Helgarpósturinn - 26.02.1987, Síða 24
DJASS
Strákar frá New Orleans
Það liðu umþaðbil tuttugu ár frá
því klarinettusnillingurinn Jimmy
Noone lést þartil saxafónleikarinn
Branford Marshalis fæddist. Fæð-
ingarborg þeirra var sú sama —
New Orleans, er nefnd hefur verið
vagga djassins. Jimmy Noone var
einna mestur hinna fornu kappa
— Branford er hin nýborna tíð,
en hvort hann vekur storma og
stríð er annað mál og stærra. Hef-
ur nokkrum tekist að ganga alvar-
lega framaf nokkrum í djassheim-
inum síðan Ornette Coleman kom
framá sjónarsviðið fyrir rúmum
aldarfjórðungi?
Það voru að koma út skífur með
drengjunum frá New Orleans ný-
lega. Önnur með gamalkunnu
efni, hin nýju. Víkjum fyrst að því
gamla: Jimmy Noone: Apex Club
Blues (Affinity/Skífan) er safn af
Noone-ópusum frá 1928 til 1941.
Þetta er hörkuskífa og allir er
unna klarinettuleik og klassískum
djassi ættu að næla sér í eintak,
því Jimmy Noone-skífur hafa verið
eins sjaldgæfar á hljómplötumark-
aðnum íslenska og verðtrygging
launa á vinnumarkaðnum. Mér er
í barnsminni The blues jumped a
rabbil á breiðskífunni Introduct-
ion To Jazz, sem séra Kershaw gaf
út fyrir Brunswick. Ætli sú skífa
hafi ekki verið djassskóli margra
íslendinga. Þar trommaði Tubby
Hall með marsatöktum, Guy Kelly
söng drafandi, Preston Jackson
urraði í básúnuna og svo kom
þessi engilbjarti klarinettusóló
Jimmy Noones. Á sömu skífu var
Wild man blues með Johnny
Dodds. Þeir voru mestir klari-
nettusnillingar New Orleans
ásamt Sidney Bechet, sem varð þó
þekktastur sem sópranisti. Johnny
svartur og villtur — hinir kreólar,
en Sidney þó grófastur þeirra
allra. Kynþátturinn segir sjaldan
allt! Jimmy var kreóli framí fingur-
góma og fágaður stíll hans af
frönskum ættum. Þó kunni hann
blúsinn manna best og hiti í hverri
nótu. Hann varð aldrei eins þekkt-
ur meðal almennings og Barney
Bigard, sem lærði margt af honum
og lék bæði með Ellington og
Armstrong. Silkimjúkur tónn var
aðal kreólastílsins og því ekkert
skrítið þótt Jimmy Noone ætti
ekki í erfiðleikum með að aðlaga
sig svínginu. Sérílagi eru upptök-
urnar frá 1937 magnaðar. Þar
blæs Charlie Shavers í trompetinn
og O’Neil Spencer slær trommur
— báðir úr stærstu smáhljómsveit
heims: John Kirbys sextettnum.
Shavers útsetti mest fyrir Kirby og
setur mark sitt á ópusa þá er
Noone-sveitin leikur og gamli
maðurinn einsog draumur uppúr
dós — þvílíkt klarinett í I know
that your know — enginn gúdd-
mann honum betri! Kirsuber
Apex-klúbbsveitarinnar á elstu
upptökunum frá 1928 er píanó-
snillingurinn Earl Hines og þarna
er útgáfa frá 1928 á lagi hans My
monday date, er hann hljóðritaði
um svipað leyti með tímamóta-
sveit Louis Armstrongs. Frábær
skífa fyrir þá er fíla hinn klassíska
djass í botn. Aðeins eitt að: lag 5 á
hlið 2 er skráð Sweet Georgia
Brown — sem var að vísu hljóðrit-
að í sömu upptökuhrinu — en á
skífunni hljómar: He’s a different
type of guy — og það var Jimmy
Noone svo sannarlega.
Nýjaskífan hans Branfords Mars-
halis nefnist: Royal Garden Blues
(CBS/Steinar) og er það nafnið á
einum ópusnum er hann blæs þar.
