Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 17

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 17
vegsfyrirtækin Sjólastödin og Hval- eyri, sem hvor tveggja væru með út- gerð og vinnslu á sínum snærum, ákveðið að leggja allan afla sinn inn á markaðinn og kaupa síðan aftur út það sem þau þyrftu sjálf að nota. Þetta lýsti vel hagkvæmni fiskmark- aðanna. Einar sagði að kaupendur aflans væru bæði stórir og smáir. Þeir kæmu víða að af Suðurnesjum og Suðurlandi. Jafnvel væru kaupend- urnir frá Snœfellsnesi og flyttu afl- ann þangað á bílum. Hann gagnrýndi útflutning á gámafiski og sagði að með vinnslu erlendis á íslenskum fiski væri ís- lenskum hagsmunum unnið tjón. Þessir aðilar ættu þess kost að senda fiskinn á innlenda fiskmark- aði og hann kvaðst sannfærður um að til jafnaðar yfir árið fengist ekki lægra verð fyrir fiskinn hér innan- lands. HRÆÐSLA Á NORÐURLANDI Það virðist hins vegar ekki ganga eins vel hjá fiskmarkaði Norður- lands, en þar er aðallega um fjar- skiptamarkað að ræða. Markaðnum hefur verið sýnd lítil athygli, jafnvel af hluthöfum. Meginástæðan er lík- lega sú að menn eru hræddir um að missa aflann úr plássunum. Þetta er vel skiljanlegt en einnig að nokkru leyti skammsýni, vegna þess nýta mætti aflann betur. „Það hefur lengi verið áhugamál sjómanna að koma á fót uppboðs- mörkuðum hér á landi," sagði Oskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands íslands, þegar HP innti hann álits á starfsemi fiskmarkað- anna. Hann sagði að markaðirnir væru lífakkeri sjómanna til þess að fá rétta verðmyndun á fiski og þeir væru það eina sem gæti sýnt gang- verð á fiski hverju sinni. Þeir gallar sem einna helst var búist við að yrðu á fiskmörkuðunum, þ.e. að kaupendur byndust samningum um að halda verðinu niðri, hefðu ekki komið fram. Hann kvaðst vonast til að þeir fengju að njóta sín í næstu framtíð. Kristján Ragnarson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði að sér virtust markað- irnir hér fyrir sunnan hafa verið að eflast og þeir ættu framtíð fyrir sér. Á suðvesturhorninu benti ýmislegt til að þetta gæti verið frambúðar- skipulag, með þeim fyrirvara þó að ekki væri ljóst hvernig kerfið virk- aði á almennilegri vetrarvertíð. „Þessir markaðir eru í samkeppni við ferskfiskútflutning og ættu að geta dregið úr honum og bætt stöðu vinnslunnar til að fá aukið hráefni fyrir sanngjarnt verð," sagði Krist- ján. KOSTIR OG GALLAR Rétt er að skoða nánar áhrif upp- boðsmarkaðanna á sjávarútveginn og velta þá sérstaklega fyrir sér kostum þeirra og göllum. Ljóst er að fiskmarkaðirnir hafa áhrif til hækkunar á fiskverði. Á mörkuðunum slást fleiri aðilar um fiskinn. Áður fyrr var erfiðleikum bundið að komast yfir fisk til vinnslu nema að eiga bát sjálfur. Þetta hefur breyst. Markaðirnir opna mjöguleika fyrir smárekstur í fiskvinnslu. Margir tiltölulega smáir framleiðendur sem verka fiskinn í dýrar sérpakkningar hafa komið fram. Þeir geta greitt hærra verð og hafa þannig sprengt fiskverðið upp. Helstu rökin fyrir fiskmörkuðunum liggja einmitt í því að þeir stuðla að aukinni hagkvæmni í vinnslu og ✓ l sérhæfingu innan sjávarútvegsins, sem eykur gæði og um leið hækkar það verð sem fæst fyrir afurðirnar erlendis. Vinnslan er því í stakk búin að greiða hærra