Helgarpósturinn - 18.02.1988, Qupperneq 16
FRETTASKYRING
Uppbodsmarkadur á fiski
Uppboðsmarkaðir fyrir sjávarafla eru það nýjasta í ís-
lenskum sjávarútvegi og í raun enn á tilraunastigi. Það er
þess vegna eðlilegt að menn velti hagkvæmni þeirra fyr-
ir sér, hvort með þeim sé stigið spor fram á við eða víxl-
spor. Rekstur fiskmarkaðanna hefur þegar haft ýmisleg
áhrif á útgerð og fiskvinnslu og benda má á kosti þeirra
og galla.
EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR MYNDJIMSMART
Það var með lögum nr. 19, frá 24.
mars 1987, sem starfsemi uppboðs-
markaða fyrir sjávarafla var heimil-
uð. í raun má segja að um eins konar
„tilraunalög" sé að ræða, vegna
þess að þau falla úr gildi í árslok
1989 samkvæmt ákvæði í þeim
sjálfum. Fyrir þann tíma verður Al-
þingi því, í Ijósi fenginnar reynslu,
að taka ákvörðun um hvort fram-
hald verður á.
í lögunum felst það helst, að sjáv-
arútvegsráðherra veitir leyfi til
rekstrar uppboðsmarkaða fyrir
sjávarafla til eins árs í senn, að bæði
einstaklingar og hlutafélög geta sótt
um rekstrarleyfi og síðast en ekki
síst, að ákvæði laga um Verdlagsrád
sjáuarútvegsins, þar sem kveðið er
á um lágmarksverð sjávarafla, gilda
ekki um fiskmarkaðina.
MIKILL ÁHUGI
Ahuginn á fiskmörkuðunum var
hreinlega svo mikill að menn voru
ekkert að bíða eftir því hvort laga-
frumvarpið hlyti samþykki Alþingis,
heldur hófust mun fyrr handa um
undirbúning að þessari starfsemi. í
nóvember ’86 var fyrsta hlutafélag-
ið um fiskmarkað stofnað, Fisk-
markaöurinn hf. í Hafnarfirði, og
brátt fylgdu fleiri í kjölfarið, næstur
var Faxamarkaðurinn hf. í Reykja-
vík.
Fiskmarkaðurinn hf. fékk rekstr-
arleyfi fyrstur, í mars ’87, og hóf
starfsemina í júní. Nú eru starfandi
fimm fiskmarkaðir í landinu, þeir
tveir sem þegar eru nefndir ásamt
Fiskmarkaði Noröurlands hf., Fisk-
markaði Suðurnesja hf. og Fisk-
markaði Vestmannaeyja hf. Sá sjötti
mun vera á leiðinni á Vesturlandi.
Hafa verður í huga þegar rætt er
um fiskmarkaði að starfsemi þeirra
allra er ekki eins háttað. í raun er
hægt að tala um tvær tegundir:
Beina uppboðsmarkaði (gólfmark-
aði), þar sem fiskurinn er boðinn
upp á staðnum, og fjarskiptamark-
aði, þar sem fiskurinn er boðinn
upp óséður úr skipunum, áður en
þau koma að landi, jafnvel í gegnum
tölvunet.
Markaðirnir eru flestir einhvers
konar sambland af þessum tveimur
tegundum með mismunandi hlut-
föllum þó. Þannig eru Faxamarkað-
urinn og Fiskmarkaðurinn aðallega
gólfmarkaðir en Fiskmarkaður
Norðurlands aðallega fjarskipta-
markaður.
Síðan má nefna til samanburðar
Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík
sem er miðlunarmarkaður, en til-
gangur hans er að annast í umboði
útgerða og framleiðenda kaup og
sölu á hvers konar ferskum og unn-
um sjávarafurðum, innanlands sem
erlendis. Fiskmiðlanir eru í raun
ekki fiskmarkaðir eins og það hug-
tak er notað hér. Það sem þar er um
að ræða er að menn gera tilboð í
fiskinn en ekki fer fram beint upp-
boð, fiskinum er miðlað þangað
sem hans er þörf. Þetta hefur við-
gengist árum saman og hefur ekki
þurft sérstakt leyfi til, enda falla fisk-
miðlanirnar ekki undir lög um upp-
boðsmarkaði.
