Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 13
DAGBOKIN HENNAR DULLU Kæra dagbók. Ég er búin að loka mig inni í her- bergi, því það er hættuástand frammi. Mamma er nefnilega að gera tilraun númer tuttugu og eitt- hvað til að baka bolludagsbollur. Hún byrjaði á þessu fyrsta árið sem hún og pabbi voru gift og af því að mamma er í Nautsmerkinu kann hún ekki að gefast upp. Naut eru svo rosalega þrjósk. Fyrsta árið notaði hún uppskrift frá mömmu sinni, sem alltaf hafði heppnast. Það fór allt í tunnuna og þannig hefur þetta gengið í meira en tuttugu ár. Boll- urnar hafa bókstaflega ALDREI ver- ið ætar. (Það er að vísu kannski ekki alveg satt, en í þau fáu skipti sem bragðið hefur verið OK hafa þær verið algjör skandall í útliti — t.d. flatar eins og pönnukökurnar, sem mamma kann heldur ekki að baka! Enginn af okkur krökkunum hefur a.m.k. ennþá treyst sér til að fara með heimabakaðar bollur í skól- ann. Ekki einu sinni til þess að gieðja mömmu...) Samt hefur hún notað nýja uppskrift á hverju ári, bæði frá bestu vinkonum sínum, öll- um í saumaklúbbnum, úr flestum kokkabókum sem gefnar hafa verið út og örugglega uppskriftir úr öllum dagblöðum og tímaritum á landinu. Eitt árið braut hún m.a.s. alveg of- boðslegan odd af oflæti sínu og fékk lánaða uppskriftina hjá ömmu á Einimelnum. Það var ferlega erfitt fyrir hana, greyið, en amma naut þess alveg í botn og hringdi á fimm mínútna fresti til að fylgjast með bakstrinum. (Mamma sagði, að þetta hefði bara klúðrast hjá sér af því að hún þurfti alltaf að vera að hlaupa í símann! Þetta var meiri- háttar niðurlæging fyrir hana, því amma pínir hana oft með því hvað pabba þyki Einimelsbollurnar sjúk- lega góðar. Meira að segja pabbi vorkenndi mömmu svo mikið þetta ár, að hann mútaði okkur til að þykj- ast fara með bollurnar í skólann.) Addi bróðir er líka búinn að loka sig inni, en ekki út af bollubakstrinum og móðursýkinni í mömmu. Hann er ennþá að jafna sig á því að bænd- urnir fyrir norðan skyldu drepa litla, sæta ísbjörninn. Það var eins og hann hefði sjálfur verið skotinn í hjartað, þegar þeir sýndu mynd af dýrinu í sjónvarpsfréttunum í gær. Gráturinn, maður... Það varð algjört stríðsástand á heimilinu. Mamma hélt með Adda og sagði, að þetta væri viðbjóðslegt og að kallarnir væru villidýr en ekki grey bjarndýr- ið. Addi grenjaði og grenjaði, en pabbi trylltist og sagði að mamma væri að gera strákinn að aumingja. Þetta væri lífshættulegt óargadýr, VIIMIMUN/ÉLAR eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstímum i umferöinni. ( sveitum er umferö dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum aö taka tillit til þess. Engu aö síöur eiga bændur aö takmarka slíkan akstur þegar umferö er mest, og sjá til þess aö vélarnar séu i lögmætu ástandi, s.s. meö glitmerki og ökuljós þegar ryk er á vegum, dimmviöri eöa myrkur. sem hefði getað drepið fjölda manns og fullt af skagfirskum gæð- ingum. Hann sagði, að mamma hefði örugglega fengið kast ef kall- arnir hefðu fylgst í rólegheitunum með dýrinu og það hefði svo drepið einhvern. Þá hefði hún sakað menn- ina um að fórna mannslífum fyrir eina skepnu. Hann sagði líka, að það væri ekki fyrir neinn lifandi mann að þóknast mömmu. Þetta varð alltof persónulegt rifrildi til að við krakkarnir gætum verið áfram inni í stofu, svo við læddumst bara út. En ég skil nú bara ómögulega af hverju var ekki hægt að fá einhvern dýralækni til að skjóta svona svefn- meðali í bjarndýrið og setja það í búr. Síðan hefði vel verið hægt að láta búrið um borð í skip og sleppa dýrinu lengst í burtu — kannski við Grænland. Einfalt mál! Þetta var bara eins árs ræfill og ekkert miklu stærri en Labradorhundur. Svei mér ef ég er bara ekki alveg að fara að grenja yfir þessu, eins og Addi... Bless, bless. Dúlla. ÍS PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 s: 39933 og Öldugötu 29 s: 623833 prófaðu deep-pan pizzur TAKPANA HEIM Launareikningur Alþýðubankans er tékkareikningur með háa nafnvexti og skapar lántökurétt. Cegn reglubundnum viðskíptum á launareikningi í a.m.k. 3 mánuði fást tvennskonar lán án milligöngu bankastjóra, að ákveðnum skilyrðum uppfyiltum. Allt að kr. 50.000 á eigin víxli til fjögurra mánaða. Allt að kr. 150.000 á skuldabréfi til átján mánaða. Við gerum vel við okkar fólk Alþýðubankinn hf HELGARPÓSTURINN 13 KRASS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.