Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 16
ÍSLEIMSK SEÐLAVESKJAFRAMLEIÐSLA AÐ DRAGAST SAMAN BANKARNIR BR.GÐAST Leöuriöjan hefur framleitt Atson seölaveski í hálfaöld, þar af hafa bankarnir keypt þau í tvo áratugi fyrir viö- skiptavini sína. Nú eru þeir farnir aö kaupa innflutta framleiöslu í staöinn — 14 leöuriönaöarmenn missa vinnuna fyrir bragöiö. Lítil en táknrœn saga úr íslenskum iönaöi. Sedlaveski er hlutur sem mönn- um þykir afskaplega gott ad fá í gjafir, enda alltafnot fyrir slíkt und- ir „alla seðlana". Sjálfsagt hugsa ekki margir um gœði slíkra veskja fyrr en þau fara að gliðna í sundur afelli — eða vegna lélegs frágangs. Þá fara menn að huga að gerð veskja, en raunar geta gœöin líka orðið til þess að maður fer aö at- huga hverjir fram leiða þessi veski— einkum og sér í lagi ef maður hefur fengiö leið á litnum og óskar þess helst aföllu að leðrið sé svo lélegt að maður neyðist til að fá sér nýtt, í aðeins fallegri lit. Það er ekki mikið um að seðla- veski séu framleidd hér á landi, en þó eru nokkrir aðilar sem eiga allt sitt undir því að Islendingar kunni að meta íslenska framleiðslu. Eina verksmiðjan sem hefur séð um framleiðslu á seðlaveskjum hérlend- is er Leðuriðjan, en veski frá henni hafa verið á markaðnum í yfir fimm- tíu ár og bera nafnið Atson. Stofn- andi Leðuriðjunnar var Atli Ólafs- son sem setti fyrirtækið í stofn árið 1936 og rak það til dauðadags árið 1985. Þá tóku þrjár dætur hans við fyrirtækinu og er það nú rekið af Nönnu Mjöll Atladóttur og móður hennar Margréti Sigrúnu Bjarna- dóttur, en hinar systurnar tvær, Gyða Björk og Edda Hrönn eru í námi erlendis. Eftir fimmtfu ára starfsemi sér Leðuriðjan ekki fram á bjartar stundir. Erlendir fram- leiðendur eru að eyðileggja markaðinn og bankarnir urðu fyrstir til að bregðast íslenskum iðnaði. Nanna Mjöll Atladóttir framkvæmdastjóri Leðuriðjunnar ásamt starfsstúlkum sínum. VESKIN SELD SEM AUGLÝSING Margir kynnu að halda að fram- leiðsla hér á landi væri einfalt verk en svo er þó ekki ef betur er að gáð. Einkum og sér í lagi eru það bank- arnir á íslandi sem brugðust í við- skiptum sínum við Leðuriðjuna en frá árinu 1960 hafa bankar keypt seðlaveski þaðan sem síðan eru ágyllt nafni viðkomandi banka og seld viðskiptavinum sem auglýsing. Þessi viðskipti bankanna við Leður- iðjuna höfðu varað í yfir tuttugu ár þegar forsvarsmenn verksmiðjunn- ar urðu þess varir á árinu 1981 að saian fór minnkandi. „Það kom í ljós að Guðjón Böðv- arsson heildsali hafði sent veski frá okkur til útlanda þar sem hann lét framleiða alveg eins veski og flytur þau inn frá Þýskalandi þar sem hann segir að þau séu framleidd. Þar er um að ræða EFTA land og þvi toilfrjáls innflutningur, en við höf- um sterkan grun um að þessi veski séu framleidd einhvers staðar í þriðja heiminum þar sem vinnuafl er ódýrt og þau siðan flutt hingað til lands í gegnum Þýskaiand," sagði Nanna Mjöli Atladóttir í samtali við Helgarpóstinn. Hún segir grun þeirra hafa vaknað þegar bankarnir fóru að draga úr seðlaveskjakaup- um og fengin staðfesting á því að þeir væru farnir að kaupa ódýr, er- lend veski: „Með því háttalagi minnkaði starfsemin hjá okkur gíf- urlega og við urðum að fækka starfsfólki úr tuttugu manns niður í sex,“ sagði Nanna Mjöll. „Það er auðvitað einkennilegt að bankarnir skuli fyrstir allra verða til þess að eyðileggja fyrir íslenskri fram- leiðslu. Með því að kaupa innflutta vöru er verið að eyða dýrmætum gjaldeyri, valda því að fjöldi manns verður atvinnulaus og grafa undan íslenskum iðnaði.