Helgarpósturinn - 26.02.1987, Síða 25
Lettsveitin i pasu i upptokusai utvarpsins.
Því miður voru ekki allir hljóðfæraleikararnir mættir.
Fyrsta íslenska stórsveitin
Léttsveit Ríkisútvarpsins er ein af
nýjungunum í íslensku jasslífi. Hún
er skipud 14 af bestu hljóðfœraleik-
urum landsins í þessari grein tónlist-
arinnar. Frá þeim tíma er hljóm-
sveitin var stofnuð hefur hún verið
iðin við að hljóðrita bœði íslensk lög
og klassísk jasslög, bœði gömul og
ný af erlendum uppruna. Blaða-
maður HP leit inn í Hljómskálann,
Vilhjálmur Guöjónsson
œfingahúsnœði sveitarinnar, og
rœddi við Vilhjálm Guöjónsson,
stjórnanda sveitarinnar, og saxó-
fónleikarann Stefán S. Stefánsson.
Fyrsta spurningin sem þeir svöruðu
var hvaða máli stofnun og starfsemi
Léttsveitarinnar skipti fyrir hljóð-
fœraleikara.
Stefán: „í fyrsta lagi skapar þetta
atvinnu fyrir hljóðfæraleikara,
menn eygja möguleika á að starfa
við jass á grundvelli sem ekki var
áður fyrir hendi, og þetta er í raun
í fyrsta sinn sem svona stór hópur
hljóðfæraleikara fær tækifæri til að
starfa saman um lengri tíma. Áður
fyrr var þetta meira þannig að
menn komu saman af sérstöku til-
efni og svo kannski aldrei aftur."
Vilhjálmur: „Svo ýtir þetta undir
sköpun, það eru margir að skrifa
fyrir hljómsveitina, bæði þeir sem
leika í henni og aðrir. Núna erum
við t.d. að æfa verk sem er samið og
útsett af Birni Thoroddsen gítarleik-
ara. Þetta gefur því hljóðfæraleikur-
um og tónskáldum kærkomið tæki-
færi til að starfa að sinni músík.“
— Ekki er þetta það eina sem
menn fást við, er það?
Vilhjálmur: „Þegar hljómsveitin
var stofnuð var það stefnan að fá til
starfa bestu hljóðfæraleikara lands-
ins og það gefur augaleið að þeir
eru allir mjög eftirsóttir, flestir eru
að spila á þetta tveimur þremur
stöðum öðrurn."
— Er þá ekki erfitt að ná sveitinni
saman til að œfa og spila á tónleik-
um?
Stefán: „Við höfum fasta æfingar-
tíma, tvisvar í viku á föstudögum og
þriðjudögum en tónleikarnir hafa
oft verið erfiðari, sumir eru að spila
í Óperunni, aðrir í Sinfóníunni
o.s.frv."
— Nú hefur ekki svo ýkja mikið
heyrst í hljómsveitinni opinberlega.
Stendur til að auka það eitthvað?
Vilhjálmur: „Eftirspurnin er mjög
að aukast. Þau tæp tvö ár sem
hljómsveitin hefur starfað hefur hún
ekki verið mikið kynnt, en með
meiri kynningu fylgir aukin eftir-
spurn í kjölfarið. „Eiginlega má
segja að það hafi tekið þennan tíma
að fínstilla bandið, núna er þetta að
verða mjög gott og hópurinn að
verða mjög samhentur."
Stefán: „Þetta hefur verið eins-
konar neðanjarðarhljómsveit til
þessa en nú förum við að koma
meira uppá yfirborðið. Það stendur
til að við förum í einhver fleiri verk-
efni fyrir útvarp og sjónvarp, menn
innan stofnunarinnar eru að vakna
til vitundar um að nýta sér sveitina
og svo eru fyrirhugaðir einir tón-
leikar til viðbótar í vor, áður en við
tökum okkur sumarfrí."
— Hvað með plötu?
Vilhjálmur: „Það hefur ekkert
Stefán S. Stefánsson
verið ákveðið, en vissulega hefur
verið rætt um að gefa út plötu. Við
höfum hljóðritað mikið af efni og
allur grundvöllur hefur verið lagður
með æfingum, útsetningum og öllu
sem því fylgir.“
— Hvað með önnur framtíðar-
plön?
Stefán: „Ja, það má helst nefna að
við eigum opið boð frá Danmarks
Framkvœmdastjóri og upphafs-
maður Léttsveitar Ríkisútvarpsins
er Ólafur Pórðarson. Undirritaður
hitti hann að máli milli funda í kaffi-
stofu Hljóðvarpsins að Skúlagötu 4
sem útvarpsmenn munu brátt yfir-
gefa, og bað hann að gera stuttlega
grein fyrir því hvað varð til þess að
sveitin var sett á laggirnar.
„Hugmyndin fæddist hjá okkur-
Hreini Valdimarssyni tæknimanni
þegar við sátum hér dag einn í mat-
stofunni og fengum okkur skyr. Út-
varpsstjóri, Markús Örn sem þá var
nýbyrjaður, tók strax vel í hugmynd-
ina og sveitin var síðan stofnuð,
hljóðfæraleikurum smalað saman
og í maí ’85 hljóðritaði hún 10 Iög,
sem var hennar fyrsta verkefni.
— Hvert var markmiðið með
stofnuninni?
„Fyrst og fremst fannst okkur að
hver útvarpsstöð þyrfti að eiga
hljómsveit sem gæti komið fram við
hin ýmsu tækifæri og verið til taks
þegar á þyrfti að halda. Hitt var líka
að hún var stofnsett til þess að flytja
íslensk lög, til að gefa hljóðfæraleik-
urum og tónskáldum betri mögu-
leika á að starfa."
