Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 30
Geturðu passað börnin?
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Kemur til þess nú eftir mánaðamótin að
um fjögur þúsund börn streymi inn á vinnu-
markaðinn vegna uppsagna fóstra í Reykja-
vík? Fyrir 6 mánuðum sendu á þriðja hundr-
að starfandi fóstrur borgarinnar inn upp-
sagnarbréf með þriggja mánaða fyrirvara,
eða um 80% af öllum fóstrum borgarinnar.
Uppsagnarfresturinn var síðan framlengdur
en rennur loks endanlega út 1. maí. Nú hefur
kjarasamningur Starfsmannafélags Reykja-
víkur verið samþykktur, en fóstrur skera sig
úr vegna sérkrafna og um þær var fjallað í
gær. Eftir sérfundi viðræðunefndar fóstra
við fulltrúa borgarinnar síðdegis í gær tóku
við viðræður borgarinnar og samninga-
nefndar Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, en fátt benti til þess að samkomulag
næðist, þó ekki væri það talið útilokað með
öllu.
Fyrir um það bil mánuði ríkti neyðar-
ástand víða þegar stjórnendur sjúkrahúsa
urðu að senda fjölmarga sjúklinga heim
vegna háskólamenntaðra starfsmanna Ríkis-
spítalanna. Og nemendur landsins áttu á
hættu að missa úr námi vegna verkfalls
kennara. Mörg stéttarfélög rikis og sveitar-
félaga áttu í aðgerðum og viðræðum. í borg-
inni gerðist það, að kjarasamningur við
starfsmannafélag borgarinnar var felldur í
allsherjar atkvæðagreiðslu og þá ekki síst
vegna megnrar óánægju launalægstu hóp-
anna með sína útkomu. Einna óánægðastar
voru fóstrur. En þó ástandið á vinnumark-
aðinum hafi ekki verið glæsilegt beindust
samt augu manna fyrst og fremst að Alberti
Guðmundssyni, sérframboði hans og næstu
daga tók æ harðnandi kosningabarátta við.
Smám saman hefur verið leyst úr verstu
„skærunum" á vinnumarkaðinum, en nú
þegar rykið er að setjast á ný eftir kosninga-
slaginn blasir við möguleikinn á nýju „neyð-
arástandi".
Reykjavíkurfóstrurnar hafa nokkra sér-
stöðu gagnvart fóstrum annarra sveitarfé-
laga í því að byrjunarlaunin eru lægri og auk
þess hafa fóstrur víða annars staðar fengið
ýmsar „sporslur" og réttindamál í gegn sem
ekki hafa fengist í borginni. Hvað fóstrur hjá
ríkinu varðar kvarta þær einnig undan lág-
um launum, en hafa þó haft í farteskinu
„bókun" um endurskoðun launa í vor. Sér-
staka athygli vakti snemma í þessum mánuði
er foreldrafélag Sólbrekkuheimilisins á Sel-
tjarnarnesi bauð fóstrum borgarinnar „gull
og græna skóga" ef þær kæmu á Nesið:
„Bestu laun sem fóstrum bjóðast á markaðn-
um í dag“ og að auki „ýmsar sporslur sem
beint eða óbeint skila sér í auknum launum".
Ekkert benti til þess að staðan breyttist
þegar nýir kjarasamningar starfsmannafé-
lagsins fóru til atkvæðagreiðslu um miðjan
mánuðinn. Þá gerðist hið óvænta: Davíð
Oddsson borgarstjóri bauð í miðri atkvæða-
greiðslunni upp á sérstaka tveggja launa-
flokka hækkun fóstra, þroskaþjálfa og
gæslukvenna umfram téðan samning —
gegn því að samningurinn yrði samþykktur!
Eins og mönnum er vafalaust í fersku minni
voru öll atkvæði brennd undir umsjón
brunavarða, sem orðið höfðu fyrir því að
vera stöðvaðir af lögreglunni er þeir hugðust
sækja fund starfsmannafélagsins.
Nú hafa kjarasamningarnir verið sam-
þykktir, í þriðju tilraun. Þess vegna gildir
áfram tilboð borgarstjóra um tveggja launa-
flokka sérstaka hækkun fyrir fóstrur og
þroskaþjálfa. Sérstök viðræðunefnd fóstra
fundaði í gær með Jóni Kristjánssyni starfs-
mannastjóra Reykjavíkurborgar og til hliðar
beið samninganefnd starfsmannafélagsins.
