Helgarpósturinn - 26.02.1987, Síða 26
ý0*i
p:|;i
Lesandinn
gabbaður
Umberto Eco sýnir hvernig James
Bond 007 kemur hvergi á óvart
í seinni tíd hafa frœöimenn, sem
fást uiö bókmenntir og menningar-
rýni almennt, í æ ríkari mœli beint
sjónum sínum aö því sem kallast
einu oröi afþreying. Menn hafa fariö
aö gera sér grein fyrir því aö ef þeir
œtla sér aö reyna aö þekkja þann
veruleika sem alvörubókmenntirn-
ar og menningin fást viö, er þeim
nauösyn á aö þekkja líka heim af-
þreyingarbókmenntanna: Einn af
þessum frœöimönnum, og jafn-
framt einn af frumkvöölunum aö
þessu leyti, er Umberto Eco, ítalski
táknfrœöingurinn sem sló svo eftir-
minnilega í gegn meö sinni fyrstu
skáldsögu, Nafni rósarinnar. Sá bók
nýtir sér einmitt eitt af grunnatriö-
um reyfarans, þ.e. samband hins
snjalla spæjara (Holmes) og hins vit-
granna aöstoöarmanns (dr. Wat-
son). Greinin sem hér fer á eftir, um
eina frœgustu hetju síöari tíma,
bœöi í bókmenntum og kvikmynd-
um, James Bond 007, er einmitt eftir
Eco. Hán er skrifuö á 7da áratugn-
um og fjallar um svokallaöa form-
gerö sagnanna um James. í grein-
inni sýnir Eco fram á aö reyfarinn,
og einkum sögur Flemings um
Bond, gangi í raun útá aö koma le-
sandanum ekki á óvart, heldur fylgi
alþekktri formálu sem gabbi les-
andann stööugt til aö finnast hann
vera oröinn spenntur vegna at-
buröarásarinnar, sem er í raun allt-
af sú sama og eykur þannig sköp-
unargáfu hans leti.
lan Fleming gaf út fyrstu bók sína
um James Bond, Casino Royale,
1953. Bókin var undir miklum áhrif-
um frá þeim reyfurum sem þá voru
ríkjandi á markaðnum, nefnilega
hinum harðsoðna bandaríska reyf-
ara, einkum þeim sem Mickey Spill-
ane skrifaði um spæjarann Mike
Hammer.
í Casino Royale tekur Fleming
upp tvo einkennandi þætti sem
hann hefur beint frá Spillane. í
fyrsta lagi Konuna, Vesper Lynd, og
viðhorf Bonds til hennar, og í öðru
lagi óþægilega endurminningu sem
veldur söguhetjunni hugarangri.
Þessi minning verður orsök tauga-
veiklunar, sadómasókisma og lík-
lega getuleysis hjá Hammer. Þess-
vegna verður öxullinn, sem bækur
Spillanes snúast um, fyrst og fremst
sálfræðilegur, en Fleming kýs að
greiða úr flækjunni á annan hátt.
Þegar Bond liggur á sjúkrahúsi, eftir
að hafa framið sitt fyrsta morð sem
007, veltir hann því fyrir sér hvort
26 HELGARPÓSTURINN
hann hafi verið að berjast fyrir rétt-
an málstað. Félagi Bonds kemur þá
til sögunnar og sannfærir hann um
að hann verði að útiloka hugsjón-
irnar úr lífi sínu og verða vélrænn
atvinnumaður.
Með þessum hætti afmarkar
Fleming persónugerð Bonds fyrir
komandi sögur og gerir hann um
leið að sálarlausu fyrirbæri sem
drepur eftir skipun, gerir hann að
vél einsog lesendur og höfundurinn
vildu að hann væri. Upp frá þessu
veltir Bond aldrei aftur fyrir sér
spurningum um réttlæti og sann-
leika, líf og dauða.
ÆVINTYRAFORM
Sögurnar byggjast því ekki upp á
sálrænum flækjum, eins og í tilfelli
Mike Hammers, heldur á einföldu
lögmáli andstæðna sem sóttar eru í
átök af allra einföldustu gerð og
hafa gengið í gegnum bókmenntir
sögunnar með litlum breytingum.
Þessi andstæðupör eru lykillinn að
uppbyggingu sagnanna um fræg-
asta spæjara vorra tíma, James
Bond.
Andstæðupörin eru af tvennum
toga, annarsvegar er um persónur
að ræða, hinsvegar gildi. Sem dæmi
um þessi pör eru Bond gegn M,
Bond gegn Skúrknum, Bond gegn
Konunni og Konan gegn Skúrknum.
Gildispörin eru t.d. Hinn frjálsi
heimur gegn Sovétríkjunum, engil-
saxneski kynstofnin gegn ýmsum
óæðri og blönduðum kynstofnum
og óeðli gegn sakleysi.
í raun má líta á formið sem hlið-
stæðu við ævintýrin, kóngurinn (M)
sendir riddarann hugprúða (Bond)
af stað útí heim til að bjarga prins-
essunni (Konunni) úr höndum drek-
ans illa (Skúrksins).
