Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 14

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 14
„Skyldurækinn tækifaerissinni — góður lögfræðingur" — Ungir laganemar mótmæltu nærveru Waldheims á umræddu lögfræð- ingaþingi. Óháð samtök sem börðust gegn kosningu Waldheims rannsaka nú m.a. störf lögfræðinga og dómara sem héldu embætti sfnu eftir stríðið þrátt fyrir þjónustu við nasista. Meö einangraöan þjóöhöföingja kljást Austurríkismenn viö reimleika úr fortíöinni Austurríkismenn hafa kosiö yfir sig forseta sem fœstum sýnist líkleg- ur til ad geta ordid þjóö sinni til mik- ils gagns. Raunar skrifadi Le Monde í París að af forseta þessum gœtu beinlínis stafad viösjár fyrir austur- rísku þjóðina. / vitund fjölmargra landa sinna er hann stödug áminn- ing um „óþrifalega fortíd okkar". Þad er ekki mikill erill í forsetabú- staönum, Hofburg-höllinni í miö- borg Vínar, þar sem Franz Jósef II sat eitt sinn yfir glæstri hird. Fyrir tíu árum var forsetinn hœst setti dipló- mat í heiminum; fyrir fjörutíu árum var hann uppgjafasoldáti úr hern- adarvél Þriöja ríkisins. Nú bíður hann vondaufur eftir langlínusím- tali sem gœti oröiö honum til afböt- unar og álitsauka. Fyrir tæpu ári var Kurt Waldheim kjörinn forseti Austurríkis undir slagorðinu Við Austurríkismenn kjósum þann sem við viljum! Sigur Waldheims var afgerandi og aldrei i hættu. En það má leiða að því gild rök að fjöldi kjósenda hafi ekki kos- ið Waldheim vegna mannkosta hans, heldur hafi þeir viljað setja of- an í við aðila erlendis sem reyndu allt hvað af tók að koma í veg fyrir að hann næði kjöri. Afskipti Alþjóð- lega gyðingaráðsins í New York af forsetakosningunum fóru harkalega fyrir brjósið á þeim sem eru hægra megin í stjórnmálunum. „Nasista- veiðarinn" Simon Wiesenthal snupraði ráðið fyrir að hafa í hótun- um við gervalla austurrísku þjóð- ina. Reiðiöldur gengu yfir austur- rísku pressuna og Michael Graff, aðalritari hins íhaldssama Austur- ríska þjóðarflokks (ÖVP), hellti úr skálum reiði sinnar yfir „þessa æru- lausu pottorma í Alþjóðlega gyð- ingaráðinu". Síðan þá hefur hallað undan fæti fyrir Kurt Waldheim. Skoðanakann- anir sýna að hann nýtur æ minna trausts. Þá sem greiddu honum at- kvæði í kosningunum iðrar ef til vill ekki svo mjög að hafa valið til æðsta embættis mann sem liggur undir þeim áburði að hafa verið viðriðinn stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöld- inni. Hinsvegar hefur stuttur veldis- tími hans fært Austurríkismönnum heim sanninn um það hvílíkur ókostur það er að hafa forseta sem er svo gott sem rúinn trausti á al- þjóðavettvangi; „heimatilbúinn for- seta sem er dæmdur til að sitja heima“, eins og þýska blaðið Die Welt orðaði það. Waldheim hafði heitið því að verða óvenju framtaks- samur forseti, en innan Austurríkis virðast menn heldur ekki vera ýkja áfjáðir í samneyti við hann. Forveri hans í embætti, Rudolf Kirschláger, vinsæll maður og virtur, var mikið á faraldsfæti og er sagður hafa komið í hvert fjós í Austurríki. En þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að hann hygðist helga sig fósturjörðinni fyrsta embættisárið, hefur Wald- heim lítið verið á vappi meðal þegna sinna. Líkt og forseti Islands er forseti Austurríkis samkvæmt hefð hafinn yfir dægurþras og mestalla gagn- rýni. Samt heyrist það æ oftar hvísl- að að fyrrum stuðningsmönnum Waldheims væri öldungis ósárt að sjá hann láta af embætti — þá vænt- anlega undir því yfirskini að hann sé veill til heilsunnar. UMDEILD ANDLITSLYFTING Á sama tíma ræða stjórnmálafor- ingjar um að nú sé mál að fríkka ásjónu Austurríkis útávið. Sú