Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 7

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 7
er talið að þessi ákvörðun gæti orð- ið meðal allra fyrstu embættisverka hans. Það gæti valdið enn meiri pólitískum þrýstingi en ella þar í íandi. Talsmaður grænfriðunga sagði í samtali við HP, að ef yfirvöld reyndu að komast undan lögum og alþjóð- legum samþykktum, og leyfðu Is- lendingum að sækja kjötið, þá yrðu mikil læti í Hamborg og málinu yrði hleypt upp. KLÚÐUR STJÓRNVALDA Eins og áður sagði fóru þýsk yfir- vöid fram á pappíra sem segðu meira til um innihald farmsins en áður hafði komið fram. Viðskipta- ráðuneytið sem úthlutaði útflutn- ingsleyfi til að byrja með hafði ekki fengið neina bón um ítarefni, sam- kvæmt upplýsingum Þórhalls Ás- geirssonar ráðuneytisstjóra, en Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu sagði að ráðu- neytið hefði verið að vinna að mál- inu og m.a. sent pappíra. Frá Þýskalandi fengust hins vegar þær upplýsingar að skjölum utan- ríkisráðuneytisins frá 21. apríl sl. hefði einnig verið vísað frá vegna ónógra upplýsinga. Heimildarmenn HP meðal hvalverndunarmanna á Islandi kváðust ekkert skilja í þessu klúðri og kváðu allar þessar fáu fréttir kalla á spurningar: Var verið að reyna að smygla hvalkjöti? Tóku íslensk ráðuneyti þátt í blekkingar- leik fyrir Hval hf.? Vissu íslensk yfir- völd ekki um lög og alþjóðlegar samþykktir? VEIK STAÐA ÍSLANDS Sumir heimildarmenn telja að staða íslendinga sé mjög veik í mál- inu og eigi eftir að koma sér mjög illa fyrir útflytjendur vöru frá Islandi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. íslendingar hafi haft frumkvæði að hafréttarsáttmálanum og hugsanleg brot þeirra á alþjóðlegri samþykkt eins og þeirri áðurnefndu, muni VGNARHJÚPI „UTANRÍKISPÓLITÍSKT HNEYKSLI" I grein eftir dr. Erlend Haraldsson í Morgunblaðinu 14. apríl er ýjað að því að ástæða sé til að ætla að skjalafals eða villandi upplýsingar í skjölum um innihald gámanna hafi verið með vitund íslenskra yfir- valda, því þau veittu útflutningsleyf- ið. Um stefnuna sem fram kemur í málinu segir dr. Erlendur: ,,1 reynd er þessi stefna utanríkispólitískt glappaskot og hneyksli hvað sem allri hvalavernd líður." Samkvæmt heimildum HP munu þýsk yfirvöld hafa leitað fregna hjá japönskum yfirvöldum um það hvort von væri á hvalkjöti frá ís- landi. Japanir hafi skýrt svo frá, að því er okkar heimildir herma, að þeim væri ekki kunnugt um að von væri á hvalkjöti frá íslandi, því eng- inn innflytjandi hefði sótt um leyfi um þetta leyti. Enn aðrar heimildir HP herma, að beðið hefði verið um viðbótarpapp- íra einungis til að vinna tíma, til að geta leyst málið án þess að færi í hart. Þjóðverjum sé mjög í mun að varðveita góðan frið við íslendinga og vilji seilast mjög langt til að koma í veg fyrir meiri háttar leiðindi, sem annars gætu verið í uppsiglingu. Mörgum þykir einnig óskiljanlegt að íslendingar skuli hafa farið þessa leið , vegna þess að hérlendum yfir- völdum (ráðuneytunum) hafi verið fullkunnugt um samþykktina áður- nefndu sem stundum er kennd við Washington. Viðskipti blandast að sjálfsögðu inn í þetta mál. Þjóðverjum er mjög í mun að vernda samkeppnisað- stöðu fríverslunarsvæðisins í Ham- borg, og vilja því leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að viðskipta- vinir fælist frá fríhöfninni. En