Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 11
megnið af þessum margumtöluðu 48 atkvæðum. Við það felldi Ingi Björn Albertsson (S) Skúla Alex- anderson (G)af þingi, Kristinn H. (G) kæmi inn og felldi Sighvat (A), Lára (A) kæmi inn og felldi við það Geir (D) og Björn Dagbjartsson (D) kæm- ist á þing. Enn sem fyrr yrði Máltn- fríður (V) flakkarinn. Alvarlegustu breytingarnar verða ef Framsóknar- flokkurinn ætti þessi atkvæði öll eða að minnsta kosti öll nema eitt. Þá væri það Davíð Aðalsteinsson (B) sem kæmi inn sem kjördæma- kjörinn og felldi Skúla (G) af þingi. Við það bættu framsóknarmenn við þingflokk sinn og yrðu eftir það 14 á þingi. En þeir næðu ekki mannin- um af Alþýðubandalaginu, því Kristinn H. Gunnarsson (G) á Vest- fjörðum kæmi inn og felldi Sighvat (A). Alþýðuflokksmenn fengju þá uppbótarmann Austurlands og Guðmundur Einarsson (A) kæm- ist á þing. Við það lægi Egilí Jóns- son (D) úti, en félagi hans, Björn Dagbjartsson (D) á Norðurlandi eystra kæmi á þing. Við það félli sjötti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, Geir H. Haarde, og lægi óbættur hjá garði. Sjálfstæðismenn yrðu eftir þetta 17 á þingi. En breytingarnar eru ekki um garð gengnar, því Reykvíkingar ættu enn rétt á uppbótarmanni. Sá yrði Guðrún Halldórsdóttir af Kvennalista. En þar sem þær konur eiga ekki rétt á fleiri uppbótar- mönnum dytti Danfríður Skarp- héðinsdóttir út af þingi og Málm- fríður Sigurðardóttir á Norðurlandi eystra yrði flakkarinn í hennar stað. Breytingarnar yrðu ekki jafn af- drifaríkar ef megnið af atkvæðun- um lenti hjá öðrum flokkum en þeim sem að ofan greinir. En þessi 48 atkvæði geta skipt sköpum fyrir 13 manns og valdið því að Fram- sókn vinnur þingmann af sjálfstæð- ismönnum. Svona til fróðleiks má bæta því við að þessi þúfa er 0,52637% af greiddum atkvæðum í Vesturlandskjördæmi og 0,31084% af greiddum atkvæðum á landinu. Þau eru um margt kostuleg nýju kosningalögin. .. Börn líta á lífið sem leik. Ábyrgöin er okkar- fulloröna fólksins. Þaðerdýrt rafmagnið sem þú dregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! RAFMA3NSVEITA REYKWÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 HP-áskrifendur Helgarpóstsins œttu nú aö vera búnir aö fá heimsenda gíróseöla frá blaöinu. Þeir eru vinsamlegast beönir aö greiöa skuld sína ekki síöar en 15 dögum eftir móttöku seöilsins. Aö þeim tíma liönum veröur hún sett í innheimtu sem hefur í för meö sér aukakostnaö fyrir áskrifendur. Dráttur á greiöslu hefur og í för meö sér aö blaöiö berst ekki lengur til áskrifenda. ATH!! ELDRI GÍRÓSEÐLAR ERU ÓGILDIR HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.