hug- mynd sem útlendingar gera sér um Austurríki hefur sannarlega um- turnast á síðustu tveimur árum. Samnefnari landsins er ekki lengur vínarbrauð, valsatónlist og alparós- ir. Það má kalla það einskonar for- leik að Waldheim-málinu þegar Friedhelm Frischenschlager, þáver- andi varnarmálaráðherra, tók fagn- andi á móti Walter nokkrum Reder á Vesturjárnbrautarstöðinni í Vín í byrjun árs 1985. Reder þessi er fyrr- um foringi í SS og hafði setið af sér langan dóm fyrir stríðsglæpi á ítal- íu. Því næst var það vínhneykslið mikla, þegar uppvíst varð að austur- rískir vínbændur höfðu drýgt fram- leiðslu sína með kemískum efnum. Og loks var það Kurt Waldheim sem kastaði álútum skugga sínum yfir þessa „Sælueyju" (Insel der Seelig- en), sem svo var oft nefnd á veldis- tíma Bruno Kreisky kanslara. Þegar öll kurl eru komin til grafar hefur Sælueyjan ekki reynst vera svo ýkja sæl.. . Michael Graff, aðalritari ÖVP, fer ekki í grafgötur með að það sé ekk- ert áhlaupaverk að lagfæra ímynd Austurríkis erlendis. I viðtali við Helgarpóstinn segir Graff sem var ■■■■■■■■eftir Egil Helgas ákafur stuðningsmaður Waldheims í forsetakosningunum: „Náttúrlega náum við þessu marki ekki einfald- lega með því að gera Fílharmóní- una og hvítu hestana úr Spænska reiðskólanum út af örkinni, enda þótt við getum verið stoltir af hvoru tveggja. Við getum ekki annað en reynt að koma því smátt og smátt áleiðis að við séum ekkert verri en aðrar þjóðir og ekkert betri heldur." Aðrir eru ekki jafn ginnkeyptir fyrir tali stjórnvalda um að auka hróður Austurríkis á erlendri grund. Mörgum finnst þetta ekki annað en hrópandi þversögn: „Okkur væri nær að breyta sjálfum okkur en ímynd okkar. Ef við breytum okkur sjálfum leiðréttir ímyndin sig sjálf- krafa," segir Maximillian Gottslich, háskólaprófessor í Vín, sem hefur rannsakað vöxt gyðingahaturs í Austurríki í kjölfar Waldheim-máls- ins. „Þegar maður uppgötvar allt í einu hversu ljótur maður er í framan er ekki mikið gagn í því að reyna að fela það með einhverjum kynstrum af andlitsfarða," segir Paul Groz, einn helsti leiðtogi þeirra 7000 gyð- inga sem búsettir eru í Austurríki. Groz bjó í felum í Vínarborg öll stríðsárin og þegar Helgarpósturinn spyr hann álits á því hvort Austur- ríkismenn hafi komist undan því að hreinsa sig af nasismanum eftir stríðið, svarar hann: „Sökin er líka mín. Eftir stríðið lokaði ég líka aug- um og eyrum og lét yfirvöldunum verkið eftir." MIKIL ANDÚÐÁ GYÐINGUM Enda þótt antí-semítismi sé „ekki öflugt stjórnmálaafl í Austurríki er hann sterkari þar en með nokkurri annarri vestrænni þjóð," skrifar Robert Knight, breskur sagnfræð- ingur, í grein sem f jallar um eftirköst nasistatímans í Austurríki. Ritsmíð þessi birtist í Times Literary Supple- rnent og vakti litla hrifningu í aust- urrísku hægri pressunni. Gyðingahatur er náttúrlega erfitt að mæla, en skoðanakönnun sem Gallup-stofnunin gerði í fyrra virðist renna stoðum undir fullyrðingar Knights. Önnur skoðanakönnun og umtöluð var reyndar gerð í janúar síðastliðnum en framkvæmd henn- ar hefur verið svo umdeild að hæpið 1 myndir Jóhann Kneihs Urba er að vitna í hana. í Gallup-könnun- inni kom á daginn að 48 prósent að- spurðra töldu að gyðingar hefðu of mikil efnahags- og stjórnmálavöld. Árið 1980 var þessi tala 33 prósent. Fjöldi þeirra Austurríkismanna sem töldu að gyðingar hefðu óbeit á erf- iðisvinnu hafði aukist úr 32 prósent- um í 38 prósent eftir forsetakosning- arnar. 16 prósent töldu að Austurríki væri það betra og hollara að hafa enga gyðinga. 