16 HELGARPÓSTURINN
17 MILLJÓNIR í
UMBOÐSLAUN
Markaðir þeir sem tekið hafa til
starfa eru allir hlutafélög. Þeir eru í
eigu bæði einstaklinga og fyrir-
tækja, þó hlutur fyrirtækja í sjávar-
útvegi sé yfirgnæfandi. Mesta hluta-
féð liggur í Fiskmarkaðinum hf. í
Hafnarfirði, samtals 13 milljónir.
Hluthafar eru 90 og athygli vekur að
meðal þeirra eru útvegsfyrirtæki
víða aö, s.s. frá Grundarfirði, Vest-
mannaeyjum og Keflavík. Hlutafé
Faxamarkaðarins er 10,5 milljónir
og eru hluthafar 45. Af þeim má
nefna Davíð Oddsson í eigin per-
sónu, Granda hf., Sjómannafélag
Reykjavíkur, Dagsbrún, Kassagerð
Reykjavíkur og Eimskipafélag Is-
lands. Hlutafé annarra markaða er
á bilinu 2—5 milljónir.
I gegnum fiskmarkaðina fóru
samtals 25.000 tonn á síðasta ári
eða um 1,5% af heildarafla lands-
manna. Verðmæti þessa fisks var
um 750milljónir króna. Mestur fisk-
ur var boðinn upp á Fiskmarkaðin-
um hf. eða tæplega 14.000 tonn fyr-
ir um 418 milljónir. Faxamarkaður-
inn bauð upp tæp 7.000 tonn fyrir
tæpar 200 milljónir, Fiskmarkaður
Suðurnesja 3.500 tonn fyrir 127
milljónir svo það mesta sé talið.
Hafa verður í huga þegar tölurnar
eru skoðaðar að fiskmarkaðirnir
hafa starfað mislengi, starfstími þess
elsta er 6 mánuðir. Þær segja þó sína
sögu.
Gólfmarkaðirnir fá 4% af brúttó-
söluverði markaðanna í umboðs-
laun, fyrir utan afgreiðsluþóknun
og ískostnað. Hjá stærsta fiskmark-
aðinumeru umboðstekjurnarþví 17
milljónir á síðasta ári. Þarna er um
verulegar fjárhæðir að ræða. Einar
Sveinsson, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðarins hf., sagði að ekki væri
búið að gera upp árið en dýrara
væri að reka gólfmarkað en menn
gerðu sér grein fyrir. Hann sagði
markaðinn standa undir sér, en ekki
miklu meira.
KAUPENDUR ALLA LEIÐ
FRÁ SNÆFELLSNESI
Það lá eiginlega beint við að fá að
vera viðstaddur fiskuppboð. Fisk-
markaðurinn hf. í Hafnarfirði varð
fyrir valinu. Svo hittist á að þar var
stórt uppboð, boðin voru upp yfir
200 tonn af fiski þennan morgun,
mest ufsi og karfi en þó einnig ólík-
iegustu tegundir s.s. regnbogasil-
ungur og skötuselur. Það væri ekki
rétt að segja að það sem fram fór
hafi komið á óvart. Auk uppboðs-
haldara og starfsmanna voru þarna
um 40 manns þegar mest lét sem
ýmist héldu spjöldum sínum upp
eða niður til merkis um hvort þeir
byðu í fiskinn. Mennirnir báru það
með sér að vera þungt hugsi yfir
uppboðsverðinu, svo og því magni
sem þeir vildu kaupa. Kaupendurn-
ir voru bæði frá stórum fiskvinnslu-
húsum og venjulegir fisksalar. Eftir
þrjá stundarfjórðunga var allur fisk-
urinn seldur og kaupendurnir byrj-
aðir að flytja hann á brott.
í samtali við blaðamann sagði
Einar Sveinsson framkvæmdastjóri
að uppboðsmarkaðurinn hefði
gengið vel og bæði kaupendur og
seljendur væru ánægðir með hann.
Kaupin færu fram á staðnum, það
ríkti ákveðin spenna — þarna
keyptu menn ekki eftir á. Um hrein
skipti væri að ræða og greiðslur
kæmu reglulega. Til þess að grund-
völlur væri fyrir markaðinum þyrfti
þó verulegan afla og þátttöku. Það
hefði ráðið miklu fyrir gengi mark-
aðarins að þegar í upphafi hefðu út-