Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 32
SKÁK Stálin stinn Nú stendur IBM skákmótið sem hæst, öflugasta skákmót sem hald- ið hefur verið á Islandi, og reyndar á Norðurlöndunum öllum. Við íslendingar erum líkir öðr- um dvergþjóðum í því að okkur er gjarnt að grípa til stórra orða, og sú árátta hefur frekar aukist en hitt eftir að auglýsingamennskan hélt innreið sína. Þannig var skák- keppnin milli Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldin var hér í fyrra með tilstyrk VISA, skírð „All Star Chess Match“, og skák- mótið sem nú fer fram heitir „Super Chess Tournament". Nú eru þetta vissulega afar öflug skákmót, en engu að síður gæti verið hyggilegt að eiga svo sem eitt eða tvö hástig aflögu til að lýsa stórviðburðum framtíðarinnar — ef vera kynni að einhvern tíma yrðu haldin enn öflugri skákmót hérlendis. En hversu öflugt er skákmót eins og IBM-mótið? Því er líklega einfaldast að svara með því að vísa til stigalistans góðkunna. Tilraunir hafa verið gerðar i ýmsum lönd- um til þess að meta afrek skák- manna í tölum, en sú er mestra vinsælda nýtur og er viðurkennd um allan heim — og notuð hjá al- þjóðaskáksambandinu FIDE — er kennd við Arpad Elo, finnskan stærðfræðing í Bandaríkjunum, og er byggð á alltraustum tölfræði- grunni. Samkvæmt þessari skrá eru stig hundrað snjöllustu skák- manna í heimi á bilinu frá 2500 upp að 2800, en menn sem á ann- að borð tefla á skákmótum, sem metin eru til stiga, geta verið með stig niður undir 1600. En kannski þykir einhverjum fróðlegt að sjá stigatöl garpannna á toppi pýra- mídans: 1. Kasparov 2735 2. Karpov 2710 3. -4. Sokolov og Júsúpov 2645 5. Kortsnoj 2625 6. Ljubojevic 2620 7. -8. Húbner og Short 2615 9. Portisch 2610 10. —11. Tal og Spasskí 2605 16. Timman 2590 19.—21. Polugajevskí 2585 Stigahæstir skákmanna á Norð- urlöndum eru: 12. Ulf Andersson (Sví.) 2600 30.—33. Bent Larsen (Dan.) 2565 34.-38. Simen Agdestein (Nor.) 2560 40,—43 Helgi og Jóhann 2555 52.-62. Jón Loftur, Curt Hansen 2540 63.—71. Margeir. Þetta er samkvæmt nýjustu töl- um í stigaskránni, frá 1. jan. 1987. Þeir sem eru skráðir með feitu letri taka þátt í IBM-mótinu. Ti! gamans má geta þess að hæsta stigatal sem nokkru sinni hefur verið skráð er 2785, en þeirri stigatölu náði Fischer 1972 þegar hann hafði lagt Tajmanov, Larsen og Petrosjan að velli með ótrúlegum yfirburðum og unnið Spasskí i einvíginu í Reykjavík. En hvernig stendur IBM-mótið miðað við önnur sterk skákmót? Eins og áður er sagt er það öflug- asta skákmót sem haldið hefur verið á Norðurlöndum. Fyrra met- ið áttu Danir með minningarmóti sínu um Nimzowitsch 1985. Þar voru tólf keppendur eins og hér og meðalstigafjöldi þeirra 2553, en hér er hann 2583. Úrslit þar urðu þessi: 1.—3. Browne, Larsen og Vaganjan 6,5 (af 11) 4.-6. Nikolic, Short og Tal 6 Agdestein varð í 10. sæti með 4,5 vinninga. Annars héldu Svíar tvö milli- svæðamót á sjötta áratugnum: í Saltsjöbaden 1952 og í Gautaborg eftir Guömund Arnlaugsson 1955. Þetta var á þeim árum þegar Folke Rogard var forseti FIDE. Þessi mót voru stór í sniðum og vel setin, en erfitt er að bera þau saman við nútímamót. Árið 1979 var haldið í Montreal skákmót sem margir töldu eitt- hvert öflugasta skákmót sem hald- ið hafði verið. Þar voru fjórir kepp- endur sem hér eru aftur saman- komnir á IBM-mótinu: Ljubojevic, Portisch, Tal og Timman. Kepp- endur voru tíu og tefld var tvöföld umferð. Meðalstigafjöldi kepp- enda var 2622. Úrslit urðu: 1,—2. Karpov og Tal 12 (úr 18 skákum). 