Helgarpósturinn - 26.02.1987, Side 19

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Side 19
— Fannst þér fólk vilja ad þú málaöir ödruvísi en þú geröir? „Nei, í rauninni ekki, því það skipti sér einfald- lega ekkert af mér. Fólk hefur aldrei skipt sér af mér.“ — Hefdi þad skipt list þína máli? „Akkúrat engu. . — Ertu sjálfstœðari en svo? „Já. Ég er alltof sjálfstæður til að taka mark á fóíki. Ég hef aldrei málað til þess eins að geðjast fólki. Ég tek ekki þátt í svoleiðis vitleysu. Ég mála eins og ég þarf, eins og ég finn mig knúinn til, ekki eins og fólk vill hverju sinni, enda skiptir fólk mig ekki máli...“ — Nú finnst mér þú bitur, Finnur? „Nei, þú sérð ekki biturð í mér.“ — En einmanaleika? „Listamenn eru einir.“ — Hefur þessi einmanaleiki aukist eftir aö ell- in kom? „Ég hugsa það.“ — Hvernig leggst þetta tímaskeið œvinnar í þig að öðru leyti? „Æ, ég kann illa við að vera gamall, ég vil helst vera tvítugur. Það er þægilegra tímaskeið, maður hefur meiri möguleika. En ég hef nú samt gert margar ágætar myndir eftir að ég varð áttræður." — Finnst þér ellin beinlínis leiðinleg? „Ég hugsa ekki um hana. Ég sé nefnilega að það er besta ráðið til að losna við hana — gefa henni ekki stakasta þanka, ekki rnínútu." — Gleyma henni? „Akkúrat.. — En þú ert minntur á ellina reglulega? „Hún lætur mann auðvitað æ sjaldnar í friði. Og verst hvað hún truflar augað. Ég myndi líða henni margt ef hún léti það friði." SVAVAR GUÐNASON GAT ALDREI NEITT Prátt fyrir háan aldur og dapra sjón dreifFinn- ur sig á abstraktsýninguna á Kjarvalsstöðum, sem þar hefur verið margar síðustu vikur. Par er hann hafður fremstur í flokki, eins og vera ber að eigin dómi, en hann hafði reyndar á orði þeg- ar hann gekk inn á þessa yfirgripsmestu sýningu í sögu íslenskrar abstraktlistar, að nú loks vœri búið að leiðrétta listasöguna; hans verk vœru höfð fyrst. Við tölum um þessa sýningu. Við tölum um þá menn sem komu á eftir honum í abstraksjón- inni. Við tölum um krit. Hann nefnir Svavar Guðnason sérstaklega í sömu andrá og hann fussar: „Hann gat aldrei neitt — og komst fljótt að því, held ég. Þegar hann sá að hann gat ekkert, æddi hann bara yfir allan flötinn með einhverju bannsettans krassi. Svavar Guðnason gat aldrei neitt. Hann gat ekki málað natúral- isma, hann gat ekki málað impressjónisma, og ef hann var að reyna eitthvað svoleiðis endaði það bara allt saman í einum graut hjá honum. . . Apagraut. Þjóðverjar eru nú andsvíti djarfir og nákvæm- ir menn — og þeir gerðu einu sinni könnun á þessu. Þeir hóuðu saman allskyns apategundum og létu þær mála í þeim tilgangi að vita hvort þessi dýr gætu hugsað listrænt eins og maður- inn. Þjóðverjarnir létu þá mála hópa jafnt og einstaklinga, en gáfu þeim að öðru leyti frjálsar hendur. En veistu, niðurstaðan var alltaf eins, sama hvað þeir reyndu: Svavar Guðnason." ABSTRAKT ÞÝÐIR EINFALDLEGA ÖÐRUVÍS Hann segir um aöra abstraktmálara á sýning- unni á Kjarvalsstöðum: „Þeir kunna lítið. Þetta er aðallega hamagangur og djöfulskapur í þeim. Þá vantar allan aga og verkin eru svo lík að þau gætu verið eftir einn og sama manninn. Þá vant- ar stíl og persónuleika. Og abstrakt. . . Þeir vita nú ekkert hvað það þýðir. Það vantar líka að öllu leyti ballans í þessi verk," segir Finnur eftir andartaks umhugsun. „Pað vantar alveg að þessi verk gefi manni íde- ur. Pessir menn hafa ekkert á heilanum, meina ekki nokkurn skapaðan hlut. Sjáðu þetta verk mitt þarna," segir hann svo og bendir á eitt verka sinna frá 1921, sem