Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 34

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 34
Bernard Rogers fyrir- gefst ekki að hann virðir rétt Evrópuríkja í Atlantshafsbandalaginu. Stjorn Reagans sparkaði yfirhershöfðingja NATÓ ERLEND YFIRSYN Fastanefnd varnarmála í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brússel kunngerði í fyrradag, að hún hefði þvernauðug orðið að láta undan valdboði frá Washington og fall- ast á að Bernard Rogers^ yfirhershöfðingi bandalagsins, láti af starfi. í desember í vetur hafði Rogers fallist á að gegna áfram yfirher- stjórn hjá NATÓ tvö ár enn. Gripu þá óvildar- menn hans í Washington til þess ráðs, að láta Reagan forseta skipa honum að fara á eftir- laun og láta þar með af starfi. Fyrir því ofríki Bandaríkjastjórnar urðu Evrópuríkin í bandalaginu að beygja sig. Bernard Rogers hershöfðingi er Banda- ríkjamaður, eins og allir yfirhershöfðingjar NATÓ frá upphafi. Hann hefur gegnt starfi frá 1979, þegar Alexander Haig hvarf heim til þátttöku í bandarískum stjórnmálum. Hermálafréttamönnum ber saman um, að Rogers hafi áunnið sér afburða vinsældir hjá Evrópuríkjum í bandalaginu. Hann þykir snjall, einarður og gera sér far um að taka ekki síður tillit til evrópskra sjónarmiða en bandarískra. Síðasttaldi eiginleikinn varð bandaríska hershöfðingjanum á æðsta tindi NATÓ að falli. Hann reyndist hafa komið sér út úr húsi hjá ráðandi mönnum í Hvíta húsinu eftir fund æðstu manna risaveldanna í Reykjavík í haust. Þá hafði Rogers sjálfur sig ekki mjög í frammi, en lét óátalið að evrópskir herfor- ingjar í aðalstöðvum NATÓ deildu á Banda- ríkjaforseta og ráðunauta hans fyrir að bera fram á fundunum með Gorbatsjoff í Höfða tillögur, sem þeir telja að gert gætu Vestur- Evrópu berskjaldaða fyrir sovéskum yfir- burðum í hefðbundnum vopnabúnaði. Yfirhershöfðingja NATÓ er því bolað úr starfi, að bandamönnum Bandaríkjanna sár- nauðugum, fyrir að koma ekki fram sem ein- hliða málsvari afstöðu Bandaríkjastjórnar og tyftunarmeistari risaveldisins gagnvart full- trúum ríkja Vestur-Evrópu. Þarna er á ferð- inni sama ofríkið, og birst hefur undanfarið gagnvart embættismönnum í bandaríska stjórnkerfinu, sem ekki játast blint undir ríkj- andi hugmyndafræði, þá sem kallað hefur yfir Bandaríkjastjórn hneykslið sem kennt er við íran og Contra. Michael Pillsbury, eftirlitsmaður í land- varnaráðuneytinu bandaríska með leynileg- um vopnaafhendingum, var hrakinn úr starfi, af því hann þótti líklegur til að láta Orrin Hatch öldungadeildarmanni í té vitn- eskju um vopnaflutningana til írans. Engu skipti að Hatch er íhaldssamur í meira lagi, fyrir öllu var að fara á bak við þingið, fyrst og fremst leyniþjónustunefndina, þar sem öld- ungadeildarmaðurinn á sæti. Aðferðin gagn- vart Pillsbury var sú, að setja hann í svonefnt lygamælispróf, og skrá hann fallinn á vitnis- burði raftækninnar. Síðan Reagan gerði Caspar Weinberger að landvarnaráðherra, er hann sagður hafa sent 7000 manns sem undir hann eru gefnir í slík próf. Elliott Abrams aðstoðarutanríkisráðherra var settur yfir málefni ríkja Rómönsku Ameríku, í því skyni að efla hernað Contra gegn Nicaragua og hindra að friðarumleitan- ir Contadorríkjanna bæru árangur. Hann hrakti um daginn úr utanríkisþjónustunni Francis McNeil, einhvern reyndasta sérfræð- ing ráðuneytisins í málefnum landa Ameríku frá Mexíkó og suðurúr. McNeiI birti kveðju- bréf sitt til Abrams, þar sem hann kveðst hafa komist að raun um að undir núverandi stjórn sé mönnum ekki þoluð hreinskilni og heiðarleiki í álitsgerðum, heldur