Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 26

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 26
Leikið á áhorfendur Handritið er undirstaða góðrar kvikmyndar. Að mörgu er að huga ef það á að ganga upp á hvíta tjaldinu — og fanga fólkið í salnum. „Ég man ekki betur en þú segðir að hún endaði vel." Þad er ímörg horn ad líta efmenn hafa hugsað sér að setjast niður og skrifa handrit að kvikmynd. Það er m.ö.o. engan veginn nógsamlegt að vera„góður penni" eins og velfram- hœrilegir skríbentar nefnast gjarn- an í daglegu tali. Og þaðan af síöur nœgir það viðkomandi að vakna unhvurja morgunstundina meö nokkurn veginn óbrjálaða hug- mynd í kollinum að góðu „plotti", sem œtla mœtti að stórslysalaust fengist til að ganga upp á hvíta tjald- inu. Það sem öðru fremur hefur háð hérlendri kvikmyndahefð gegnum tiðina er því engan veginn að ekki sé fyrir hendi í landinu traust stétt frambærilegra penna (það er nú öðru nær), heldur hitt að það er því- líkur reginmunur að skrifa leikhús- eða bókmenntaverk annars vegar og hins vegar fyrir kvikmyndir og sjónvarp að fáu einu er þar til að jafna. LEIKRÝMIÐ Þessu verður kannski best lýst með einföldu og þó e.t.v. ofurlítið ýktu dæmi. Segjum sem svo að höf- undur hafi fengið þá afbragðsgóðu hugmynd að skrifa handrit að kvik- mynd um líf og raunir Fjalla-Eyvind- ar og Höllu á Hveravöllum. 1 hand- riti fyrir sviðsuppfærslu gæti upphaf fyrstu senu litið út einhvernveginn í námunda við eftirfarandi: Eyvindur og Halla inn frá vinstri. Leggja frá sér föggur sínar á mitt sviðið. Halla sest mæðulega á brún stóra þvottapottsins, sem hún hefur af víðkunnri þrjósku sinni og kergju dröslað með sér í útlegðina. Eyvindur: „Jæja, Halla mín. Þá ertu komin til Hveravalla. Hvernig líst þér á plássið. (Ber hönd fyriraugu sér og skimar út í salinn til áhorfenda.) Víðfeðm hverasvæði og girt há- reistum fjöllum hvert sem litið er. Hér ættum við að vera óhult um sinn. í þessu handritsbroti eru áhorf- endum gefnar upplýsingar, sem verða að teljast nauðsynlegar fyrir áframhaldandi dramatiska fram- vindu sviðsverksins. Upplýsingar sem engin leið er að gefa nema gegnum replíkur leikaranna. Sögu- sviðið er s.s. að miklum hluta byggt upp í hugarheimi áhorfenda, því síð- armeir í verkinu ætlum við að láta atburði eiga sér stað „utan sviðs", sem engan veginn er hægt að svið- setja á trúverðugan hátt fyrir aug- um leikhúsgesta. S.s. þegar Eyvind- ur drekkir illa þenkjandi meðhlaup- ara og njósnara sýslumanns í einum hvernum, eða þá er Halla varpar í örvilnan sinni barni sínu fyrir björg. Hvað um það. Kvikmyndinni er eins og við vitum öll mætavel langt í frá viðlíka þröngur stakkur skorinn og leikhúsinu hvað leikrýmið varð- ar. Hitt er svo annað mál og öllu til- viljanakenndara, hvort handritshöf- undar kvikmynda hafi gegnum tíð- ina nýtt sér til fullnustu og þá á meö- vitaðan hátt þessa ótvíræðu yfir- burði hins nýja miðils. Þ.e. að geta einfaldlega lýst í mynd því sem leik- hús- og bókmenntahefðin hefur gegnum aldirnar verið að bögglast við að umforma í „orð“. AÐ HUGSA SJÓNRÆNT Helstu kostir góðs handritshöf- 26 HELGARPÓSTURINN undar lifandi mynda eru því hæfi- leikar hans til að hugsa „sjónrœnt". Þ.e. að hann þekki tækni og mögu- leika miðilsins til hlítar og geti þannig notað „orð“ sín til að lýsa nánar tiltekinni atburðarás, eða jafnvel hugarástandi viðkomandi persóna Á MYNDRÆNAN HÁTT, fremur en að hann þurfi að grípa til höfuðverkfæris leikhúsbókmennt- anna, þ.e. hins talaða orðs. Áhrifa- máttur sjálfs myndmáls kvikmynda- gerðarlistarinnar er einfaldlega slík- ur, að áhorfendur upplifa núorðið svo sem hinu talaða orði sé í mörgu tilliti ofaukið í samhenginu. Þetta þýðir þó eins og gefur að skilja engan veginn að handritshöf- undar skyldu forðast í lengstu lög að láta persónur sínar opna munninn til þess að tjá sig um mál sín og með- leikenda sinna. I þess stað verður höfundur að vera sér þess meðvit- aður að eðli miðilsins er slíkt að sag- an lifnar ekki fyrir hugskotssjónum áhorfenda á sama hátt og fyrir til- stilli orðsins í bókmenntaverki. Það er m.