Helgarpósturinn - 26.02.1987, Síða 36

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Síða 36
ÉG hygg að allflestir sem leið eiga um Reykjanesbrautina nokkuð reglulega séu löngu hættir að taka sérstaklega eftir álverinu í Straums- vík. Helst að fólk taki eftir hinum háu hvítu og rauðu súrálstönkum og nær kílómetra löngu kerskálum. I slabbinu og slyddunni sem var, er ég ók suður í síðustu viku, féll verk- smiðjan eins og sniðin inn í grámygl- una og snæviþakið hraunið. Erfitt að melta það almennilega að þetta væri vinnustaður hundruða manna og kvenna, þótt skálar og skúrar og höfn næðu yfir stórt svæði. Verksmiðjan var reist á miðjum sjöunda áratugnum og skapaði þá vel þegna atvinnu, mitt í aflabresti, atvinnuleysi og fólksflótta. Ekki síst hefur verksmiðjan reynst gullkista fyrir „Gaflara", sem eru um helming- ur starfsmanna. Nú orðið telst ís- lenska álverið orðið nokkuð gamalt á markaðnum, en miklar viðbætur og endurbætur hafa átt sér stað á undanförnum árum, ekki síst á þeim tíma þegar Hjörleifur Gutt- ormsson dundaði sér við að ergja ál- VÆRUM VIÐ HESTAR! Séð inn eftir öðrum hinna kílómetra löngu kerskála. Fyrr á árum sá varla handa skil, en nú er öldin önnur. Þó er loftið ekki nógu gott núna vegna þess að gallað hráefni barst og er f notkun. i for- grunni er glóandi heitur úrgangur úr einu hinna 320 kerja. Enginn er með úr þarna inni, segul- sviðsins vegna. Seiko- úr Jim Smarts seink- aði sér um 20 mfnútur á tveimur klukku- stundum! furstana. Og nú leitar stóridjunefnd að vænlegum þátttakendum vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Sjálfir aðaleigendur álversins, Sviss- lendingarnir í Alusuisse, hafa ekki áhuga á að taka þátt í því verkefni. Varðmannaskúr og farartálmi bera því vitni að hver sem er fær ekki að valsa inn á svæðið óboðinn. „Það fer ekki hátt, en hingað er ótrúlegur straumur af fólki, fólk að rúnta og fólk utan af landi sem vill skoða verksmiðjuna," upplýsir Jón Stefánsson hliðvörður. Það þarf auðvitað að hafa hemil á hinum for- vitnu. En blaðamaður er með leyfi upp á vasann og fyrri hluti skoðun- arferðarinnar hefst í fylgd með Jakobi Möller starfsmannastjóra og Sœmundi Stefánssyni, ráðunaut framkvæmdastjórnarinnar. Verk- smiðjan er skoðuð hátt og lágt og tæknilegar upplýsingar fylgja eftir því sem við á. Hér verður ekki tí- undaður hinn flókni framleiðslufer- ill, við látum nægja að segja að raf- orka, súrál, kolefni og álflúoríð séu meðhöndluð þannig að úr verður ál! Sjálfsagt þykir tæknimenntuðum starfsmönnum álversins þetta þunn- ur þrettándi, en það verður bara að hafa það. Markmiðið með heim- sókninni er enda ekki að læra allt sem læra má um framleiðsluna, heldur að skoða umhverfið og kynnast mannlífinu. UM síðustu áramót voru starfs- menn ÍSAL alls 582 (voru um 800 þegar mest var), en þar af vinnur helmingurinn við hina eiginlegu framleiðslu; í kerskálunum, ker- smiðjunni, skautsmiðjunni og steypuskálanum. Þá vinnur fjórð- ungur starfsmanna á hinum ýmsu verkstæðum álversins. Flestallir starfsmenn álversins hafa unnið þarna árum saman, enda er meðal- starfsaldurinn á svæðinu tæplega 12 ár í þessari aðeins 18 ára verk- smiðju. Margir hafa verið með frá upphafi. Skoðunarferðin með þeim Jakobi og Sæmundi tekur sinn tíma, enda svæðið stórt og margt að sjá. Sér- staka athygli vekur mikill fjöldi hjóla um allt svæðið. „Það veit í rauninni enginn hvað hjólin eru mörg. Þú