3. Portisch 10,5 4. Ljubojevic 9 5. Spasskí og Timman 8,5 7.-9. Hort, Húbner, Kavalek 8 10. Larsen 5,5 Júgóslavar eru þjóða duglegastir við að halda skákmót, og hefur smábær þar uppi í fjöllum, Bugojno, orðið kunnur fyrir mörg meiriháttar mót. Þar var haldið ákaflega öflugt mót á síðasta ári með átta þátttakendum og tvö- faldri umferð. Þar var meðalstiga- fjöldinn 2624 og úrslit: 1. Karpov 8,5 2. -3. Ljubojevic og Sokolov 7,5 4.-6. Júsúpov, Portisch, Spasskí 7 7. Miles 6 8. Timman 5,5 Loks má nefna að nú í desember síðastliðnum var haldið myndar- legt skákmót í Brússel með sex þátttakendum er tefldu tvöfalda umferð: 1. Kasparov 7,5 2. Kortsnoj 5,5 3. -4. Húbner, Nunn 5 5. Short 4 6. Portisch 3 Þarna var meðalstigafjöldinn 2634. Eins og sjá má af þessu er af ýmsu að taka ef spurt er um öflug- ustu skákmót í heiminum. Einnig sést að það eru oftast sömu garp- arnir sem koma við sögu á þessum mótum, og að þetta eru einmitt mennirnir sem nú eru gestir Skák- sambandsins. IBM-mótið er ágæt- lega skipað, einnig að því leyti að þar eigast við listrænir og baráttu- glaðir meistarar, enda hafa marg- ar snjallar og skemmtilegar skákir þegar litið dagsins ljós á mótinu og fleiri eiga áreiðanlega eftir að bæt- ast í hópinn. Okkar ungu meistar- ar eiga á brattann að sækja, því að þeir eru stigalægstir í hópnum. En þetta verður þeim vafalaust mikil og góð þjálfun. GÁTAN Hvað rennur sjaldnast langt frá eikinni? Svar: !jese|dg LAUSN Á MYNDGÁTU SPILAÞRAUT Eftir opnun austurs á 3 tíglum, veikt og langlitur, verður suður sagnhafi í 6 hjörtum. Útspil vest- urs tígul-5: N A762 KD964 104 A3 S D854 AG1083 KG75 Þú trompar heima og tekur tvisvar tromp, austur fylgir tvis- var, en vestur fleygir tígli í seinna trompið. Þú snýrð þér næst að laufinu, tekur ás og kóng og trompar lauf í blinoum, og daman kemur niður í vestur. Tígull er trompaður og hirt á laufgosa og vestur kastar enn tígli, en spaði látinn úr borði. Og nú er komið að spaðaíferð- inni. Ef þú hefur fylgst sæmilega með ætti spilið nú að vera öruggt. Þú spilar spaða og ... Lausn á bls. 10. Lausnin á verðlaunamyndgátunni sem birtist á þessum stað í blaðinu fyrir tveimur vikum er: Gób auglýs- ing er gulls ígildi enda bítast fjöl- midlarnir um auglýsingamarkaö- inn. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Vinningshafinn heitir Steinunn Jóhannesdóttir, Teiga- gerði 11 í Reykjavík. Hún fær senda spennusöguna Líkib í rauba bílnum eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Sögusteinn gaf út fyrir síðustu jól. Frestur til að skila inn lausn á myndgátunni hér að neðan er til annars mánudags frá útkomu þessa tölublaðs. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Nútímafólk eftir sálfræð- ingana Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur. Góða skemmtan. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.