Nánari útfærsla á þessu í átta lið-
um lítur einhvern veginn svona út
(og mætti ef til vill likja við skák í
átta leikjum þarsem Bond mátar
andstæðinginn í lokin):
1) M sendir Bond af stað.
2) Skúrkurinn og Bond hittast.
3) Bond skákar Skúrknum — eða öf-
ugt.
4) Konan leikur og sýnir sig Bond.
5) Bond tekur konuna (kemst yfir
hana eða byrjar tilraun til þess).
6) Skúrkurinn handsamar Bond og
pyntar hann (með eða án Kon-
unnar).
7) Bond drepur Skúrkinn.
8) Bond, á batavegi, nýtur konunn-
ar sem hann missir síðan.
KARLMENNSKA OG
GETULEYSI
Eins og áður er getið eru and-
stæðupörin annarsvegar samsett úr
persónum og hinsvegar úr gildum
en stundum fela persónurnar í sér
gildin og öfugt. Samband þeirra
Bonds og M felur þannig í sér and-
stæður kerfisbundinnar hugsunar
og þjóðhollustu (M) gegn hugarflugi
og frelsi og skorti á afstöðu (Bond),
vegna þess að hetjan fræga er ekk-
ert annað en vél og tekur því ekki
afstöðu til eins né neins nema
hvernig hún á að bjarga sjálfri sér.
Andstæður Bonds og Skúrksins
eru mjög greinilegar og í þeim
speglast þær höfuðandstæður sem
uppbygging sagnanna nærist á.
Bond stendur fyrir Karlmennsku og
Fegurð en þeim vonda er einatt lýst
sem hálfgerðu skrímsli og kynferð-
islega getulausum, hann er hommi
eða á einhvern hátt óeðlilegur.
Hann er bundinn af kerfishugsun
sem Bond vinnur á með hugarflugi
sínu og klókindum.
Skúrkurinn er aldrei Breti, upp-
runi hans er jafnan óviss; oft er
hann kynblendingur og fæddur ein-
hversstaðar á ótilteknum stað með-
al slava eða niðri við Miðjarðarhaf.
Aætlanir hans eru jafnan stórfeng-
legar og ógna öryggi Englands eða
hins vestræna heims, oftast í þágu
Rússa. Hann er gjarna rauðhærður.
Gegn þessu stendur hinn hreinrækt-
aði Bond, vörður hins engilsax-
neska stofns.
Skúrkurinn hefur alltaf Konuna á
valdi sínu þegar Bond kemur til
skjalanna. Hún hefur vegna slæmra
uppvaxtarskilyrða orðið handbendi
hans og líf hennar er farið að taka
óæskilega stefnu. Hún er hinsvegar
hrein mey í flestum tilfellum, vegna
þess að Skúrkurinn er getulaus,
hommi eða afbrigðilegur á ein-
hvern hátt. Af þeim sökum eru and-
stæður milli Konunnar og Skúrksins
sakleysi og óeðli.
Konan er alltaf falleg og góð undir
niðri og fundir þeirra Bonds verða
til þess að hún getur brúkað hina
manneskjulegu eiginleika sem hún
hefur orðið að halda leyndum svo
lengi. Samband Bonds og hennar
stendur sjaldnast lengi, enda er
stúlkan oftast af þeim uppruna að
hún myndi verða til þess að blanda
hinn hreina engilsaxneska kynstofn
miður æskilegu blóði.
EINFALDLEIKINN
SÝNU BESTUR
Eins og áður er getið byggist form-
gerð sagnanna á því að draga upp
andstæður sem þróa fléttuna áfram
þartil niðurstaðan, sigur Bonds (hins
góða) yfir Skúrknum (hinu vonda)
verður að veruleika. Þessar and-
stæður koma fram í persónum og
gildum og þessi gildi koma fram í
stöðu persónanna sem oft er hægt
að lesa útúr nöfnum þeirra. Hinn illi
maður lifir af fjárhættuspili og heitir
Talan (Le Chiffre). Kóreanskur leigu-
morðingi, sem beitir óvenjulegum
aðferðum, er Annarlegur (Oddjob).
Einn er heltekinn af gulli og er GuII-
fingur (Goldfinger) og annar er
maður miður góður og heitir því Nei
(No). Hið sama gildir um konunöfn-
in; Tiffany Case bendir til Tiffany‘s,
demantaverslunar í New York. Til-
finningarík japönsk ástkona er
Kissy Suzuki. Blygðunarleysið end-
urspeglast í Pussy Glory og peð í
ójöfnu tafli er Domino. Þær sem
minna máli skipta heita Goodnight
eða Trueblood. Nafn söguhetjunnar
bendir á glæsileika Bondstrætis og
fjármálaviðskipta (treasury bonds).