Gamalreyndir djassgeggjarar
þekkja þar að sjálfsögðu að bragði
titillagið; rifjasteikina hans Spenc-
ers Williams sem yljað hefur okk-
ur alltfrá því Clarence Williams lét
prenta hana 1919. Marshalisbræð-
ur, Wynton trompetleikari og
Branford saxafónleikari, hafa vak-
ið blendnar tilfinningar hjá mér
alla tíð en ég bráðnaði þegar ég
heyrði Royal Garden sópranað af
Branford — það gerði ég ekki þeg-
ar ég heyrði han n á sviðinu í Mont-
martre i haust með Herbie Han-
cock augýsa Round Midnight, sem
fært hefur Dexter Gordon tilnefn-
ingu til Oscars verðlauna — sem
bestur karlleikari 1986. (Sú út-
nefning segir meira en flest annað
um þá virðingu er bandarískir
djassmeistarar njóta í heimalandi
sínu — eða hafa Dexter Gordon
nokkrusinni verið veitt meirihátt-
ar tónlistarverðlaun? Á þeim vett-
vangi hefur hann þó unnið listræn
stórvirki er munuð verða um ald-
ir!)
Aftur skulum við snúa til Bran-
fords. Æskan hefur numið hann
með hljómsveit Stings — listafrík-
in með bróðurnum Wynton, en
bestur er hann einn einsog á þess-
ari skífu. Stíll hans er ekki fullmót-
aður enn — Coltrane að sjálfsögðu
áberandi en aldrei yfirþyrmandi.
Tónlistin nokkuð margvísleg,
enda sama liðið aðeins í tveimur
lögum mest. Þarna er módernism-
inn einsmikið í ætt við ECM og
ESP (fyrir þá sem skilja ekki
skammstafanirnar: ECM = Evr-
ópskur djassmódernismi og ESP
= Davisisminn fráþví hann varp-
aði My funny Valentine fyrir borð
til Bitchers Brew). Píanistar ráða
ferðinni þar: Kenny Kirkland og
Larry Willis í módernisma og
gamíi pabbinn Ellis Marshalis
stjórnar boppinu. Branford samdi
einn ópus og Wynton annan en
meira þótti mér til um tenórblástur
Branfords í gamla góða Gershwin-
ópusnum Strike up the band. Þar
hellir hann sér beint útí sólóinn —
jafnvel enn brattar en Parker í
annarri töku Koko — og svo er
göngubassi undir og alltí einu einn
taktur, laglína og meiri spuni og á
stundum einsog Roland Kirk væri
kominn með tvo saxa — og þá
meiri melódía en samt í miklu
hófi.
Besta Marshalis-skífa sem ég hef
heyrt og er þá sama hvor bróðir-
inn er skrifaður fyrir plastinu.
MYNDLIST
ÞRÁÐUR ödrum hádur
Um þessar mundir sýnir Áslaug
Sverrisdóttir í Gallerí Hallgerði að
Bókhlöðustíg 2. Þetta er lítill sýn-
ingarsalur, svo notalegur að þegar
maður kemur inn hefur hinn
venjulegi það á tilfinningunni að
hann sé kominn inn í ferhyrndan,
hlýjan móðurkvið með einum
glugga.
Það hefur færst í vöxt í vefnaði
að vefa ekki. I stað þess er þráður-
inn, sem getur stundum verið reipi
eða kaðall, látinn leika sér óháð-
ur öðrum við það eitt að teikna
línu. Línan er þá tíðum látin liðast
niður úr loftinu, fram með veggj-
um eða um gólf.
En þráður Áslaugar er öðrum
háður, þótt vefnaðurinn sé næst-
um hafður í lágmarki. Hann minn-
ir á lauslega ofið sárabindi. Sem er
til þess gert að sýna margræðið í
einfaldleikanum.
Ef hægt er að segja að vefnaður
sé á ferð, þá vísa hinir litlu ofnu
hlutir frá hinu smáa að stærri lík-
önum. I.þeirri mynd sem vefnaður
Áslaugar er hafður til sýnis, er
hann aðeins tilvísun til stækkaðr-
ar myndar — og jafnvel ólíks efnis.