38 prósent álitu að gyðingar sjálfir bæru að hluta til sök á því hversu oft þeir hafa mátt sæta ofsóknum. „Við verðum að vera sívakandi fyrir þessu vandamáli. Hjá fáum þjóðum hefur það getið af sér slíkar hörmungar. Ólíkt Þýskalandi þurfti Austurríki ekki að gjalda dýru verði fyrir þá glæpi sem framdir voru í stríðinu. Samkvæmt skilgreiningu vorum við fyrsta fórnarlamb árásar- stefnu nasista," segir Erika Weinzirl, prófessor í nútímasögu við Vínarhá- skóla og höfundur fjölda bóka um Austurríki eftirstríðsáranna. Og hún bætir við: „Við ættum líka að reyna að muna eftir þeim sem oftast gleymast — nefnilega þeim sem létu lífið." NÝTT AUSTURRÍKI Waldheim-málið hefur neytt Aust- urríkismenn til að horfast í augu við sjálfa sig og fortíð sína. „Margir Áusturríkismenn hafa orðið að gera það sem þeir höfðu ekki kjark eða vilja til í fjörutíu ár,“ segir Simon Wiesenthal í viðtali við Helgarpóst- inn. Þessi sjálfskoðun hefur að hluta til orðið vegna þrýsings erlendis frá, en það ber heldur ekki að gera lítið úr starfi ýmissa félagasamtaka sem beittu sér gegn kjöri Waldheims. Eitt þeirra heitir því stóra nafni Lýð- veldisklúbburinn — Nýtt Austurríki. Þessi sundurleitu regnhlífasamtök voru stofnuð í forsetakosningunum til að hrekja þá fullyrðingu Kurt Waldheims að hann hefði ekki gert nema „skyldu sína“ í stríðinu. Og félagsskapurinn starfar áfram „gegn gleymsku og sögufölsunum" og til þess að „sanna fyrir Austur- ríkismönnum jafnt sem útlending- um að til sé annað Austurríki". Helgarpósturinn spyr Peter Kreisky, félaga í Nýju Austurríki og son Bruno Kreisky, hvort þessi um- ræða hljóti ekki að verða endaslepp, hvort öldurnar fari ekki brátt að lægja. Kreisky svarar: „Waldheim- málið var sá dropi sem fyllti mæl- inn. Allt í einu opnaðist sannkölluð Pandóruaskja. Við eigum enn eftir að sjá hvaða fleiri draugar skríða uppúr henni." Það er ekki ósennilegt að á bak við slétta og fellda framhlið austur- rísks samfélags séu ennþá reimleik- ar. Til að mynda hefur Nýtt Austur- ríki uppá síðkastið verið að rýna í lífshlaup dómara og iögfræðinga sem fengu að halda embættum sín- um þegar Annað lýðveldið var sett á stofn eftir stríðið, þrátt fyrir að þeir hefðu þjónað undir nasistum og á tíma austurríska fasismans, 1933- 38. LYGARI EÐA GLÆPAMAÐUR? Enn hafa engin gögn komið fram sem sanna það óyggjandi að Kurt Waldheim hafi gerst sekur um stríðsglæpi. Eins og kunnugt er hafa honum einkum verið bornar þrenn- ar sakir á brýn. Waldheim reyndi að dylja þá staðreynd að hann var meðlimur í þrennum samtökum nasista áður en stríðið hófst og hélt því statt og stöðugt fram að hann og fjölskylda sín hefðu alltaf verið and- snúin nasismanum. I fjörutíu ár tókst honum að halda því leyndu að hann hefði gegnt herþjónustu á Balkanskaga frá 1942-44. í Júgó- slavíu var Waldheim liðsforingi í sveitum sem meðal annars höfðu það hlutverk að taka af lífi óbreytta borgara í hefndarskyni fyrir þýska hermenn sem höfðu verið vegnir af skæruliðum. Eftir stríðið setti júgó- slavneska leyniþjónustan nafn Waldheims á lista yfir meinta stríðs- glæpamenn, en það plagg týndist með torskýranlegu móti. Þegar Waldheim var í Grikklandi fór þar fram stórfelldur brottflutningur gyðinga í útrýmingarbúðir. Af því þóttist hann ekkert vita. í viðtali sem birtist i Helgarpóstin- um segir Simon Wiesenthal að í sínum augum sé Kurt Waldheim lyg- ari en ekki glæpamaður: „Ef Wald- heim hefði sagt sannleikann hefði hann komist frá málinu með glæsi- brag. í staðinn þrætti hann alltaf fyr- ir. Hann mundi ekki, hann sagðist ekki hafa séð neitt, hann varð tví- saga. Það er ekki hægt að sakfella 14 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.