í stuttu máli má segja að sögur lan
Flemings gangi þannig fyrir sig að
Bond er sendur á ákveðinn stað til
að koma í veg fyrir „science-fiction"
-áætlun sem eitthvert skrímsli af
ókunnum uppruna hefur sett sam-
an. Þetta mannskrípi, sem alltaf er
óhemjuauðugt, gengur erinda
óvina vestursins. I þessari baráttu
hittir Bond konu sem er á valdi óvin-
arins, en Bond frelsar hana bæði frá
þeim vonda og erfiðri fortíð sinni.
Þau eiga í kynferðislegu sambandi
sem er truflað af handtöku þeirra
með viðeigandi pyntingum af hálfu
Skúrksins. En Bond ber hærri hlut
og skírmslið hlýtur hryllilegan
dauðdaga en Bond hvílist eftir
þungar raunir og erfiði í örmum
stúlkunnar sem hann síðan missir
að lokum.
Hér er á ferðinni regluleg endur-
tekning þar sem lesandinn veit í
raun alltaf hvað gerist, bara ekki
hvenær og hvernig. Þannig lýsa
bækurnar hinu Þekkta en ekki hinu
Óþekkta og valda lesandanum eng-
um erfiðleikum. Hann nýtur þess að
fylgjast með örlitlum breytingum
frá bók til bókar, vitandi það að í lok-
in munu allir þræðir renna saman
og að allt er gott sem endar vel...
Frjálsleg endursögn KK
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ er nú
að undirbúa frumsýningu á nýlegu
finnsku leikriti, „Eru tígrisdýr t
Kongó?" eftir þá Bengt Alfons og
Johann Bargum. Tígrisdýrin fjalla
um eyöni, þó ekki á hefðbundinn
hátt. Persónur leikritsins, tveir giftir
heimilisfeður og rithöfundar, setjast
inn á kaffihús til að ræða um leikrit,
sem þeir ætla að skrifa um eyðni.
Þeir ræða síðan um sjúkdóminn vítt
og breitt og frá öllum hugsanlegum
sjónarhornum, þeir reyna að
ímynda sér hvernig þeir myndu
bregðast við, ef þeir væru haldnir
eyðni, velta fyrir sér siðferðislegu
hlið málsins, o.s.frv.
Leikrit þetta hefur verið sýnt fyrir
fullu húsi í Finnlandi í eitt og hálft
ár, og ætla Alþýðuleikhúsmenn að
sýna það eins lengi og nokkur vill
sjá það.
Frumsýningin verður um miðjan
mars og sýningarstaðurinn verður
veitingahúsið Gaukur á Stöng, í há-
deginu. Síðan eru uppi um það hug-
myndir um að fara með leikritið í
skóla og á vinnustaði, ef óskir ber-
ast. Verkið tekur 45 mínútur í flutn-
ingi og leikendur eru tveir, þeir
Harald G. Haralds og Viöar Eggerts-
son. Leikstjóri er ínga Bjarnason og
þýðandi er Guörún Helga Siguröar-
dóttir.
SÖGUSVUNTAN brúðuleik-
hús Hallveigar Thorlacius, er nú
komin aftur á kreik á dagheimilum
og leikskólum höfuðborgarsvæðis-
ins. Að þessu sinni sýnir Hallveig
nýjan brúðuleik, sem hún nefnir
Smjörbitasögu.
„Smjörbitasaga er hugarsmíð
mín, þó að hún byggi á gamalli
sögu, sem ég heyrði í bernsku," seg-
ir Hallveig. Söguna sagði henni
amma hennar, sem var úr Þingeyjar-
sýslunni, og segist Hallveig ekki
hafa orðið vör við söguna annars
staðar á landinu.
Leikurinn segir frá litla stráknum
Smjörbita og Gullintanna, hundin-
um hans, leit stráksa að hundinum
og viðureign þeirra við tröllskessu,
sem veit um veikleika Smjörbita;
honum þykja nefnilega kleinur svo
fjarskalega góðar.
Smjörbitasaga var frumsýnd um
síðustu helgi og segir Hallveig að
viðtökurnar hafi verið mjög góðar.
„Á frumsýningunni voru allir ald-
urshópar og það voru ekki endilega
börnin, sem skemmtu sér best,“ seg-
ir Hallveig og á þar við foreldrana.
Annars er sagan skrifuð með leik-
skólaaldurinn, 2—5 ára, í huga.
Hallveig segir, að áhugi á brúðu-
leikhúsi hafi aukist að undanförnu,
m.a. vegna nýsýndra sjónvarps-
þátta, þar sem Jim Henson Prúöu-
leikarapabbi kynnti helstu leik-
brúðumeistara heimsins.
Smjörbitasaga verður næst sýnd á
morgun, föstudag, kl. 14.30 á dag-
heimilinu Víöivöllum í Hafnarfiröi.
Á þriðjudag, sprengidag, verður
hún svo sýnd í Völvuborg í Völvu-
felli kl. 14.
ÁSMUNDARSALUR við
Freyjugötu er nú vettvangur ljós-
myndasýningar framhaldsskóla-
nema. Ljósbrot kalla þeir hana og er
hún opin til 8. mars næstkomandi.