Það var sem fyrr segir síðastliðið haust að
80% Reykjavíkurfóstra tóku ákvörðun um
uppsagnir. Frá upphafi hefur megin krafan
verið 40 þúsund króna lágmarkslaun al-
mennra fóstra. Nýgerður samningur með
„bónusi" borgarstjóra gerir hins vegar ráð
fyrir að lágmarkslaun fóstra verði 36.229
krónur. Fóstrur eru reiðubúnar til að sam-
þykkja hækkun sem fari þarna bil beggja, en
vilja á móti fá í gegn ýmsar sérkröfur, sem
lengi hafa verið hafðar uppi.
Þessar sérkröfur snúast meðal annars um
fjölgun svokallaðra undirbúningstíma, sem
nú eru tveir á viku, að forstöðumenn heimila
ráði fjölda starfsmannafunda, að námskeið
verði metin til launa, að greiddur verði hlífð-
arfatastyrkur og þá vilja fóstrur að tekin
verði upp ný starfsheiti, „deildarfóstra" og
„yfirfóstra". Hvað síðarnefnda heitið varðar
þá er það að vísu til á stærstu dagheimilun-
um, en fóstrur vilja slíka stöðu á öllum dag-
vistarstofnunum. Deildarfóstra myndi bera
meiri ábyrgð en almenn fóstra og fengi þá
eins launaflokks hækkun. Þessar sérkröfur
munu flestar þegar hafa náðst víða í öðrum
sveitarfélögum.
í viðræðunum í gær var viðræðunefnd
fóstra að ræða sérstaklega við fulltrúa borg-
arinnar um þær kröfur sem ekki eru beint
kjaralegs eðlis, en auðvitað er samhengi á
milli þeirra og hvort og þá hversu mikið um
semst hvað launahækkunina varðar. Eitt-
hvað mun hafa þokast áleiðis í viðræðunum
síðdegis en almennt var ekki talið að endar
næðust saman í gærkveldi.
Ef af uppsögnum fóstra verður, flæða rúm-
lega fjögur þúsund börn yfir vinnumarkað-
inn. Þegar Helgarpósturinn leitaði upplýs-
inga hjá nokkrum stærstu fyrirtækjum
Reykjavíkur, kom í ljós að ekkert þeirra hafði
gert neinar ráðstafanir þar að lútandi. For-
svarsmenn fyrirtækjanna virtust líta svo á,
að börn væru einkamál foreldranna, nú sem
endranær.
Einstæðir foreldrar eru ekki vinsælir
starfskraftar. Þeir þurfa að fara heim á sama
tíma á hverjum degi til að sækja barnið sitt.
Þeir taka einnig fleiri veikindadaga þar sem
börn veikjast frekar en fólk á besta starfs-
aldri.
Þrátt fyrir hlutfallslega fjölgun einstæðra
foreldra og nauðsyn heimilanna á tveimur
fyrirvinnum, hafa fyrirtæki ekki talið börn
starfsmanna sinna á sinni ábyrgð. Það er því
kannski ekki furða, að þau grípi ekki til sér-
stakra ráðstafana nú. Foreldrar verða því
sjálfir að finna ráð til að uppsagnir fóstra
bitni ekki á starfinu.
Afstaða fyrirtækjanna ætti í raun ekki að
koma neinum á óvart. Hún er samstíga af-
stöðu opinberra aðila til dagvistarmála.
Hingað til hefur stefnan verið sú að skammta
dagvistarrými, eins og reyndar alla félags-
lega þjónustu. Reynt hefur verið að halda
kostnaðinum í lágmarki, þar sem ekki hefur
veirð litið á dagvist sem arðbæran atvinnu-
rekstur.
Ef til vill verða uppsagnir og kjarabarátta
fóstra til að breyta þessum viðhorfum eitt-
hvað. Að minnsta kosti er árangur af baráttu
þeirra undir því kominn að það takist.
Þegar kjarabarátta fóstra er skoðuð má
heldur ekki gleyma því, að barátta þeirra er
kvennabarátta, á sama hátt og kjarabarátta
annarra kvennastétta. Ef menn vilja teygja
sig langt, er hægt að túlka úrslit alþingis-
kosninganna sem innlegg í þá baráttu.
Refjar í Washington og
óhreinskilni forseta
þeirra bitna á Austur-
ríkismönnum
Seint að sakfella Waldheim
eftir ítrekaðar sýknanir
ERLEND YFIRSYN
Viðleitni Bandaríkjastjórnar, eftir dúk og
disk, að lýsa Kurt Waldheim Austurríkisfor-
seta óalandi og óferjandi fyrir stríðsglæpi, er
fáheyrt ódrengskaparbragð stjórnar stór-
veldis til að niðurlægja af annarlegum hvöt-
um hlutlaust smáríki. Ferill Waldheims, ekki
síst í herþjónustu fyrir Stór-Þýskaland, er
þaulrannsakaður. Að helstu könnunum
stóðu bandarísk stjórnvöld. Hvorki á fyrstu
árum eftir stríð né í upphafi áttunda tugar
aldarinnar þótti þeim nokkru sinni ástæða til
athugasemda, hvað þá aðgerða, gagnvart
manninum sem í hlut á.