hangir á stofuveggnum gegnt okkur, en það heitir „Músík". „Já, einmitt, það hefur alltafheitið Músík. Og sjáðu ballans- inn. Og sjáöu; það leggur alveg ídeur af þessu verki." Finnur er kominn í ham af volgum bjórnum Guðnýjar... „Menn voru alltaf að koma til mín og segja: Þú málar abstrakt, þú málar abstrakt, abstrakt, abstrakt, abstrakt, abstrakt. Það voru allir að staglast á þessu nafni, en það skildu það fæstir, ef einhverjir. í mínum huga þýðir abstrakt einfaldlega öðruvísi — ekkert annað — og það segir manni ekki neitt.“ Hann leggur gamla, hrukkótta og rauöa lóf- ana saman áður en hann heldur enn lengra: „Ég var búinn að mála alla stíla í heimi áður en ég byrjaði á abstrakti. Ég var búinn að vera sterkur natúralisti og expressjónisti og im- pressjónisti. Kjarval var alltaf impressjónisti. Hann var eiginlega bara impressjónisti. Hann var aldrei öðruvísi, eða í þessu svokallaða Finnur Jónsson er fyrsti framúrstefnu- málari Islendinqa. Hann verður 95 ára f haust. Hann er í HP-viðtali abstrakti. En þótt Kjarval hafi kannski verið full einhæfur impressjónisti var hann duglegur impressjónisti; hann málaði þessi líka býsnin öll af mosa." LISTIN HEFUR HELTEKIÐ MIG — Hefurðu verið hamingjusamur maður Finnur, þessi 94 ár þín? „Já.“ — Hverju þakkarðu það helst? „Ég hef verið giftur svo góðri konu, henni Guðnýju minni. Hún og listin hafa fært mér þá hamingju sem dugar.“ — Pið Guðný giftust seint og eignuðust aldrei börn. Saknarðu þess aö vera ekki foreldri? „Nei.“ — Hvað veldur því? „Ég er ósköp hræddur um að ég hefði aldrei gefið mér nægilegan tíma til að kynnast börn- um, ef ég hefði eignast þau. Listin hefur heltekið mig. Um leið og ég eignaðist hana, eignaðist hún mig.“ — Berðu heitar tilfinningar til verka þinna? „Já... eins og þau væru mín eigin börn, sem þau eru. Maður gengst allur upp í listinni." — Heldurðu meira upp á ákveðin verk en önn- ur? „Ég veit það ekki, það er svo mikið sem ég hef pródúserað. Ég á erfitt með að taka eitthvert stakt verk út úr og segjast kunna betur við það en öll önnur. Ég held að ef ég gerði það, sæi ég eftir því.“ — Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér sem persónu? „Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé bæði heiðarlegur maður og töluvert góð- hjartaður. Ég féll aldrei í þá gryfju á mínum yngri árum að stela og brjótast inn til að nálgast annarra fé. Ég hef aldrei stolið fimmeyringi á minni löngu ævi, alltaf fundið önnur ráð. Það er gæfulegt." — Er heiðarleikinn kannski aðalatriðið í líf- inu? „Já, aðalatriðið er að vera sjálfum sér sam- kvæmur og sínu lífi til sóma. Heiðarleikinn skil- ar fólki og þjóðum lengra en allt annað sem kemur við sögu í þessu lífi manns." HELDUR SLAPPUR TIL DRYKKJUNNAR V7ð Finnur sitjum lengi eftir að þessi orð eru sögð og horfum út um stofugluggann sem snýr í vestur. Petta er búinn að vera fallegur dagur, lit- ríkur og athyglisverður. Úti ígarði stinga síðustu sólstafir dagsins sér niður úr himninum. Við eig- um enn eftir smásopa á botni bjórkannanna okkar, klingjumþeimogskálum. „Égfékk kassa af þessum bjór sendan að utan um daginn. Hann er hollenskur af þýskum uppruna, andskoti góð- ur, en Guðný hefði mátt kæla hann betur," segir Finnur. „En ég hef alltaf verið heldur slappur til drykkjunnar. Ja, mér fannst gaman að þessu sem strákur, en ég hef ekkert stundað þetta á efri árum. Ég veit samt ekki alveg af hverju, því mér finnst þetta nú alltaf frekar gott þegar ég smakka það.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.