Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 36
Esjuberg, þar sem nú er Borgarbókasafnið, átti upphaflega að heita Villa
Frieda. Það var reist af dansk-þýska gyðingnum Obenhaupt árið 1916, en arki-
tektinn var Einar Erlendsson. Það þótti alglæsilegasta einbýlishús Reykjavík-
ur á sínum tíma og þar bjó lengst af Ólafur Johnson, sem stofnaði O. Johnson
og Kaaber.
„Þessum húsum, nr. 16 (nær) og 14 (f jær), hefur verið f ullur sómi sýndur og þau
eru fulltrúar þess besta sem gert var í reykvískri byggingarlist fyrir hundrað
árum," segir Guðjón Friðriksson.
Á dyraumbúnaði hússins nr. 12 má
sjá nýklassísk einkenni sem voru
áberandi á flestum timburhúsum,
sem reist voru um 1880 í Reykjavík.
borði nema með leyfi borgaryfir-
valda."
Á móti húsi Þorsteins, í húsinu
númer 14, segir Guðjón að Benedikt
Gröndal skáld hafi búið á árunum
1881—1887. „Benedikt kenndi við
Lærða skólann en var rekinn það-
an. Meðan hann bjó í þessu húsi
missti hann konu sína, lenti í vand-
ræðum og missti húsið. Síðar bjó í
þessu húsi Bjarni Sæmundsson fiski-
fræðingur. I húsinu númer 16 bjó
lengi Bjarni frá Vogi, þekktur stjórn-
málamaður á sínum tíma. Þessum
tveimur húsum er ákaflega vel við-
haldið og eru góðir fulltrúar þess
besta sem gert var í reykvískri bygg-
ingarlist fyrir hundrað árurn."
Um Þingholtsstræti 15 segir Guð-
jón að það hús hafi hins vegar verið
farið illa með á sínum tíma: „Það
hafði verið klætt að utan á vitlausan
hátt og settar í það heilar rúður. Nú
er verið að gjörbreyta því aftur, færa
það í búning sem hæfir uppruna-
legri gerð þess. Þetta er dæmi um
það að menn eru að vakna til vit-
undar um að svona hús hafa menn-
ingarlegt gildi og það ber að sýna
uppruna þeirra fulla virðingu. Til
gamans má geta þess að Hördur
Ágústsson, listmálari og arkitekt,
sem er manna fróðastur um ís-
lenska byggingarsögu fyrr og siðar,
er fæddur í þessu húsi.“
RÓMANTÍK í
ÞINGHOLTSSTRÆTINU
í húsinu nr. 17 segir Guðjón að
hafi búið merkur maður: „Það var
Þorsteinn Gíslason, faðir Gylfa Þ.
Gíslasonar og VilhjálmsÞ. Gíslason-
ar, og þetta er æskuheimili þeirra.
Þorsteinn Gíslason var einn þeirra
manna sem höfðu hirð í kringum
sig, hingað komu stjórnmálamenn
og listamenn og héldu nánast til hjá
honum á kvöldin. Þar var rætt um
stjórnmál og listir og þær umræður
hafa þeir Vilhjálmur og Gyifi sjálf-
sagt drukkið í sig sem börn. — Úr
sögu þessarar götu má einnig lesa
rómantík, því skáhallt fyrir ofan
þetta hús, í Ingólfsstræti, bjó Vil-
mundur landlæknir. Eins og margir
vita er dóttir hans eiginkona Gylfa
Þ. svo þau hafa sjálfsagt haft sam-
band skáhallt! Það sama má lesa
varðandi það hús sem stóð þar sem
númer 18 er núna. Þar var áður
timburhús þar sem bjuggu Bríet
Bjarnhédinsdóttir og maður henn-
ar, Valdimar Ásmundsson. í því húsi
voru alin upp Hédinn Valdimarsson
og systir hans, Laufey. Valdimar og
Bríet kynntust einnig hér í götunni,
því þegar þau voru ung og ólofuð
bjuggu þau bæði við Þingholtsstræt-
ið sitt hvorum megin við Amtmanns-
stíginn. Hún á númer 11 en hann á
númer 9. Síðarnefnda húsið hefur
verið flutt upp í Árbæjarsafn. Þann-
ig sést að rómantíkin hefur blómstr-
að við Þingholtsstrætið." Guðjón
segir hins vegar að það hús sem
reist hafi verið á númer 18 við niður-
rif timburhússins sé stílbrjótur og
eini „kosturinn" við það sé að það
skuli ekki gnæfa yfir önnur hús í
götunni.
Meðan við göngum um Þingholts-
stræti segir Guðjón ýmsar skemmti-
legar sögur um götuna. „Hér var
nánast verslun í öðru hverju húsi.