Það er ekki fyrr en Austurríkismenn hafa
kjörið Waldheim forseta, meðal annars
vegna samúðar sem síðbúnar, utanaðkom-
andi árásir öfluðu honum, sem bandaríska
dómsmálaráðuneytið hefst handa og kemst
að þeirri niðurstöðu, að honum sé óheimil
landvist í Bandaríkjunum. Þá eru liðin
sautján ár frá því Bandaríkjastjórn tók þátt í
að skipa sama mann aðalritara Sameinuðu
þjóðanna í áratug með aðsetri í New York.
Slík framkoma gagnvart réttkjörnum þjóð-
höfðingja lýðræðisríkis, sem Bandaríkja-
stjórn þykist vilja eiga vinsamleg samskipti
við, er í senn siðleysi gagnvart þjóðinni sem
fyrir verður og yfirdrepsskapur gagnvart eig-
in fortíð í sama máli.
Úr því sem komið er, skiptir ekki megin-
máli að Kurt Waldheim hefur stórlega spillt
fyrir sjálfum sér með því að reyna í endur-
minningabók, og síðar yfirlýsingum í barátt-
unni fyrir síðustu forsetakosningar, að draga
fjöður yfir herþjónustu sína á Balkanskaga á
síðari árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Um-
gengni hans við sannleikann er mál Austur-
ríkismanna og forsetans sem þeir völdu sér.
En það varðar siðgæði og sómatilfinningu í
alþjóðlegum umgengnisháttum að slá því
fram, löngu eftir að maðurinn náði athuga-
semdalaust hátindi alþjóðlegs embættis-
frama, að hann sé orðinn á forsetastóli lands
síns brennimerktur stríðsglæpamaður.
ísraelsstjórn, sem væntanlega hefur látið
kanna sömu gögn og dómsmálaráðuneyti
Bandarikjanna, kveðst ekki sjá tilefni til
málatilbúnaðar á hendur Waldheim. Rann-
sókn á stríðsferli hans hófst 1947, þegar
Stríðsglæpanefnd Júgóslavíu færði nafn
hans á lista grunaðra. Stríðsglæpanefnd SÞ
lét það standa á listanum, sem hún útbjó
næsta ár, og enn var maðurinn færður á lista
grunaðra, sem gerður var á vegum Banda-
ríkjahers ári síðar. Út úr öllum þessum at-
hugunum komu engar sakargiftir. Waldheim
gekk í utanríkisþjónustu endurreists Austur-
ríkis og varð utanríkisráðherra þess.
Þá tók við kjör hans til aðalritarastarfs hjá
SÞ. Val á mönnum í þá stöðu veltur á stuðn-
ingi allra rikjanna fimm, sem fara með neit-
unarvald í Oryggisráðinu. í þeim hópi eru
Bandaríkin, og óhugsandi er að stórveldin
láti hjá Iíða að kanna vandlega fortíð og feril
hvers þess, sem valist getur til slíkrar ábyrgð-
ar. Stuðningur Bandaríkjamanna við Wald-
heim í aðalritarastarfið sviptir því sam-
kvæmt allri sanngirni Bandaríkjastjórn sið-
ferðilegum rétti til að setja manninn á svart-
an lista seint og um síðir, vegna gagna sem
henni bar að kynna sér og taka afstöðu til
fyrir aðalritarakjörið 1971.
Rudolf Kirchschláger, fyrirrennari Wald-
heims á forsetastóli í Vín, féllst á að fara yfir
gögnin sem World Jewish Congress í New
York safnaði og bandaríska dómsmálaráðu-
neytið byggir úrskurð sinn á. Þau varða her-
þjónustu í Júgóslavíu og á Grikklandi. Þar
fann Kirchschláger engin sakarefni, en
snupraði jafnframt forsetaframbjóðandann
fyrir að láta sem hann hefði ekki einu sinni
vitað af grimmdarverkum nasista í þessum
löndum.
Annar Austurríkismaður, og sá maður nú-
lifandi sem marktækastan má telja um stríðs-
glæpi nasista, Simon Wiesenthal, hefur einn-
ig tjáð sig um mál Waldheims. Hann hefur frá
stríðslokum helgað því krafta sína að koma
lögum yfir stríðsglæpamenn. Plöggin frá
World Jewish Congress sanna að hans dómi
enga sekt á Waldheim. „Mitt starf hefur ver-
ið að leita uppi glæpamenn, ekki lygara,"
sagði Wiesenthal nýlega í viðtali sem Egill
Helgason átti við hann fyrir Helgarpóstinn.