verð til útgerðar- innar. í raun er einungis verið að tala um auknar gjaldeyristekjur. Um svipað leyti og fiskmarkaðirn- ir hófu starfsemi sína komu hags- munaaðilar í sjávarútvegi sér saman um að gefa fiskverð frjálst í tilrauna- skyni. Þarna í millum var ekki beint samhengi, þó menn hafi kannski haft stofnun fiskmarkaða til hlið- sjónar þegar þessi ákvörðun var tekin. Að reynslutíma loknum sam- þykkti aðalfundur LÍÚ að krefjast þess að lágmarksverð yrði á ný ákveðið af Verðlagsráði sjávarút- vegsins. En hvers vegna? „Rökin fyrir þessu voru erfiðleikar manna í einstökum byggðarlögum við að ná samkomulagi um fiskverð. Mönnum mislíkaði það návígi sem í því felst að þurfa að ræða við sína starfsmenn um þetta í stað þess að þetta gerist á grundvelli heildar- ákvarðana" sagði Kristján Ragnars- son. Þarna endurspeglast sú skoðun að fiskmarkaðirnir hafi haft of mikil áhrif á verðmyndun út um landið. Vinnslan þar sé ekki í stakk búin til að greiða sama verð og sérhæfðir aðilar fyrir sunnan. Einnig verður að hafa í huga að vinnslan og út- gerðin eru á sömu hendi í 80% tilvika og peningarnir einungis færðir úr einum vasa í annan. Að sögn Óskars Vigfússonar vildu sjómenn hafa fiskverðið frjálst áfram. I viðskiptum útgerðar og vinnslu, sem oftast væru sömu aðil- arnir, tíðkuðust undirborðsgreiðslur sem ekki kæmu til skipta. „Það er oft talað um byggðastefnu og valddreifingu en þetta mikla vald til ákvörðunar fiskverðs vildu menn út um landið ekki fá til sín," sagði Óskar. Velta má því upp hvort fiskmark- aðirnir hér fyrir sunnan dragi ekki til sín afla frá afskekktum sjávar- plássum úti á landi og valdi þannig röskun á byggð í landinu. Eins og staðan er í dag er þetta vafasamt. Aflinn er að langmestu leyti unninn í byggðarlögunum og lítið hefur ver- ið sent suður. Þá er líka helst um að ræða umframafla sem ekki hafa ver- ið tök á að vinna í plássunum vegna þess hve mikið hefur borist á land. Verulegt magn er flutt utan í gám- um og er það meira áhyggjuefni. Það hefur verið gagnrýnt að fisk- urinn er ekki flokkaður eftir gæðum á fiskmörkuðunum heldur boðinn allur upp í einum flokki. Margir telja þetta galla númer eitt á mörkuðun- um í dag. Einar Sveinsson sagði um þetta að gæðaflokkun væri umdeil- anleg. Kaupandinn sem virðir fyrir sér fiskinn framkvæmir ákveðið gæðamat og það væri raunverulega besta gæðamatið. FRAMHALDIÐ Von er að menn velti fyrir sér framtíðinni. Menn virðast nokkuð sammála um að erfitt sé að spá um hvernig málin muni þróast. Að- spurður sagði Einar Sveinsson að málið væri alfarið í höndum útgerð- armanna, þeir hefðu svo til einka- rétt á þeirri auðlind sem fiskurinn væri. Úm markaði fyrir byggðarlög sem eru erfið yfirferðar, t.d. Aust- firði, sagðist hann telja möguieik- ana felast í fullkomnum fjarskipta- mörkuðum þar sem aflinn væri boð- inn upp gegnum tölvunet, en þetta krefðist nánari tæknilegrar útfærslu en nú væri. áttina r HEMLAHLUTIRI JAPANSKÁ • „Original" hemlahlutir í alla japanska bíla. • Innfluttir beint frá Japan. • Einstaklega hagstætt verð. ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340 & 689340 < W £ Cá K rtrabv0 «a)P ma eag'00 ' w\á séf 'aí -gSSS^SSKö** SUí^1^ •• -tA o\n\öK e'n V50 VfSA

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.