkalega sækir stúlkubarnið á senuna. Málið er þeim mun merkilegra, svo ég trúi iesendum Helgarpóstsins fyrir leyndarmáli, þar sem barni sækir ekki þessa sviðsfíkn í föðurætt sína, heldur mætti leiða gild rök að því að stúlkan sæki þessa áráttu í beinan kvenlegg. Sumsé, ef alhæfa á útfrá þessum fulltrúa kvenkynsins, þá eru konur ekki haldnar sviðsótta. HIN MJÚKA KONA OG HIN EILÍFA Skýrgreiningar á öðru kyninu hljóta alltaf að vera dálítið hlægileg- ar, því þrátt fyrir allt erum við bara fólk, karlar og konur. Ein var sú skýrgreining sem hamrað var á á sínum tíma, að konan væri mýkri en karlinn — og þá var átt við að konur væru sveigjanlegri, þægilegri, skiln- ingsríkari, hjartahreinni og yfirhöf- uð allt öðruvísi en karlarnir, sem ættu sök á stríðum, harðræði og kauprýrnun og ýmsu öðru. Eitthvað hefur rjátlast af þessari kenningu síðustu misseri, amk. kenna menn ekki sama sannfæringarþróttarins á bakvið kenninguna og fyrir nokkr- um árum. Án þess að ætla að koma inná jafn viðkvæmt svið mannlífs- ins og pólitík, þá kann að vera að konur hafi reynst harðari á topp- stöðunum og í pólitíkinni en þær sjálfar hugðu, og því fallið sjálfar frá kenningunni um hina mjúku konu. „Hin mjúka kona“ átti gjarnan við „skort á sjálfstrausti" að stríða, en harðnaði til muna í því stríði. Það er rétt með naumindum að við fáum að halda eftir í bókmenntunum þeirri dulúðgu kvensu, sem Goethe kallar „das ewige Weib“ — hin eilífa kona. Hin eilífa kona er hvorki mjúk né hörð — og þaðanafsíður þjáist hún af „skorti á sjálfstrausti“, en engu að síður er um hana skrifað í sögum, og um hana eru ort ljóð og hún er í málverkum. Hina eilífu konu munar ekki í sjálfsstyrkingar- námskeið. MÁLFREYJUR ALLRA LANDA... Fylgjendur kenningarinnar um „skort á sjálfstrausti kvenna" halda því fram að konur hafi einmitt af þessari ástæðu myndað hópa til að yfirvinna „skort á sjálfstrausti". Þær hafi tilamynda í þessu skyni sett á laggirnar kvennaklúbba útum allt land, svonefnda málfreyjuklúbba, þarsem konur læra að tala í ræðu- púlti og skólast í fundarsköpum, sem mun vera alveg nauðsynlegt til að halda sjálfstraustinu í lagi. Mál- freyjur allra landa sameinist... Kvennalistar í kosningum undan- farinna ára eru sagðir hrein menn- ingarafurð sjálfsstyrkingarklúbba af þessu tagi og sífellt fleiri konur hafi öðlast sjálfstraust í þjóðfélaginu. Nú geti og vilji æ fleiri konur taka til máls á fundum og hasla sér völl á þeim stöðum þjóðlífsins, sem ein- ungis menn með typpi löfðu áður á. Samt hefur kaupið lækkað enn meira hjá konunum en körlunum. En ég leyfi mér einnig að draga þessa kenningu í efa. Karlarnir sjálf- ir hafa haft enn fleiri kynbundna klúbba; Lions, Rotary, frímúrara- stúkur, búnaðarfélög, pókerklúbba og pólitísk félög sem hafa styrkt sjálfsmynd þeirra sem kyns í ára- tugi. Var þetta gert á sínum tíma vegna „skorts á sjálfstrausti karla"? Þegar búið er að fara þetta langt með hugtakið „skortur á sjálfs- trausti kvenna", er ljóst að hægt er að strokka þetta smjerið lengur, en það breytir engu um niðurstöðuna: Óhætt er að ljúka umræðum í fjöl- skylduboðum og kaffikvöldum um „skort á sjálfstrausti kvenna" — og halda áfram með hitt skammdegis- málið í dag: smokkinn. 12 HELGARPÓSTURINN eftir Óskar Guðmundsson teikning: Jón Óskar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.