Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 15
Kurt Waldheim við opnun lögfræðiþings við lagadeild Vínarháskóla f marslok.
Waldheim veifar mótmælendum og andstæðingum sínum.
m
manninn fyrir að hafa vitað að 50
þúsund gyðingar voru fluttir frá
Saloniki á þeim tíma sem hann
gegndi herþjónustu í Grikklandi.
Auðvitað hlýtur hann að vita það.
Hann er ekki blindur. Þegar hann
heldur því statt og stöðugt fram að
hann viti ekki neitt verður hann tor-
tryggilegur. Hvaða annarlegu
ástæður liggja þarna að baki, spyrja
menn. Waldheim hélt ótrúlega
heimskulega á málum og var í raun-
inni versti óvinur sjálfs sín.“
Simon Wiesenthal lagði til að sett
yrði á laggirnar alþjóðleg rannsókn-
arnefnd sagnfræðinga til að skera
úr um sekt eða sakleysi Waldheims.
Waldheim og stuðningsmenn hans
tóku því víðs fjarri. Því búa Austur-
ríkismenn nú við forseta sem í
versta falli er stríðsglæpamaður, en
í besta falli óforbetranlegur tæki-
færissinni sem orðið hefur uppvís
að ósannsögli.
ÖLUKKULEGIR HVEITI-
BRAUÐSDAGAR
RÍKISSTJÓRNAR
Aðgerðalítiil og einangraður
hangir Waldheim eins og Demó-
klesarsverð yfir nýrri samsteypu-
stjórn sem mynduð var í janúar síð-
astliðnum af tveimur stærstu stjórn-
málaflokkunum, Austurríska þjóð-
arflokknum og Sósíaldemókrata-
flokknum (SPÖ). Þessi stjórn hefur á
bak við sig um 85 prósent kjósenda.
Samt álítur Erika Weinzirl prófessor
að það samlyndi sem verið hefur
eitt helsta kennimerki Annars lýð-
veldisins sé á undanhaldi.
Hveitibrauðsdagar nýju stjórnar-
innar hafa að sönnu verið heldur
ólukkulegir. Báðir flokkarnir töp-
uðu fylgi i síðustu þingkosningum,
Sósíaldemókratar til Græningja og
Þjóðarflokkurinn til Frjálslynda
flokksins (FPÖ), flokks sem raunar
hefur meira en lítið verið bendlaður
við nasisma og andúð á gyðingum.
Stórflokkunum tveimur var í raun
ekki annar kostur fær, stjórnin var
mynduð af illri nauðsyn.
lnnan beggja flokkanna ríkir mik-
il óeining. Alois Mock, formaður
ÖVP, lofaði glæstum sigri fyrir þing-
kosningarnar í nóvember, en þá
hafði flokkur hans setið samfellt
sautján ár í stjórnarandstöðu. Þetta
gekk ekki eftir og síðan hefur hann
mátt sitja undir harðri gagnrýni.
Ungir flokksmenn heimta að hann
segi af sér formennsku. „Austurríski
þjóðarflokkurinn er haldinn dauða-
hvöt,“ skrifar Peter Lingens, ritstjóri
vikublaðsins profil og hvassasti
stjórnmálaskýrandinn í Austurríki.
„Staða okkar er ekkert sérlega
góð um þessar mundir," viðurkennir
Michael Graff hreinskilnislega.
„Flokksmenn eru vonsviknir. Við
eyðum alltof miklum tíma í innan-
flokkserjur og þras. í ríkisstjórninni
neyðumst við til að leika á aðra
fiðlu. Undir stjórn Vranitzky kansl-
ara hefur Sósíaldemókrataflokkur-
inn tekið mörg af okkar gömlu bar-
áttumálum og gert að sínum. Þetta
er afleitt fyrir ímynd flokksins."
I herbúðum Sósíaldemókrata er
öldungurinn Bruno Kreisky enn í
sviðsljósinu. Hann veitti flokknum
forystu í fjölda ára, en nú er hann á
öndverðum meiði við nýja leiðtoga.
Kreisky fer ekki í launkofa með van-
þóknun sína á stjórn Fritz Vranitzky
og segir hana vera stjórn banka-
manna og möppudýra. Sjálfur er
Vranitzky gamall bankastjóri og
þykir mjög hollur peningamönnum.
Kreisky ásakar Vranitzky og Fred
Sinowatz flokksformann um að
hafa látið sósíalískar meginreglur
og hefðir lönd og leið. Reiðarslagið
kom svo í febrúar þegar Kreisky
afréð að segja af sér heiðursfor-
mennsku í flokknum. Það sem gerði
útslagið var að Vranitzky hafði af-
hent íhaldsmanninum Mock emb-
ætti utanríkisráðherra. Þá sprakk
gamli maðurinn, enda er þetta talið
boða talsverðar breytingar á þeirri
utanríkisstefnu sem Kreisky mótaði
sem utanríkisráðherra og kanslari.