það eru fleiri hagsmunir sem eru í húfi hjá v-þýskum yfirvöldum. Margs konar umhverfisverndar- samtök eru þar félagslega mjög sterk og viðhorf almennings til slíkra mála er gjörólíkt því sem við íslendingar þekkjum. Ef til vill er mjög erfitt fyrir íslendinga að setja sig í spor Þjóðverja að þessu leyti, m.a. vegna þess að umhverfi þeirra og líf er undir stöðugri ógnun af verksmiðjurekstri og mengun hvers konar. Tsjernóbíl-geislunin ýtti mjög undir alvöruþrungin viðbrögð stjórnvalda þegar eitthvað kemur upp á er varðar umhverfismál; líf dýra og manna. í hvalamálinu er ekki einungis um að ræða Greenpeace-samtökin, heldur fjölmörg önnur hliðstæð samtök, stjórnmálahreyfingu Græn- ingja, og öfluga hreyfingu umhverf- isverndarfólks í öllum stjórnmála- flokkum þar í landi. Þar sem græn- friðungar komu upp um hvalkjötið í gámunum er ljóst, að litið verður á úrslit málsins sem prófmál af hálfu grænfriðunga og þeir segjast munu fylgja því vel eftir, að því er talsmað- ur þeirra í Hamborg sagði í samtali við HP í gær. V-Þýskaland er sambandslýð- veldi, þannig að það er myndað úr nokkrum tiltölulega sjálfstæðum ríkjum. Hamborg er forn verslunar- staður Hansakaupmanna og er ríki með aðild að sambandslýðveldinu. Fríverslunarsvæðið heyrir hins veg- ar samkvæmt upplýsingum Zube í vestur-þýska sendiráðinu í Reykja- vík undir ríkisstjórn sambandslýð- veldisins alls. Þannig að það mun ekki verða stjórnin í Hamborg sem ákveður endanlega hvað gerist í málinu, heldur stjórnin í Bonn. Wallman fráfarandi umhverfis- málaráðherra í Bonn vann kosn- ingasigur í ríkinu Hessen og er orð- inn þar forsætisráðherra. Við embætti hans í Bonn tekur Töpfer úr röðum kristilegra demókrata, og leiða til mikillar hneykslunar og tor- tryggni á landanum. Þá hlýtur einnig að vera spurt, ef til dæmis svo fer, að kjötið verði eyðilagt, hvort Hvalur hf geti gengið peningalega. Fyrirtækið á að greiða kostnað af „vísindastörfum" vegna hvalveiða og þetta sé komið á mörk þess að geta borið sig. Ef svo færi að kjötið ytra yrði eyðilagt færu millj- ónir króna í súginn. Slíkt gæti ekk- ert fyrirtæki borið bótalaust. Þá munu fiskútflytjendur einnig hafa sérstakar áhyggjur ef hvala- málið heldur áfram að vera slíkt neikvætt umfjöllunarefni erlendis. íslendingar og afurðir þeirra hafi vaxandi neikvæða ímynd, næstu kosningar í Bandaríkjunum muni enn styrkja umhverfisverndar- menn, þar sem demókratar eru enn harðari en núverandi valdhafar í Washington og svona er áfram lengi tahð. TAP Margir leggja málið þannig út, að íslendingar tapi því hvernig sem fer. Ef íslendingar fái að sækja kjötið án þess að mikið fari fyrir því, muni það leiða til meiri þáttar mótmæla og jafnvel aðgerða í V-Þýskalandi, sem bitni á íslenskri framleiðslu. Hins vegar, ef kjötið verður eyði- lagt, mun Hvalur hf. ekki geta staðið í þessu lengur og milljónir króna af útílutningsverðmætum tapast. ímynd þjóðarinnar er hins vegar erfitt að verðleggja og enn erfiðara að leggja verðgildismat eingöngu á hvaldýrin í sjónum við ísland. Þjóðverjar eiga sem sagt um tvennt að velja að mati margra þeirra: í fyrsta lagi að eyðileggja kjötið og afla sér óvináttu íslenskra yfirvalda og skaða viðskiptahags- muni Hamborgarhafnar, í öðru lagi að leyfa Hval að sækja kjötið og afla þýskum yfirvöldum þar með óvin- sælda sem eru dýrkeyptar í um- hverfisverndarmálum