Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 31

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 31
Eins og Jagúar á 10 km hrada! Tölvuspjall við tölvu- fríkin Friðrik og Berg- þór Skúlasyni, sem nú fyrir kosningar settu á markaðinn forritið Þjóðráð og seldu fyrir slikk. „Þjóðráður er tölvuforrit þar sem hœgt er ad slá inn atkvœdatölur og úthluta þingmönnum samkvœmt nýjustu kosningalögum. Þetta er hið einfalda; mesta vinnan er hins veg- ar fólgin íþvíad búa til skemmtileg- ar töflur og yfirlit, í heild og innan kjördœma, yfir jöfnunarúthlutun- ina og fleira sem er þó nokkud flók- id í hinum nýju lögum," segja Friðrik Skúlason og Bergþór Skúlason (þeir eru ekki brœöur) um forritið Þjóð- ráð, sem þeir leitudust við að setja á markaðinn fyrir nýafstaðnar kosn- ingar. Forritið seldu þeir á aðeins 1500 krónur og það er auðvitað hœgt að nota aftur og aftur, að lög- unum óbreyttum — þá þarf aðal- lega að setja inn nöfn nýrra fram- bjóðenda. Þeir Friðrik og Bergþór eru miklir tölvuáhugamenn og hafa undanfarin ár numið við Raunvís- indastofnun Háskólans. Þeir sögðu viðtökur við Þjóðráði hafa verið góðar en að þeir hafi haft lítinn tíma aflögu til að selja forritið. „Þetta var ætlað fyrir tvenns kon- ar markað má segja. Annars vegar fyrir þá sem áhuga hafa af því að leika sér með tölur og hins vegar þá sem vilja skilja lögin, sem eru um- talsvert flóknari en þau gömlu, en það fylgdi handbók með leiðbein- ingum. Við fórum seint af stað með þetta og sinntum að auki kosninga- útvarpi og kannski væri það ágætt sem nú hefur verið minnst á, að kos- ið yrði aftur í haust! Auðvitað viljum við sterka og góða stjórn sem fyrst en óneitanlega myndum við græða á því að hafa kosningar í haust.“ Þeir félagar hafa unnið við fleiri tegundir af forritum, meðal annars hefur Friðrik unnið að gerð „staf- setningarvilluleitarkerfis" sem enn er að þróast og felur í sér athyglis- verðar nýjungar. Vandamál eru í veginum eins og breytingar á beyg- ingafræði og svo auðvitað „slang- ið“. En vafalaust leysast slíkir smá- munir! BYLTING Á SViÐI GERVIGREINDAR Til að festast ekki alveg í tölvu- heiminum hefur Friðrik numið sál- arfræði með og Bergþór byrjaði í heimspeki. Friðrik segir að sá hlutur sem hann hefur mikinn áhuga á, gervigreindin, liggi að mörgu leyti á mörkum sálfræðinnar og tölvu- fræðinnar. Þá er átt við að tölvur séu látnar ,,hugsa“. „Þeir aðilar sem dæla mestum peningum í rannsóknir á gervi- greind eru t.d. bandarísku olíufélög- in en sérstaklega þó bandaríski her- inn, sem vitaskuld er að leita að „gáfuðum" vopnum. Dæmi um siíka afurð hersins er Cruising eldflaug- arnar sem geta fylgt landslagi og fundið skotmarkið. Þessi þróun gervigreindar er auðvitað talsvert áfall fyrir þá sem eru að grúska í hin- um fræðilegu vandamálum; að her- inn skuli hafa dottið inn á þetta hagnýtingargildi. Mikið er um sér- hæfða gervigreind, nefna má skák- borðið og svo fréttaforrit sem gera útdrátt úr kannski óhemju magni frétta. Þá má nefna sjálfvirkar þýð- ingar, sem eru auðvitað mikið áhugamál stórra aiþjóðasamtaka og stofnana. Framundan er síðan bylt- ing í myndgreiningu, t.d. á hinum ótölulega fjölda gervihnattamynda við kortagerð og annað." Þeir félagar nefna einnig hina margumtöluðu „fimmtu kynslóð", tölvudraum Japana, en reynast ekki hafa mikla trúa á því að sá draumur rætist. DRAUMUR JAPANA RÆTIST EKKI „Fjölmargir af þeim vísinda- mönnum sem voru í fararbroddi í Japan hafa hreinlega verið keyptir, t.d. af bandarískum háskólum. Það eru nánast bara skriffinnarnir eftir! Þá er það hitt, að Japanir hafa nán- ast aldrei komið sjálfir með merki- legar nýjungar, en hafa oft komið með endurbættar og ódýrari útgáf- ur skömmu á eftir hinni raunveru- legu nýjung. Um þetta hafa Bretarn- ir sagt: Fundið upp í Bretlandi, þró- að í Bandaríkjunum, markaðssett í Japan." Framtíðin bendir einnig til ákveð- innar upplýsingabyltingar. Þróunin verður líklega sú að geysilegur fjöldi sérhæfðra forrita verður markaðs- séttur og að hinn almenni notandi geti auðveldlega fengið hvaðeina upplýsingar á auðveldan hátt og í til- tæku formi án þess að hann þurfi sjálfur að gera mikið. Inn í það spilar