Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.02.1988, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Qupperneq 6
Smárahvammsmálið A sis OG FRJÁLSU FRAMTAKI Smárahvammsmáliö í Kópavogi tók einkennilega U-beygju á fimmtudag í síðustu viku, þegar bœjarstjórn skyndilega skrifaöi undir samninga við Hagkaup, Byko og Frjálst framtak um ráðstöfun landsins. Þar sem Hag- kaup og Byko höfðu fyrir lóðir í Kópavogi má segja, að með þessu vœri tekin ákvörðun um að skipta á stœrsta fyrirtœki landsins, SÍS, og Frjálsu framtaki, útgáfufyrir- tœki Magnúsar Hreggviðssonar. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON MYNDIR JIM SMART Þessi ráðstöfun er því einkenni- legri, þegar þess er gætt að í Kópa- vogi er meirihluti svonefndra ,,fé- lagshyggjuflokka", og að þessi mála- lok voru samþykkt einróma í bæjar- stjórn — þ.e. einnig með samþykki Framsóknarfulltrúans. Þá er það athyglisverð staðreynd, að einn af bæjarfulltrúum Alþýðubandalags- ins er starfsmaður Frjáls framtaks. Þegar spurðist á sl. hausti, að SÍS hefði fest kaup á Smárahvamms- landi, 33 hektörum, á tæpar 120 milljónir, varð uppi fótur og fit. Mikl- ar vangaveltur voru uppi um að SÍS hygðist flytja höfuðstöðvar sínar úr Reykjavík til nágrannabyggðarlags- ins, þegar gengið hefði verið frá sölu núverandi höfuðstöðva við Sölv- hólsgötu, sem hefði þýtt 50 milljóna króna tilfærslu gjalda frá höfuðborg- inni til Kópavogs auk aðstöðugjalda af hverjum þeim öðrum fyrirtækj- um, sem komið yrði á fót á landinu. I samninganefnd SÍS voru forstjórinn, Guðjón B. Ólafsson, og Kjartan P. Kjartansson fjármálastjóri. Hér stendur Kjartan við líkan, sem SÍS lét gera af svæðinu og útskýrir hugmyndir Sambandsmanna um uppbyggingu þess. FJAN DSAMLEGT UMHVERFI Samvinnuhreyfingin hefur iðu- lega kvartað undan því að hún byggi við fjandsamlegt umhverfi í Reykjavík, þar sem borgarstjórnar- meirihlutinn hefði hvorki viljað veita KRON eða SÍS lóðir undir starf- semi sína og á sínum tíma þvælst á móti Miklagarði, sem fékk tíma- bundið starfsleyfi á tíma vinstri meirihlutans. Var því ástæða til að ætla að SÍS tæki því fagnandi að komast með starfsemi sína í byggð- arlag þar sem „félagshyggjuflokk- ar“ eru í öruggum meirihluta með 7 bæjarfulltrúa af 11. En Davíð Oddsson brá við skjótt, veitti Miklagarði starfsleyfi til 10 ára og lóð við Vesturlandsveg undir höf- uðstöðvar. Eftir sölu Sölvhólsgötu- hússins var svo ákveðið, að kaupa upp hlut meðeignarmanna í Kirkju- sandi hf., byggja við og endurbæta hús þar og flytja höfuðstöðvarnar þangað fyrst um sinn. Þrátt fyrir þetta var haldið áfram viðræðum við bæjarstjórn Kópa- vogs frá 9. október og áfram um uppbyggingu landsins. Virðist báð- um aðilum bera saman um að þær hafi verið í vinsamlegum anda. SIS- menn segja að bæjarstjórnin hafi lengi vel ekki minnst á nein skilyrði um hraðari uppbyggingu landsins en svo, að fyrstu byggingar risu 1993 og lokið 1995, og aldrei farið fram á framlengingu ákvörðunar- frests um að neyta forkaupsréttar síns fram yfir þann frest til 15. febrú- ar, sem fúslega var veittur, en lögum samkvæmt er fresturinn 28 dagar. SÍS-menn telja, að ef Kópavogsbæ var svo mikið í mun að þróa þetta svæði á 5 árum í stað sjö, hefði verið eðlilegast að bæjarstjórn setti þeim tímafrest, áður en hún ákvað að ganga til viðræðna við aðra aðila. Þess í stað var forstjóra Sambands- ins tilkynnt um viðræður við nýja aðila daginn, sem þær hófust, og áskildi hann þá Sambandinu rétt til að skila inn tillögum sem gerðu ráð fyrir sama framkvæmdahraða og nýju aðilarnir höfðu gert tilboð um. Var tillögum um þetta skilað inn 10. febrúar ásamt samstarfssamningi við Hagvirki um þróun landsins. Þá er allt í einu hlaupið svo illt blóð í bæjarfulltrúana alla sem einn, að þeir lýsa þessum tillögum, sem al- gerri sýndarmennsku, yfirskini til að breiða yfir það, að SÍS hafi verið búið að missa allan áhuga á landinu. Þessi viðbrögð komu forsvars- mönnum Sambandsins á óvart. Þeir segja viðræður hafa farið fram af mikilli vinsemd og hreinskiptni allt til loka janúar. Þegar viðhorf Sam- bandsins hafi breyst nokkuð eftir að ákvörðun hafði verið tekin um upp- byggingu Kirkjusands hafi Kópa- vogsmönnum verið frá því skýrt og þeim boðið, hvort sem þeir vildu, að SÍS afsalaði sér nokkrum hluta landsins til bæjarins eða að skipulag þess og uppbygging yrði þróað í nánu samráði þessara aðila. VIÐRÆÐUSLIT í SJÓNVARP Þá kom það illa við Sambands- menn, að viðræðuslit skyldu verða með þeim hætti, að innborgun þeirra í kaupverðið skyldi fyrirvara- og samráðslaust afhent þeim og lið frá sjónvarpinu, undir forystu Helga H. Jónssonar fréttamanns, mætt samtímis á staðinn, þannig að ljóst var að fréttastofa þess vissi hvað til stóð langt á undan Sam- 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.