gætir alveg eins spurt hversu margir skiptilykiar séu á svæðinu," segir Jakob. Víða má sjá skilti með innanhússmottóinu „Hreint svæði — aigjört æði". Háir sem lágir eru sammála um að meng- un innan dyra og utan og öll um- gengni hafi batnað veruiega með árunum, svona í það heila tekið. Hvað varðar starfsandann voru þeir sammála um það Jakob og Sæ- mundur að yfirleitt væru samskipti stjórnenda og verkamanna mjög góð, og undir það tók Ingvar Páls- son verkfræðingur, sem benti á há- an meðalstarfsaldur, en bætti því við að auðvitað kæmu upp deilur eins og á öðrum vinnustöðum. DAGINN eftir skoðunarferðina fengu blaðamaður og ljósmyndari að valsa frjálsir um svæðið. Aðal- lega var þó staldrað við í kerskálun- um, steypuskálanum og skautsmiðj- unni. Kerskálarnir eru tveir og sam- hliða, hvor um sig tæpur kílómetri á lengd. Hávaðinn er mikill en ekki yfirþyrmandi. Skyggnið þarna inni er ágætt, en þó er gasmistur til stað- ar, sem sogað er frá kerjunum, safn- að saman í stokka og leitt í kerfi þar sem það er hreinsað með súrálinu, sem gleypir í sig flúorefnið. Eitt og eitt hinna 320 kerja er opið og sér í biágula loga. Hvert ker framleiðir yfir 700 kíló af áli yfir sólarhringinn, framleiðslan er í gangi sólarhring eftir sólarhring árið út í gegn og framleiðslugetan um 85 þúsund tonn yfir árið. Álið er flutt úr ker- skála í steypuskála og verður þar að föstu efni. Vinnslan öll er orðin mjög tæknilega þróuð núorðið og erfið líkamleg vinna úr sögunni að mestu. En það þýðir ekki að verka- mennirnir séu yfir sig ánægðir með lífið á vinnustaðnum. Þegar biaða- maður settist með nokkrum ker- skálakörlum í þröngan kaffiskúr kom nefnilega fram talsverð ólga. Sömu ólgu var að finna hjá mönn- um í steypuskálanum og skautsmiðj- unni. „Loftið í kerskálunum er rnjög slæmt núna og hefur verið í 3—4 mánuði. Það er miklu meira gas í loftinu, því að hráefnið sem við er- um að vinna með er handónýtt. Það kemur hmgað með reglulegu milli- bili handónýtt hráefni. „Þeir hjá Alu- suisse virðast stíla upp á það að henda í okkur þessu hráefni, sem þeir geta sjálfsagt ekki sent annað," segir „kerskálakarl" og annar bætir við: „Mér finnst allt of lítið gertað því hjá fjölmiðlunum að þeir komi hingað og upplýsi alþjóð um helvítis óloftið, og það er vel gert af þér að koma hingað. Og að ræða við okk- ur, en ekki bara toppana. Það er reyndar merkilegt að þú skulir fá að sitja einn hérna inni með okkur; yfirleitt eru þeir yfir öllum gestum eins og varðhundar og leiða menn eftir ákveðnum sparirúnti sem búið er að þrífa fyrirfram — og halda mönnum frá okkur körlunum." Þeir kvarta flestir mjög yfir óloftinu, en mest er þó kvartað yfir skilnings- leysi yfirmannanna í garð verka- mannanna. Samskiptin greinilega ekki upp á það besta um þessar mundir. „Eg hef unnið bæði til sjós og lands, hin margvíslegustu störf. Hér er stjórnunin hins vegar sú skrýtn- Svæöiö er stórt og hjól algeng farartæki. „Það veit enginn hversu mörg hjól eru á svæöinu. Þú gætir eins spurt hversu margir skiptilyklarnir eru". Nýlega voru þessir áltökubdar teknir f gagnið. Að sögn eins kerskálamannanna hafa þeir nokkrum sinnum farið niður um ristarnar í gólfinu. „En það er ekki hlustað á okkur. Eitthvert verkfræðifyrirtæki I Reykjavík segir að þetta sé allt ílagi og þá er náittúrlega ekkert að marka okkur". eftir Friðrik Þór Guðmundsson 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.