Oft bjuggu kaupmennirnir á efri
hæð húsanna. Það var fyrir tíma
stórmarkaðanna!" segir Guðjón
brosandi. Hann segir einnig frá því
að upp úr aldamótum hafi legið
opnar rennur víðs vegar úr Þing-
holtunum niður í „Lækinn". Bærinn
var þá í örri þenslu en allar verkleg-
ar framkvæmdir, svo sem lokuð hol-
ræsi, á byrjunarsigi. „Þá runnu nið-
ur í Lækinn ógeðsleg, beljandi
skólpfljót sem flæddu yfir Þingholts-
strætið í „leysingum". Það eru til
stórkostlegar lýsingar af þeim óþef,
sem lagði hér yfir, og þessi „fljót"
flæddu stundum inn í híbýli manna.
Eitt bæjarblaðanna hét því frum-
lega nafni „Þjóðhvellur" og það gaf
út Hallgrímur Benediktsson prent-
ari, föðurbróðir Birgis ísleifs Gunn-
arssonar menntamálaráðherra.
Blaðið sagði um ástandið í Þing-
holtsstræti árið 1906:
„í miðju Þingholtsstræti, norðan
til, rennur elfa, sem er alls ekki blá
og tær eins og fjallalækur: væri sjálf-
sagt frámunalega góð til áburðar
við akuryrkju. Þessu hafa allir tekið
eftir — nema ef til vill hreinlætis-
nefndin. I „leysingum" hefur elfan
feiknavatnsafl og fá menn þá ókeyp-
is í nefið ilminn alræmda, sem al-
kunnur er við rennurnar i Reykja-
vik. Vill ekki heilbrigðisnefndin at-
huga þessa bendingu og hagnýta
vatnsaflið til að auka með og marg-
falda framkvæmdaafl sitt í þarfir
bæjarins? Vilji hún gera það er til-
ganginum með þessum línum náð.“'
FARSÓTTARHÚSIÐ
Við erum komin að horni Þing-
holtsstrætis og Spítalastígs. Guðjón
bendir þar á stórt hús, sem nýlega
hefur verið gert upp:
„Þetta er mjög merkilegt hús, sem
lengi gekk undir nafninu Farsóttar-
húsid. Þetta er líklega fyrsti spítal-
inn sem byggður var á íslandi gagn-
gert sem spítali. Húsið var reist árið
1882 sem Sjúkrahús Reykjavíkur og
var aðalsjúkrahús borgarinnar frá
þeim tíma til ársins 1902, þegar
Landakotsspítali var settur á stofn.
Þá tók Landakot við sem nýtísku-
sjúkrahús. Þetta hús var hins vegar
gert að farsóttarsjúkrahúsi fyrir þá
sjúklinga sem þurftu að vera í ein-
angrun. Á bak við það stóð líkhús,
en fyrir og um aldamótin hafði
Lœknaskólinn aðsetur í Farsóttar-
húsinu, og þá fóru krufningar fram
í líkhúsinu á bak við. Þar var meðal
annarra krufinn Þórður Malakoff og
margar frægar sögur eru til um
krufningar í því húsi. Þá tilheyrði
líkt og nú að hafa líkhús í tengslum
við sjúkrahús, og mér þótti skrýtið
að líkhúsið skyldi vera rifið niður
þegar farið var að gera þetta hús
upp. Það var Helgi Helgason sem
teiknaði og reisti þetta hús. Hann
var tónskáld pg stofnaði fyrstu
lúðrasveitina á íslandi áriö 1876 og
gerði til dæmis lagið við „Öxar við
ána“. Hann var þó fyrst og fremst
snikkari og átti mikinn þátt í að þróa
nýjan byggingarstíl á timburhúsum í
Reykjavík. Það er hinn svokallaði
hálfklassíski stíll eða nýklassík, sem
leitaði fyrirmynda aftur til Grikk-
lands hins forna og Rómaveldis.
Þetta lýsir sér m.a. í glugga- og
dyraumbúnaði, sem er ættaður frá
gríska hofinu, og hálfsúlum utan á
húsum. Helgi byrjaði líka á þeirri
nýjung að saga út og prýða vind-
skeiðar á göflum. Auk Farsóttar-
hússins eru tvö önnur hús eftir
Helga hér við Þingholtsstrætið, nr.
11 og 12. Það fyrra hefur verið eyði-
lagt mikið að ytra útliti en hið síðara
er nánast eins og Helgi skildi við
það, nema byggt hefur verið stein-
hús við annan gafl þess. Væri það
vel þess virði að friða það.“
HÚS PÖNTUÐ EFTIR
VERÐLISTA
Á næsta horni, horni Þingholts-
strætis og Skálholtsstígs, stendur
húsið sem mun hýsa stofnun Sigurð-
ar Nordal, Þingholtsstræti 29. Guð-
jón segir það hús vera eitt af norsku
verðlistahúsunum: „Þessi hús voru
pöntuð eftir verðlista frá útlöndum.