— Hvenœr kom hún svo fyrst
fram?
„Það var 17. júní ’85 og það telst
eiginlega vera opinber afmælisdag-
ur hljómsveitarinnar, hún kom þá
fram á Lækjartorgi. Síðan hefur hún
komið fram við ýms tækifæri og
haldið nokkra hljómleika og hljóð-
ritað fullt af efni, tæplega 50 lög.
Allt sem æft er hefur verið hljóðrit-
að og er til í útvarpinu á böndum.
Það má geta þess að stjórnandi var
ekki ráðinn fyrr en síðastliðið haust,
áður stjórnaði sá sami og útsetti, oft
einhver af hljóðfæraleikurunum. En
Radio Big Band, og áætlum að taka
því en hvenær er ekki ákveðið. Svo
er ýmislegt fleira í deiglunni sem
ekki er tímabært að greina frá.
— Eitthvað að lokum?
Stefán: „Þú mátt geta þess að ef
fólk vill heyra í léttsveitinni þá þarf
ekki annað en að hringja inní út-
varp og biðja um að hún verði spil-
uð. Þá verður það gert.”
í haust var Vilhjálmur Guðjónsson
semsagt ráðinn stjórnandi og það
var breyting til hins betra.”
— Fá landsmenn að heyra eitt-
hvað í sveitinni á nœstunni?
„Já, hún kemur fram í sjónvarpi í
sambandi við Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva. Þar mun hún flytja
syrpu af lögum eftir Magnús Eiríks-
son, honum til heiðurs, og á sjó-
mannadaginn mun hún líka kom
fram í sjónvarpinu og spila sjó-
mannalög. Síðan má nefna að 26.
mars verða tónleikar á Hótel Sögu
þar sem sænskur básúnuleikari,
Mikael Ráberg, mun koma fram
með sveitinni og hann verður með
efni með sér sem meiningin er að
spila. Að auki kemur Pétur Östlund
líka á þessa tónleika og trommar
með.”
KK
--------------®-
Hugmyndin fædd-
ist yfir skyrinu
„MYNDLISTARMENN
framtíðarinnar” heitir samsýning
rúmlega 70 ungra myndlistar-
manna, sem opna á Kjarvalsstöð-
um á laugardag kl. 14. Á sýningunni
verða á þriðja hundrað verk; mál-
verk, skúlptúrar, teikningar og vefn-
aður eftir þekkta jafnt sem óþekkta
listamenn.
Samsýning þessi er runnin undan
rifjum IBM á íslandi. Fyrirtækið á
tuttugu ára afmæli á þessu ári og
vildu forráðamenn þess minnast
tímamótanna á veglegan hátt. Síð-
astliðið haust var því auglýst eftir
verkum frá listamönnum yngri en
35 ára, og voru viðbrögð listamann-
anna góð. Nálægt eitt hundrað
manns sendu inn myndir og sýning-
arnefnd, sem í voru Einar Hákonar-
son, Halldór Björn Runólfsson,
Daði Guðbjörnsson, Friðrik
Friðriksson frá IBM og Gunnar
Hanson forstjóri IBM, valdi síðan úr
innsendum myndum.
Tilgangur þessa framtaks hjá IBM
var sá að gefa ungum myndlistar-
mönnum tækifæri á að koma verk-
um sínum á framfæri. Við opnunina
á laugardag verður síðan eitt verk
verðlaunað sérstaklega og fær höf-
undur þess afhentar eitt hundrað
þúsund krónur. Öll verkin eru til,
sölu og var Úlfar Þormóðsson í
Galleríi Borg listamönnunum inn-
an handar við verðlagninguna. Sýn-
ingin er í báðum sölum Kjarvals-
staða og stendur hún til 8. mars.
SIGURÐUR Guðmundsson í
Amsterdam hefur um langt árabil
verið einn af fremstu myndlistar-
mönnum okkar. Hann er nú loksins
á heimleið með sýningu, fyrstu
einkasýningu sína í Reykjavík í tíu
ár. Að þessu sinni ætlar hann að
sýna grafík, vatnslitamyndir og eina
höggmynd í Galleríi Svörtu á hvítu
við Óðinstorg og verður sýning
hans opnuð föstudaginn 6. mars kl.
20.
Sigurður stundaði nám í Reykja-
vík og Hollandi, þar sem hann hefur
verið búsettur síðan 1970. Hann var
einn af stofnendum SÚM og Nýlista-
safnsins og hann hefur haldið einka-
sýningar og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga víða um heiminn. Mörg
verka Sigurðar eru í eigu opinberra
aðila og safna, og má þar nefna
Listasafn fslands, Nýlistasafnið,
Stedelijk Museum, Amsterdam,
Musée dArt Moderne í París, Mod-
erna Museet í Stokkhólmi o:fl.
Sýning Sigurðar verður opin til
15. mars, daglega kl. 14—18, og
verður nánar sagt frá henni í næsta
Helgarpósti.
SULD, hljómsveit nokkurra valin-
kunnra músíkanta, heldur tónleika í
Duus-húsi í kvöld, fimmtudag, og
mun leika frumsamið efni og fjöl-
breytt að auki. Súld er skipuð þeim
Szymoni Kuran fiðlara úr Sinfóní-
unni, Tryggva Húbner gítarleikara,
Stefáni Ingólfssyni bassaleikara og
Steingrími Guðmundssyni bumbu-
leikara. Húsið opnar kl. 21.30. Súld
var stofnuð fyrir fimm mánuðum og
á þeim tíma hefur sveitin m.a. leikið
í sjónvarpi og útvarpi, og árrisulir
rásar-tvö neytendur gátu heyrt í
þeim þar í morgun.
HELGARPÓSTURINN 25