ö.o. ekki fyrst og fremst at- burðarásin eða frásögnin sjálf sem hrífur, heldur öðru fremur á hvern hátt áhorfendur ,,upplifa“ hana fyr- ir hugskotssjónum sínum... á tjald- inu. ORÐ OG ATHAFNIR Þannig þjóna replíkur leikara í velskrifuðu kvikmyndahandriti hlutverki e.k. brúar eða tengiliðar milli hugmynda höfundar um það nánar tiltekna veruleikasvið sem fjallað er um í kvikmyndinni og áhorfenda. I eðli sínu œttu því repl- íkur leikara sjaldnast að skoðast sem einvörðungu fram fluttar frá einni persónu til annarrar, heldur í raun og mun fremur FRA höfundi verksins UM viðkomandi persónu TIL áhorfenda. Slíkt er eðli allra vel- skrifaðra handrita. Þ.e. að sérhver framsögð setning þjóni tilgangi fyrir heildarsvipmót verksins og upplifun áhorfenda, en sé ekki skotið inn ein- vörðungu til að vinna tíma eða fylla upp í eyðurnar milli dramatískra há- punkta leikgerðarinnar. Tökum enn dæmi til skýringar. Eftirfarandi replíkur úr upphafssenu kvikmyndar gætu við fyrstu sýn skoðast sem slíkt uppfyllingarefni: Morgunverður á heimili Jóns og Gunnu. Jón við eldhúsborðið niður- sokkinn í lestur Morgunblaðsins. Gunna inn á morgunsloppnum. Gunna: Góðan daginn, elskan. Jón: (annars hugar) Daginn, Hent’í mig brauðinu úr rist- inni. Við fyrstu sýn virðast þessar setn- ingar ekki skipta svo ýkja miklu máli fyrir dramatíska framvindu verksins... burtséð frá því að Gunna á eftir að hengja Jón í rafsnúru rista- vélarinnar er líða tekur á myndina, en það er e.t.v. annar handleggur. Eru þetta þá ekki aðeins fyrstu ómarkvissar setningar höfundar, ætlaðar til þess eins að opna sen- una? Jú, að vísu. En þær eru líka annað og meira, og aukinheldur langt frá því að vera ómarkvissar. Lestu setningarnar aftur og spurðu þvínæst sjálfan þig: Hvaða upplýs- ingum kemur höfundur á framfœri við væntanlega áhorfendur, þegar í þessum fyrstu replíkum handrits- gerðar sinnar? Svarið er einfalt: Þessar við fyrstu sýn einkar ómarkvissu og Íítilsigldu setningar segja okkur ærið margt um tilfinningalegt samband Jóns og Gunnu... einkum tilfinningar Jóns til Gunnu. Þær geta því skoðast sem fyrstu velskorðuðu múrsteinarnir lagðir í þann grunn, á hverjum höf- undur verksins byggir síðan drama- tíska framvindu þess. En þar með er þó engan veginn allt upp talið. í repl- íku Jóns kemur fyrir orð yfir fyrir- bæri sem aldrei verður nefnt sínu rétta nafni aftur í myndinni, en sem á þó eftir að koma töluvert við sögu (þá sem „morðtól") er fram líða stundir. AÐ FLÉTTA ÞRÁÐ Hér er um að ræða s.k. „minni" þ.e. að áhorfendum eru svo lítið ber á kynntar þær forsendur er liggja til grundvallar atburðum sem koma til með að eiga sér stað er líða tekur á myndina. Einvörðungu þær for- sendur er skipta máli fyrir drama- tíska framvindu verksins eru teknar til greina við handritsgerðina, öðr- um er einfaldlega sleppt. Þessi s.k. minni geta í raun verið hvað sem er og þjónað að sama skapi margvíslegum tilgangi. Þau geta eins og í dæminu hér að fram- an verið ósköp hversdagslegir hlutir úr umhverfi okkar, orð eða orða- sambönd sem koma fyrir í replíkum leikara, vissir atburðir er eiga sér stað með reglulegu millibili eða tón- listarstef, jafnvel barnagæla sem þrátt fyrir ljúflegt yfirbragð sitt get- ur gefið áhorfendum til kynna að nú munu brátt ógnvænlegir atburðir eiga sér stað þar framundan þeim á hvíta tjaldinu. Hin svokölluðu minni eiga sér þó það í flestum til- vikum sameiginlegt, að þau má nota til að tengja hina ýmsu þætti margslunginnar atburðarásar