krafist að þeir þræði nákvæmlega flokkslínu ríkjandi kreddu. Athugun Joels Brinkley, fréttamanns New York Times, hefur leitt í ljós að Reagan forseti ákvað þegar árið 1982 að setja á laggirnar leynilegt kerfi, til að fara fram hjá þingi og löglegri ríkisstjórn með undirróðri og af- skiptum hvar í heiminum sem henta þætti. Af þessu spratt Írans-Contra hneykslið, með öllu sem af því hlaust og á eftir að hljótast. Yfirmenn leynistarfseminnar í Þjóðarörygg- isráði forsetans, Poindexter og North, eru grunaðir um margvísleg lögbrot, jafnvel njósnir sem varða dauðarefsingu hvað North snertir, þegar hann afhenti írönum leynileg- ar upplýsingar úr njósnakerfi Bandaríkjanna til að auðvelda þeim stríðsreksturinn gagn- vart írak. Reagan forseti sjálfur hefur orðið marg- saga um samþykki sitt við vopnasendingum til írans, en á þeim getur oltið, hvort hann telst hafa gengið á embættiseið sinn. Banda- ríkjaforseti er voldugur, en taki hann að hegða sér eins og einræðisherra, fara á bak- við þing og eigin ráðherra, rekur hann sig fyrr eða síðar á hömlur, sem stjórnskipanin er frá upphafi sniðin til að setja slíku athæfi. Þessi vinnubrögð hafa ekki aðeins eftir- köst í Bandaríkjunum, heldur út um allan heim, sérstaklega í samskiptum Bandaríkj- anna við evrópska bandamenn sína í NATO. Stjórn Bretlands og Vestur-Þýskalands hafa varað Bandaríkjastórn við að bregðast fyrir- heiti um samráð varðandi framvindu geim- varnaáætlunarinnar og líka um skilning á samhengi hennar við sáttmálann við Sovét- ríkin um takmörkun gagneldflaugakerfa. Svarið af bandarískri hálfu er skammaræður þeirra Perle aðstoðarlandvarnaráðherra og Adelmans afvopnunarmálastjóra, en hann kvað Evrópuríkjum ekki koma við, hvernig Bandaríkjastjórn túlkaði gagneldflaugasátt- málann. eftir Magnús Torfa Ólafsson Nú bætist ofaná að Rogers er hrakinn úr stöðu yfirhershöfðingja NATÓ þvert gegn vilja Evrópuríkja. Sagt er að í staðinn hyggist Reagan tilnefna John Galvin hershöfðingja, sem hingað til hefur verið yfir herstjórnar- stöðvum Bandaríkjanna við Panamaskurð, en þær taka yfir Mið- og Suður-Ameríku. Ekki bætir úr skák, ef af þessari tilnefningu verður, sá svipur að Bandaríkjastjórn telji nú hlýða að setja mann með reynslu frá banana- lýðveldum í viðkvæmustu stöðuna í sam- skiptum við evrópska bandamenn. Kvartanir stjórna og hermanna Evrópu- ríkja eftir Reykjavíkurfundinn, yfir algerum skorti á samráði um málatilbúnað þar og af- spyrnu lélegri undirbúningsvinnu Banda- ríkjastjórnar einnar og út af fyrir sig, fá sí- vaxandi stuðning frá bandarískum aðilum. Les Aspin, formaður landvarnanefndar Full- trúadeildar þingsins í Washington, lét nýlega frá sér fara það álit sitt og ellefu annarra í þrettán manna Landvarnastefnupallborði, að Reykjavíkurfundurinn væri að hálfu Bandaríkjastjórnar „kennslubókardæmi um hvernig ekki á að standa að samningaumleit- unum milli risavelda." Heildarniðurstaða Aspins og félaga hans er þessi: „Öll gögn, frá því ákvörðun var tek- in um að þiggja sovéska boðið um fund æðstu manna í snatri, þangað til í lokin að reynt var að koma hagstæðum „snúningi" á niðurstöðuna, bera vott um að í Hvíta húsinu ríkti ringl og ringulreið." Fyrir fundinn í Reykjavík talaði Banda- ríkjastjórn um „undirbúningsfund undir fund æðstu manna“, tíu dagar voru til stefnu „og aldrei var borið við að sinna undirbún- ingi undir efnislegar viðræður“, segir Aspin. „En þegar til Reykjavíkur kom, var það einmitt uppástunga frá Reagan, sem breytti fundinum úr tilraun til að leggja línur fyrir síðari fund æðstu manna í fund þar sem reynt