Efni verkanna er spunninn tog-
þráður. En vegna eiginleika síns —
sveigjanleika og hörku (þetta
tvennt er látið leika saman, togast
á) — vísar togþráðurinn til vírs eða
fléttaðs vírnets. Og verkin benda
ímyndunaraflinu líka á að þau
gætu vel verið — í stækkaðri
mynd — til að mynda hlið eða
hluti af stærra gerði. Smáhlutirnir
leyna sér í „höggmynd".
í þessum vef er engin bein frá-
sögn. Þetta er ekki myndvefnaður.
Eðli verkanna er frumspekilegt.
Mér liggur við að segja að verkin
séu í ætt við þær örlitlu tjásur sem
goppast stundum óvænt upp úr til-
finningalífinu eða maður sér brot
úr eðli sínu og fegurðarskyni í
fundnum hlut, vírnetsbútum sem
náttúran hefur málað með því að
veðra þá. Sökum nálægðar við
þennan náttúruanda fer Áslaug
varlega í það að ,,lita" vefnaðinn.
Allir litir eru notaðir sparlega. Hér
á ég við aðra liti en hinn svarta.
Svarti liturinn er notaður óspart
vegna þess hve hann er nátengdur
þeirri hugmynd sem við gerðum
okkur af línu. í huga okkar er hún
að öllu jöfnu svört. Aðrir litir Ás-
laugar eru ekki litir, heldur eru
þeir hugblær. Berast kemur litur
hugblæsins fram í myndum
númer 8 og 9. Og síðari myndin er
margbrotin að því leyti að auk
þess að vera ofin mynd (Ferna) er
hún eins og grófum pensli hafi ver-
ið strokið um blað fjórum sinnum,
afar laust. Og sem hlutlæg tilvísun
bendir hún okkur á fjórar vírnets-
rúllur sem hefur verið staflað af til-
viljun en samt á svo nefndan „list-
rænan” hátt.
Listaverk Áslaugar láta augað
ekki taka eftir sér, nema augað sé
beinlínis á höttum eftir einhverju
sjónrænu. Þau láta samt ekki lítið
yfir sér í venjulegri merkingu. Þau
eru unnin af ásettu ráði og tals-
verðri skólun. Það er að segja:
hugurinn er lærður í því að finna
smáheima. Áslaug er talsvert í
hinni hreinu „teoríu”.
Sú er jafnan hætta smámyndar-
innar að hún verði einvörðungu
hönnun eða yfirborðskenndur
stíll sem heillar augað aðeins
andartak fyrir sakir smæðar og
leikins handbragðs. Það veit
maður vegna þeirrar reynslu sem
málverkið varð ríkt af á meðan
smámálverkið var stundað bein-
línis sem listgrein. Svo ekki sé tal-
að um skartgripasmíðina, öll hin
örsmáu nisti með örmálverkum.
Smámyndagerð nútímans hefur
reynt að forðast sömu örlög og
smámálverkið hlaut forðum tíð,
með því að nota aðeins örfáa liti.
í list samtímans hérlendis vinnur
hið smágerða stöðugt á, eða list-
sköpunin sveiflast milli stórra
verka og smárra. Það er orðið
fremur sjaldgæft að sjá listaverk í
„stofustærð". Ég kann enga skýr-
ingu á þessu aðra en þá að al-
menningur sé hættur að kaupaj
listaverk í stofur sínar, sér til
augnayndis, og þess vegna skapi
listamenn verk fyrir „væntanlegj
eftir Guðberg Bergsson
söfn“ eða til að hafa þau í einka-
eign.
Þetta er dálítið dapurleg þróun.
