Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 29
Sheppard. Aðdáendur hörkubopps-
ins verða ekki fyrir vonbrigðum.
Önnur skífa Courtneys Pine er ný-
komin út: Destiny's Song and the
Image of Pursuance (Antilles-Is-
land/Skífan). Þar blæs hann fyrst og
fremst í tenórsaxófón, en einnig í
sópran. Það er kvartettformið sem
er ríkjandi og andi Coltranes svífur
yfir vötnunum — áhrif hans virðast
sterkari hér en á fyrstu skífu Courtn-
eys: Journey to the Urge Within.
Yngsti Marshalis-bróðirinn, Detfe-
ayo, er hljóðstjóri, því Courtney seg-
ir að erfitt sé að finna góðan hljóð-
stjóra í Bretlandi til að stjórna óraf-
magnaðri skífu. Öll verkin eru eftir
Courtney og sum aldeilis stórgóð
eins og ballaðan In Pursuance.
Hvort þau séu það góð að aðrir
djassmenn taki að leika þau verður
tíminn að leiða í Ijós eins og það
hvort hinn nýi breski djass verður
að því afli er Courtney Pine og Andy
Sheppard dreymir um.
Á fyrri skífu Courtneys mátti
glöggt heyra reggae-rætur hans en
síður nú; frískleiki fyrri skífunnar
hefur og vikið fyrir coltrane-ískum
aga. Ég efa að hún seljist í sextíu
þúsund eintökum eins og sú fyrri,
en geri hún það þarf breski djassinn
engu að kvíða. Öll verkin eru flutt af
kvartett Courtneys utan eitt: Round
Midnight Theoloniusar Monk — það
blæs tenóristinn einn af mikilli inn-
lifun.
Þó ekki berist.mikið af breskum
djassi hingað mega menn ekki
gleyma að ýmsir af frægari djass-
meisturum eru breskir: George
Shearing, Marian McPartland og
Victor Feldman eru fædd þar þó bú-
sett hafi verið í Bandaríkjunum.
Victor Feldman lést í fyrra aðeins
53ja ára. Hann var undrabarn og
kallaður Kid Krupa. í Jazzblaði
'Svavars Gests 1948 segir um Feld-
man: „Victor var tæplega tólf ára
þegar hann var álitinn einn af
fremstu trommuleikurum heims.“ —
Þetta var nú of djúpt í árinni tekið og
trommuleikur hins unga Feldmans
öllum gleymdur — aftur á móti
píanóleikur hans og víbrafónsláttur
enn í hávegum hafður og verður svo
meðan góður djass er einhvers met-
inn. Fylgist því með endurútgáfum
Boplicity á Contemporary-skífum
Victors Feldman.
Vernharður Linnet
KVIKMYNDIR
Morö í myrkri
Mord i morket
Regnboginn
Stjörnugjöf: ★★★
Hörkuþriller. Blaðamaður er
hundeltur bæði af eiturlyfjabarón-
um og lögreglu fram og aftur um
Vesterbro vegna þess að hann hefur
séð of mikið og veit enn meira.
Myndin lýsir undirheimastemmn-
ingu á Vesterbro í Kaupmannahöfn
þar sem allt veður í eiturlyfjabraski
og -neyslu, glæpum, vændi og vand-
ræðum. Gamlir íbúar hverfisins
verða eins og undarleg aðskotadýr
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:........... 93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR: ..._....96-71489
HÚSAVfK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRDUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-6303
interRent
en daglegt amstur verður enn fjöl-
breytilegra fyrir bragðið.
Blaðamaðurinn er leikinn af
danska rokksöngvaranum Michael
Falch sem er mjög sannfærandi í
hlutverki sínu, sjúskaður og drykk-
felldur. Um leið hefur hann sterkan
kynþokka og sjarma sem veldur því
að samúð áhorfandans hverfur
aldrei. Myndin er byggð á metsölu-
bók danska rithöfundarins Dan
Turéll og hefur komið út á íslensku.
Blaðamaðurinn er íbúi á Vesterbro,
rétt eins og Turéll, og þekkir því
hvern afkima eins og lófann á sér. Sú
þekking verður honum til lífs.
Lögreglan fær háðulega útreið en
það er tíska í dönskum myndum.
Hún er á fullu spani við að handtaka
ranga menn eða sokkin yfir höfuð í
skrifræði og gerir ekki neitt. Tvö-
faldur flótti blaðamannsins undan
lögreglu og glæpamönnum gerir
Morð í myrkri að eftirminnilegri
spennumynd. Um leið er hann að
reyna að upplýsa morð vinar síns.
Fín flækja. Með betri myndum sem
ég hef séð frá Skandinavíu. Hún er
ekki að rembast við að vera kúltúr-
mynd. Hún er spennumynd og það
í betri kantinum. Það ríkir engin
túristastemmning á Vesterbro. Morð
í myrkri er kærkomin hvíld frá
amerískum formúluþrillerum og
bitastæðari líka.
Freyr Þormóðsson
Til að ná langt á Olympíuleikunum í Seoul þá þurfa handknattleiksmenn okkar að
leggja hart að sér. Þú getur hjálpað þeim með því að kaupa Boltabrauð. Af hverju
brauði sem keypt er renna 3 krónur til handknattleikslandsliðsins.
'^^jw?ílífrifrr JSf ' JK» £$$ bSs j fejh- r y-í
HELGARPÓSTURINN 29