yrði að ná saman um raunveruleg ágreiningsefni." Niðurstaða Aspins fær stuðning af frásögn Dons Oberdorfers í Washington Post, en hann hefur beint frá þátttakendum, hvernig tillögurnar, sem Reagan bar fram við Gorbat- sjoff, voru krotaðar á rissblöð á borðshorn- um í Höfða meðan undirbúningsviðræður aðstoðarmanna stóðu milli formlegra funda leiðtoganna. MATKRAKAN Á föstu Hafið til marks að þegar bjart er orðið mili kl. 9 á morgnana og fram til 7 á kvöldin er óhætt að fara að umpotta blómunum. Um svip- að leyti er við hæfi að létta matar- æði sitt, hreinsa líkamann af alls kyns úrgangsefnum og dauðum frumum sem hafa hlaðist upp í honum yfir veturinn til að geta stokkið verulega hýr og léttur inn í vorið. Það skiptir auðvitað meira máli að búa líkamann undir árs- tíðaskiptin með slíku aðhaldi og aðhlynningu en að skipta yfir á sumardekk. Sjálfkrafa losar líkam- inn sig ekki við framangreindan úrgang fremur en bíllinn við vetr- jarhjólbarðana. Það þarf heldur enginn að segja mér, að langafasta kistinna manna hafi verið niður- negld á þessum árstíma eingöngu í samúðarskyni við niðurneglingu frelsarans, og í víðfeðmu trúarlegu sjálfstyftunarskyni. Endurnýjun- argangvirki líkamans er einfald- lega hollt að fasta á einhvern máta a.m.k. einu sinni á ári, ekki síst þegar vorið nálgast. Þá er hollt og gott að hvíla líkamann á áti einn dag í viku eins og nafn föstudags- ins ber með sér. Nú hefst langafasta einmitt í næstu viku, þar sem hún miðast við sjö vikur fyrir páska. Áður fyrr hófst þó föstuhald almennt ekki fyrr en á miðvikudeginum (ösku- degi); næstu dagar á undan nefnd- ust föstuinngangur og voru yfir- leitt ætlaðir til skemmtunar, sbr. bolludag, sprengidag (fátæklegar leifar kjötkveðjuhátíðar) og ösku- dag. Fastan hefur svo verið með ýmsu móti; takmörkun á neyslu tiltekinnar matvöru er kunn í ýms-1 um myndum víða um heim og á sér yfirleitt einhverjar hagrænar eða heilsusamlegar frumorsakir. T.d. er afar óhagkvæmt að slátra lambfullum ám og af þeim sökum er bann við kjötáti upprunalega sprottið upp meðal hirðingjaþjóða á borð við Hebrea. Páskarnir voru svo upphaflega hátíð til að fagna fæðingu fyrstu lambanna og þá átu menn eðlilega páskalambið. En það var ekki fyrr en á 4. öld sem 40 daga fastan fyrir páska er lögð fyrir allan hinn kristna heim. Um þetta segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur: „Helst er svo að sjá sem yfirvöld hafi þá tekið að beita þessu trúarlega matarbanni sem einhvers konar hagstjórnar- tæki. Með því var unnt að tak- marka neyslu almúgans á kjöti og öðrum matartegundum eftir því hvaða afurðum kirkja og aðall þurftu mest á að halda handa sér og sínum. í annan stað hlutu menn því fremur að freistast til að brjóta bannið sem fastan var strangari. En við því lágu einatt misháar sektir, sem runnu beint eða óbeint til kirkjunnar." (Saga daganna, bls. 26). Þá rekur Árni að fastan hafi ver- ið mismunandi ströng á ólíkum tímum í ýmsum ríkjum. Stundum var látið nægja að banna kjöt og þá gjarnan um leið og smjör og egg. Það hét að fasta uid fisk. Væri fiskur líka forboðinn en grænmeti leyft hét það fasta viö þurrt. Að fasta uid huítan mat var það kallað ef mönnum voru meinaðir jarðar- ávextir en máttu láta ofan í sig að vild mjólkurafurðir aðrar en smjör. Ströngust var vatnsfasta þegar aðeins mátti neyta vatns og brauðs með salti. Misjafnt var eftir dögum og föstutímum hvort eta mátti einmælt eða tvímælt á dag. Af sjálfu leiddi að húslestrar voru iðkaðir af miklum móð á langaföstu til að undirstrika að maðurinn lifir ekki á kjöti einu