Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 25
Hvernig þotti þeim leikarið?
HP kannar afstööu nokkurra borgara til leikársins sem nú fer að syngja sitt síðasta innan tíðar
Þaö hefur margt borid til tíöinda á
fjölunum í vetur, en kannski á ann-
an hátt heldur en áöur. Engum hef-
ur blandast hugur um aö aösókn
hefur aukist verulega aö leikhúsun-
um og finnst mörgum skrýtiö aö
slíkt skuli gerast í sama mund og
fjölmiölar veröa sífellt aögangs-
haröari viö fólk og bjóöa því
ómœldar stundir afþreyingar. Nema
þaö sé bara misskilningur hjá þeim
sem því halda fram aö leikhúsin séu
afþreying og fólk sé hreinlega aö
flýja léttmetiö inní leikhúsin. Marg-
ar athyglisveröar sýningar hafa og
litiö dagsins Ijós, og íslensk verk ver-
iö óvenju áberandi þetta áriö, bœöi
eftir reynda höfunda og óreyndari
og einnig nýgrœöinga. Til aö for-
vitnast um hvernig fólki þœtti af-
rakstur vetrarins vera, haföi HP
samband viö þrjár leikhúsfróöar
manneskjur og innti þœr álits á
hvernig þeim heföi þótt leikáriö.
Hlín Agnarsdóttir:
DRAUMALEIKHÚSIÐ í
SKEMMU LR
Leikárinu er ekki lokið enn. Við
eigum vonandi eftir að sjá í Þjóð-
leikhúsinu Yermu eftir Garcia Lorca
undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Þjóðleikhúsið hefur ekki
staðið sig sem skyldi í vetur, áætlan-
ir um sýningar hafa farið úr skorð-
um og tilkoma Litla sviðsins, sem vakti
vissa tilhlökkun í byrjun, hefur vald-
ið vonbrigðum. Þar er bæði að sak-
ast við sjálft leikrýmið, sem virðist
ekki bjóða upp á ýkja marga mögu-
leika til nýstárlegra uppsetninga, en
eins hafa þau íslensku verk sem þar
hafa verið sýnd ekki rist djúpt. Það
er dálítið sjokkerandi að tveir verð-
launaeinþáttungar eftir konur skuli
falla, hverju sem þar er um að
kenna. Er ekki kominn tími til að
Þjóðleikhúsið ráði til sín leiklistar-
ráðunaut eins og lög gera ráð fyrir,
sem gæti unnið með nýjum höfund-
um og leikstjórum? Athyglisverð-
ustu sýningar þessa vetrar hafa ver-
ið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar á
ég annars vegar við Dag vonar eftir
Birgi Sigurðsson, sem er hvoru-
tveggja góðar bókmenntir og gott
leikverk, samið að vísu eftir hefð-
bundum formúlum í leikritagerð, en
afar áhrifamikið og sterkt. Þar fóru
saman feikilega góðir leiksprettir
bæði hjá ungum leikurum og þeim
af eldri kynslóðinni og vel úthugsuð
útfærsla á leikmynd. En drauma-
leikhúsið var þó í Leikskemmu LR,
sem mér finnst besta leikhús bæjar-
ins. Djöflaeyjan sem leiksýning skil-
aði sér mjög vel. Hópurinn stóð sig af-
bragðs vel og leiklausnir hans og
leikstjórans Kjartans Ragnarssonar
voru bæði djarfar og umbúðalausar,
nokkuð sem maður sér sjaldan á ís-
lensku leiksviði. Alþýðuleikhúsið er
því miður ennþá húsnæðislaust, en
reynir eftir mætti að halda uppi leik-
starfsemi, nú síðast með ágætri
áminningu um sjúkdóminn hroða-
lega í einu af veitingahúsum bæjar-
ins. Þá fannst mér leiksýningin um
Kaj Munk hja Kirkjuleikhúsinu
koma verulega á óvart. Það var gott
að sjá einn af stórleikurum landsins
Arnar Jónsson sem endurborinn í
hlutverki prestsins og upplifun að
horfa á jafn tært og upprunalegt
leikhús og tókst að skapa í Hall-
grímskirkju. Rétt í þessu er Nem-
endaleikhúsið að útskrifa níu unga
leikara með þriðju og síðustu sýn-
ingu sinni og þá spyr maður sig:
Hvað verður um þau? Hvað fá þau
að gera? Er pláss fyrir alla þá sem
hafa fórnað sér fyrir leiklistargyðj-
una?