Viðurinn var merktur og húsin sett
saman eftir leiðbeiningunum. Þetta
hús var reist fyrir aldamótin af Jóni
Magnússyni, síðar forsœtisrádherra,
en húsið númer 28 er svipað verð-
listahús og byggt af Jóni Jenssyni
háyfirdómara. Lengst af bjó sama
fjölskyldan á númer 29. Það var
fíálmi Pálsson, yfirkennari við
Menntaskólann, og síðan sonur
hans Páll, sem var ráðuneytisstjóri
en er látinn fyrir fáeinum árum. Páll
átti enga erfingja og eftir lát hans
eignaðist Erfðasjóður húsið. Það var
í rauninni synd að húsgögn og allt
innbú var selt, hvað í sína áttina.
Þetta var ekta aldamótaheimili fíns
embættismanns sem þarna stóð
óbreytt, geysistórt bókasafn og fal-
leg málverk. Sjálfu húsinu hafði ver-
ið mjög lítið breytt. Það hefði verið
gaman að setja upp safn hér sem
sýndi hvernig heimili embættis-
manna voru um aldamótin, en
menn áttuðu sig ekki á þessu fyrr en
of seint. Það hefði ekki verið ónýtt
fyrir stofnun Sigurðar Nordal að
eignast bókasafnið sem þarna var
til. En því miður átti sér stað eitt af
þessum slysum sem vilja gerast hér
og allt var selt. Á þessum tima var
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra og hann sagði síðar að
hefði honum verið kunnugt um
þetta hefði hann stöðvað að þessir
munir yrðu seldir."
FÍNASTA EINBYLIS-
HÚSIÐ — ESJUBERG
Við erum nú komin á síðasta hluta
götunnar og þar er húsið sem
Borgarbókasafnið er í. Guðjón segir
húsið upphaflega hafa verið byggt
sem einbýlishús: „Það var dansk-
þýskur kaupmaður, Obenhaupt að
nafni, sem byggði húsið á fyrri
heimsstyrjaldarárunum. Oben-
haupt var gyðingur og þótti sér-
kennilegur maður. Hann ætlaði að
kalla húsið „Villa Frieda", en það var
Einar Erlendsson húsameistari sem
teiknaði húsið. Sjálfsagt hefur Oben-
haupt haft hönd í bagga með hvern-
ig húsið átti að líta út, en Einar
Erlendsson teiknaði mörg falleg hús
hér í borginni, meðal annars Gamla
bíó. Obenhaupt flutti aldrei inn i
húsið því hann lenti í einhverjum
vandræðum út af fyrri heimsstyrj-
öldinni, fór úr landi og enginn vissi
hvað af honum varð. Húsið eignað-
ist þá Ólafur Johnson, stofnandi O.
Johnson og Kaaber, og skírði það
„Esjuberg" eftir fæðingarstað móð-
ur sinnar, Esjubergi undir Esju. Þetta
hús gengur ennþá undir því nafni.
Ólafur og fjölskylda hans bjuggu
lengi í þessu húsi en síðan keypti
borgin það og hér hefur Borgar-
bókasafnið verið í nokkra áratugi.
Þetta hús var örugglega með fínustu
einbýlishúsum sem reist voru á
þessum tíma.“ Guðjón segir þá sögu
af Obenhaupt að hann hafi víst
aldrei getað átt húsgögn lengi:
„Hann keypti húsgögn, seldi þau á
uppboði hálfu ári síðar og keypti allt
nýtt inn á heimili sitt. Þannig gekk
það hvað eftir annað.“
SKÁLDIÐ FÉKK HÚSIÐ
AÐ GJÖF
Þá stöndum við fyrir framan síð-
asta húsið sem Guðjón ætlar að
segja okkur frá við Þingholtsstrætið.
Það er númer 33 og Guðjón segir
það einkum merkilegt fyrir þær
sakir að í þessu húsi hafi búið
Þorsteinn Erlingsson skáld: „Það
var sagt að Jóhann Jóhannesson
fasteignasali hefði gefið Þorsteini
þetta hús. Jóhann þessi var
feiknalega vel efnaður maður og
var kallaður Jóhann próki. í þessu
húsi bjó Þorsteinn síðustu ár ævi
sinnar og hefur liklega dáið hér.
Þetta hús var byggt árið 1911 og er
meðal fyrstu steinsteypuhúsa í
borginni. Eftir lát Þorsteins bjó
ekkja hans lengi hér og hingað
komu til hennar listamenn og lista-
vinir, meðal annarra Halldór Lax-
ness og Ragnar í Smára. Þorsteinn
hafði skrifstofu hérna við anddyrið
og ekkja hans lét það herbergi alveg
óhreyft eftir lát hans. Hún lifði lengi,
en nú er auðvitað búið að breyta
húsinu."
Gamaht og nýtt. Brynjólfur Oddsson bókbindari, sem orti kvæói úr bæjarlífi
Reykjavíkur, reisti húsið nr. 7 áriö 1881. Til hiiðar við það er stórhýsi ísafoldar-
prentsmiðju, dæmigert hús fyrir miðbik 20. aldar.
Hér á nr. 29 verður Stofnun Sigurðar Nordal til húsa í framtíðinni. Húsið var
pantað fró Noregi árið 1898 eftir verðlista og það var Jón Magnússon, síðar
forsætisráðherra, sem það gerði.
36 HELGARPÓSTURINN