í V-Þýska- landi. Þórhallur Ásgeirsson viðskiptaráðuneytinu: EKKERT HEYRT MEIRA UM MÁLIÐ — Nú get ég ekki svarað, ég hef ekki heyrt neitt um þetta mál í tvær þrjár vikur, sagði t>órhallur Asgeirs- son ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu. Þórhallur kvað viðskiptaráðu- neytið ekki hafa verið beðið um að hafa nein samskipti við þýsk yfir- völd vegna þessa máls. Þórhallur var spurður um viðbótarskjöl, sem þýsk yfirvöld hefðu farið fram á, hvort þau hefðu verið send? „Það eina sem við könnumst við er að við veittum útflutningsleyfi eins og við höfum gert áður, en svo vitum við ekkert meira en það sem staðið hefur í fjölmiðlum um Þýska- landsmálið. Kristján Loftsson virðist sjálfur vera að vinna að því að leysa þann vanda." En hefur viðskiptaráðuneytið eitt- hvað með málið að gera, ef kemur til ágreinings milli ríkisstjórna land- anna? „Við förum náttúrlega ekki að taka málið upp sem ákæruatriði, nema samkvæmt beiðni þess aðilja sem á hlut að málinu, þ.e. Hvals hf. í þessu tilfelli. Við erum náttúrlega aðiljar að utanríkisviðskiptunum í heild og þess vegna kann að vera að byggt verði á okkar umsögn ef farið verður í þetta mál. En við höfum ekki verið beðnir um að gera neitt í málinu og þá erum við ekki að bjóða fram okkar þjónustu." Wolfgang Fischer hjá Greenpeace í V-Þýskalandi: ÞÁ VERÐA MIKIL LÆTI — Það mun vekja gífurlega at- hygli og leiða til mikilla mótmæla ef reynt verður að sækja hvalkjötið héðan með ólöglegum hætti, sagði Wolfgang Fischer á skrifstofu Greenpeace í Hamborg er HP leitaði upplýsinga um hvernig málið stæði þar. Hann upplýsti að þeir viðbótar- pappírar sem þýsk yfirvöld hefðu farið fram á væru komnir til lands- ins. Þeir væru dagsettir á Islandi þann 21. apríl. Þýsk yfirvöld hefðu þegar vísað þessum pappírum frá, þar sem þeir væru einnig ófullnægj- andi eins og farmskjölin sem upp- haflega fylgdu með þessum farmi. Wolfgang Fischer kvað endan- lega ákveðið hvað gerðist í málinu í þýsku ríkisstjórninni. Beðið er eftir formlegri valdatöku nýs umhverfis- verndarmálaráðherra í Þýskalandi, en ráðherrann sem fór með þessi mál er orðinn forsætisráðherra í sambandslýðveldinu Hessen. Fischer kvað fjölmörg virk og fjöl- menn umhverfisverndarsamtök fylgjast vel með þessu máli og þess beðið að hvalafurðirnar yrðu eyði- lagðar. Það hafi vakið mikla athygli þegar grænfriðungar afhjúpuðu innihald gámanna og ef ætti að fela málið eða láta afurðirnar ganga áfram, þá yrði mikið uppistand. Kristján Loftsson: Hval hf. LEYSIST j NÆSTU VIKU — Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta hlýtur að leysast, sagði Kristj- án Loftsson forstjóri Hvals í samtali við HP í gær. Hann kvað páskana hafa tafið málið, „svo eru einhverjar nýjar reglur og lagaákvæði og menn eru túlkandi þetta á hundrað vegu og biðjandi um eitthvað án þess að vita almennilega hvað þeir eru að biðja um, þannig að þetta tekur lengri tíma en eðlilegt er,“ sagði Kristján. Kristján kvað farminn vera tryggðan og þannig ekki efnahags- lega háð úrslitum málsins. Hann kvað fyrirtækið hafa flutt hval þessa leið frá 1975, rúm 20 þúsund tonn og á farmskjölunum hefur alltaf staðið það sama, „frozen whale products", þannig að þessar nýju reglur og viðbrögðin í Þýskalandi hefðu komið fyrirtækinu mjög á óvart. Þessar reglur eru túlkunar- atriði og greinir menn mjög á um