Það er komið að kynslóðaskipt-
um í íslensku leikhúsi. Það er nýtt
Auður
fólk að taka við á öllum sviðum.
Framundan er opnun nýja Borgar-
leikhússins. Þar þarf marga krafta til
starfa og mér finnst Leikfélag
Reykjavíkur hafa staðið sig vel í að
veita yngri kynslóðinni af leikurum
tækifæri til að spreyta sig. Þjóðleik-
húsið á greinilega við einhverja
skipulagsörðugleika að stríða. Það
þyrfti kannski að hleypa nýju lofti
inn í það. Það sem þó hefur ein-
kennt þennan leiklistarvetur er allt
framboðið af íslensku frumsömdu
efni, sem sýnir og sannar að hér á
landi er leiklistin lifandi og heimtar
að sér sé gefið áframhaldandi líf.
Það er einlæg von mín að allt ungt,
vel menntað og hæfileikaríkt leik-
listarfólk fái að gefa leiklistinni það
líf, í frjórri samvinnu við þá sem
eldri og reyndari eru.
Kári Halldór:
FJÁRMÁLIN HAFA RÁÐIÐ
FERÐINNI
Það sem hefur einkennt þetta
leikár er að það eru greinileg hvörf
og það eru að gerast hlutir sem
maður veit ekki hvert stefna. Það
hefur verið mikil aðsókn, fólk er
leitandi og rógurinn með hag-
kvæmnirekstrinum hefur minnkað.
Fólk er búið að fá nóg af Dallas-
formúluþáttum og leitar þess vegna
inn í leikhúsin aftur til þess að upp-
lifa, þar á meðal sjálft sig, því leik-
húsið er spegill. Þetta segir þó ekk-
ert um gæði sýninganna og ég held
því miður að leikhússtjórnir séu
settar í þá aðstöðu að þurfa að velta
of mikið fyrir sér hvort þessi sýning
gangi frekar en önnur. Þetta hefur
litað verkefnavalið, sýningar eru
keimlíkar í framsetningu, eins og
þær og val þeirra miðist frekar við
hugsanlega áhorfendatölu, heldur
en listrænan metnað.
Leikarar hafa þö lagt mikla alúð í
sína vinnu þrátt fyrir sultarlaun og
þeir eru að endurheimta reisn sína
aftur eftir tímabil niðurlægingar.
En það eru líka á ferðinni hróp-
andi andstæður sem eru áhorfendur
og fjölmiðlar. Fjölmiðlarnir eru
stöðugt að reyna að einfalda leik-
húsið og það náði hámarki þegar
ákveðnir fjölmiðlar voru með
stjörnugjöf. Fjölmiðlar eru að reyna
að koma með leiðandi viðhorf sem
eru bara alls ekki viðhorf almenn-
ings, því almenningur, leikhúsgestir,
fer ekki í leikhúsið til að fá afþrey-
ingu, til að drepa tímann, heldur til
að leita og upplifa en oft eru fjöl-
miðlarnir búnir að ræna áhorfendur
eigin upplifun og skilningi með því
að halda fram að eitthvað í leiklist-
inni sé stórkostlegt, sem það reynist
svo alls ekki vera. Ef við lítum t.d. á
Óperuna, sem er kannski skýrasta
dæmið um alþýðuleiklist á Islandi í
dag, þá þarf enginn að segja mér að
fólk fari í Óperuna til að drepa tím-
ann.
Annað sem ég vil líka minnast á
eru svokallaðir frjálsir leikhópar, en
aðstaða þeirra hefur versnað til
muna eftir að Hafnarbíó var rifið,
grunnurinn stendur reyndar enn og
bólar ekkert á byggingarfram-
kvæmdum. Þessir frjálsu leikhópar
eru mjög nauðsynlegir eins og Leik-
húsið í kirkjunni hefur reyndar sýnt
í vetur, vegna þess að þeir gefa ung-
um leikurum, m.a., tækifæri til að
takast á við krefjandi hlutverk sem
þeir fá að öllu jöfnu ekki í stóru leik-
húsunum. Þó verður að geta þess að
bæði LR og LA hafa staðið sig vel í
vetur við að gefa ungum leikurum
tækifæri.