almenn þróun eins og sú, að lykla- borðin koma til með að hverfa með auknum „skilningi" tölva á tákn- máli. En hvað segja þeir félagar með þetta í huga, tölvur hafa streymt inn í landið í geysilegum mæli, eru fyrir- Iiggjandi kerfi kannski þegar orðin úrelt? „Já, tæknilega séð og það fyrir löngu. Fyrst og fremst þó einmenn- ingstölvurnar. Hins vegar er það vandamál uppi með þróuðustu tölvukerfin, að hugbúnaðurinn er kannski ekki til staðar. Apple 2 er gjörsamlega úrelt kerfi, eins og Ford-T módelið frá upphafi aldarinn- ar, en lifir á því að það er til f jöldi for- rita. En síðan er hægt að kaupa nýj- ustu tækniundrin á markaðinum en þú stendur berrassaður, vegna þess að allan hugbúnað vantar. Annað dæmi eru vélar eins og 8386 Compaq, sem eru tæknilega mjög fullkomnar en hugbúnaðurinn sem til er nýtir sér ekki vélina, svipað og að keyra Jagúar-bifreið á 10 kíló- metra hraða.“ Þeir Friðrik og Bergþór fengu fyrst áhuga á tölvum í menntaskóla. Það var ekki fyrr en háskólanám var hafið að þeir hins vegar skiptu yfir í tölvufræðina, eins og æ fleiri gera. NEMENDUR LAUNAHÆRRI EN KENNARARNIR „Það má segja að það séu tveir hópar sem fara út í tölvufræðina, annars vegar þeir sem hafa áhuga á tölum og gaman af því að grúska í tækinu sjálfu, en hins vegar þeir sem sjá í þessu góðan vinnumarkað og vilja taka þátt í tölvuvæðingunni. En þetta er umfram allt tækninám og þeir sem koma hingað fyrst og fremst með viðskiptalega hagnýt- ingu í huga lenda gjarnan í vand- ræðum og skipta yfir í viðskipta- fræðina! Þeir sem á hinn bóginn klára tölvufræðina eru mjög vel settir, vinnuframboð er meira en nóg og nóg pláss fyrir alla. Margir af bestu tölvumönnum landsins eru sjálfmenntaðir og sumir þeirra sem byrjuðu hér en féllu út eru nú jafnvel orðnir yfirmenn þeirra sem útskrif- uðust síðar! Það er ekki að sjá að þetta breytist mikið á næstunni hvað eftirspurn varðar, eins og t.d. hefur gerst síðustu árin í viðskipta- fræðinni, en sú menntun þykir í dag álíka merkileg og stúdentspróf fyrir 20 árum og gagnfræðapróf fyrir 50 árum. Þetta er ekki sagt viðskipta- fræðingum til lasts, þeir eru bara orðnir svo margir og komnir inn á svo mörg svið. í tölvufræðinni er hins vegar mikil gróska og þróunin ör. Eitt vandamál hér er þó að kenn- arar í tölvufræðum eru of fáir og þeir fáu sem eru vinna ómetanlegt starf. Þeir gætu hæglega fengið mun betri laun í einkageiranum. Laun tölvuprófessors hér eru jafnvel lægri en sumarlaun kauphæstu nemenda hans! Flestir nemendurn- ir fá síðan hærri laun en kennararn- ir strax að námi loknu." Þegar þeir félagar eru nánar spurðir um tölvunotkun íslendinga kemur í Ijós að ísland er miðað við fólksfjölda tölvuvæddasta þjóð heimsins að öllum líkindum! Hér eru um 10 þúsund PC-tölvur og mik- ill fjöldi einmenningstölva. Það sé hins vegar góð spurning hversu vel þessar tölvur allar séu nýttar. FLESTAR TÖLVUR — OG FÓTANUDDTÆKI! „Mjög margar tölvur fara inn á heimilin er sagt, en maður verður ósköp lítið var við það. Maður veit varla hvar allar þessar tölvur eru og hvað verið er að gera með þær. Þó er staðreynd að mörg fyrirtæki, stofnanir og félög eru að gera góða hluti með tölvur, við sáum það t.d. hjá stjórnmálaflokkunum að þeir eru að gera hagnýta hluti með tölv- unum. En í fjölmörgum tilfellum er tölvan nánast leikfang sem skilar sér ekki sem fjárfesting, á heimilun- um og mörgum fyrirtækjum. Það breytir því ekki að við erum mjög tölvuvæddir hér, enda ákaflega nýj- ungagjarnir, eigum t.d. sennilega líka heimsmetið í fótanuddtækja- eign! Þá má nefna að mikið er um að tölvur séu keyptar nánast sem ritvélar, enda er reiknað með því að í sumar fari ódýru PC-eftirlikingarn- ar niður fyrir 30 þúsund krónur og þá er maður kominn niður fyrir verð á ritvél. í Bandaríkjunum eru ódýrustu slíkar tölvur á 20 þúsund krónur." Á þessum nótum endar viðtalið, sem þó hefði hæglega getað haldið áfram allan liðlangan daginn, því af nógu er að taka þegar tölvuveröldin er annars vegar og þeir Friðrik og Bergþór greinilega öllum hnútum kunnugir. Vafalaust heyrist þó fleira frá þeim í náinni tölvuvæddri fram- tíð... • HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.