þær, um þær er deilt í Þýskalandi og milli landa, sagði Kristján. Þá er einnig deilt um gildi samþykkta og túlkun laga á fríverslunarsvæði. Hann kvað ekki alveg ljóst hvað ætti að standa í þeim pappírum, sem þeir samt væru að biðja um. Kristján var ómyrkur í máli gagn- vart græningjunum: Hvalurinn er kominn á lista með kaktusum, krókódílum og hlébörð- um — ef þeim er svona illa við okk- ur hvenær kemur þá að því að þorskurinn lendi á þessum friðar- lista? Hann kvaðst vonast til að mál- ið leystist í næstu viku, en sér væri full vel ljóst að þar ytra væru margir sem elskuðu hvalinn. „Þetta kom algerlega flatt upp á okkur, maður stæði ekkert í því að senda kjötið þessa leið ef vitað væri að þetta væri ekki hægt, ísland er svo lítið land að þú heldur ekkert svona hlutum leyndum, og færir ekkert að reyna að smygla þessu þarna í gegn með því að skrifa eitt- hvað allt annað á farmbréfin en það sem er innihald gámanna." En til hvaða pappíra eru Greenpeace- menn þá að vitna? „Ætli þeir hafi ekki búið til þessa pappíra sjálfir, þeir eru allavega ekki frá okkur komnir," segir Kristján Loftsson. En ef hvalkjötið verður eyðilagt í Hamborg? „Þá þurfa þeir að hafa mikið af grilltækjum í Hamborgarhöfn," sagði Kristján og hló við. Lothar Zube, v-þýska sendiráðinu: ÞAD ÆTTIAÐ EYÐILEGGJA KJÖTIÐ — Samkvæmt vestur-þýskum lög- um ætti strangt til tekið að eyði- leggja kjötið sem nú hvílir í gámun- um í Hamborgarhöfn, sagði Lothar Zube í þýska sendiráðinu í Reykja- vík er HP innti hann fregna af mál- inu. „En það kann fleira að liggja til grundvallar." Zube taldi einnig að „de facto“ bæri yfirvöldum samkvæmt lögun- um að meina íslendingum að sækja hvalinn, en engu að síður hefði eng- in ákvörðun verið tekin þar um og væri ennþá verið að fjalla um málið. Það væri engan veginn svo einfalt, því gæta þyrfti að margs konar hagsmunum sem felast í málinu. Zube kvað sendiráðið á íslandi ekkert hafa með málið að gera, formlega amk., á þessu stigi. Hann gat þó upplýst að málið varðaði hugsanlega tvenns konar lög í V-Þýskalandi, þ.e. annars vegar væri hér um að ræða hugsanlegt brot á samningi sem V-Þjóðverjar eiga að- ild að ásamt flestum ríkjum í V-Evrópu og hins vegar brot á v-þýskum lögum sem nýlega hafa tekið gildi. Allt er þetta mál því mjög flókið og taldi Zube ekki útilokað að loka- ákvörðun yrði tekin á næstu dögum af ríkisstjórninni í Bonn. Sú ákvörð- un gæti orðið meðal fyrstu emb- ættisverka nýs umhverfisverndar- málaráðherra í V-Þýskalandi. Hannes Hafstein utanríkisráðuneytinu: LÁTUM EKKERT UPPI — Þetta mál er í athugun hjá okk- ur, en ég held að ég geti ekki látið uppi hvað við erum að gera, ég ætla ekki að láta Þjóðverja lesa í blöðun- um hvað við ætlum að gera áður en við tölum við þá, sagði Hannes Haf- stein ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu þegar HP innti hann eftir stöðu málsins. HP spurði einnig hvort ráðuneytið hefði sent Þjóðverjum umbeðin við- bótarskjöl. „Þeir eru búnir að fá það allt saman." Hann kvað siðvenju að fara varlega með mál eins og þessi í fjölmiðlum, hér væri um mikil við- kvæmnismál að ræða. „Við reynum að koma okkar sjónarmiðum og kröfum á framfæri við þýsk stjórn- völd í þeirri von að það leysi málið, en hvernig það verður nákvæmlega gert, get ég að sjálfsögðu ekki látið uppi." HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.