saman. Víða var lesið bæði kvölds og morgna og í því skyni voru m.a. prentaðar „Tvennar sjö sinnum sjö hugleiðingar." Nokkurn veginn heilbrigðu og vel öldu 20. aldar fólki er óhætt að fasta við fisk, hvítmeti eöa þurrt í allt upp undir 40 daga ef því er að skipta. En það hefur áreiðanlega gengið nærri mörgum vannærð- um fátæklingum á tímum rétttrún- aðarins sem strangt til tekið dæmdi hvers kyns nautnir og skemmtan synd, m.a.s. annan söng en þann sem framinn var drottni tildýrðar, hvað þá óþarfa vambkýlingar og vínsull. Það er löngu liðin tíð að yfirvöld á Vesturlöndum þurfi að beita trú- arlegu matarbanni sem hagstjórn- artæki. Bæði er að opinber trúar- brögð eiga í talsverðri vök að verj- ast, og í stað skorts á matföngum verður offramboð æ algengara, samanber eilífar útsölur á kjötfjöll- um hérlendis. Það virðist því í fljótu bragði óklókt hjá Steingrími að gefa út tilskipun um að fasta uid þurrt. Og þó er reyndar aldrei að vita nema íslendingar brygðust við með óstjórnlegri kjötfíkn; þeir eru jú einu sinni svo sólgnir í hið forboðna, samanber það að leggja mannorð sitt og starfsframa að veði við að smygla inn til landsins bjór, hrárri skinku og geitaroasti (það geri ég, að bjórnum undan- skildum!) — og að leggja líf sitt í hættu með því að stunda kynmök varnarlausir við ýmsar aðstæður. Hrædd er ég um að Jón Vídalín og aðrir siðapostular rétttrúnaðar- ins bylti sér órólegir í gröfinni nú um stundir, þeir sem boðuðu að allt kynlíf utan samfarir hjóna í getnaðarskyni flokkaðist undir „viðbjóðslegar girndir" og var refsivert. Allir sem ekki giftust voru álitnir saurlifnaðarmenn og skækjur sem með háttalagi sínu eða illu framferði neyða guð til að senda alls konar plágur yfir þjóð- irnar. En ekki hvað? Að athuguðu máli væri líkast til snjallt hjá stjórninni að upphugsa einhver vélræði til að lokka þjóðina að kjötkötlunum og í hjónabandið. Það væri t.d. hugsanlega hægt að múta Jóhönnu Sveinsdóttur með hrárri skinku og geitarosti til að skrifa bókina Við bullandi kjöt- katla hjónabandsins. Bara titillinn myndi áreiðanlega æra óstöðug- an. í bókinni yrði að sjálfsögðu skírlífishvetjandi kafli um hvernig megi nota hinar alltyfirrignandi verjur við matvinnslu og mat- reiðslu, sé skírlífið á hreinu — við soðningu sláturs, til dæmis. En í millitíðinni er aðgáts þörf — tímarnir krefjast úthreinsunar og einföldunar eins og hér hefur ver- ið rakið. ! lokin birti ég uppskrift að léttri föstu, alias úthreinsunar- kúr, sem gengur eins og eldur í sinu um bæinn. En þeir sem vilja eftir Jóhönnu Sveinsdóttur taka föstuna fastari tökum eða komast á fast leiti sér (vinsamleg- ast) ráðgjafar. Léttur úthreinsunarkúr 1. dagur Morgunm: 1 jógúrt, 6 sveskjur. Hádegism: 1 epli, V2 glas súrmjólk. Kvöldv.: 1 epli, 1 jógúrt. 2. dagur Morgunm.: 1 jógúrt, 1 epli, 6—8 sveskjur. Hádegism.: 1 banani, V/2 glas súr- mjólk. Kvöldv.: 1 epli, 1 jógúrt, magur ostur að vild. 3. dagur. Morgunm.: 1 epli, 1 jógúrt, 10 sveskjur. Hádegism.: 1 banani, 1 epli, 1 jógúrt. Kvöldv.: 1 appelsína, 1 harðsoðið egg- 4. dagur. Morgunm.: 1 epli, 1 jógúrt, 10—12 sveskjur. Hádegism.: 1 epli, 1 banani, 1 jógúrt. Kvöldv.: 1 appelsína, 1 epli, ostur, 200 g magurt kjöt. 5. dagur: Morgunm.: IV2 glas súrmjólk, 1 epli, 10—12 sveskjur. Hádegism.: 1 banani, 1 jógúrt, 1 epli. Kvöldu.: 2 ávextir að eigin vali, 200 g magurt kjöt eða fiskur. Með þessum kúr á að drekka mikið af vatni, einnig má drekka svart kaffi og sykurlausa gos- drykki í hófi. Jógúrtin á að vera hrein, þ.e. óblönduð ávöxtum. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.