Að skapa list fyrir söfn er jafn dap-
urlegt og það að skapa hana ein-
vörðungu í eigin þágu. Söfn hér-
lendis geta aldrei tekið við af
„hinni borgaralegu stofu” eins og
til að mynda erlendis. Það er
vegna þess að hér er ekki til nein
raunveruleg borgarastétt — og hér
myndast aldrei hæfilega menntað-
ur lýður sem eigrar oft stefnulaust
um söfn sér til dægrastyttingar,
vegna þess að af tímum iðnvæð-
ingar hefur, eða er, nú tími iðjuleys-
isins að taka við, tími hinnar enda-
lausu hvíldar, sú gleðitíð sem
draumóramenn dreymdi um í lok
19. aldar eða næstum alltaf við
aldamót, á öllum tímum. I útlönd-
um eru öll gallerí að deyja. Fólk fer
ekki í sýningarskála. Það fer í
„stór söfn” til að týna sér. Sýning-
arskálinn er of „einstaklingsbund-
inn” fyrir lýðinn. Maður sem hefur
glatað persónuleika sínum og
„eigin áræði” þorir beinlínis ekki
að fara inn í sýningarsal. Það er
vegna þess að hann fer inn í hann
sem einstaklingur og hittir fáa fyr-
ir, kannski lamandi þögn og kyrrð.
í söfnum nútímans er aftur á móti
hægt að týnast í formlausan
fjölda.
Glatið ekki séreinkennum ykk-
ar. Farið fremur á sýningar en í
söfn.
STEFNUMÓT heitir nýútkom-
ið smásagnasafn eftir unga konu,
Rögnu Sigurdardóttur. í bókinni eru
sjö smásögur, sem allar fjalla um
stefnumót af ýmsu tagi. Bókin er
hönnuð af höfundi, prentuð með
fjólubláu á ljósblátt, og myndskreytt
með fimm dúkskurðarmyndum.
Stefnumót er fyrsta bók Rögnu, en
hún hefur áður birt sögur í tímarit-
um. Upplag bókarinnar er eitt
hundrað og fimmtíu eintök og fyrstu
ellefu eintökunum fylgja þrjár tölu-
settar og áritaðar grafíkmyndir eftir
höfundinn. Ragna er nemandi í ný-
listadeild Myndlista- og handtda-
skóla íslands.
KEX heitir keðja sýninga ungra
listamanna frá Islandi, Noregi og
Svtþjód, sýninga sem ferðast á milli
landanna þriggja. Þann 31. janúar
síðastliðinn var íslensk og norsk
sýning opnuð í Stokkhólmi. í mars
verður síðan íslensk og sænsk sýn-
ing opnuð í Osló og þær norsku og
sænsku koma svo hingað í vor, fyrst
sú norska í maí en sú sænska í júní.
Verða þær báðar haldnar í Nýlista-
safninu.
Hugmyndin að baki sýningum
þessum er sú, að íbúar landanna fái
að kynnast því sem ungir myndlist-
armenn eru að gera í hinum löndun-
um tveimur. Leitast var við að velja
saman myndlistarmenn, sem vinna
á ólíkan hátt, þannig að fá mætti
sem mesta breidd í sýningarnar. Á
sýningunum eru málverk, skúlptúr-
ar, myndbönd, grafík, hljóðverk,
gerningur, bækur og fleira. íslensku
þátttakendurnir eru Ásta Ólafsdótt-
ir, Eggert Pétursson, Finnbogi Pét-
ursson, Rúna Þorkelsdóttir, Helgi
Fridjónsson, Ingólfur Arnarson, Jan
Voss, Kristinn G. Hardarson, Sólveig
Adalsteinsdóttir, Tumi Magnússon,
Steingrímur E. Kristmundsson og
Þór Vigfússon.
NORRÆN fræði, staða þeirra
og stefna, verða gerð að umræðu-
efni á fundi í stofu 101 í Odda, hug-
vísindahúsi Háskólans, á föstudag
kl. 17.15. Tilefnið er veiting heiðurs-
doktorsnafnbóta við heimspeki-
deild HÍ á háskólahátíð á laugardag.
Heiðursdoktorsefnin Hermann
Pálsson, prófessor í Edinborg,
Oskar Bandle, prófessor í Zúrich, og
Peter Foote, professor emeritus frá
University College í London, taka til
máls. Fundarstjóri verður Bjarni
Gudnason prófessor. Öllum er
heimill aðgangur.
24 HELGARPÓSTURINN