“ GÆÐIN AFAR MISJÖFN Nanna Mjöll segir að hjá Leðuriðj- unni sé eingöngu notað ekta leður í seðlaveskin, „fínasta geitaskinn, kálfa- og lambaskinn. Við höfum fiutt mest inn frá Bretlandi en upp á síðkastið einnig frá Bandaríkjunum, einkum vegna þess hve gengi doll- arans hefur verið lágt og verð því lækkað. Skinnin fáum við líka frá Italíu og Þýskalandi. í innfluttu veskjunum eru gæðin afar mismun- andi, bæði góð skinn en einnig mjög léleg. Það er þó fyllsta ástæða til að vara við innfluttum veskjum sem eru hér á markaðinum og eru fram- leidd í Tyrkiandi. Þau veski fór Tyrki, búsettur hér á landi, að flytja inn í vetur, og við höfum fylgst með þeim og séð hversu ilia þau endast." Nanna Mjöll segir að auðvelt sé að sjá hvort um er að ræða íslenska framleiðsiu eða erlenda enda séu öll þeirra veski merkt Atson. Á síðasta ári framleiddi Leðuriðjan 17.000 veski meðan 86.000 seðlaveski voru innflutt. „Þau virðast alltaf eiga upp á pallborðið þessi íslensku þrátt fyr- ir allt,“ segir Nanna. En hvaða banki varð fyrstur til að svíkjast undan merkjum? „Það var Búnaðarbankinn," segir Nanna. „Hann byrjaði fyrstur allra á að kaupa erlend veski og hefur ekki keypt íslensk veski síðan. Aðrir bankar hófu aftur að versla við okk- ur til dæmis Landsbankinn sem verslar við okkur og kaupir einnig innflutt seðlaveski. Við sáum um framleiðslu á seðlaveskjum fyrir AL- reikning Iðnaðarbankans í haust en um leið og við höfðum lokið við að afgreiða pöntun til þeirra — þá hættu þeir að versla við okkur." RÍKISVALDIÐ GERIR LÍTIÐ Verðmuninn á innfluttum veskj- um og þeim íslensku segir Nanna ekki vera mikinn um þessar mundir: „Að minnsta kosti ekki á veskjum þeim sem Guðjón Böðvarsson flytur inn og okkar veskjum. Aftur á móti eru tyrknesku veskin hræódýr, enda gæðin eftir því,“ segir hún. Hún segir jafnframt að þau hafi þurft að segja upp fleira starfsfólki eftir áramótin þegar ljóst var að bankarnir fóru aftur að kaupa inn- flutta vöru. En hver er þá framtíð seðlaveskjaframleiðslu á íslandi að hennar mati? „Ja, það er erfitt að segja," svarar hún. „Mér hefur alltaf fundist und- arlegt hvað ríkisvaldið gerir lítið fyr- ir íslenskan iðnað. Hingað eru flutt- ar inn vörur gjörsamlega tollfrjálsar, sem eru auðvitað framleiddar í hundruð þúsunda vís í útlöndum og það er ekkert gert til að gefa íslensk- um iðnaði tækifæri til að keppa við þá aðila. Það segir sig auðvitað sjálft að stórar verksmiðjur erlendis hljóta að geta framleitt ódýrara en við getum fyrir innlendan markað. Þetta er EFTA samningur en rikis- valdið gæti minnkað aðstöðugjöld og öll hin gjöldin sem lögð eru á ís- lenskan iðnað." Hún er samt ekki á því að leggja árar í bát og núna í apríl eignaðist Leðuriðjan fyrsta húsnæðið sitt að Hverfisgötu 52. Fram að þeim tíma hafði fyrirtækið verið rekið víða um borgina, lengst af í Brautarholti 4 þar sem það var til húsa í 18 ár. Nanna segist ekki á því að leggja starfsemina niður enda hart að láta erlenda aðila sigra íslenskan iðnað. „Leðuriðjan hefur starfað í yfir fimmtíu ár og við treysum á að ís- lendingar haldi áfram að styðja við bakið á íslenskum iðnaði," sagði hún að lokum. INNFLYTJAISIDINN: EKKI FRAMLEITT I ÞRIÐJA HEIMINUM Helgarpósturinn innti Guðjón Böðvars- son heildsala eftir þv( hvort grunur um aö innflutt seðlaveski frá honum væru framleidd í þriðja heiminum væri réttur. Guðjón hafði þetta um máliö að segja: „Veskin sem ég flyt inn eru ekki fram- leidd í þriðja heiminum. Þau eru fram- leidd innan EFTA og innflutningurinn því alveg löglegur. Ef sá sem kemur með svona fullyröingu — eða grun — þekkti leðurvöru sæi hin sama/hinn sami að svo gæti ekki verið. Það er for- vinnan á leðrinu sjálfu sem skiptir máli og I þriöja heiminum hafa þeir einfald- lega ekki tækni til að vinna skinnin á þann hátt. Leður sem unnið er í þriðja heiminum ber alltaf keim af þvl." 16 HELGARPÓSTURINN eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.