sam- an í eina samfellda heild, og umfram allt má nota þau til að skapa viss við- horf og væntingar áhorfenda gagn- vart t.d. nánar tilteknum persónum verksins. Alfred Hitchcock var snillingur í því að skapa slíkar, og þá oft á tíðum ,,falskar“ væntingar meðal áhorf- enda sinna. Nægir þar t.d. að nefna bindið sem alsaklausi sakborning- urinn í „Frenzy" hnýtir um háls sér, þá hann er kynntur áhorfendum... það var sömu tegundar og bindið sem vafið hafði verið um háls síð- asta fórnarlambs kvennamorðingj- ans illræmda. ORSÖK OG AFLEIÐING Hugtakið minni tengist einnig annarri og öllu mikilvægari grunn- forsendu allrar góðrar handrits- gerðar. Nefnilega þeirri er hérlend- um málvöndunarmönnum þykir ærin hengingarsök að sletta undir hinu skilmerka erlenda heiti sínu, nefnilega „motivatiorí', sem aukin- heldur er í þessu tilliti nánast ógern- ingur að þýða beint yfir á okkar ást- kæra ylhýra, án þess að kalla sér til fulltingis svo til annað hvert orð gjörvallrar íslenskuorðabókar Menningarsjóðs. E.t.v. aðeins orð- um aukið, en motivation getur s.s. þýtt: Ástæða, innri hvöt, áhugi, áhugahvöt, það sem liggur að baki e-u eða fær e-n til e-s, afstaða, kveikja, hvatning, rökstuðningur o.s.frv. o.s.frv. I hugtaki þessu felst s.s. kjarni allr- ar heilsteyptrar og að sama skapi trúverðugrar persónusköpunar. Sama máli gegnir um trúverðug- leika viðkomandi atburðarásar, svo ekki sé minnst á sjálft meginþema verksins, og gildir þá einu hvort heldur um er að ræða hádramatískt stórvirki, sem ætlað er að leysa heimsgátuna í eitt skipti fyrir öll, eða ærslafenginn farsa af grátbros- legustu sort. Menn verða s.s. að vera samkvæmir sjálfum sér í vitleysunni og sjá til þess að visst rökrænt or- sakasamhengi sé til staðar í upp- byggingu efnismeðferðarinnar. Því aðeins á þann veg geta þeir vænst þess að koma meginþema handrits- gerðar sinnar sómasamlega til skila yfir tjaldið til áhorfenda. Trúverðugleiki t.d. persónugerðar er sem sagt kominn undir því að handritshöfundur hafi stöðugt á takteinum í bakhöfðinu svör við vissum grundvallarspurningum er óhjákvæmilega skjóta upp kollinum eftir því sem sjálft plottið mótast og tekur á sig endanlega mynd fyrir hugskotssjónum hans: Af hverju bregst þessi nánar tiltekna persóna við á þennan hátt? Samræmast þessi viðbrögð fullkomlega persónugerð hennar og viðhorfum í öðru tilliti? AF HOLDI OG BLÓÐI Málið er nefnilega þannig vaxið, að hversu vel hinum stöðluðu iðn- framleiðsluháttum draumaverk- smiðjanna við Kyrrahafið hefur gegnum árin (og af fjárhagslegum hagkvæmnisástæðum einum sam- an) orðið ágengt við að skipta gjör- völlu mannkyninu upp í nánar til- tekinn fjölda steingeldra og vendi- lega staðlaöra stereótýpa, þá er mannskepnan engu að síður og þrátt fyrir allt ekki vélmenni. Fólk hefur s.s. yfirleitt einhvers konar ástœður (að vísu misvel undirbyggðar) fyrir allri hegðan sinni og gerðum. Skynsamt fólk bregst á skynsamlegan hátt við áreiti og hinir óskynsamari leggja að sama skapi óskynsamlegar ástæður til grundvallar hegðan sinni og gerðum. Því verður hand- ritshöfundur stöðugt og á öllum stigum handritsgerðarinnar að spyrja sig þess, á hvern hátt „eðli- legast” geti talist að viðkomandi persóna bregðist við þeim kringum- stæðum er hann áskapar henni hverju sinni. Framangreint er ein af meginfor- sendum þess að eldri kvikmyndir leikstjóra á borð við ítalann Vittorio De Sica, Frakkann Jacques Tati, eða sjálfan Charles Chaplin eiga meira en svo lítið erindi til okkar allra enn þann dag í dag. Þær fjalla um algild sannindi er varða mannlegt eðli, og hafa þ.a.l. gegnum tíðina og án tillits til síbreytileika tíðarandans hlotið svo góðan hljómgrunn hjá svo stór- um hópi áhorfenda sem raun ber vitni. Ó.A.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.