HEIMBOÐ TIL HUSSEINS
Það hefur verið sagt um Alois
Mock að vegna óbilandi stuðnings
hans við Kurt Waldheim sé hann
öldungis ófær um að lagfæra ímynd
Austurríkis á alþjóðavettvangi. Það
var Mock sem upphaflega hvatti
Waldheim til að bjóða sig fram til
forseta og sá stuðningur rénaði ekki
hætishót, þótt margir flokksbræður
hans hvettu til þess að frambjóðand-
inn með „gloppótta minnið“ yrði
látinn sigla sinn sjó.
Síðan Mock tók við embætti hefur
hann þverneitað öllum sögusögn-
um um að hann sé að reyna að
þrýsta á Waldheim um að segja af
sér. Fyrr á þessu ári birti The Jeru-
salem Post bréf þessa efnis, einskon-
ar jólakveðju frá Mock til Margaret
Thatcher forsætisráðherra Bret-
lands. Þar ræddi Mock, sem einnig
er varaformaður alþjóðasamtaka
íhaldsflokka, nauðsyn þess að Wald-
heim færi frá. Skömmu síðar kom á
daginn að bréf þetta var helber föls-
un. Jerusalem Post hefur hinsvegar
gefið í skyn að bréfið eigi upptök sín
meðal einhverra flokksbræðra
Mocks.
Leiðtogar Sósíaldemókrata hafa
tekið þann kost að gerast hvorki for-
mælendur né andmælendur Wald-
heims. „Við kusum ekki Waldheim,
en nú þegar hann er orðinn forseti
getum við ekki verið að amast við
honum. Vandinn er sá að þegar
Waldheim á í hlut tölum við og Þjóð-
arflokkurinn ekki sama tungumál,"
segir Heinz Fischer, leiðtogi þing-
flokks Sósíaldemókrata í samtali við
Helgarpóstinn.
Þegar þetta er skrifað hefur Wald-
heim ekki enn farið utan opinberra
erindagjörða. Fyrir ekki allslöngu
var ráðgert að hann yrði viðstaddur
opnun alþjóðlegrar sýningar í
Belgíu, en Belgíukonungur þver-
neitaði að hafa nokkurt samneyti
við Waldheim. Aætlaðri opinberri
. heimsókn forseta Austurríkis til ír-
lands hefur verið frestað um
óákveðinn tíma. Viðbrögð Japans-
stjórnar voru á sama veg. Gonzales,
forsætisráðherra Spánar, hafði verið
væntanlegur í opinbera heimsókn
til Austurríkis. A síðustu stundu
hafði hann samband við Vranitzky
kanslara og spurði hvort hann vildi
ekki frekar koma til Madrid. I raun
bendir fátt til þess að Waldheim
sæki nokkurt Vesturlanda heim í
náinni framtíð.
I mars var það loks tilkynnt að
Kurt Waldheim myndi fljótlega
þekkjast sitt fyrsta heimboð — hjá
Hussein Jórdaníukonungi. Um svip-
að leyti tilkynnti stjórnin í Bonn að
Chaim Herzog, forseti ísraels, myndi
sækja heim Richard uon Weizácker,
forseta Vestur-Þýskalands. Það er í
fyrsta skipti sem þjóðhöfðingi ísra-
els stígur fæti á þýska grund.
Á sama tíma er það kannski til
marks um þann álitshnekki sem
Austurríki hefur mátt þola að í Vín-
arborg er enginn ísraelskur sendi-
herra. Það er heldur ekki líklegt að
sú staðreynd breytist á næstunni.
Samkvæmt venju kæmist nýr ísra-
elskur sendiherra varla hjá því að
taka í höndina á forsetanum í Hof-
burg-höllinni. ..
Plakati þessu var dreift víða um Austurriki (kosningabaráttunni (fyrra. Texti og myndir eru eftir Deix — vinsælasta skopmyndateikn-
ara í Austurríki. Á fyrstu myndinni kannast Waldheim ekki við að það sé hann sjálfur sem þarna standi í búningi þjóðernissósfalískrar
háskólaæsku. Á annarri myndinni er hann í búningi SA-sveitanna, sem hann síðar sagði að hefðu ekki verið annað en (þróttafélag.
Þriðja mynd: Waldheim meiddur á fæti, spjallar við bændur á Balkanskaga. Fjórða mynd: Waldheim ráðleggur júgóslavneskum
skæruliðum að vara sig á stríðsglæpamönnum. Fimmta mynd: Hvert er allt þetta fólk að fara? Frá Saloniki til Ibiza? Kanada? Sjötta
mynd: Balkanskagi? Hann þekki ég ekki. Hvar er það fjarlæga land?
HELGARPÓSTURINN 15