Úr því Austurríkismenn kjöru Waldheim
forseta sinn, bitnar sakfelling hans án dóms
og laga af hálfu Bandaríkjastjórnar á austur-
rísku þjóðinni allri, rýrir álit hennar að
minnsta kosti í Bandaríkjunum, þar sem
menn upp til hópa trúa umsvifalaust öllu
misjöfnu sem stjórn þeirra dettur í hug að
segja um útlendinga, og torveldar stjórn
Austurríkis að koma fram á alþjóðavettvangi
af fullri reisn. Ástæðuna til svo dæmalausrar
framkomu stórveldis við hlutlaust en vin-
samlegt smáríki er trúlega einkum að leita í
bandarísku stjórnmálaástandi um þessar
mundir, eins og síðar verður að vikið. Utan-
ríkispólitísk ástæða getur helst verið illur bif-
ur núverandi valdhafa í Washington á hlut-
leysisstefnu í hverri mynd sem er, og síðustu
áratugi hafa austurrískar ríkisstjórnir leitast
við að reka virka hlutleysisstefnu eins og Sví-
þjóð, nota stöðu sína og legu til að auka skiln-
ing og greiða fyrir samskiptum milli and-
stæðra hluta klofinnar Evrópu.
Einkum létu stjórnir, sem sósíaldemókrat-
inn Bruno Kreisky veitti forustu á síðasta ára-
tug, að sér kveða í þessu ef ni. Lögð voru drög
að miðstöð í Vín fyrir ýmsar stofnanir SÞ.
Austurríki gerðist dvalarstaður flóttafólks frá
löndum Austur-Evrópu um lengri tíma eða
skemmri. Austurríkismenn tóku á móti og
hlynntu fyrst í stað að flestum þeim gyðing-
um, sem heimilað var að flytjast búferlum frá
Sovétríkjunum.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Kreisky er af gyðingaættum sjálfur, en
andsíonisti. Gerði hann sér títt um málstað
Palestínumanna og beitti sér fyrir viðleitni af
hálfu Austurríkisstjórnar til að stuðla að frið-
argerð milli ísraels og arabaríkja, sem hefði
í för með sér að landsréttindi Palestínu-
manna yrðu viðurkennd. Veitti stjórn hans
PLO takmarkaða viðurkenningu og heimil-
aði samtökunum að koma sér fyrir í Vínar-
borg með diplómatískum réttindum.
Fyrir þetta varð Kreisky iila þokkaður af
útþenslusinnuðum síonistum, og var ýmissa
ráða leitað af þeirra hálfu, til að láta Austur-
ríki gjalda stefnu kanslarans. En ekki var svo
auðvelt að koma höggi úr þessari átt á stjórn-
málamann af gyðingaættum, sem hafist
hafði til æðstu valda í föðurlandi Hitlers. Því
var færið gripið og reitt hátt til höggs, þegar
á sjónarsviðið kom maður með fortíð Wald-
heims. Var honum meðal annars borið á
brýn, að hafa í starfi aðalritara SÞ dregið
taum PLO í hvívetna, sér í lagi þegar Jasser
Arafat var boðið að ávarpa Allsherjarþingið.
En til að koma ár sinni fyrir borð, varð
World Jewish Congress, sem þrátt fyrir víð-
feðmt nafn er einvörðungu einn gyðingafé-
lagsskapur af mörgum í Bandaríkjunum, að
fá bandarísk stjórnvöld til að gera málið að
sínu. Sú viðleitni hefur nú staðið á annað
misseri, og borið árangur einmitt þegar
stjórn Reagans forseta telur mikið við liggja
að efla fylgi við málstað sinn meðal banda-
rískra gyðinga.
Makkið við íran hefur ekki síður farið fyrir
brjóstið á gyðingum en öðrum Bandaríkja-
mönnum. Kominn er upp krytur milli stjórna
Bandaríkjanna og ísraels út af máli banda-
ríska leyniþjónustumannsins Pollards, sem
gekk á mála hjá ísraelskum njósnurum og
hefur nýlega hlotið lífstíðar fangelsisdóm.
Stuðningur Bandaríkjastjórnar við hugmynd
um alþjóðaráðstefnu til að undirbúa frekari
friðargerð milli ísraels og arabaríkja er síður
en svo skörulegur, en þó eitur í beinum út-
þenslusinna meðal síonista. Mætti þannig
lengi telja.
Af öllu athæfinu leggur þó einkum og sér
í lagi stækan eim kúrekamennskunnar í
milliríkjasamskiptum, sem viðgengist hefur í
Washington undir núverandi stjórn.
30 HELGARPÓSTURINN