Það sem vantar í leikhúsmálum,
þegar litið er til framtíðarinnar, er
fyrst og fremst að það sé mótuð
stefna til að fara eftir og að ráða-
menn vakni til vitundar um að láta
af hendi rakna það litla sem leiklist-
in þarf, núna er hún næstum gefins.
En sumargjöfin til leikhússins er að
einn af hennar leikstjórum komst
inná þing og það verður vonandi til
þess að efla skilning þessarar valda-
mestu stofnunar ríkisins.
Auöur Eydal:
FAGMENNSKA OG VÖNDUÐ
VINNUBRÖGÐ
Fagmennska og vönduð vinnu-
brögð er kannski það, sem einkenn-
ir einna helst sýningar í íslenskum
leikhúsum um þessar mundir. En
eitthvað fleira hlýtur að koma til.
Það sýnir mikil aðsókn og áhugi
leikhúsgesta, sem veita hverri sýn-
ingunni eftir aðra gott gengi hér í
Reykjavík. Á Akureyri gengur
Kabarett mjög vel, og áhugaleikhús
eins og á Húsavík gerir það gott.
Fleiri dæmi mætti telja.
Þetta gengur þvert á það, sem
margur hefði spáð og óttast, að ný
sjónvarpsstöð, myndbandavæðing
og úrval nýjustu kvikmynda í 20 bíó-
sölum í Reykjavík einni saman,
kynni að dreifa athyglinni frá leik-
húsunum. En það er öðru nær. Leik-
húsin halda velli og uppselt er á
margar sýningar langt fram í tím-
ann.
Gleðileg staða og sýnir að menn-
ingarmiðlun á skjá getur ekki kom-
ið í stað lifandi listtúlkunar.
Þegar ég lít til baka yfir það leikár,
sem nú er bráðum á enda, finnst
mér athyglisverðastur fjöldi nýrra
íslenskra verka, sem frumsýndur
var í vetur. í fljótu bragði get ég talið
upp tuttugu frumsamin verk, sem
sett voru á svið á leikárinu og þá eru
útvarp og sjónvarp ekki talin með,
en þar voru að sjálfsögðu líka flutt
ný verk.
Af þessum verkum eiga sum eftir
að gleymast, en önnur eru komin til
að vera, og þau kannski fleiri.
Eftirminnilegustu sýningarnar á
þessum verkum eru í mínum huga,
taldar í tímaröð, leikrit Ragnars
Arnalds, Uppreisnin á ísafirði, sem
Brynja Benediktsdóttir leikstýrði í
Þjóðleikhúsinu, vel samið verk
byggt á sögulegum grunni. í leikrit-
inu I smásjá, fjallar Þórunn Sigurð-
ardóttir á nærfærinn hátt um örlög
nútímafólks. Leikstjóri þess er Þór-
hallur Sigurðsson, og var þetta
vígsluverkefni Litla sviðs Þjóðleik-
hússins. Þá var skömmu eftir ára-
mót frumsýnt í Iðnó nýtt verk Birgis
Sigurðssonar, Dagur vonar, sem
Stefán Baldursson leikstýrði, stór-
skorið fjölskyldudrama. í BÚR-
skemmunni sýnir LR enn Djöflaeyj-
una, leikgerð Kjartans Ragnarsson-
ar eftir eyjabókum Einars Kárason-
ar, sterka og lifandi sýningu í nýstár-
legu umhverfi, sem er eins og sniðið
fyrir hana.
Þessar sýningar þó ólíkar væru,
báru allar merki um vandaða og oft
hugmyndaríka útfærslu, og góða
samvinnu höfunda og leikstjóra.
Afsanna kannski kenninguna um að
leikstjórar eigi helst að velja sér
dauða höfunda eins og einhver
sagði.
Af erlendum verkum má nefna
mjög góða sýningu Þjóðleikhússins
á Áurasálinni, sem Sveinn Einarsson
leikstýrði og aðra létta, Hallæristen-
ór, leikstjóri Benedikt Árnason. Þá
átti Nemendaleikhúsið góða daga
þegar það sýndi Þrettándakvöld,
undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar.
Listdanssýningar og óperurnar
Tosca og Aida eru líka minnisstæð-
ar og sanna breiða listræna getu í
íslensku leikhúsi.
Sumrin eru venjulega dauður
tími, hvað leiklist varðar, en síðast-
liðið sumar var óvenjulíflegt. Þá var
bókstaflega leikið út um allar jarðir,
mest í tengslum við listahátíðir.
