Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 39
FRÉTTAPÓSTUR
Tveggja flokka stjórn óhugsandi
Niðurstöður kosninganna lágu fyrir árla morguns sl.
sunnudag, þó síðar hafi hins vegar verið tilkynnt um dular-
fullt hvarf 48 atkvæða í Vesturlandskjördæmi, sem hugsan-
lega gætu hreytt myndinni eitthvað. Alþýðuflokkurinn fékk
15,2% atkvæða og 10 menn kjörna, Framsóknarflokkur
fékk 18,9% og 13 menn, Bandalag jafnaðarmanna fékk
0,2% og engan mann, Sjálfstæðisflokkur fékk 27,2% og 18
menn, Alþýðubandalag fékk 13,4% og 8 menn, framboð
Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandi eystra fókk 1,2% (12,1%
í kjördæminu) og 1 mann, Flokkur mannsins fékk 1,6% og
engan mann, Borgaraflokkur fékk 10,9% og 7 menn,
Kvennalisti fékk 10,1% og 6 þingmenn, en Þjóðarflokkur
fékk 1,3% atkvæða og engan mann kjörinn.
Borgaraflokkur, Kvennalisti og Alþýðuflokkur voru sam-
kvæmt þessum úrslitum sigurvegarar kosninganna, en út-
koma Steingríms Hermannssonar í Eeykjanesi, þar sem
hann náði kjöri ásamt Jóhanni Einvarðssyni, þykir einnig
mikill sigur. Miklar breytingar urðu á skipan þingmanna,
21 nýr þingmaður kemur inn og sex þingmenn náðu ekki
endurkjöri, þó ekki munaði miklu hjá alþýðuflokksmann-
inum Guðmundi Einarssyni í Austfjarðakjördæmi, sem
skorti einungis 7 atkvæði. Af nýju þingmönnunum eru 12
konur, eða þremur fleiri en á síðasta þingi.
Forseti íslands ætlar að bíða með að veita einhverjum póli-
tísku foringjanna umboð til stjórnarmyndunar, en óform-
legar viðræður hafa þó átt sér stað á undanförnum dögum.
Jón Baldvin Hannibalsson hefur hug á að veita forsæti
stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista, en
Steingrímur Hermannsson ihugar möguleika á því að bjóða
nýjum flokki inn í mynstur fráfarandi stjórnar.
Skoðanakönnun stöðvuð
Fréttamenn Stöðvar 2 hugðust gera skoðanakönnun um
kosningarnar og bjórinn meðal kjósenda á kjörstöðum á
höfuðborgarsvæðinu og birta niðurstöður hennar í kvöld-
fréttum á kjördag. Könnunin var stöðvuð af yfirkjörstjórn
í Keykjavík, sem hefur lögsögu yfir kjörstöðum og lóðum
þeirra. Forráðamenn stöðvarinnar ætla að höfða mál á
hendur kjörstjórninni.
Guðrún vill landsfund
Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags, hefur
krafist þess að landsfundur verði kallaður saman til þess að
ræða um og bregðast við útreið þeirri, sem flokkurinn fékk
í nýliðnum kosningum. Ákveðið hefur verið að halda mið-
stjórnarfund um miðjan maí.
Samningar
Bankamenn sömdu við viðsemjendur sína aðfaranótt 29.
apríl, en degi fyrr sömdu línumenn og rafvirkjar hjá Raf-
magnsveitum ríkisins. Félagsráðgjafar hjá ríkinu hafa
einnig samið og eru þvi hættir í verkfalli, sem skall á þann
26. mars. Samningur er hins vegar ekki í sjónmáli hjá leið-
sögumönnum og ljóst er að um 80% fóstra í Reykjavík láta
af störfum 1. maí og ætla ekki að draga uppsagnir sínar til
baka.
Hestar í siglingu
Um 300 hross lögðu af stað í siglingu frá Þorlákshöfn í síð-
ustu viku. Þetta voru bæði reiðhestar og sláturhross, á leið
á ýmsa staði í Evrópu með milligöngu búvörudeildar SÍS.
Fréttapunktar:
• 60 ára gömul kona var fermd í Dómkirkjunni síðastliðna
helgi, en á sínum tíma hafði það af einhverjum ástæðum far-
ist fyrir.
• Ef innflutningur á nýjum bílum heldur áfram út árið á
svipuðum nótum og verið hefur frá janúarbyrjun, verður
um 24% aukning á bílainnflutningi milli ára.
• Kynferðisafbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson, sem
nauðgaði ungum blaðburðardreng fyrir u.þ.b. ári, hefur
fengið þriggja ára fangelsisdóm og verður að greiða 300 þús-
und króna skaðabætur.
• Húsfyllir var í Þjóðleikhúsinu á sumardaginn fyrsta,
þegar þar fór fram dagskrá til heiðurs hinu 85 ára afmælis-
barni, Halldóri Laxness.
• Námskeið nokkurra presta fyrir hjón og hjónaleysi njóta
nú mikilla vinsælda fólks, sem vill tryggja góða liðan í
„hnappheldunni" og betri endingu hjónabandssælunnar.
BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÓS
veitir eftirtalda þjónustu:
tjöruþvott, djúphreinsun teppa og
sœta, mótorþvott. Mössum lökk,
bónum og límum d rendur.
Opiö virka daga kl. 8—19.
Opið laugardaga kl.
10-16.
Bón- og þvottastöðin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177
Tökum hunda í gœslu
til lengri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
oq þú flýgur í
gegnum daginn
PONTUNAl
Q't cMáÍTi
öl VUJfilyt „
afla daga vikunnar kl. 9JH)-22.0
Póstverslunin Príma
HELGARPÓSTURINN 39