Margir góðir gestir komu til landsins
og ber þar hæst heimsókn Dramat-
en og Ingmars Bergmans með leik-
rit Strindbergs Fröken Júlíu. Og nú
í síðustu viku kom annar hópur frá
Dramaten og sýndi En liten ö i
havet, söngleikgerð Atómstöðvar-
innar. Svona heimsóknir eru ómet-
anlegar.
Mér finnst sem sagt íslenskt leik-
húslíf einkennast meira af fag-
mennsku og jafngóðum árangri en
oft áður. Það er lítið um alveg mis-
heppnaðar sýningar, en um leið er
eins og það vanti pínulítinn lífs-
háska í leikhúsin. Áhugahópar hafa
látið fara fremur lítið fyrir sér enda
ekki vænlegt að etja kappi við at-
vinnuleikhúsin, sem starfa af mikl-
um þrótti.
Við eigum einvalalið góðra leik-
ara og með hverju árinu bætast nýir
í hópinn. Af einstökum leikurum,
sem minnisstæðir eru fyrir sterka
túlkun, vil ég aðeins nefna Sigríði
Hagalín í Veginum til Mekka, Þráin
Karlsson í Er þetta einleikið? og
Margréti Helgu Jóhannsdóttur í
Degi vonar.
Og dómur leikhúsgesta liggur ljós
fyrir, það sýnir mikil aðsókn og góð-
ar undirtektir.
Á LAUGARDAGINN opnaði
Ragna Ingimundardóttir leirlista-
kona einkasýningu á munum sínum
á Kjarvalsstööum. Ragna lauk námi
frá Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands árið 1981 og hélt þá til fram-
haldsnáms í Hollandi og lauk því
1984. Ragna hefur tekið þátt í sam-
sýningum hér á landi sem og í Hol-
landi og hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu í Gallerí Langbrók árið 1984. Á
sýningunni á Kjarvalsstöðum sýnir
Ragna stóra vasa og skálar, þar sem
um er að ræða fjögur form og er
enginn hlutur alveg eins, hvorki í lit-
um né mynstrum. Verkin á sýning-
unni hefur Ragna gert á liðnu ári.
ÁHUGAMÖNNUM um
menningarstarfsemi ýmiskonar
gefst gott tækifæri til að lyfta sér á
kreik á næstu dögum. Þá verður
haldin svokölluð norræn menn-
ingarvika, nánar tiltekið dagana 26.
apríl til 3. maí og hefur verið gefið
heitið ,,Allir á kreik í léttum leik".
Þessi menningarvika er þó engan-
veginn fastmótuð heldur er það á
valdi hvers bæjarfélags og þeirra fé-
lagasamtaka sem starfa að menn-
ingarmálum innan þess að sjá um
hverskonar uppákomur þar sem
fólk sameinast í leik, hljóðfæraslætti
og söng eða skipuleggja einstaka at-
burði sem fólk getur notið. Það er
norræna áhugaleikhúsráðið sem
stendur að þessari viku en fyrir
hönd þess hefur Bandalag íslenskra
leikfélaga séð um að koma boðskap
vikunnar á framfæri hér á landi en
bandalagið á einmitt aðild að þess-
um norrænu heildarsamtökum.
Tilgangurinn með þessari norrænu
menningarviku er m.a. sá að virkja
hin ýmsu félög í þeirra eigin starfi,
að kynna félögin hvert fyrir öðru og
hvetja þau til frekara samstarfs um
leið og þetta er tækifæri til að vekja
athygli yfirvalda og almennings á
gildi og umfangi listastarfs áhuga-
leikhúsfólks. Vikan er auglýst á öll-
um Norðurlöndunum í senn og er
meiningin að fá norrænt fólk til að
dansa, syngja, spila og leika hvert á
sínum stað í sömu vikunni.
ÞEIR sem ekki áttu þess kost að
skoða nýafstaðnar einkasýningar
þeirra Ragnheiöar Jónsdóttur í
Norrœna húsinu og Steinunnar
Þórarinsdóttur á Kjarvalsstööum
geta tekið gleði sína á ný, því þær
stöllur hafa verk sín nú til sýnis í
Gallerí Grjóti við Skólavörðustíg.
Ragnheiður sýnir grafíkverk og
Steinunn höggmyndir úr járni, leir
og gleri. Báðar eru listakonurnar
meðeigendur að galleríinu.
HELGARPÖSTURINN 25